Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 11

Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 11 Olíumöl lögð á Akranesi Loftorka sf. hefur undanfarið unnið að lagningu olíumalar á götur á Akranesi og voru alls lagðir 2 kílómetrar auk þess sem gangstígar voru einnig olíumalarbornir. Ljósmynd Ari SiKurðsson. Alþingi: Nú fær hver þingmaður væntanlega sér herbergi - ný þingmanna- herbergi og fund- arsalur í Vonar- stræti 12 „ÞAÐ verður væntanlega í næsta mánuði tilbúið nýtt húsnæði í Vonarstræti 12, þingmannaher- bergi og fundarsalur, og þá er útlit fyrir að því takmarki verði náð, að hver þingmaður hafi sitt herbergi og einnig bætir fundarsalurinn úr mjög brýnni þörf,“ sagði Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Al- þingis, er Mbi. spurði hann í gær, hvort einhverjar breytingar yrðu á aðstæðum til þinghalds í vetur, en Alþingi kemur saman á föstu- daginn. „Einnig hafa verið gerðar smálagfæringar í þingsal, sal Neðri deildar og Sameinaðs þings, einkum varðandi sætaskipan," sagði Friðjón. „Það urðu talsverð þrengsli í kjölfar síðustu fjölgunar ráðherra og við erum að reyna að laga það pínulítið." Friðjón sagði, að fyrir væru aðéins tveir fundarsalir fyrir nefndir neðri deildar, tveir fyrir nefndir Efri deildar og einn fyrir nefndir í Sameinuðu þingi og hefði það oft reynzt fulllítið og erfitt fyrir nefndir að finna sér fundar- staði, auk þess sem þingmenn þyrftu oft að halda sérfundi. Friðjón sagði skrifstofuhald Al- þingis verða í sömu skorðum og áður og starfsmannafjölda Al- þingis svipaðan og fyrr. ÞESSAR telpur, sem eiga heima i Kópavogi, efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi. — Telpurnar heita: Aðalbjörg Ósk Angantýsdóttir, Jóhanna Sigríður Halldórsdóttir, Björk Bjarklind Angantýsdóttir, Ása Sjöfn Lorentsdóttir og Slgrún Jónsdóttir. — Á hlutaveltunni söfnuðust rúmlega 67.000,- krónur. Það traust sem þú sýnir kaupmanninum þegar þú sendir þann út í búó sem enn kann ekki aö velja vörurnar sjálfur, er gagnkvæmt. Þegar þú skiptir vió kaup- manninn þinn eruö þiö tveir aðilar aö sama máli. Hagur annars er jafnframt hagur hins. Þaö er engin tilviljun aö orðin vinur og viöskipti hafa orðið aö einu -viðskiptavinur. Búum beturað verslunirmi. Það er okkar hagur. vióskipti &verzlun Ég d að fd það sem stendur á miðanum' /~7 MITSUBISHI Mikið brattaþol Sjálfstæð gormafjöðrun að framan Hlífðarpönnur undir vél og gírkössum Mjög hljóðlát og sparneytin vél með titringsdeyfum Veltistýri Tvöfalt hemlakerfi með þrýstijafnara — stöðugur í hálku Nýr 4hjóladrifirm torfæru „ Pick-up með aksturseiginieika fólksbíls ÖRYGGI ÞÆGINDI GÆÐI [hIhekia I Laugavegi 170-172 Sír HF Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.