Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 39
Frakkar
Olympíu-
meistarar
ValkenburK. 13. október. — AP.
FRAKKAR urðu ólympíu-
meistarar í bridKe á laugar-
datí þegar þeir sigruðu
Bandarikjamenn með 131
stigi ítegn 111 í áttatiu
spilum. Þegar spilamennska
hóíst á laugardag — eftir 32
spil höfðu Bandarikjamenn
21 stigs forustu. begar átta
spil voru eftir höfðu frakkar
jafnað metin og i lokin voru
þeir óstöðvandi og unnu með
20 stiga mun. — 131 — 111.
Ólympíumeistarar Frakka
eru allir frá París: Þeir eru
Paul Chemla, Christian Mari,
Michel Lebel, Michel Perron,
Henri Szwarc, Phillipped
Soulet. Pierre Schmeil var
fyririiði en hann spilaði ekki.
Þetta er í annað sinn að
Frakkar verða Ólympíu-
meistarar — urðu meistarar í
Tórnínó fyrir 20 árum.
Bandaríkjamenn misstu rétt
einu sinni af Ólympíutitli — í
sveit þeirra voru, Bob Wolff,
Bad Hamman, Mike Passell
— allir frá Dallas. Fred
Hamilton frá Los Angeles,
Paul Soloway frá Seattle og
Ira Rubin frá Paramus. Ira
Corn jr. frá Dallas var fyrir-
liði.
Holland og Noregur deildu
þriðja sætinu á Ólympíumót-
inu. Bandaríkin urðu
Ólympíumeistarar í kvenna
flokki.
Mótstaða
gegn inn-
rás Amins
Kampala. 13. október. — AP.
DREGIÐ hefur úr þunga innrásar
stuðningsmanna Idi Amins fyrr-
verandi forseta í Norðvestur-
Uganda. Lið þeirra hefur mætt
harðnandi mótspyrnu þegar það
hefur reynt að sækja suður á
bóginn inn á svæði byggð ætt-
flokkum.sem eru fjandsamlegir
Amin. samkvæmt fréttum um heíg-
ina.
Menn úr Kakwa-ættflokki Amins
og Lugbara-ættflokknum fögnuðu
innrásarliðinu að sögn embætt-
ismanna, en það fékk fjandsamleg-
ar viðtökur þegar það sótti suður á
bóginn til Pakwach-járnbrautar-
brúarinar, sem er nokkurs konar
hlið að öðrum hlutum Uganda.
Madhi-ættflokkurinn nálægt landa-
mærum Súdans er einnig sagður
hafa veitt innrásarliðinu fjand-
samlegar viðtökur.
Innrásarmennirnir eru taldir
vera um 1.000 talsins og munu vera
úr hópi um 5.000 hermanna Amins,
sem flúðu land þegar Tanzaníu-
nienn steyptu Amin af stóli í apríl
1979. Ekki er ljóst hvort innrásin er
tilraun til að koma Amin til valda,
en getur verið tilraun til að trufla
kosningar, sem eiga að fara fram
10. desember. Skráning kjósenda er
nýbyrjuð.
Síþast fréttist af Amin í Saudi-
Arabíu, en hann hefur enga yfirlýs-
ingu gefið um bardagana. Uganda-
stjórn hefur sakað Saudi-Araba um
fjárhagsstuðning við innrás Amins.
Ymsir telja, að innrásarmennirnir
séu úr Þjóðbjörgunarfylkingu
Uganda undir forystu Moses Ali
hershöfðingja, fyrrum fjármálaráð-
herra Amins, sem hótaði uppreisn
gegn núverandi stjórn Uganda fyrir
tveimur mánuðum.
Samkvæmt fréttum frá Vestur-
Nílarhéraði hafa innrásarmenn um
sex bæi á valdi sínu, þar á meðal
höfuðstaðinn Arua, en yfirráð
þeirra virðast einskorðast við
landamærasvæði. Ugandaher mun
hafa sent liðsauka á vettvang fyrir
nokkrum dögum, en fréttir hafa
enn ekki borizt um að Tanzaníu-
menn hafi verið sendir til bardaga-
svæðanna.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980
47
Lögreglumaður bægir forvitnum almenningi frá skömmu eftir sprenginguna í New York.
Simamynd AP.
Armenar standa fyr-
ir sprengjutilræðum
London, 14. október. AP.
BREZKA lögreglan telur.
að samhand kunni að vera
á milli tveggja sprengju-
tilræða í West End í Lond-
on. þótt ólík samtök lýstu
á sig ábyrgðina á árásun-
um á skrifstofur tyrkn-
eska flugfélagsins og
svissnesku félagsmiðstöðv-
arinnar í gærkvöldi.
Armensk samtök, sem berjast
gegn Tyrkjum, kváðust bera
ábyrgðina á árásinni á skrifstofur
tyrkneska flugfélagsins. Armensk
samtök kváðust einnig bera
ábyrgð á sprengjutilræðum í New
York og Los Angeles um helgina.
„Samtökin þriðji október", óþekkt-
ur félagsskapur til þessa, kváðust
bera ábyrgð á árásinni á svissn-
esku félagsmiðstöðina í London,
og annarri árás, sem var gerð í
nótt, á svissnesku ferðaskrifstof-
una í París. Engan sakaði í
árásunum í London og París.
Maður nokkur sem hringdi til
skrifstofu AP í Los Angeles sagði,
að samtökin „Réttlætissveitir
þjóðarmorðsins á Armenum"
hefðu staðið fyrir árásinni á
skrifstofur Tyrkja hjá SÞ í New
York og ferðaskrifstofu tyrknesks
innflytjanda í Hollywood. Fjórir
slösuðust í árásinni á skrifstofu
Tyrkja hjá SÞ, og mikið tjón varð
á byggingunni og nálægum bygg-
ingum.
Samtökin „Þriðji október" segj-
ast einnig hafa staðið fyrir að-
„FLJÚGANDI Iláskólinn"
pólski. sem svo hefur verið
nefndur, mun hrátt hefja
starfsemi að nýju vegna
breyttra aðstæðna í kjölfar
verkfallanna í sumar, að því
er haft er eftir talsmanni
hans. Skólinn hætti starf-
semi i júni sl. vegna aðgerða
stjórnvalda gegn aðstand-
endum hans.
Talsmaður skólans sagði, að
gerðum í Beirút 8. til 9. október.
Þá sprakk sprengja fyrir utan
bústað sendiherra Sviss og óvirk
sprengja fannst í sendiráðinu.
Samtökin hóta fleiri árásum gegn
Svisslendingum. „Svisslendingar
vita hvers vegna," sagði talsmaður
samtakanna.
I Sviss sagði talsmaður utanrík-
isráðuneytisins. „Við vitum ekki
aukið frelsi i Póllandi hefði valdið
því að tekin hefði verið ákvörðun
um að hefja aftur „óritskoðuð"
námskeið á einkaheimilum í
helstu borgum Póllands. Á þessum
námskeiðum hafa ýmsir kunnir
fræðimenn flutt fyrirlestra um
sagnfræði, bókmenntir og félags-
vísindi án afskipta stjórnvalda en
oft hefur lögreglan ruðst inn á
heimili manna og handtekið þátt-
takendur í námskeiðunum.
Hin nýju stjórnvöld í Póllandi
hafa heitið því að lofa frjálsari
um hvað málið snýst." Minnihluti
kristinna Armena hefur orðið að
þola ofsóknir meirihluta múham-
eðstrúarmanna í Tyrklandi í
margar kynslóðir.
„Læyniherinn til frelsunar Arm-
eníu" lýsti því yfir í dag, að hann
bæri ábyrgðina á þremur
sprengjuárásum í New York, Los
Angeles og London.
umræður i Póllandi svo fremi að
ekki verði ráðist á sjálfan sósíal-
ismann og forystuhlutverk flokks-
ins. I þessum tilgangi er nú verið
að endurskoða lög um ritskoðun.
Lech Walesa, forystumaður
hinna óháðu verkalýðssamtaka í
Póllandi, sagði í dag, að samtök
hans væru ekki með frekari verk-
föll á prjónunum og vildi hann
með þeirri yfirlýsingu kveða niður
orðróm um hið gagnstæða.
„Fljúgandi háskólinn”
endurvakinn í Póllandi
Friðarverðlaunahafi Nóbels 1980:
Hef ur barist
í mannlegum
Huenos Aires, 13. okt. — AP.
ADOLF Perez Esquivel, sem í gær hlaut íriðarverð-
laun Nóbels fyrir árið 1980, er kunnur myndhöggvari
í heimalandi sínu. Argentínu. Hann er einn af helstu
baráttumönnum fyrir auknum mannréttindum þar í
landi og var fangelsaður í eitt ár fyrir þær sakir.
Esquivel er fæddur í Buenos framan af en á sjötta áratugnum
gegn ofbeldi
samskiptum
Aires 26. nóvember árið 1931.
Hann lauk námi frá listaskóla
árið 1956 og varð síðar prófessor
í listasögu, dráttlist og högg-
myndagerð við háskólann í La
Plata. Verk hans hafa verið sýnd
í öllum helstu listaskálum Arg-
entínu og eru sum þeirra í eigu
safna í Buenos Aires, Cordoba og
Rosario.
Esquivel, sem er heittrúaður
kaþólikki, var nokkuð róttækur
fékk hann áhuga á kenningum
Mahatma Gandhis, sem var
frábitinn öllu ofbeldi í pólitískri
starfsemi. Esquivel kom á fót
samtökum í landi sínu, sem tóku
sér til fyrirmyndar kenningar
þessa indverska friðarsinna. Ár-
ið 1972 vakti Esquivel á sér
alþjóðaathygli með hungurverk-
falli þar sem mótmælt var póli-
tísku ofbeldi, sem þá var að
aukast í Argentínu og átti eftir
að vaxa allan þennan áratug.
Árið 1973 stofnaði Esquivel sam-
tök trúaðra manna fyrir friði og
réttlæti, sem snemma tóku upp
samstarf við svipuð samtök í
Bandaríkjunum, Evrópu og í
öðrum ríkjum Rómönsku Amer-
íku. Samtökin hafa stutt frið-
samleg mótmæli í Brazilíu,
Paraguay, Ekvador og öðrum
Suður-Ameríkuríkjum.
Þann 4. apríl árið 1977 var
Esquival handtekinn af her-
stjórninni, sem hafði rekið Isa-
bel Peron frá völdum árið áður.
Þó að Esquivel væri aldrei bor-
inn neinum sökum þótti aug-
ljóst, að hann hefði verið hand-
tekinn vegna starfa sinna að
mannréttindamálum og mót-
mæla við mannréttindabrotum
herstjórnarinnar. Fangelsun
Esquivals hratt af stað miklum
mótmælum víða um heim og
hann var látinn laus úr fangelsi
ári síðar en var hafður í stofu-
fangelsi þar tii á síðasta vori.
Kona Esquivels er einn af
fremstu tónlistarmönnum í Arg-
entínu og eiga þau fjögur börn.
Adolf Perez Esquival var til-
nefndur til friðarverðlaunanna
af Betty Williams og Mairead
Corrigan, áköfum talsmönnum
aukinna mannréttinda á Norð-
ur-írlandi, sem sjálfar hlutu
friðarverðlaun Nóbels árið 1976.