Morgunblaðið - 14.09.1980, Síða 32

Morgunblaðið - 14.09.1980, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Móöir okkar LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR Álfaakeiöi 56, Hafnarfiröi, andaöist á Landskotsspítala föstudaginn 12. september. Guörún Bjarnadóttir Sjöfn Magnúsdóttir Kristófer Magnússon Guörún Magnúsdóttir Faöir okkar og bróöir, ÞORVALDUR STEFÁNSSON, stýrimaöur, frá Grindavík, til heimilis aö Gnoöarvogi 14, Reykjavík, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 17. september kl. 15. Þeim, er vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Kristján Þorvaldsson, Stefán Þorvaldsson, Sveínn Þorvaldsson, Halldór Þorvaldsson, Þorvaldur Þorvaldsson, systkini og aörir vandamenn. Eiginkona mín, RAGNHILDUR OLAFSDÓTTIR, andaöist á Landakotsspítala föstudaginn 12. september sl. Jaröarförin auglýst síöar. Guðmundur Jónsson frá Hvanneyri. Eiginkona mín, REGÍNA HALLSDÓTTIR, andaöist fimmtudaginn 11. sept. Georg Georgsson og synir. Útför konu minnar, GUÐRUNAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Grœnuhlíö 11, sem lést 2. september sl., veröur gerö frá Fossvogskirkju miövikudaginn 17. september kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Haukur Guðjónsson. + Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÓLÖF RAGNHEIÐUR SÖLVADÓTTIR, Njörvasundi 29, veröur jarösett frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 16. september kl. 3.00. Þeir sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Andrés Pátursson, Margrét Björk Andrésdóttir, Sveinn Sigurösson, Pétur Önundur Andrésson, Kristfn Stefánsdóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, JÓN BJÓRNSSON, Brunnstíg 7, Hafnarfirði, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju þriöjudaginn 16. september kl. 2 e.h. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Gíslína Sveinbjörg Gísladóttir, Stefán Jónsson, Edda Magnúsdóttir og börn. + Útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa, SIGURSTEINS GUÐJÓNSSONAR, Laugarnesvegi 108, R. fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 16. september kl. 13.30 e.h. Sigurbjörg Marteinsdóttir, Rósa Sigursteinsdóttir, Jón H. Friösteinsson, Marteinn S. Sigursteinsson, Kristfn Kristinsdóttir, Geröa A. Sigursteinsdóttir, Guðmundur Bachman, Jóna L. Sigursteinsdóttir, Reynir Hauksson. Guörún Sigursteinsdóttír, Elísa J. Sigursteinsdóttir, Stefán Kjartansson, Sigursteinn Tómasson og barnabörn. Sigmundur Guðmundsson Hveragerði - Minning Þrátt fyrir langa, raunsanna heimildarsögu tilverunnar stönd- um við jafnan óviðbúin frammi fyrir staðreynd augnabliksins, þegar samferðamenn hverfa skyndilega af sviðinu. Þannig fór mér er ég frétti að Sigmundur Guðmundsson garðyrkjumaður í Hveragerði væri látinn. Eg kom úr ferðalagi um átthaga okkar beggja við vestanverðan Húnaflóa og hafði átt þar nokkra ógleymanlega og bjarta sólardaga. Síst kom mér í hug, þegar ég á heiðu kvöldi í Munaðarnesi sá Drangaskörðin í fjarsýn norðan Ófeigsfjarðarflóans og skugga draga niður yfir víkina þar sem áður var æskuheimili Sigmundar og hann ólst upp til manndóms- ára, að þessi góði gæfulegi maður hefði spunnið til enda sinn ævi- þráð. Mér finnst ætíð, þegar ég heyri að horfinn er maður, sem fékk æskusvip og uppeldi á ströndum eins og brotnað hafi stuðull úr berghömrum byggðarinnar og jafnframt til moldar fallið kjarna- kvistur af lífsmeiði landsins. Foreldrar Sigmundar voru Ingi- björg S.V. Guðmundsdóttir frá Byrgisvík og Guðmundur Guð- brandsson frá Veiðileysu. Þau hjón áttu fyrst heimili í Byrgisvík og svo að Kúvíkum við Reykja- fjörð en að Drangavík fluttust þau árið 1925 og bjuggu þar í 22 ár eða til 1947 að þau fóru að Svarthamri í Álftafirði vestra. Börnin urðu tíu og var Sig- mundur elstur þeirra. Það var oft hörð lífsraun fjölskyldunnar sunnan undir Drangafjallaskag- anum og engum aukvisum hent að sjá þar borgið stóru heimili. En þau Drangahjón voru ekki vön neinum silkisessum í uppvextinum og brá því ekki svo mikið, þótt fjúk væri á fjöllum og brimaði við ströndina, en út til hafs var bjargræði heimilisins sótt að stór- um hlut, því landjörðin bauð ekki marga góða kosti. Sigmundur var elstur systkin- anna og varð því ungur að taka þátt í daglegum störfum. En þótt hann væri snemma vel að manni, þrekinn og kappsfullur, mun hann þó stundum hafa gengið full nærri orku sinni — ekki síst á rekafjöru — enda galt hann þeirra átaka síðar á ævinni. Á Dröngum bjuggu þá við mikla rausn hjónin Eiríkur Guðmunds- son og Ragnheiður Pétursdóttir. Sonur þeirra, Guðmundur, var dugmikill maður á líku reki og Sigmundur. Þessum ungu ná- grönnum var vel til vina og sóttu þeir lengi sjó saman á opnum vélbát. Ekki munu þeir félagar Lokað vegna jaröarfarar JÓNS BJÖRNSSONAR, þriöjudaginn 16. september frá kl. 1—4. Bæjarútgerð Hafnarfjaröar. + Þökkun innilega sýndá samúö viö andlát og jaröarför litlu dóttur okkar og systur, MATTHILDAR INGU, Austurvegi 13, Vík. Símon Gunnarsson, Sigríöur Guömundsdóttir, Siguröur Þór Símonarson, Sigurbjörg Kr. Óskarsdóttir. + Eiginmaður minn og faöir okkar, ERLENDURJÓNSSON, fré Jarölangsstööum, sem andaöist 5. sept., veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. sept. þ.m., kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Helga Jónsdóttir, Þuríöur Erlendsdótir, Ragnhildur Erlendsdóttir, Erna Erlendsdóttír, Örn Erlendsson. + Viö þökkum innilega ötlum þeim, sem sýndu okkur samúö viö andlát móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, HERDÍSAR MAJU BRYNJÓLFSDÓTTUR, Stuölaseli 14, Reykjavik. Þá þökkum viö kærlega öllu starfsfólki á deild 2A á Landakotsspít- ala fyrir umhugsun þeirra og hlýju í garö móöur okkar síöustu mánuöina. Magnús Ó. Valdimarsson, Edda Þórz, Sveinn H. Valdimarsson, Elín Finnbogadóttir, Hrafn Valdimarsson, Kolbrún Valdimarsdótir, Óskar Gunnar Óskarsson, Grímur Valdimarsson, Arnbjörg Guöbjörnsdóttir, og barnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 hafa látið sér bregða þótt bryti úr báru og verið fremur hiklausir í samskiptum við Ægi. Þeir víluðu ekki fyrir sér að skjóta vestur fyrir Hornið og inn til ísafjarðar, ef þeim sýndist þess þörf. En það var einmitt sú úfna öldufallaleið meðfram bergrisum norðursins, sem varð gæfuvegur Sigmundar. Á Isafirði kynntist hann konu sinni Kristínu Jónsdóttur. klæð- skera, Jónssonar. Þau fluttu síðar til Hveragerðis og hafa starfrækt þar garðyrkjustöð. Þrátt fyrir það að við Sigmund- ur áttum heimtaugar í sömu sýslu kynntumst við ekki að neinu marki fyrr en hann var sestur að í Hveragerði og ég farinn að staul- ast á malbiki höfuðborgarinnar. Heima á Ströndum lék um hann hetjuljómi sem harðsækinn sjó- sóknara með krafta í kögglum. Þeir menn gengu sjaldan sömu götu og við landkrabbarnir, enda um langvegu sótt til slíkra funda. Hér í Hveragerði var ég oft gestur á heimili þeirra Kristínar og Sigmundar — kannske var ég hættur að líta á mig sem gest — svo tíðar urðu ferðirnar. Þar var hlýtt og bjart og eins fannst mér að mundi umhorfs í hugskoti þeirra hjóna. Sigmundur var heilsuveill síð- ustu árin og þá var honum áreið- anlega mikils virði að eiga konu eins og Kristínu. Við Sigmundur höfðum ólíkar skoðanir — eða trúðum því að minnsta kosti, en sá skoðanamun- ur orsakaði aldrei særandi við- brögð. Handtak hans var ætíð jafnhlýtt og bros Kristínar jafn- glatt. Þau voru mannvinir. — Það hefur í mínum huga aldrei verið álitamál. Þó Sigmundur sé farinn stendur hún Kristín ekki ein eftir. Hún á minninguna um drenglyndan og traustan samferðamann. Dæturn- ar þrjár og barnabörnin. Þegar sárasta sviðann dregur úr undinni birtir á ný — og það er nóg þörf fyrir brosið hennar í þessum harða heimi. Ég sakna Sigmundar, þótt hann léti ekki stórt en yndi best við sinn heimilisarin. Hann hlynnti með sömu alúð að heimili sínu hér sunnan heiða og að heimili for- eldra og systkina norður við ysta haf. Það var gott að eiga stundar athvarf á heimili Sigmundar á Drangavík — Hveragerði er svip- minni staður þegar hann er far- inn. Guð blessi minningu góðs drengs og ástvini hans alla. Þorsteinn frá Kaldrananesi. Legsteinn er varanlegt minnlsmerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMLWB3I 48 Sfe* 76677

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.