Morgunblaðið - 14.09.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 14.09.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 33 Erlendur Jónsson - Minningarorð Hjalti Björnsson Akranesi - Kveðja Erlendur Jónsson fæddist 28. september 1896 á Jarðlangs- stöðum í Borgarhreppi og átti þar heima til sex ára aldurs. Hann ólst upp með foreldrum sínum, Jóni Björnssyni og Ragnhildi Er- lendsdóttur á Ölvaldsstöðum, Borgarhreppi. Systkini hans voru 11 og eru 6 þeirra á lífi. Erlendur var meðalmaður á hæð, vel á sig kominn, snar í hreyfingum og glæsilegur á velli. hann varð bráðkvaddur við veið- ar í Brúará 5. september 1980. Þó að ekki sé óeðlilegt, að háaldraður maður deyi, kom fráfall hans mjög á óvart. Hann var heilsugóður alla sína ævi og enginn bilbugur var á honum til hvers sem var. Erlendur gerðist bóndi á Jarð- langsstöðum í Borgarhreppi 1926 og kvæntist Auði Finnbogadóttur, Lárussonar frá Búðum. Börn þeirra eru Þuríður, Ragnhildur, Örn og kona mín, Erna. Erlendur brá búi 1942 og fluttist með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Síðar slitu þau Auður samvistum. Erlendur vann ýmis störf í Reykjavík, m.a. nokkur ár hjá Grænmetisverslun ríkisins, en lengst starfaði hann við inn- heimtu og önnur störf hjá Olíufé- laginu hf. eða samtals í 28 ár. Hann var mjög vel látinn af samstarfsmönnum sínum og undr- aðist það enginn, því að hann gneistaði af fjöri og kátínu. Sögu- maður var hann ágætur og sagði óvenju vel gamansögur, sem hann kunni margar. Hann lét ekki af störfum hjá Olíufélaginu fyrr en hann var orðinn áttræður og þá ekki vegna getuleysis. Hann var sístarfandi og eftir að hann hætti hinni reglubundnu daglegu vinnu, skipti hann tímanum til ýmissa starfa og til þess að njóta lífsins og viðhalda hreysti sinni. A elliárum fór hann í laugar daglega og hélt áfram að stunda uppáhaldsfrí- stundaiðju sína, lax- og silungs- veiðar, allt til dauðadags og dó með veiðistöngina í höndum. Erlendur var glaðvær maður og hnyttinn í tilsvörum. Hann var greindur og vel að sér í sögu lands og þjóðar, hafði ákveðnar stjórn- málaskoðanir og sagði þær heiðar- lega og umbúðalaust. Illa þoldi hann undirlægjuhátt og óhrein- lyndi og átti til að segja slíku fólki til syndanna svo að undan sveið. Flestir munu þó hafa gert sér grein fyrir, að slíkt var sagt af hreinskilni en ekki illgirni. Erlendur var góður heim að sækja og ávallt var gaman að fá hann í heimsókn. Maður fór betri og bjartsýnni af fundi hans og datt þá í hug, að ekki yrði vont að verða gamali, ef maður eltist eins og hann. Síðari kona Erlends var Helga Jónsdóttir frá Ásum í Svínavatns- hreppi. Hjónaband þeirra var far- sælt og gott og einkenndist af gagnkvæmri virðingu, eindrægni Við lát Þorsteins Björnssonar fyrrverandi brúarvarðar við Hér- aðsvötnin langar mig að minnast og þakka frábærar móttökur, er við nutum á ferð okkar um Skagafjörðinn hér fyrr á árum með föður okkar. Alltaf var komið við í kofanum við Héraðsvötnin, sem þó var höll er inn var komið, því gleðin og gestrisnin voru allsráðandi. Fannst okkur það ganga göldrum næst, þær veizlur er Margrét töfraði fram í hvert skipti við þessi frumstæðu skil- yrði. Þeir eru víst ófáir sem eiga þessa sömu minningu, um þessi æðrulausu hjón, er létu eigin sjúkdómserfiðleika ekkert á sig fá í samskiptum sínum við samferða- mennina, sem þau þjónuðu. Mætti margt af því læra. Þykist ég vita að allir þeir sem og væntumþykju. Helga lifir mann sinn. Eg vil votta henni samúð mína og sendi henni hlýjar kveðjur. Haraldur Árnason 1 notið hafa, taki undir það og biðji þeim allrar guðsblessunar. Matthildur Björnsdóttir. Fæddur 22. júlí 1914 Dáinn 6. september 1980 I gær var til moldar borinn að Görðum á Akranesi Hjalti Björnsson vélvirki, Grundartúni 2, Akranesi. Hjalti Björnsson fæddist á Norðfirði þ. 22. júlí 1914. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Guðbjörg Bjarnadóttir og Björn Emil Bjarnason, sem þar bjuggu alla sína búskapartíð. Hjalti var næst- elstur ellefu systkina og eru 9 þeirra á lífi. Rúmlega tvítugur að aldri hleypti Hjalti heimdragan- um og lagði leið sina „út í hinn stóra heim“. Hjalti dvaldi sam- fleytt ellefu ár erlendis, lengst af í Danmörku og Þýskalandi. Hann kom heim til íslands árið 1945 eftir dvöl sína í hinum stríðsþjáðu löndum Evrópu. Hjalti var umtal- aður og þekktur víða um land af þeim ævintýra- og hetjusögnum, sem af honum fóru í sambandi við kynni hans af heimsstyrjöldinni, sem var honum sjálfum tími reynslu og átaka. Eftir heimkom- una settist Hjalti að á Akranesi, en þar bjó Hákon, bróðir hans. Þ. 26. okt. kvæntist Hjalti eftir- lifandi konu sinni, Sigríði Einars- dóttur, dóttur þeirra merku sæmdarhjóna Halldóru Helga- dóttur og Einars Ingjaldssonar, útvegsbónda á Bakka, Akranesi. Á því mannmarga, ástríka heimili bjuggu ungu hjónin, þar til þau komu sér upp eigin húsi að Grundartúni 2. Þau Sigríður og Hjalti eignuð- ust eina dóttur, Birnu Guðbjörgu, gifta Gísla H. Sigurðssyni lækni. Barnabörnin eru þrjú — þau Hjalti, Þorbjörg og Halldór. Son eignaðist Hjalti áður en hann kvæntist Sigríði, Halldór, flug- virkja, búsettan í Bandaríkjunum. Allir, sem þekktu Hjalta Björnsson, geyma minningu um góðan mann, vitran og vakandi. Hjalti var ljóðelskur og hafði yndi af lestri góðra bóka. Fróður var hann um menn og málefni, tungu- málamaður mikill, enda víðförull og kunnugur vestrænni menningu. Þótt Hjalti Björnsson væri ekki hávaðamaður og gætti tungu sinn- ar, því fátt var honum fjarri en stælur og dægurþras, hafði hann fastmótaðar skoðanir í flestum málum. Hann var athugull og nærgætinn í umræðum um við- kvæm efni svo af bar, og var manna líklegastur til að bera vopn á klæði í árekstri hversdagsleik- ans, sem svo mörgum verður starsýnt á. Hjalti Björnsson var tryggur vinum sínum og hrókur alls fagn- aðar í vinahópi. Heimilisbragur á heimili þeirra hjóna var í senn fastmótaður og frjáls. Hj'ónin voru bæði gestrisin svo af bar, þar ríkti bæði gleði og velvild. En hæglega hefði mátt stilla klukku eftir venjum þeirra, svo nákvæm var skynjun fyrir því heilbrigða mati, sem felst í skíptingu vinnu, tómstunda og hvíldar, sem frá ómunatíð hefur verið sá horn- steinn sem skapar heilbrigt líf og viðhorf. Sagt er, að eftirfarandi áletrun hafi sést á sólskífu: „Eg tel aðeins sólskinsstundirnar." Minningin um mætan mann, góðan dreng og samverustundir á heimili þeirra hjóna, Sigríðar og Hjalta, bætast nú í safn minninga frá æskuslóðum, ein þeirra stunda, sem sólskífan telur. Eiginkonu og ástvinum sendi eg innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki í sorg ykkar. Þóra Einarsdóttir Þorsteinn Björns- son — Kveðjuorð Guðmundur Jónsson skipstjóri - Minning „F.n innsta hrærinK hu«ar míns, hún hverfa skal til upphafs sins sem bára — endurheimt í hafiA.“ E.B. Guðmundur Jónsson, skipstjóri frá Dýrafirði, andaðist 5. sept- ember sl. að Hrafnistu, rétt tæpra 86 ára gamall, en þar dvaldi hann seinustu æviár sín. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hans sjálfs. Guðmundur fæddist 7. október 1894 á Gerðhömrum í Dýrafirði, sonur hjónanna Jóns Hólmsteins Guðmundssonar, bónda og skip- stjóra, og Ólínar Bjarnadóttur. Átti Guðmundur til merkra vest- firzkra ætta að telja og hlaut í vöggugjöf mikla mannkosti, sem hann naut á löngum og starfsöm- um lífsferli sínum. Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum og systkinum, Ágústi og Sigríði, fyrst á Gerðhömrum en síðar að Ytri- Lambadal, innar í firðinum. Þegar hann var 12 ára, fluttist hann með foreldrum sínum að Granda í Brekkudal. Hafið heillaði Guðmund þegar mjög ungan og aðeins 8 ára mun hann hafa fyrst farið á sjóinn, reri til fiskjar á árabát. Guðmundur varð snemma hár, þrekinn og hraustur og 14 ára gamall ræður hann sig á þilskip og þar með var teningunum kastað. Upp frá því átti sjómennskan hug hans allan. 1914 ræður hann sig á mótorskipið „Hjalteyri", sem fór á „skak“ og síðar síldveiðar. Næsta skip Guð- mundar var svo „Kapella", sem búin var hvorttveggja seglum og vél og fór til skiptis á línuveiðar og „skak“. Og 1916 fer Guðmundur til Reykjavíkur og ræður sig á seglskipið „Björgvin“. Á því skipi var hann til ársins 1919. Á árun- um 1919—1921 var Guðmundur við nám í Stýrimannaskólanum, en var á togurum milli þess sem hann sat á skólabekk. Árin 1923—1924 var Guðmund- ur á kútter „Seagull", en fór síðan af honum á togarann „Austra". En svo kom að því, að Guðmund langaði í siglingar. Ekki tókst honum að komast á farskip hér heima og tók hann sér því fari til Kaupmannahafnar og þar heppn- aðist honum að fá skiprúm á danska skipinu „Dronning Maud“, er sigldi mili Danmerkur og Eng- lands. Eftir árstíma á því skipi og sökum meiðsla á fæti og sjúkra- húslegu, missti hann af þessu skiprúmi. Nokkru síðar tókst hon- um að ráða sig á skipið „Glen Sanda". Það skip hafði verið í Austurlandasiglingum, en nú var ferðinni heitið til austurstrandar Bandaríkjanna og þaðan suður til Buenos Aires, upp La Plata-fljótið til Rosario og þaðan til London. Um borð á þessu skipi var mjög blandaður mannskapur, Kínverj- ar, Norðurlandabúar og jafnvel Arabar. Þegar komið var til Eng- lands ákvað útgerðarstjórnin að afskrá alla Norðurlandabúana. Þá var það sem Guðmundur réði sig á danska skipið „Sarmatia" og sigldi hann í 5 ár á þessu skipi til fjarlægra staða, eins og Puerto Rico, Kúbu o.fl. Árið 1932 var Guðmundur búinn að vera 8 ár að heiman og þá hélt hann heim til íslands. 1933 á Guðmundur nokkurn hlut í stofn- un Eimskipafélagsins ísafold, sem þá kaupir „Edduna" og gerist Guðmundur stýrimaður á því skipi. Stóð það í flutningum á saltfiski og salti o.fl. til og frá Miðjarðarhafslöndum. Eftir nokkrar ferðir vildi það slys til, að skipið strandaði í óveðri skammt vestan Hornafjarðar, og var mikil mildi, að allir skipverjar björguð- ust, en skipið hafði á undraverðan hátt sloppið milli skerja upp í sandinn og náðist það aldrei út. Skipafélagið varð sér brátt úti um annað skip, „Eddu“ II. og varð Guðmundur stýrimaður og skip- stjóri á því góða skipi, sem sigldi milli Reykjavíkur og austur- strandar Ameríku til ársins 1941, þegar það var selt. Á stríðsárunum var Guðmund- ur í siglingum á ýmsum skipum, um tíma á erlendum leiguskipum, en 1942 fer hann á „Kötluna", sem sigldi til Portúgals með saltfisk. 1943 verður hann stýrimaður á „Hrímfaxa", sem sigldi til Bret- lands allt til stríðsloka, en var þó um sumartímann hér á strönd- inni. Árið 1948 réði Guðmundur sig á „Hvassafellið" og varð fast- ráðinn stýrimaður hjá Samband- inu. Síðar var hann á „Helgafell- inu“ og allt þar til hann varð að hætta fyrir aldurs sakir. Guð- mundur var einnig um tíma skip- stjóri á „Litlafellinu" og „Dísar- fellinu“. Seinast var hann um tíma á „Grjótey" í afleysingum. Af þessu litla yfirliti má sjá, að í meira en hálfa öld helgaði hann sig sjómennskunni, á fiskiskipum og þó meira á flutningaskipum. Lífsferill hans var langur og strangur á köflum og stundum svaðilfarir og ævintýri, en ætíð var hann hinn rólegi og trausti skipstjórnarmaður, sem aldrei lét bilbug á sér finna, þótt í móti blési. Guðmundur varð svo lánsamur að kvænast 8. maí 1946 hinni ágætustu konu, Sigrúnu Bergljótu Þórarinsdóttur, ættaðri af Jökul- dal. Var þeirra hjónaband hið farsælasta, allt þar til Sigrún lézt 31. október 1973. Guðmundur Jónsson var hár og karlmannlegur að vallarsýn, fyrir- mannlegur í framgöngu, vingjarn- legur í viðmóti og í reynd ljúf- menni hið mesta, þótt skapríkur væri inni fyrir, en veraldarþekk- ing og lífsreynsla mótaði skapgerð hans og sjálfsaga. Hann var lítt fyrir tildur og prjál gefinn, hafn- aði heiðurs- og viðurkenningar- vottum og áleit, að það lægi í hlutarins eðli, að hver maður ynni störf sín af elju og samviskusemi. Hann var ljóðelskur og mat Einar Benediktsson mest allra skálda og kunni mörg kvæða hans utan að. Tungutöm voru honum mörg hin stærri og dulúðugu kvæða Einars, en Útsær heillaði hann og þar segir m.a.: „FornhrlKa sprkin vrit. að afl skal móti afli. rn andanum Krfur hún srinasta Irikinn i tafli Þetta var lífsskoðun Guðmund- ar. Hann var ákaflega bókelskur og fróðleiksfús, hafði það frá móður sinni, og auðgaði andann með lestri fjölbreyttra bóka og rita. Þá hafði hann sérstakt yndi af lestri ævisagna, ferðalýsinga og sögulegs efnis. Hann var frásagn- arglaður, minnugur og sagði vel frá og oftsinnis naut ég þess í ríkum mæii að hlusta á hressilegt spjall hans um margvíslegustu efni, oft á tíðum um andleg mál. Fyrir það og allt annað, sem hann var tengdafólki mínu, eru miklar þakkir efst í huga. Hann var drengskaparmaður, er ekki mátti vamm sitt vita. Allir samferða- menn hans á sjó og í landi eru á einu máli um það. Sá orðstír de.vr ekki. Minningin um góðan og sannan heiðursmann mun lifa. Við biðjum honum blessunar á vegferð hans til annars og æðra lífs. Már Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.