Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 248. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íraksher herðir árásir á Abadan ÍRAKAR hófu i dag stórskotaliðsárás á Abadan eftir nokkurt hlé. að sögn írana. sem einnig segjast hafa hrundið árás íraka á borgina og styrkt veru- lega stöðu sina þar. írakar neita eindregið þeim fréttum. Báðir stríðsaðiljar halda þvi fram. að Flugrán í Venezúela Caracas. 6. nóv. AP. ÞRÍR vopnaðir menn ra>ndu í dag DC-9-þotu frá venezúel- enska flugfélaginu Avensa með 62 mónnum innanhorðs og neyddu flugmennina til að lenda á Kúbu. að þvi er haft var eftir talsmanni flugfélags- ins. Flugvélinni var rænt 12 mín- útum eftir að hún hóf sig á loft frá flugvellinum í Caracas það- an sem förinni var heitið til Puerto Ordaz í Austur-Venezú- ela. Flugræningjarnir eru taldir vera þrír en ekki er vitað hvernig þeir eru vopnaðir. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár, að flugvél er rænt í Venezúela en samkv. samningum við Fidel Castro ber Kúbumönnum að framselja venezúelenska flug- ræningja. Sambúð Venezúela og Kúbu er nokkuð stirð um þessar mundir en í síðasta mánuði hótaði Castro að slíta öllu sam- bandi við stjórnina í Caracas ef hæstiréttur landsins staðfesti sýknudóm yfir fjórum flugræn- ingjum, sem rændu kúbanskri flugvél fyrir fjórum árum með þeim afleiðingum, að 73 menn fórust. verulegt mannfall hafi orðið i liði fjandmannanna. Haft var eftir íröskum hers- höfðingja í dag, að íraski herinn gæti haldið yfir ána og hertekið Abadan ef hann fengi skipun um það, enda væri borgin umkringd á alla vegu. Abadan er síðasta vígi írana við Shatt-al-Arab og hefur Khomeini sagt, að það megi ekki henda að borgin falli. íranir segja, að íslamskir byltingarverðir verjist enn í Khorramshahr en vestrænir fréttamenn bera þær fregnir til baka. Að þeirra sögn er borgin að heita má í rústum og ekkert lífsmark að sjá nema íraska hermenn. Bankastjóri íranska seðlabank- ans sagði í dag, að staðið yrði við allar erlendar fjárskuldbindingar og að greitt yrði af lánum, allt að tveimur milljörðum dollara, sem tekin hefðu verið í Bandaríkjunúm og í Vestur-Evrópu. Forseta gefin gjöf Ronald Reagan. væntanlegur forseti Bandaríkjai.na. tekur við gjöf. skyrtubol með forsetamerkínu. úr hendi væntanlegs varaforseta. George Bush. á heimili Reagans í Los -------- Angeles i gær. Með þeim á myndinni eru eiginkonur þeirra. AP-símamynd „Yfirgangssemi Rússa verður höfð í huga“ — sagði Reagan á fyrsta blaðamannafundi eftir kosningar Los AnKcles, 6. nóv. AP. RONALD Reagan, væntanlegur forseti Bandaríkjanna, sagði i dag. að hann a-tlaði að láta einskis ófreistað til að leysa bandarísku gíslana í íran úr haldi en tók þó skýrt fram. að hann myndi ekki hlanda sér í viðkvæmar samningaviðra>ður á þeim tíma sem Carter ætti enn Afganir hrinda árásum Rússa Islamahad. 6. nóvcmbor. AP. SOVÉSKT herlið, stutt flugvélum og skriðdrekum. varð þrívegis frá að hverfa þegar það reyndi að ráða niðurlögum afganskra frelsissveit- armanna í þremur bæjum. aðeins 100 km fyrir norðan Kahúl. Þessar fréttir eru hafðar eftir japönskum fréttamanni. sem í mánuð hefur dvalist meðal afganskra ska>ru- liða. Japanski fréttamaðurinn, Hiromi Hagakura, sagði í Islamabad í dag, að afgönsku skæruliðarnir hefðu veitt innrásarliðinu öflugt viðnám og hann sagðist nú skilja hvers vegna 85.000 rússneskum hermönn- um hefði ekki tekist að bæla niður andstöðu landsmanna. Hiromi sagði, að Rússar hefðu ráðist inn í bæinn Taghab á brynvörðum bif- reiðum og skriðdrekum auk þess sem gerðar hefðu verið loftárásir á hann. Afgönsku skæruliðarnir hefðu þá skotið á innrásarliðið úr hverju húsi og beitt skriðdreka- byssum, sem þeir hefðu komist yfir í fyrri átökum, og eyðilagt fjöldann allan af rússneskum vígvélum og fellt 65 rússneska hermenn. Hiromi sagði, að afgönsku skæru- liðarnir kysu helst að berjast að næturlagi til að forðast rússnesku fallbyssuþyrlurnar, sem þá skortir vopn til að beita gegn. Hann sagði, að Rússarnir væru hataðir jafnt af fullorðnum sem börnum og að skæruliðarnir hefðu margoft lýst því yfir við sig, að þeir mundu ekki hætta fyrr en síðasti rússneski hermaðurinn væri kominn til Rússlands. eftir í emba'tti. A fyrsta blaða- mannafundi sínum eftir kosn- ingar. sagði Reagan. að yfir- gangssemi Rússa yrði höfð í huga þegar teknar yrðu ákvarðanir um takmörkun vopnahúnaðar. „Það er ekki nóg að semja bara um víghúnaðarmál. heldur verð- um við að líta á ástand heims- mála. hvort við viljum búa við frið í öllum heimi eða ra>ða um vopn,“ sagði hann. Ilann hét því einnig. að strax yrði unnið að því að „breyta kosningaloforðunum í raunveruleika“. Á blaðamannafundinum nefndi Reagan þrjá menn sem ráðgjafa sína í utanríkismálum, öldunga- deildarþingmennina Henry M. Jackson og Richard Stone, og lögfræðinginn Edward Bennett Williams. „Við erum þegar farnir að vinna að stjórnarmyndun," Afganskir skæruliðar, sem þrívegis hafa hrundið sovéskri árás á þrjá bæi fyrir norðan Kabúl. sjást hér skoða skemmdir, sem urðu i loftárásum og stórskotaliðsárás Rússa á bæinn Taghab. APsimamynd sagði Reagan á fundinum en frá honum var útvarpað um öll Bandaríkin. Með Reagan á fundin- um var væntanlegur varaforseti hans, George Bush. Þegar Reagan var spurður hvort hann ætlaði að ræða við sovéska ráðamenn áður en hann tæki formlega við emb- ætti, svaraði hann því neitandi og sagði, að slíkt mætti skilja sem svo að þjóðin væri ekki einhuga og ætti auk þess ekki við á meðan Carter væri forseti. Á blaðamannafundinum vildi Reagan ekki ræða um væntanlega ráðherra í stjórn sinni en sagði, að „vel gæti verið“ að þeirra á meðal yrði a.m.k. einn demókrati. Haft er eftir heimildum, að þeir sem komi einna helst til greina í ráðherraembætti séu: Henry Kiss- inger fyrrum utanríkisráðherra, sem fengi þá aftur sitt gamla starf; Alexander Haig, fyrrv. yfir- hershöfðingi NATO og starfs- mannastjóri Nixons. Einnig orðaður við utanríkisráðherra- embættið. William Simon, fyrrv. fjármálaráðherra, sem tæki við því starfi aftur; Alan Greenspan, formaður ráðgjafanefndar í efna- hagsmálum í tíð Fords. Greenspan er einnig orðaður við fjármálin. George P. Schultz, fyrrv. fjár- málaráðherra Nixons. Hann er talinn koma til greina í nokkur embætti, t.d. sem fjármálaráð- herra eða ráðherra án ráðuneytis, sem ynni að stefnumörkun í innanlandsmálum. í veislu í gær þar sem kosn- ingasigrinum var fagnað, sagði Reagan, að ásamt öðrum heilla- óskaskeytum hefði honum borist skeyti frá Brezhnev, sem hefði sagst „hlakka til samvinnunnar o.s.frv.“ Reagan, sem hefur lofað að hætta við Salt 11-samninginn og hefja viðræður um nýjan, var þá spurður hvernig honum líkaði að fá skeyti frá kommúnistaleið- toga. „Ég lít svo á, að þetta sé eins og hvert annað formsatriði, svar- aði Reagan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.