Morgunblaðið - 14.09.1980, Síða 38

Morgunblaðið - 14.09.1980, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjatiason Sént Karl Siynrbjörnsson Siyvrfatr Pálsson DROTTINSDEGI Börn og bænir Er Guð á himnum? Við erum vön að segja við börnin að Guð sé á himnum. En hvað eigum við við, þegar við nefnum himininn? Við notum orðið himinn um tvo óskylda hluti. 1. Himininn yfir okkur. Geiminn, sól, stjörnur, ský. Guð á ekki heima þarna uppi. Ekkert frekar en hér á jörð- inni. En hann sem er, er einnig þarna uppi: „Uppfylli ég ekki himin og jörð? — segir Drott- inn.“ (Jer. 23.24.) Hann upp- fyllir himin og jörð, en hvorki himinn né jörð rúma hann. Það vissi jafnvel Salomon, þrátt fyrir ófullkomna heims- mynd sína. Þegar hann var að byKtíja hið fræga musteri sitt spurði hann: „En mun Guð í sannleika búa á jörðu? Sjá, himininn og himnanna himnar taka þig ekki, hve miklu síður þá þetta hús sem ég hefi reist.“ (1. Kon. 8, 27). 2. Himininn merkir einnig „þar sem Guð er“ eða einfald- lega „Guð“. Og hvar sá himinn er vitum við ekki. Það er að segja það er ekki hægt að staðsetja hann. Enginn getur bent og sagt: Hér er guðsríki eða hér er himininn. En við skynjum þó hvað Jesús á við þegar Hann segir að himnaríki sé nærri og mitt á meðal okkar. Jafnframt er himininn fjarri, hann er handan alls sem skapað er og handan skilnings okkar. Ef við segjum við barn, að guð sé á himnum, þá hugsar það að sjálfsögðu um himininn sem hvelfist yfir því. Þess vegna er nauðsynlegt að við upplýsum börnin eins fljótt og unnt er um það, að um er að ræða tvenns konar himin. Áð- ur en börnin öðlast skóla- þroska hafa þau kynnst heims- mynd okkar. Og í kristinni fræðslu ber okkur að forðast að sú hugmynd festist með börnunum að Guð sitji í há- sæti, höll eða borg einhers staðar úti í geimnum. Slík hugmynd um Guð er röng og í andstöðu við Biblíuna. Hún felur jafnframt í sér þá hættu, að barnið hafni hinum sanna Guði um leið og það hafnar þessari röngu mynd af honum. Skynsamlegast er að forðast barnabænir og hreyfisöngva þar sem beinlínis er bent á himininn yfir okkur sem bústað Guðs. Þegar yngsta barnið okkar var þriggja ára spurði það: „Getum við ekki fengið okkur bíltúr og heim- sótt Guð? Hvernig bíl á Guð? Á hann kannski flugvél?" Ég minnist þess ekki að eldri börnin okkar hafi spurt á þennan hátt. Og ég spyr sjálfa mig: Var þetta vegna þess að ég gaf barninu þessar hug- myndir í bænum sem ég kenndi því, að Guð væri fjar- lægur, byggi meðal stjarn- anna, að barnið ímyndað sér Guð sem „mann sem byggi annars staðar"? Með þessu á ég ekki við að við eigum að hætta að syngja um himininn. Við getum að sjálfsögðu haldið áfram að biðja: „Faðir vor, þú sem ert á himnum ...“ Við verðum að- eins að gera okkur grein fyrir þvi, og börnunum jafnframt, að við notum þetta orð í tvenns konar merkingu. Og í allri kristinni fræðslu ber okkur að forðast að tala einhliða um Guð sem er „þarna uppi“. Ef til vill er okkur eðlilegast að horfa upp þegar við biðjum. Það er líka ekkert við því að segja og álíka eðlilegt að gera það eins og tala um að sólin „komi upp“. Við vitum vel að eiginlega kemur sólin aldrei upp. Það er aðeins jörðin sem snýst. En samt lítur þetta þannig út fyrir okkur með þeirri takmörkuðu útsýn sem við höfum. Og jafn sjálfsagt er fyrir okkur að líta til himins þegar við biðjum — ef okkur finnst það eðlilegt. Einfalt mál — trúverðugt innihald Við verðum að tala við Guð á máli sem okkur er eðlilegt, ef um raunverulegt samfélag á að vera að ræða. Eigi börn að geta talað við Guð, verður að orða bænirnar á afar einfald- an hátt. Börn eru blátt áfram og málefnaleg. Þannig geta bænir þeirra einnig verið, að- eins ef hinir fullorðnu klúðra ekki öllu fyrir þeim. Hin dæmigerða barnabæn er auð- skilin og tímabær meðan mað- ur er lítill án þess að manni finnist hún kjánalega barnaleg þegar maður er orðinn stór. Biblíulestur vikuna H.—20. sept. Sunnudagur 11+. sept. Matt. 6:21+—31+ Mánudagur 15. sept. OrÖskv. 30: J+—9 Þribjudagur 16. sept. 1. Tím. 6: 6—12a MiÖvikudagur 17. sept. I. Kor. 7:20—21+ Fimmtudagur 18. sept. I. Kon. 17: 1—6 Föstudagur 19. sept. Jóh. 1+: 31—38 Laugardagur 20 sept. Lúk. 6: 20—26 Að sjálfsögðu er ekki nauð- synlegt að allar bænir sem börn taka þátt í séu jafn auðskildar. En þær bænir sem við ætlum raunverulega að vera barnabænir, og við leitum stöðugt til þegar börn eru annars vegar, veða að vera svo auðskildar sem framast er unnt. Inntak barnabænarinnar verður að vera trúverðugt, svo trúverðugt, að fullorðin mann- eskja geti tekið undir án þess að „setja niður". Hefðbundnar barnabænir Það er viðkvæmt mál að gagnrýna hinar hefðbundnu barnabænir. Þær hafa verið fjölda fólks mikils virði. Þær eru gjarnan tengdar trúarlegri reynslu í bernsku, hamingju- ríkjum bernskudögum, látnum foreldrum. En í sjálfu sér er orðafar þessara bæna ekki heilagra en önnur orð. Og það er réttmætt að spyrja sjálfan sig hvort þær séu allar þess virði að rétta þær nýrri kyn- slóð. Það eitt að við höfum hlotið þær í arf er ekki næg ástæða. Hér verður að vega og meta í hverju tilviki, bæði orðafar og innihald. Faðir vor Faðir vor er ekki barnabæn, en lítil börn geta „fylgt með“ þegar fullorðnir biðja þessa bæn. Faðir vor er svo auðugt að innihaldi, að í raun felur það í sér allar mikilvægar bænir. Meðan verið er að leiða þau til skilnings á innihaldinu er hægt að taka fyrir eitt bæna- efni í einu. Einn daginn getum við t.d. beðið um að vilji Guðs verði raunverulega á jörðinni — að það ríki friður í stað ófriðar, óhappa og illsku. Ann- an dag getum við beðið um að allir sem búa á jörðinni fái daglegt brauð. Og þegar hið illa innra með okkur og um- hverfis okkur verður okkur ofviða, þá getum verið beðið hinn himneska föður að frelsa okkur frá illu. Þótt hið illa sé öflugt er Guð voldugri — því að lokum mun koma í ljós að mátturinn er hans, ríkið er hans og dýrðin! .. heilaga, almenna kirkju“ Það er ekki auðvelt að fá hlutlæga mynd af því hvað heilagur andi er. Hins vegar er ekki erfitt að skilja hvað við er átt, þegar talað er um kirkjuna, verkfæri andans. Heilagur andi er andi sköpunarinnar, andi lífs- ins, og er því alls staðar virkur innan sköpunarverksins. En heilagur andi starfar á einstæð- an hátt í kirkju Krists og kristnum mönnum. Þriðja grein trúarjátningarinnar fjallar sér- staklega um verk heilags anda við að gera Guð og hans son lifandi og raunverulega í lífi og reynslu manna. Þetta starf fer fyrst og fremst fram í kirkju Krists. Kristin trú er ekkert einka- mál. I Nýja testamentinu og frumkirkjunni er kristin trú óhugsandi án samfélags kirkj- unnar. Trúin á Krist, sem er verk heiiags anda, vaknar og lifir í kirkjunni. Orðið kirkja hefur margar merkingar í venjulegu máli. Það getur merkt húsið, bygginguna og þá sem þar starfa. Það getur táknað stofnun eins og þjóð- kirkjan eða „kaþólska kirkjan". En í trúarjátningunni er átt við alla kristnina, alla, sem játa trú á Jesúm Krist og allt, sem honum er helgað. Orðið kirkja er dregið af grísku orði, sem þýðir þeir eða það, sem tilheyrir Drottni. En í gríska frumtexta trúarjátn- ingarinnar stendur ekki það orð, heldur orðið „rkklesía", sem þýð- ir söfnuður þeirra, sem eru kallaðir eða útvaldir. ísrael er útvalin þjóð Guðs. í Nýja testa- mentinu er litið á kirkjuna, sem hinn nýja ísrael, hina nýju, útvöldu þjóð Guðs, sem ekki er bundin við nein landamæri, kyn- þætti, stétt eða stöðu. Kirkjan er það fólk, sem Guð kallar saman, kirkjan er verk Guðs og verk- stæði heilags anda. Þess vegna játum við trú á kirkjuna, af því að við trúum því að Guð sé að verki nú í dag. Kirkjan er heilög af því að Kristur er heilagur. Heilagleiki er einn af eiginleikum Guðs. Það sem Guð notar í þjónustu sinni helgar hann sér. Húsið er ekki heilagt í sjálfu sér, hvað þá stofnunin. En í kirkju sinni vinnur heilagur andi verk helg- unarinnar, kallar menn til sam- félags við Guð og helgar þá þjónustunni við hann. Kirkjan er heilög, af því að þar eru farvegir náðarinnar, Guðs orð, skírnin og kvöldmáltíðin. Kirkjan er almenn. Orðið er þýðing á gríska orðinu „kaþolík- os“ sem er líka þýtt „kaþólskur". Nú er það flokksheiti innan hinnar kristnu fjölskyldu, en orðið merkir það, að kirkjan nær til og felur í sér allan heiminn, er opin öllum mönnum alls staðar. Orðið merkir líka það, að kirkjan varðveitir allt Guðs orð, allan Guðs vilja, og þar er allt að finna, sem vitað verður um Guð, svo við getum lifað með honum, í samfélagi við hann nú og um eilífð. Kirkjan er líka almenn í þeirri merkingu, að hún er ekki aðeins takmörkuð við þennan sýnilega heim, heldur er líka á himni, þar sem hinir endur- leystu lofa Drottinn við hástól hans ásamt englunum og tignun- um og máttarvöldunum. Kirkjan er ein, af því að Kristur er einn og heilagur andi er einn. Eignir kirkjunnar eru fyrst og fremst eining í Guði, og er raunveruleiki mitt í öllum klofningi og sundrungu. Klofn- ingin er þó andstæð vilja Guðs, því Kristur bað „nóttina, sem hann svikinn var“ fyrir læri- sveinum sínum, að þeir mættu allir verða eitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.