Morgunblaðið - 14.10.1980, Side 36

Morgunblaðið - 14.10.1980, Side 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 MORötlto-r KAFFINÚ * (0 (\fl^é GRANI GÖSLARI Hann þarf engar áhyKKjur að hafa af of mörgum slitflötum. þessi náungi! ' l0~l(o ... að láta honum eftir meirihlutann af rúminu. Brennivín. síxarettur og stelp- ur! — Drenjjur minn. þegar ég var á þínum aldri hafði ég ekki efni á öðru en eignast þig!! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þegar spilið í dag kom fyrir í leik tveggja sveita. var á báðum borðum beitt hefðbundnum að- ferðum í upphafi. En síðan skildu leiðir. Norður gaf, hvorugur game. Norður S. Á1085 H. KD3 T. 642 L. ÁK3 Austur S. 72 H. Á8764 T. DGIO L. G75 Vestur S. 3 H. G109 T. Á9875 L. D1096 Suður S. KDG964 H. 52 T. K3 L. 842 COSPER 8451 COSPIR Mamma. til hamingju! — Gettu hvað ég er með? Enga peninga úr landi Eydís Þorkelsdóttir skrifar: „Nú get ég ekki orða bundist, enn einu sinni er stillt upp í öllum fjölmiðlum myndum af hrjáðu fólki og hungruðu úti í heimi og gengið fyrir hvers manns dyr og beðið um peninga, sem síðan er breytt í gjaldeyri og sent úr landi. Allir vita nú um gjaldeyrisstöðu okkar Islendinga. Og hvar á svo að kaupa mat fyrir þennan gjaldeyri og hvað kostar hann? Væri ekki ráð? ... Þess vegna spyr ég, fávís kona: Væri ekki ráð að verja því fé sem safnast til að leigja okkar verk- efnalausu flugvélar, manna þær atvinnulausum flugliðum og hlaða með þurrmjólk, lýsi eða skreið, og jafnvel greiða matinn örlítið nið- ur, þó ekki væri í líkingu við lambakjötið sem við borgum ofan í spikfeita frændur okkar á Norð- urlöndum? fólk í Reykjavík á Islandi þjáist af næringar- og hjúkrunarskorti þar sem sjúkrahúsrými vantar fyrir hundruð gamalmenna og stofnan- ir vísa hver á aðra ráðalausar? Og vita ekki forráðamenn Rauöa krossins og heilbrigðismála að reykvískir hjartasjúklingar eiga sáralitla möguleika á að lifa af alvarleg hjartatilfelli miðað við nágranna okkar á Norðurlöndum, af því að ekki virðist vera fé til að reka sjúkabíla, mannaða flutn- ingsmönnum og læknum frá neyð- arstöð á sjúkrahúsi. Húrra fyrir Kópavogsbúum En hvað um Krabbameinsdeild- ina á Landspítalanum eða sund- laug lamaðra og fatlaðra? Eg segi húrra fyrir Kópavogs- búum og hjúkrunarheimili þeirra fyrir aldraða og ég segi, enga peninga úr landi en sendum aflögu mat.“ Stofnanir vísa hver á aðra En fyrst ég opna munninn eða munda pennann: Vita ekki for- ráðamenn Rauða krossins — því forráðamenn þjóðarinnar virðast ekki vita það — að gamalt og sjúkt • Oggulítill vandi! Atli Örn skrifar: „í mínum skóla, Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, er ein oggulítil hola sem í gamni er stundum kölluð mötuneyti. Inn í Norður opnaði á 1 grandi og suður hafði ekki trú á slemmu, sagði 4 spaða, lokasögn, og vestur spilaði út hjartagosa. Við blöstu 4 gjafaslagir nema að austur átti tígulásinn, en eftir þetta útspil var hann dæmdur til að eiga hjartaásinn. I öðru tilfellinu bað suður um drottninguna frá blindum, austur tók með ás, skipti í tíguldrottn- ingu og vörnin tók strax 2 slagi á litinn. En þriðja tígulinn trompaði suður en áður en lauk varð hann að gefa slag á lauf. Einn niður. Á hinu borðinu hafði suður aðrar hugmyndir um úrspilið. Þar sem austur hlaut að eiga hjartaás- inn eftir þetta útspil taldi sagn- hafi tilgangslaust að láta hátt spil frá blindum. Hann Iét því þrist- inn! Hefði austur átt tígulásinn skipti þessi leikur engu máli. Seinna mátti láta lauf í hjarta- háspil blinds. En þessi brella hafði áhrif á austur og hann tók sér langa umhugsun. Það leit út fyrir, að sagnhafi væri hræddur við, að austur fengi slag. Og ætti suður tvö smáspil með tígulkóngnum og aðeins eitt hjarta, varð að spila tígli strax. í samræmi við þetta tók austur hjartagosann með ásn- um og spilaði tíguldrottningunni. En þá var spilið orðið upplagt og sagnhafi gaf 3 slagi á rauðu litina en fékk sjálfur afganginn. Svona var það nú. Óg segja má, að ímyndunarafl austurs hafi rétt sag.ihafa vinninginn. VEGNA Afríkuhjálpar Rauða kross tslands, efndu þessar stúlkur til hlutaveltu til ágóða fyrir söfnunina og tókst þeim að safna 32.800 krónum. — Þær heita Fjóla Hauksdóttir, Guðrún Björg Pálsdóttir og Rannveig Alda Jónsdóttir. ÞESSAR stöllur sem heita íris Mjöll Gylfadóttir og Berglind Sigurðardóttir, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Afrikusöfnun Rauða kross íslands og söfnuðu þær 12.000 krónum. ÞEIR Guðni Birgisson og Kristján færðu Sjálfsbjörg. Fél. fatlaðra hér i Reykjavík kr. 30.500, sem var ágóði af hlutaveltu. sem þeir héldu til ágóða fyrir félagið. AÐ GRANASKJÓLI 8 hér i bænum efndu þær Þórdis Svai Guðmundsdóttir og Bára Jóhannesdóttir til hlutaveltu til ágói fyrir Styrktarféiag vangefinna. — Þær söfnuðu 7800 kr. I félagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.