Morgunblaðið - 14.09.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.09.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 31 Polýfonkorinn Kórskóli Pólýfónkórsins hefst 29. september. Kennt veröur í Vöröuskóla (á Skólavöröuholti) á mánudags- kvöldum kl. 20—22 — 2 stundir í senn í 10 vikur. Kennslugreinar: Raddbeiting og öndun Heyrnarþjálfun Rytmaæfingar Nótnalestur. Kennarar: Ingólfur Guöbrandsson, söngstjóri Herdís Oddsdóttir, tónmenntakennari Siguröur Björnssón, óperusöngvari Ruth L. Magnússon, óperusöngvari. Kennslugjald aöeins kr. 15.000 — Notfæriö ykkur þetta tækifæri til aö taka upp þroskandi tómstunda- starf og njótiö leiðsagnar fyrsta flokks kennara. Þátttaka tilkynnist í síma 21424 og 26611 á daginn en 43740 og 72037 á kvöldin. Unnur Guðjónsdótt- ir - Minningarorð EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU Fædd 21. ágúst 1909. Dáin 5. september 1980. Þann 15. september kveðjum við Unni hinstu kveðju. Hún var sæl að fá að hverfa inn í dýrðina. Það átti hún skilið eftir þá hörðu baráttu sem lífið setti henni. Hún var búin að vera mikill sjúklingur mörg undanfarin ár og dvaldist síðast á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund. Unnur var fædd að Flateyri og fluttist þaðan 2ja ára gömul til ísafjarðar og átti þar heima til tvítugsaldurs er hún fluttist til Reykjavíkur og kynntist hún þar manni sínum Steina Helgasyni, ættuðum frá Hvítanesi í Kjós. Eignuðust þau einn son, Kristján, sem kveður nú ástkæra móður sína ásamt sonum sínum tveimur. Lífsbaráttan var hörð á þessum tímum og þurfti Unnur að vinna hörðum höndum. Vann hún meðal annars í 12 ár á næturvakt á Kleppsspítala. Hún missti mann sinn þegar sonurinn var aðeins 11 ára gamall. Nokkrum árum síðar kynntist hún Baldvini Kristins- syni og hófu þau búskap að Friðarlundi í Mosfellssveit. Mikil vinátta myndaðist með þeim Birni, syni Baldvins, og Unni, sem alla tíð hefur haldist. Og eftir að Björn giftist hefur Sara kona hans verið henni sem tengdadóttir og börn þeirra sem hennar barnabörn og dvaidist hún oft á þeirra fagra heimili. Eftir lát Baldvins fluttist Unn- ur til Reykjavíkur. Kynntist hún elskulegri konu, Ingu Guðþjörns- dóttur, Hverfisgötu 114, sem reyndist henni sem besta dóttir þó óskyld væri. Dvaldist hún á henn- ar heimili þar til hún fór á Elliheimilið Grund. Ég sem skrifa þessar línur er fyrrverandi tengdadóttir hennar og reyndist hún mér sérstaklega elskuleg bæði meðan ég var gift syni hennar og eftir að við slitum samvistum. Það var ekki ósjaldan sem hún stakk peningum í lófa mér af því litla sem hún átti, hún var sannkölluð tengdamóðir mín alla tíð og mér og mínum elskuleg og góð. Með þessum línum mun ég minnast hennar með þakklæti og virðingu fyrir það sem hún reynd- ist fyrr og síðar. Ég bið góðan Guð að veita henni góða heimkomu á nýja staðinn. Nii rrtu lcidd min Ijúfa. lÍNtÍKarA Druttins i. Þar ittu hvild aA hafa hArmunaa ok rauna fri. VIA GuA þú mitt nú mæla miklu (eKri en sól. llnan ok eilif sa’la er þin hji lambsins stól. Með hinstu kveðju og þakklæti. María Þorsteinsdóttir. Félagsfundur — kvikmyndasýning Skýrslutæknifélag íslands efnir til félagsfundar og kvikmyndasýningar í Regnboganum, sal C, aö Hverfisgötu 54. Fundurinn hefst kl. 13, miðvikudag- inn 17. september 1980. Dagskrá: 1. Fundarsetning. Dr. Jón Þór Þórhallsson, formaöur Skýrslu- tæknifélagsins. 2. Kevin R. Batchelor, sem er sérfræðingur frá endurskoðunarfyr- irtækinu Alexander Grant & Co. í Bandaríkjunum, mun kynna efni kvikmyndar þeirra er sýnd verður. Kvikmyndin er leikin, en byggir á sannsögulegum viðburðum, þ.e. fjármálahneyksli, sem varð í bandarísku tryggingafyrirtæki. Aöalástæöur fyrir þessu hneyksli voru misnotkun gagna og*skortur á eftirliti og stjórn á tölvuvinnslu fyrirtækisins. 3. Kvikmyndasýning: „The Billion Dollar Bubble" on the Equity Funding Scandal. Kevin R. Batchelor mun kynna endurtekiö námskeiö um endurskoöun tölvukerfa, sem áætlaö er að halda á vegum Stjórnunarfélags íslands og Skýrslutæknifélagsins, í fyrri hluta nóvembermánaðar n.k. Félagsmenn Skýrslutæknifélagsins eru vinsamlegast beðnir að athuga, að þessi fundur er vegna tímaskorts ekki boðaður á heföbundinn hátt í félagsbréfi. Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands. ÚRVALS HEIMILISTÆKI FRAI Frá KPS, Noregi bjóðum við úrvals heimilistæki á hagstæðu verði: Eldavélar 3ja og 4ra hellna, kæliskápa, frystiskápa, frysti og kæliskápa, uppþvottavélar, frystikistur og gufugleypa. Litir: Svartur, hvítur, karrygulur, avocdogrænn og Inkarauður. Komið og skoðiö þessi glæsilegu tæki eða skrifið eftir myndalista. SENDUfl GEON PÓSTKROFU EF EINAR FARESTVEIT & CO HF. BERGSTAÐASTRATI I0A - SlMI 16995 Raf hf. Glerárgötu 26, Akureyri. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.