Morgunblaðið - 14.10.1980, Page 33

Morgunblaðið - 14.10.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 41 fclk í fréttum + Nýlega voru liðin 25 ár frá dauða kvikmyndaleikarans fræga James Dean. Hann fórst í bílslysi 30. septembcr 1955. Af þessu tilefni safnaðist fjöldi fólks saman, bæði í Kaliforníu og í bænum Fairmont í Indianafylki, til að votta hinum látna leikara virðingu sína. James Dean var í augum aðdáenda sinna tákn hinnar óhömdu æsku. Eins konar óprúttinn utangarðsmaður. Hann varð frægur fyrir leik sinn í þremur myndum, „East of Eden“ „Rebel Without a Cause" og „Giant." Myndirnar hér sýna annars vegar James Dean ásamt Elizabeth Taylor í hlutverkum sínum í James Dean minnst Lika í Belgiu + Flestum finnast fréttir af upp- gangi ný-nazista ógnvænlegar. Að undanförnu hafa þessir hóp- ar látið mikið á sér bera í ýmsum Vestur-Evrópulöndum. Nægir í þessu sambandi að minnast sprengingar fyrir utan bænahús gyðinga í París á dög- unum. Þessi mynd var tekin á götu í Antwerpen í Belgíu þar sem ný-nazistar mótmæltu fyrir nokkru veru erlendra verka- manna, sem eru aðallega frá Norður-Afríku. Um 300 ný-naz- istar tóku þátt í þessum aðgerð- um þeirra. Brjálaður á jarðýtu + Með 15 tonna stolna jarðýtu að vopni, tókst 18 ára sænskum pilti að stórskemma 11 bila i Stokkhóimi nú nýlega. Meðal bilanna sem skemmdust var lögreglubill. Borgarar hringdu á lögreglustöðina þegar þeir vöknuðu við lætin i jarðýtunni. Lögreglan kom, en of seint. Drengurinn hafði alveg sleppt sér á bilana. Lögregiunni tókst þó að stöðva jarðýtuna og handtaka stjórnandann. Á myndinni sést hvar óhamingjusamur bileigandi tekur eigur sinar úr skottinu á bíl sínum áður en farið var með bilinn i bilakirkjugarðinn. Sjötug hryðjuverkakona + Lögreglan í Genúa á Ítalíu sagði í síðustu viku að hún hefði fundið helsta íverustað Rauðu herdeildarinnar þar í borg, vel búinn vopnum, og handtekið þar 70 ára gamla konu, sem líklega er elsti meðlimur samtakanna! Lögreglan vildi ekki segja nánar frá gömlu konunni en sagði að hún hefði verið ákærð fyrir að hafa skotvopn í fórum sínum. í íbúðinni sem gamla konan var handtekin fann lögreglan skotvopn af ýmsum gerðum og meðal annars skriðdreka- sprengju. Gandhi minnist Gandhis + Fyrir skömmu voru liðin 111 ár frá fæðingu frelsisleiðtoga Indverja, Mohandas K. (Mahatma) Gandhis. Að því tilefni var haldinn bænafundur í Nýju-Delhí. Meðal þeirra sem viðstaddir voru, var Indira Gandhi forsætisráðherra. i\ Ivel eftir þessu Byrjunarverð □ Herraföt .......... 49.300.- O Terelyne-buxur herra .. . ........ 13.900,- O Stakfr herrajakkar 26.800.- O Dömu-ullarbuxur lítil oq stór númer . 8.900.- O Herraskyrtur ....... 5.900.- O Dömublússur . . .. 5.900.- D Rlflaöar flauelisbuxur margir litir ....... 8.900.- O Kakhi-buxur margir litir ...... 7.900.- Byrjunarverð O Vesti margir litir og geröir df Sportjakkar margar gerðir 3.900.- 13.900.- O Ullarefni ............ 2.000.- D Terelyneefni ......... 2.000.- O Fínflauel ............ 3.000.- O Fóöurefni ............ 1.000.- O Anorakaefni .... 1.000.- NU FER HVER AÐ VERÐA SIÐASTUR Jfl! mátV PRUTTfl Opiö frá kl. 1—6 í dag. DRÍITT ■ nu i i' MARKAÐURINN Laugavegi 66. 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.