Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 Jónas Haraldsson skrifstofustjóri L.Í.Ú: Deilurnar um byggingu sumar- bústaða L.Í.Ú. að Hellnum Vegna þeirra deilna, sem staðið hafa yfir í tæp þrjú ár á milli Landssambands ísl. útveKsmanna og nokkurra ábúenda að Hellnum, Breiðuvíkurhreppi, Snæfellsnesi, um staðsetningu 5 sumarbústaða, er samtökin hafa ætlað að reisa í landi Skjaldartraðar, sem samtök- in keyptu í því skyni, og einkum vegna þeirra miklu blaðaskrifa, sem orðið hafa vegna þessa máls, þá vil ég leyfa mér, sem formaður sumarbústaðanefndar L.I.U. að fara þess á leit við yður, hr. ritstjóri, að þér birtið grein þessa í blaði yðar við fyrsta hentugleika. í grein þessari er reynt að rekja málavexti í stórum dráttum frá upphafi og jafnframt skýra frá sjónarmiðum L.I.U. vegna þessar- ar. deilu. Mun ég ekki hirða um í þessari grein að svara ásökunum og aðdróttunum nokkurra ábú- enda að Hellnum, sem birzt hafa í fjölmiðlum, um ósannindi L.Í.Ú. -manna, óheilindi, dólgslega fram- komu, eða ólögmætar fram- kvæmdir, sem framkvæma átti með ósvífnum hætti í skjóii fjár- magns og yfirgangs, svo getið sé nokkurra atriða úr málflutningi þessara aðila. Kaupin á jörðinni Upphaf máls þessa er það, að hinn 30. maí 1978 var samþykkt á fundi stjórnar L.I.Ú., að festa kaup á jörðinni Skjaldartröð, Breiðuvíkurhreppi, Snæfeilsnesi í því skyni að reisa þar fimm sumarbústaði tii afnota fyrir fé- lagsmenn og starfsfólk samtak- anna, en bærinn Skjaldartröð er austasti bærinn í byggðinni, en ekki í miðju plássinu, eins og fullyrt hefur verið margoft. Fyrr í þeim mánuði höfðu nokkrir starfs- menn L.Í.Ú. farið að skoða jörð- ina, sem þeir töldu henta vel í þessu skyni, bæði með tilliti til náttúrufegurðar og ekki sízt þess, að jörðin liggur að sjó, sem útvegsmenn leggja mikið upp úr af eðlilegum ástæðum. Hinn 22. júní 1978 var gerður kaupsamningur við þáverandi eig- anda jarðarinnar, ekkju, sem var þá að bregða búi. Kaupin voru þó gerð með þeim fyrirvara, að þeir aðilar, sem lögum samkvæmt eiga forkaupsrétt að slíkum jörðum, neyttu hans ekki, en þessir aðilar eru viðkomandi sveitarstjórn og jarðanefnd, svo og Náttúruvernd- arráð. Með bréfi dags. 19. júlí 1978 ákveður hreppsnefnd Breiðuvíkur- hrepps að neyta ekki forkaups- réttar í trausti þess, að jörðin verði leigð til lífstíðar. Með bréfi dags. 2. ágúst 1978 lýsir Jarða- nefnd Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu því yfir, að nefndin fallist ekki á söluna til L.Í.Ú., þar sem samtökin hafi ekki viljað lýsa því yfir, að jörðin yrði sett í ábúð og þar sem stefnt virðist að því að setja jörðina í eyði, þá geti nefndin ekki samþykkt söluna. Jörðin sett í ábúð Upphaflega voru samtökin þeirrar skoðunar, að setja jörðina ekki í ábúð og kom þar ýmislegt til. Töldu samtökin það vera erfiðleikum bundið fyrir þau, sem samtök útvegsmanna, að hafa á sínum snærum bónda, enda ekki slíkt á þeirra sviði og ýmsum annmörkum háð. Þá töldu þau, að þar sem jörðin er undir meðalbúi að stærð, hokurjörð á almennan mælikvarða, og ekki sízt vegna þess að bærinn Skjaldartröð reyndist vera óíbúðarhæfur vegna sagga. Bærinn var smíðaður fyrir um það bil 50 árum síðan og var einangraður með torfi, sem vatn hefur komizt í. Lá ekki annað fyrir en ao rífa hann, því ekki reyndist einu sinni hæft að nota hann sem geymslu á húsmunum vegna sagg- ans, hvað þá að hægt væri að nota hann sem íverustað til bráða- birgða meðan nýr bær væri reist- ur, eins og síðar verður getið. Með tilliti til þessa, að bærinn var ónýtur, jörðin hokurjörð og ekki sízt þeirrar þjóðfélagslegu nauðsynjar að fækka jörðum í ábúð vegna offramleiðslu í land- búnaði, þá töldu samtökin eðlilegt að jörðin Skjaldartröð yrði tekin úr ábúð, en höfðu ekki í mót því að bændur í byggðinni fengju að nytja túnin, ef þess yrði óskað, en í stað þess myndu þeir hinir sömu annast þær skyldur, sem jarðar- eigendum ber, svo sem smölun o.s.frv. Þegar ljóst var, að Jarðanefnd vildi ekki falla frá forkaupsrétti sínum, nema jörðin yrði sett í lífstíðarábúð, þá ákváðu samtökin að leigja jörðina ungum hjónum, sem lýst höfðu áhuga á ábúð þar. Var síðan gert við bóndann bygg- ingarbréf, skv. 3. gr'. ábúðarlaga. Var þar m.a. tekið fram að samtökin muni reisa 5 sumarbú- staði í landi jarðarinnar og skuldbindur bóndinn sig til að hafa eftirlit og umsjón með j)eim. Var ákveðið að ákvarða leigu- gjaldið síðar með tilliti til þeirrar vinnu og óþæginda, er bóndinn hefði af veru dvalargesta í sumar- bústöðunum. Var bóndanum frá upphafi ljóst, hvar í landi jarðar- innar utan túna hennar sumarbú- staðirnir yrðu reistir. Var sú kvöð forsenda leigunnar. Þar sem jörðin hafði nú verið sett í lífstíðarábúð og þar með höfðu jarðarnefnd og sveitar- stjórn fallið frá forkaupsrétti sín- um og á sama hátt Náttúruvernd- arráð, þar sem samtökin höfðu með yfirlýsingu dags. 18. septem- ber 1978 samþykkt að hluti jarðar- innar, þ.e.a.s. strandlengjan, yrði friðlýst, þá töldu samtökin, að þau gætu nú hafist handa að byggja bústaðina í samráði við skipulags- yfirvöld og hreppsnefndina, þ.e. fulltrúa íbúa hreppsins, en það reyndist öðru nær. Upphaf andstöðu Hellnabúa í lok október barzt L.Í.Ú. bréf dags. 25. október 1978, sem nokkr- ir ábúendur af Hellnum rituðu undir og má segja að marki upphafið að óvild þessara ábúenda í garð samtakanna, en bréf þetta er svohljóðandi: „Við undirritaðir ábúendur og heimilisfólk á jörðunum Lauga- brekku, Brekkubæ, Gíslabæ, Ökrum og Bárðarbúð ásamt tveim undirrituðum hrepps- nefndarmönnum, erum því al- gjörlega mótfallnir að L.Í.Ú. byggi sumarbústaði á jörðinni Skjaldartröð, sem þau hafa fest kaup á. Við erum þeirrar skoðunar að byggilegar jarðir megi ekki selja félagasamtökum til að byggja á þeim sumarbústaði. Þegar félagasamtök eiga í hlut og byggja sumarbústaði á jörð inni í miðju litlu byggðarlagi er að okkar mati alveg óviðunandi. Hér er um að ræða gífurlega fjölmennan og fjársterkan fé- lagsskap, sem hefur á félaga- skrá sinni um 3-400 útvegs- menn. Þá er hætt við að okkur verði gerð ókleift að stunda búskap og smá útgerð á jörðum okkar. Félagasamtökin hafa þegar farið fram á að byggja fimm sumarbústaði og verður það vafalaust byrjunin. Það eru því eindregin tilmæli okkar til þeirra aðila, sem hlut eiga að máli sbr. 12. gr. jarða- laga 1976, en þau eru sveitar- stjórn, jarðanefnd, landnáms- stjórn og landbúnaðarráðherra, að heimila ekki sumarbústaða- byggingar í landi Skjaldartrað- ar, heldur reyna að leysa óskir félagasamtaka L.Í.Ú. á bygg- ingu sumarbústaða, sem þeir gætu við unað á öðrum stað. Um byggðina á Hellnum og þau náttúruverndarverðmæti sem þar eru, er mjög mikill straumur ferðafólks um sumar- Fyrri hluti tímann og að okkar áliti ekki á það bætandi öðrum aðilum. Þess má geta að í undirbúningi er að friðlýsa fjöru og strand- lengju á Hellnum.“ Eins og fram kemur í bréfi þessu, er það vilji þessara ábú- enda, að samtökin fái ekki að byggja sumarbústaði neins staðar í landi jarðarinnar, enda þótt það hafi legið ljóst fyrir frá upphafi að tilgangurinn með kaupunum var sá, og einnig forsendan fyrir því að jörðin yrði sett í ábúð. Þessi afstaða ábúenda eftir að samtökin voru búin að kaupa jörðina og setja hana í ábúð, kom þeim mjög á óvart, enda stóðu þau í þeirri trú, að búið væri að leysa allan hugsanlegan ágreining við þessa aðila varðandi sumarbústaðina. í bréfinu koma fram fullyrð- ingar, sem þessir aðilar hafa haldið æ síðar á lofti við ýmis tækifæri, í ýmsum útgáfum, að samtökin myndu reisa þarna sumarbústaðahverfi a.m.k. 30—40 bústaði, sem lætur nærri að vera einn bústaður á hverja 10 félags- menn, sem er að sjálfsögðu fjar- stæða. Afleiðingu þessa tilbúna fjölda húsa hafa ábúendurnir gef- ið sér að vegna átroðnings félags- manna samtakanna, sem þar gistu, geti þeir ekki stundað sjó eða búskap. Byggðin myndi grisj- ast, samgöngur yrðu stopulli, fé- lagslíf hnigna, tekjur sveitarfé- lagsins minnka og svo koll af kolli. í kjölfar þessa kæmi svo vafalaust eldgos og horfellir annað a.m.k. verður ekki skilið af ummælum sumra Hellnabúa. í desembermánuði 1978 skrifuðu samtökin jarðanefnd og hrepps- nefnd bréf þar sem þau fara þess á leit, að þau fái að byggja 5 sumarbústaði í landi jarðarinnar. Féllust aðilar á beiðni samtak- anna fyrir sitt leyti. Afstaða jarðanefnd- ar og landnámsins í marzmánuði 1979 var jarð- anefnd og Landnámsstjórn skrif- að bréf, þar sem samtökin óska eftir því við þessa aðila, með vísan til 12. gr. jarðalaga nr. 65/1972 að ákveðinn hluti jarðarinnar verði tekinn undan landbúnaðarnotkun. Bréf þessi voru send vegna ábend- inga Landnámsstjóra með tilvist 12. gr. jarðalaga á sfnum tíma. Var ætlunin að fá í þessu skyni eingöngu svonefnt neðra svæði, þar sem samtökin töldu sig ekki þurfa stærra svæði, auk þess sem þau höfðu ekki áhuga á hinu efra svæði, sem er í beinu framhaldi af neðra svæðinu. Vegna eindreginna tilmæla Landnámsstjóra þá fóru samtökin fram á að fá allt þetta svæði. Taldi Landnámsstjóri að samtökin kynnu að bæta við sig fleiri sumarbústöðum í framtíðinni og þá væri ekki verra að búið væri að taka allt svæðið undan landbúnað- arnotkun strax. Fóru samtökin eftir þessum ábendingum Land- námsstjóra, enda töldu þau að hér væri um hreint formsatriði að ræða. Með bréfi jarðanefndar dags. 8. maí 1979 kemur fram, að það sé skoðun nefndarmanna, að æski- legt sé að sumarbústaðirnir verði ekki reistir í næsta nágrenni Skjaldartraðar, heldur á efra svæðinu. Rökin fyrir þessu áliti nefndar- innar voru þau, að slysahætta kynni að skapast, ef bústaðirnir yrðu reistir á neðra svæðinu, þ.e. börn kynnu að þvælast í heyvinnu- vélar bóndans og slasast. Með því að girða á milli er slysahætta úr sögunni, en samtökin hafa oft boðizt til þess. Þá telur nefndin, að dvalargestir verði ekki eins út af fyrir sig á neðra svæðinu og á því efra og efra svæðið sé jafnframt skemmtilegra svæði. Þetta hvoru tveggja hlýtur að vera matsatriði samtakanna, en ekki annarra. Þetta bréf jarðanefndar er mjög athyglisvert að því leyti, að þar kemur fyrst beinlínis fram á hverju deilan um staðarvalið raunverulega byggist. Málið snýst um grennd (nábúarétt), hvaða rétt landeigandinn hafi til umráða og nýtingar á landi sínu og hvaða rétt nágrannar hans hafi til að þrengja eða takmarka umráðarétt landeigendans. Allt tal um að verið sé að taka hluta iands undan landbúnaðarnotum eða raska búskaparaðstöðu jarðar með vísan til 12. gr. jarðalaga, er í þessu tilviki út í hött og verður vikið sérstaklega að því síðar. Með bréfi dags. 13. júní 1979 frá Landnámsstjórn er tekið undir afstöðu jarðanefndar, að byggja megi á efra svæðinu en ekki á því neðra. Kom þessi niðurstaða ekki í sjálfu sér á óvart, þar sem Land- námsstjóri hafði sagt, að Land- námsstjórn styddist við álit við- komndi jarðanefnda í afstöðu sinni. Þegar þessi afstaða jarðanefnd- ar og Landnámsins lá fyrir, var ljóst, að þýðingarlaust var að leita til landbúnaðarráðuneytisins, sem er þriðji umsagnaraðilinn skv. 12. gr. Jarðalaganna. Skrifuðu því samtökin jarðanefndinni aftur ít- arlegt bréf og óskuðu þess að nefndin endurskoðaði afstöðu sína. Mættu fulltrúar samtakanna á fund nefndarinnar þar sem sjónarmið samtakanna voru kynnt frekar, jafnframt því sem vett- vangskönnun var gerð. Breytt afstaða jarðanefndar í bréfi dags. 23. júlí 1979 frá jarðanefndinni segir m.a. „að það sé ekki í verkahring jarðanefndar að staðsetja sumarhús, heldur samkvæmt lögum bygginganefnd- ar og sveitarstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi, jafnvel þótt nefndin kunni að hafa sínar skoðanir um það„. „Ef niðurstaða þessara aðila, sem endanlega ákveða staðsetn- ingu bústaðanna verður sú, að þeir liggi með túni jarðarinnar þá leggur jarðanefnd áherzlu á, að sett verði örugg girðing þar á milli." Landnámi ríkisins hafði á sama tíma verið sent samkynja bréf og jarðanefndinni þar sem óskað er eftir því, að Lándnámið endur- skoði sína afstöðu. Þegar svar jarðanefndar lá fyrir var þessi ósk ítrekuð við Landnámsstjóra með hliðsjón af því, sem hann hafði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.