Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 2

Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 / t *—Jr—* '—-r t. Á föstudatfinn var lokið við að reisa þakhoKa hins mikla íþróttahúss sem nú er i smíðum sunnan SundlauKarinnar á Akureyri. Kapp verður lagt á að koma húsinu undir þak í haust svo að unnt verði að vinna innanhúss af fullum krafti þótt vetur leggist að. Ljósmynd Mbl. Sv.P. Matthías. Á. Mathiesen um fjárlagafrumvarpið: Staðfestir skipbrot niðurtalningarleið- ar Framsóknarflokks „FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ endurspeglar ástand efnahags- og peningamála í dag. í frum- varpinu er ekki að finna neina stefnumótun í þessum málum. frekar en hjá ríkisstjórninni sjálfri,“ sagði Matthias Á. Mathiesen, alþingismaður. í sam- tali við Mbl., er hann var inntur álits á fjárlagafrumvarpinu fyrir 1981, sem nú fram. reynast um 60%. í þessu fjárlaga- frumvarpi er gert ráð fyrir 42% meðalverðlagshækkun á milli ára, án þess að nokkrar raunhæfar tillögur sé að finna, til þess að svo geti orðið," sagði Matthías Á. Mathiesen að síðustu. Atkvæðagreiðsla rumvarpmu íynr x i 1 1 hefur verið íagt ,*>meðal bankamanna um samningsdrög Sjómannasambandið óánægt og bendir á þróun siðustu 3ja ára: 21% meiri afla þarf nú til að f iska upp í tryggingu Á FUNDI i framkvæmdastjórn Sjó- mannasamhands Íslands í gær var samþykkt ályktun þar sem mót- mælt er þeirri ákvörðun stjórn- valda. „sem tekin var með siðustu fiskverðsákvörðun. þar sem enn cru auknar greiðslur til útgerðar- innar framhjá skiptaverði sjó- manna“. ! ályktuninni er bent á. að síðan í október 1977 hefur þróunin i fiskverðshækkunum orðið með þeim hætti. að sjómaðurinn þarf nú 21—22% meiri afla tii að fiska upp í kauptryggingu sina og er þá miðað við núverandi fiskverð. í ályktuninni segir svo m.a.: Þrátt fyrir það, að sjómannasam- tökin gera sér fulla grein fyrir þeim aukna vanda, sem útgerðin hefur átt við, vegna aukins kostnaðar sem stafar af olíuverðshækkunum, lítur framkvæmdastjórnin svo á, að sá vandi eigi ekki að verða leystur með einhliða álögum á sjómenn með stjórnvaldaaðgerðum. Þar sem við teljum að sjávarútvegurinn sé undir- stöðugrein í atvinnulifi þjóðarinnar verður þjóðin öll að axla þann vanda Fluttu 1200 Nígeríu- menn til Jidda LIÐLEGA 40 flugliðar Flugleiða sem unnið hafa við píiagrímaflug félagsins að undanfornu milli Nig- eriu og Saudi-Arahíu komu heim í gærkvoldi. en von er á Oðrum 40 i dag með flugi 615 frá Luxcmhurg. Fyrri hópurinn er starfsfólk sem annaðist flugið milli Maiduguri og Jidda. en síðari hópurinn milli Lagos og Jidda. Samkvæmt upplýsingum Jóhann- esar Óskarssonar forstöðumanns flugdeildar voru alls flognar 34 ferðir frá Maiduguri með 252 í hverri ferð eða alls um 8600 manns og frá Lagos voru flognar 18 ferðir með alls um 3300 manns. Samanlagt voru því fluttir um 12 þúsund pílagrímar til Jidda, en eftir um það bil 10 daga hefjast flutningarnir til baka. Jó’ annes sagði að í heild hefði þetta gengið vel, smávegis örðugleik- ar hefðu komið upp eins og t.d. þegar flugliðarnir komu til Lagos að vegna misskilnings leigutaka var ekki til hótelpláss fyrir allt fólkið fyrstu nóttina og gisti hluti þess í flugvél- inni. Samþykktu stuðningsyfir- lýsingu við samninganefnd BÓKAGERÐARFÉLÖGIN héldu fé- lagsfund í gær. þar sem stjórnir og samninganefnd félaganna þriggja. Ilins islenzka prentarafélags. B<)k- bindarafélags Islands og Grafiska sveinafélagsins, gerðu félogum sín- um grein fyrir stöðu samningamál- anna. Á fundinum voru engar ályktanir samþykktar um dagsetn- ingu verkfailsboðana. Talsverðar umræður urðu á fund- inum, sem stóð frá því klukkan rúmlega 17 og til tæplega 20. Sam- þykkt var traustyfirlýsing á samn- inganefnd félaganna og kjörnir voru fulltrúar HÍP á væntanlegt þing Alþýðusambands íslands. Ekki hef- ur verið boðað til sáttafundar í kjaradeilu bókagerðarmanna og Fé- lags íslenzka prentiðnaðarins. I Maidugure var verið að taka nýjan flugvöll í notkun og vígðu Flugleiðir völlinn fyrir farþegaflug milli landa. sem að þessari atvinnugrein steðjar. í upplýsingum, sem Sjómanna- sambandið hefur unnið, kemur fram að árið 1977 þurfti 60 tonna afla til að háseti á 200 tonna báti fengi í hlut, sem nam kauptryggingunni. Nú þarf sama skip að fá 73 tonn til að ná kauptryggingu hásetans. Á 500 tonna togara þarf 90 tonn til að ná kauptryggingu hásetans, en árið 1977 þurfti 16 tonnum minni afla eða 74 tonn til að háseti fengi í sinn hlut samsvarandi upphæð og kauptrygg- ingin var þá. Kauptrygging háseta hefur hækk- að um 319,5% frá 1977, en verulega meiri afla þarf nú til að ná trygging- unni. Til samanburðar má nefna, að laun verkamanna í dagvinnu í fisk- iðnaði hafa hækkað um 320,3% á þessu tímabiii og laun iðnaðar- manna í byggingariðnaði um 315,19%. Frá 1977 hefur verð á tonni af 1. flokks þorski hækkað um 270,41%. „Frumvarpið staðfestir, að niðurtalningaleið Framsóknar- flokksins, sem átti að leysa efna- hagsvandann hefur beðið skip- brot. Það stefnir allt í sömu átt og á yfirstandandi ári. Skattheimtan verður aukin, m.a. um 5 milljarða króna, þar sem skattvísitölunni er ekki ætlað að fylgja launabreyt- ingum milli ára, og þeim tekjum ætlað að mæta gjöldum vegna aukinna ríkisumsvifa. Þá er ætlun ríkisstjórnarinnar, að auka enn erlendar lántökur, nú um 14 milljarða króna, eða um 67% frá árinu í fyrra, og fjár-. magna þannig opinberar fram- kvæmdir. í fjárlögum 1980, var gert ráð fyrir 30% meðalverðlags- hækkun, sem mun hins vegar DAGANA 14. og 15. þessa mánað- ar munu bankamenn greiða at- kvæði um samningsdrög þau, sem stjórn Félags íslenzkra hanka- manna hefur þegar samþykkt með fyrirvara. Kosið verður í hverri starfsdeild aðildarfélaganna undir stjórn trúnaðarmanns og er reikn- að með því að talningu atkvæða ljúki á föstudag, verði samgöngur í lagi. Undanfarið hefur verið talsvert um kynningarfundi meðal banka- manna og komið fram nokkur óánægja með samningsdrögin og telja margir þau þunnan þrettánda og segja þau ekki nógu ljós, en drögunum svipar talsvert til samn- inganna sem gerðir voru við BSRB, að sögn viðmælenda blaðsins. Ríkissjóður sat hjá við af- greiðslu Atlantshafsflugs RtKISSJÓÐUR greiddi atkvæði með aukningu hlutafjár á hluthafa- fundi Flugleiða i siðustu viku samkvæmt upplýsingum Höskuidar Jónssonar ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu, en hins vegar sat rikissjóður hjá þegar atkvæða- greiðsla fór fram um það hvort halda ætti áfram fluginu yfir Norður-Atlantshaf. Ríkissjóður ræður rúmlega 6% atkvæöa í Flugleiðum. Morgunblaðið spurði ráðuneytisstjórann að því hvort það skyti ekki skökku við að ríkissjóður skyldi sitja hjá í þeirri atkvæðagreiðslu eftir að ríkisstjórn- in hafði óskað eftir framhaldi á Norður-Atlantshafsfluginu við stjórn Flugleiða og fjallaö um fjár- hagslega aðstoð og fyrirgreiðslu til þess, en Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri sagði að þarna hefði verið um ákvörðun Ragnars Arnalds fjármálaráðherra að ræða og talið hefði verið eðlilegra að aðrir hlut- hafar tækju ákvörðun um það. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSI: Vísum á Alþingi, ef sátta- tillagan verður að lögum „ÞAÐ er kristaltært, að Vinnu- veitendasamband íslands sem- ur aldrei undir hótunum um lagasetningu.“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ i samtali við Morgunblaðið i gær. „Það er jafnframt Ijóst, að kröfur einstakra forystumanna innan Alþýðusambandsins um lagasetningu, sýna, að þeir hafa aldrei æltað sér að semja. held- ur þvinga kjarasamninga í gegnum löggjöf.“ „Menn verða að gera sér grein fyrir," sagði Þorsteinn Pálsson, „að þótt svona tillaga falli vel að lagasetningarhugmyndum, þá eru ýmsir endar enn óhnýttir. Utan þessarar tillögu eru þrír starfshópar innan veitingahús- anna, bakarar, undir- og yfir- menn farskipa, a.m.k. fjórir hóp- ar byggingariðnaðarmanna, raf- virkjar, kjötiðnaðarmenn, mjólkurfræðingar og þrír hópar bókagerðarmanna. Öllum þess- um hópum yrði vísað niður í Alþingi eftir þá lagasetningu, sem núna er í loftinu." „Það var auðvitað vonlaust, að sáttatillagan fengi nokkru breytt um stöðu kjaramálanna á meðan engin lausn var fengin á prentaradeilunni. Það mátti öll- um vera ljóst og er nánast furðulegt, að sjá sáttatillögu um greiðslur í matartíma á helgi- dögum og greiðslur á fæði far- andverkafólks, áður en lausn var fundin á þeim þætti kjara- málanna, sem var helzti ásteytingarsteinninn — prent- aradeilunni." Þorsteinn Pálsson kvað sátta- tillögu sáttanefndar gera ráð fyrir of miklum kauphækkunum, og færi hún langt fram úr þeim mörkum, sem sett voru með samkomulaginu við BSRB. „Hún getur ekki leitt til minna en 8 til 10% gengisfellingar," sagði framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins og kvað við- brögð VSÍ við verkföllum verða ákveðin jafnskjótt og tilkynnt verður um vinnustöðvanir. Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi ASÍ: Út í hött, að segja að ASÍ vilji lögbinda tillöguna „ALÞÝÐUSAMANDIÐ leit á til lögu sáttanefndar sem umra'ðu- grundvoll,“ sagði Haukur Már Haraldsson, hlaðafulltrúi Al- þýðusambands íslands I samtali við Morgunblaðið í ga‘r. „í hana vantar þó ákveðin atriði og hún er engan veginn fullkomin. Eigi að síður lcit viðræðunefnd ASÍ svo á að á henni mætti byggja sam ni ngaviðræður." Morgunblaðið spurði Hauk Má um þær hugmyndir, sem fram hefðu komið um lögbindingu til- lögu sáttanefndar. Hann svaraði: „Þetta er einkaskoðun Guðmundar J. Guðmundssonar. Stefna Al- þýðusambandsins er að ná samn- ingum við samningaborðið og þess vegna höfum við nú setið við það í hátt í ár. Þetta er grundvallar- sjónarmið Alþýðusambandsins. Fulltrúar VSÍ hafa látið að því liggja að þetta sé skoðun ýmissa aðila innan ASI. Það er hins vegar aðeins einn aðili innan ASÍ, sem hefur orðað þetta. Því er það út í hött, þegar VSI-menn segja að ASÍ stefni að löggjöf. Það á sér enga stoð.“ Haukur Már Haraldsson kvað hugmynd Guðmundar J. Guð- mundssonar hafa komið til um- ræðu á 14 manna nefndarfundi ASÍ, sem haldinn var í gær. Þar kom fram, að Guðmundur var einn um þessa skoðun, að lögfesta bæri tillögu sáttanefndar. Fundurinn ákvað að kalla saman 43ja manna nefnd ASÍ á morgun, miðvikudag, klukkan 14 í „karphúsinu". 14 manna nefndin kaus nefnd 7 manna til þess að gera tillögu um aðgerðir verkalýðshreyfingarinn- ar. „Það kom fram í máli manna á fundinum," sagði blaðafulltrúi ASÍ, „að eftir þessi viðbrögð Vinnuveitendasambandsins við innanhússtillögu sáttanefndar, að ekki væri lengur hægt að bíða með boðun harðra aðgerða. Jafnframt því verður áfram reynt að finna samningsflöt á deilunni, en boðun aðgerða getur ekki lengur beðið.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.