Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1980 Rekinn fyr- ir að beina þotu af leið New York. 23. september. AP. BANDARÍSK fluKmálayfirvóld soköu í daK ad einn fluKumferftar- stjóri á Kennedy-fluKvelii í New York yröi rekinn ok öðrum vikið úr starfi í 30 daKa þar sem þeir áttu aðild að því að láta sovézka far- þeKaþotu fljÚKa í rönKU loftrými er þotan var að koma til lendinKar á fluKvellinum 18. janúar sl. FluKumferðarstjórinn sem rekinn verður gaf flugstjóra sovézku þot- unnar vísvitandi rangar upplýsingar um flughæð og stefnur, með því að fitla við tölvu og breyta fyrirmælum er komið hafði verið fyrir i henni. Sá sem vikið verður úr starfi í 30 daga var ávíttur fyrir að hleypa hinum flugumferðarstjóranum að tölvunni. Meðal farþega í sovézku þotunni var Anatoly Dobrynin sendiherra Rússa í Bandaríkjunum. Atvikið átti sér stað daginn eftir að samtök flugumferðarstjóra höfðu lýst yfir því, að þeir þjónuðu ekki sovézkum flugvélum nema um það kæmi fyrir- skipun frá æðri stöðum. Brezkir mæla benzín í lítrum l>ondon. 23. september. AP. FRÁ OG með næsta hausti verður benzin selt í lítratali i Bretlandi í stað gallona eins og verið hefur frá upphafi. Samkomulag náðist um þetta atriði milli viðskiptaráðuneytisins og eigenda benzínsölustöðva og er ástæðan fyrir breytingunum sögð vera sú, að benzíndælurnar séu hættar að geta mælt verðið á þeim mikla hraða sem þær verða að gera, og sé það bein afleiðing benzínverðshækkana. Hefur raf- eindabúnaður i benzíndælum bilað hvað eftir annað undan álaginu sem búnaðurinn verður fyrir við hverja áfyllingu. Veður víða um heim Akureyri 10 skýjaó Amsterdam 21 skýjaó Aþena 31 heiðskírt Berlín 21 skýjaó BrUssel 20 heióskírt Chicago 29 rigning Feneyjar 23 heióskfrt Frankfurt 23 skýjað Faereyjar 11 súld Genf 25 heióskírt Helsinki 16 skýjaó Jerúsalem 31 heióskírt Jóhannesarborg 27 rigning Kaupmannahöfn 18 skýjað Las Palmas 24léttskýjaó Lissabon 23 heíóskírt London 19 rigning Los Angeles 25 skýjaó Madrid 23 skýjaó Malaga 29 lóttskýjaó Mallorca 28 lóttskýjaó Miami 30 skýjaó Moskva 13 skýjaó New York 34 skýjaó Oslo vantar París 22 heióskírt Reykjavík 10 rigning Rió de Janeiro 24 skýjaó Rómaborg 30 skýjaó Stokkhólmur vantar Tel Aviv 30 heióskírt Tókýó 22 skýjaó Vancouver 13 skýjaó Vínarborg 19 skýjað Yiðkvæm olíumannvirki á sjálfu ófriðarsvæðinu BRENNIDEPILL átaka íraka og írana er 193 kílómetra langt fljót, Shatt AI-Arab ok bakkar þess með viðkvæmum olíumannvirkjum ok olíuleiðslum. sem eru lífsnauðsynlej? báðum þessum olíuframleiðslu- löndum við Persaflóa. Fréttir hafa borizt frá báðum löndunum um harða bardaga í lofti og á láði og legi meðfram Shatt Al-Arab i þrjár vikur og þannig hefur margra alda landamæra- deila aftur komið upp á yfirborðið. Saddam Hussein íraksforseti hefur rift landamærasamningi, sem hann gerði fyrir fimm árum við þáverandi íranskeisara, en samkvæmt honum lágu landamæri íraks og írans eftir Shatt Al-Arab miðju. Nú heldur hann því fram, að írak eigi allt ósasvæðið. Shatt Al-Arab myndast þar sem stórfljótin Tigris og Eufrat renna saman og er eini aðgangur íraka að sjó. íran liggur að Persaflóa á stóru svæði. Shatt er mikilvæg siglingaleið fyrir bæði löndin Sérfræðingar segja, að átökin hafi enn ekki leitt til þess að dregið hafi úr olíuframleiðslu eða útflutnjngi í löndunum. Fram- leiðsla íraks á dag er 3,5 milljónir tunna og útflutningur á dag 3,2 milljónir tunna. Framleiðsla ír- ans er um 1,5 milljón, útflutning- ur hálf milljón. Olíumannvirki Shatt Al-Arab þýðir „Araba- strönd" á arabísku. Olíuflutn- ingaskip geta ekki siglt upp fljótið, en mörg olíumannvirki á þessum slóðum eru í hættu vegna átakanna, beggja vegna landa- mæranna. Olíuhreinsunarstöð ír- ana í Abadan, sú stærsta í heimi, er íransmegim Hún fær olíu sína frá olíusvæðum um 160 km í austri. Aðalolíuútskipunarhöfn írana er á Kharq-eyju, 160 km suðaustur af mynni Shatt Al- Arab. íraksmegin eru Ramaila og Zubair-olíusvæðin rétt suðaustan við Basra, nyrzt við Shatt Al- Arab. Þaðan er olíunni dælt til tveggja endastöðva út af strönd- inni, Khor Al-Amaya og Mina Al-Bakr. Olíuleiðslurnar eru allar neð- anjarðar, en á yfirborðinu eru gasstöðvar og dælustöðvar á víð og dreif. Ef átökin magnast svo mjög, að skotið verður á mann- virki eða ráðizt á þau með flugvélum gæti alvarlegt ástand skapazt. Einnig gæti margt gerzt af slysni ef alger átök yrðu á þessu svæði. Verið gæti að olíu- skip, sem sigla um Persaflóa til íraks, neituðu að fara inn á ófriðarsvæði og þannig gæti dregið úr olíuflutningum til Vest- urlanda. Eigendur olíuflutninga- skipa vilja ekki leggja þau í óþarfa hættu. írakar hafa alltaf haft ímugust á yfirráðum írana yfir Khuzest- an-héraði vestan Shatt Al-Arab, sem er byggt fólki sem talar arabísku. Irakar kalla þetta hér- að Arabistan, „land Araba". Stjórnin í Bagdad styður upp- reisnarmenn á þessu svæði. Rök gegn stríði Báðar þjóðirnar hafa margar gildar ástæður til að forðast styrjöld á Persaflóasvæðinu. Minnkandi olíuframleiðsla og viðskiptabann Bandaríkjamanna hefur valdið miklum efnahags- erfiðleikum í íran. íranir þurfa að selja olíu til þess að fá peninga að utan og varðveita stöðu sína á alþj óðavettvangi. Þótt írakar hafi takmarkaðan aðgang að sjó hafa þeir tvær olíuleiðslur sem liggja um Sýr- land og Tyrkland. En öngþveitið í Tyrklandi og uppreisn Kúrda í írak valda því, að erfitt getur reynzt að dæla olíu eftir leiðslun- um. Samskipti Sýrlands og íraks eru í mikilli lægð. Sýrlenzkir diplómatar hafa nýlega verið reknir frá írak og írakskir dipló- matar frá Sýrlandi og sýrlenzka stjórnin hefur oft tekið höndum saman við stjórn Khomeinis í Teheran. Langvinnir árekstrar gætu einnig stefnt í hættu þeim draumi Husseins forseta að verða leiðtogi OPEC og hreyfingar óháðra ríkja. Leiðtogafundur OPEC í næsta mánuði og óháðu ríkjanna 1982 eiga að fara fram í Bagdad. (AP) Olíuflutningar frá Persaflóa í hættu Átök íraka og írana hafa aukið ugg manna um, að oliuflutningar frá arabalöndum til Vestur-Evrópu og Japans geti stöðvazt ef átökin breiðast út til Hormuz-sunds við mynni Persaflóa. Nánast öll olia frá Persaflóa fer um þetta mjóa sund, sem er um 35 km breitt. Oiiumagnið er um þessar mundir um 20 milljónir tunna á dag. eða nánast 40 af hundraði neyzlu annarra landa heims en kommúnistalanda. Rúmlega 80 oliuflutningaskip sigla um sundið á hverjum degi — eitt skip á hverjum 40 minútum. Fyrrverandi íranskeisari kallaði þetta sund „slagæð Vesturlanda“. Enn bendir ekkert til þess, að oiíulífæðin hafi orðið skotmark í yfirstandandi átökum. En fréttir hafa borizt um, að írakar virðist vera að koma fyrir herflugvélum í öðrum ríkjum við Persaflóa, og þar með aukast líkurnar á því, að sundið gæti orðið átakasvæði. Teheran-útvarpið hefur lýst því yfir, að íranskt herlið ráði yfir sundinu, sem liggur milli Omans og írans og er eins og U í laginu. Saddam Hussein íraksforseti til- kynnti, að „afskipti" írana af siglingum um sundið jafngiltu yfirlýsingu um algert stríð. „Martröðin44 „Financial Time“, hið virta kaupsýslublað Breta, benti á það í dag, að sú „martröð", að sundinu yrði lokað, „virðist nálgast það að verða að veruleika". Blaðið sagði, að það yrði nánast ógerningur að loka sundinu, sem er breitt og djúpt. En hver sem vildi ógna skipum eða hræða þau í burtu — til dæmis flotar íraka eða írana — gæti og mundi gera það. Enn sem komið er hafa lítil viðbrögð komið fram á alþjóðleg- um olíumarkaði við átökum írana og Iraka. En nefnd sérfræðinga í London, sem hefur það starf að vega og meta áhættu af völdum hernaöarátaka, hefur lagt til, að tryggingagjöld skipa, sem sigia til Irans og Iraks um Persaflóa, verði hækkuð um 300%. Slíkt mundi fylgja í kjölfar mikillar hækkunar á tryggingagjöldum fyrr í ár, þegar óttazt var að hafnbann yrði sett á sundið í kjölfar misheppn- aðrar tilraunar Bandaríkjamanna til að bjarga gíslunum í Teheran í apríl. En þrátt fyrir vaxandi spennu á Persaflóa í kjölfar ólgunnar í íran og falls Iranskeisara í janúar 1979 hefur lítið verið gert til að verja sundið og halda olíuæð Vestur- landa opinni, ef til átaka skyldi koma á þessu hernaðarlega mik- ilvæga svæði. Stjórnin í Oman lagði til í fyrrahaust, að sameigin- legur floti rikjanna við Persaflóa og Vesturveldanna gætti sundsins, en tillagan strandaði á andstöðu íraks. Ef sundið lokaðist mundi það hafa lítil áhrif fyrst í stað á Vesturlöndum og í Japan, þótt Vestur-Evrópa fái 63% olíu sinnar frá Persaflóa, Bandaríkin 20% og Japanir 73%. Birgðir Vestur- Evrópu nema um þessar mundir um 5 milljörðum tunna, sem er met og nægir í 100 daga. Neyzlan í Evrópu hefur líka verið skorin niður um 10% á undanförnum 12 mánuðum. Olíuskortur En langvarandi lokun sundsins, minnkandi olíubirgðir og vetrar- koma gæti leitt til þess, að vest- ræn ríki yrðu að horfast í augu við alvarlegan oliuskort og versnandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.