Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 11 Þjónustumiðstöð íyrir aldraða • Til þess að ná sem bestum árangri í virkri öldrunarþjónustu er nauðsynlegt að samhæfa sem flesta þætti starfseminnar bæði heilbrigðisþjónustuþætti og fé- lagslega þætti og þjónustu á heimilum og stofnanaþjónustu, svo að úr verði ein samfelld starfsemi sem hefur hugtakið „Þjónustumiðstöð fyrir aldraða", verði notað um slíka samhæfa þjónustu (Geriatric Unit) á ákveðnu svæði (Area Geriatric service). Dagleg afgeiðsla á slíkri þjónustumiðstöð í höndum starfs- hóps sem í eru læknir, félags- ráðgjafi og hjúkrunarfræðingur. Starfshópurinn afgreiðir hvern einstakling eftir eðli þarfa hans, hvort heldur er með innlögn á öldrunarlækningadeild, dagspít- alavistun, eða skipulagningu heimaþjónustu, svo sem heima- hjúkrunar og heimilishjálpar. Þessar vinnuaðferðir þykja nú orðið sjálfsagðar í flestum ná- grannalöndum okkar og árangur- inn skilar sér í minnkaðri ásókn á ævivistunarstofnanir. Með öðrum orðum, sjúklingurinn er aðstoðað- ur til að vera á heimili sínu eins lengi og hægt er. Þetta fyrirkomu- lag hefur verið haft til hliðsjónar við uppbyggingu á starfsemi öldr- unarlækningadeildarinnar, en til þess að slík þjónustueining gangi snurðulaust vantar hér á nánari samvinnu við félagsmálastarfsemi borgarinnar svo og nánari sam- vinnu við framhaldsdvalar- stofnanirnar. Því miður hafa öldrunarlækn- ingar ekki hlotið þann sess í heilbrigðisþjónustunni sem þær þurfa að hafa miðað við það stærðarhlutfall sem þær eru í heilbrigðiskerfinu, má sem dæmi um þetta nefna að á nýafstöðnu Heilbrigðisþingi var varla minnst á þessi mál. Ennþá virðist meiri hluti lækna og annarra heilbrigð- isstétta hugsa um þessa þjónustu í formi steinkassa utan um lang- legusjúklinga. Ein af meginástæð- unum fyrir þessu er skortur á fræðslu í öldrunarþjónustu fyrir heilbrigðisstéttir. Engin kennsla er í öldrunarlækningum við læknadeild Háskóla íslands og deildin viðurkennir ekki sérgrein- ina sem slíka í reglugerðum sín- um. A meðan afstaða heilbrigð- isstétta er með þessum hætti er róðurinn þungur að koma á fót viðunandi öldrunarþjónustu hér- lendis. Neyðarástand í óldrunarþjónustu • Margir telja að neyðarástand ríki í öldrunarþjónustu á Reykja- víkursvæðinu. Það er orð að sönnu því að enginn getur neitað að heilbrigðisþjónusta aldraðra er al- gjör hornreka í heilbrigðiskerfinu og sérstaklega um Reykjavíkur- svæðið. Flestar tillögur til úrbóta eru þó mjög einhæfar og takmark- ast eingöngu við byggingu stofn- ana. En það er þó ekki nema ein hliðin á lausn vandans því að lítið þíðir að byggja stofnanir ef ekkert er um það hugsað hvernig ein- staklingnum vegnar úti í þjóðfé- laginu. Slíkar stofnanir eru jafnan alltaf fullar og biðlistarnir utan við þær jafn langir hversu margar sem þær eru. Lausn vandamálsins er miklu margþættara en þessir þættir verða allir að haldast í hendur ef árangur á að nást. Nokkrar tillögur til úrbóta_____________________ 1. Auka veg öldrunarlækninga innan heilbrigðisþjónustunnar með viðurkenningu sérfagsins í læknanámi, kennslu í öldrun- arlækningum við læknaskóla og öðrum skólum fyrir heilbrigð- isstéttir. Virkar öldrunarlækningar þurfa að vera snar þáttur í starfsemi allra sjúkrahúsa. 2. Skipuleggja þarf svæðaþjón- ustu fyrir aldraða með sam- tengingu allra þátta öldrunar- þjónustunnar, bæði heilsufars- legra og félagslegra, og af- greiðslu til neytandans frá einni þjónustumiðstöð fyrir til- tekið svæði. Gjarnan þarf að koma á ströngu eftirliti með úthlutun ævivistunarplássa til. þeirra sem eru í mestu þörfinni á hverjum tíma. 3. Auka þarf hjúkrunarrými fyrir þunga hjúkrunarsjúklinga að verulegu magni á Reykjavík- ursvæðinu og suðurlandsund- irlendinu. 4. Efla þarf heimaþjónustu að miklum mun bæði á Reykjavík- ursvæði svo og öðrum byggðar- lögum landsins og stuðla með því að fráhvarfi fólks frá stofn- anaáráttu þeirri sem nú virðist herja hér á landi. Þróunin hefur því miður orðið á þann veg í þjóðfélagi okkar, að hlutverk fjölskyldunnar í umönn- un gamalmenna hefur minnkað að mun og eitthvað verður að koma í staðinn. Að setja öll gamalmenni á stofnun sem ekki geta bjargað sér á eigin spýtur er fráleit hugsun og ómannúðleg þar sem vitað er að þau atriði sem orsaka vandræði á heimilunum eru oft auðleyst með opinberri hjálp inni á heimili. Þetta er rauði þráðurinn í allri stefnumörkun í öldrunar- þjónustu í dag og um allan heim. síðan ég byrjaði að dunda við skriftirnar, en það varð þó ekki að neinni alvöru fyrr en það fór að hægjast um hjá mér og ég var orðin ein. Þetta hafði lengi verið að brjótast um í mér, en þetta er nú mest til gamans gert og gefur lítið í aðra hönd enn sem komið er, en auðvitað má maður ekki ætlast til of mikils. Bækurnar, sem komnar eru út, heita Gæfumunur og Breyttir tímar, svo eru vænt- anlegar tvær bækur í fram- haldi þessara tveggja, Niður- setningurinn og Sólris, en síð- an er enn ein tilbúin sem heitir Gull í mund. Kann prýðilega við mig hér Það er góður aðbúnaður hér og aðstaðan á allan hátt góð, svo ég kann prýðilega við mig. Þó mætti vera hér svolítill sundlaugarpollur, ég er viss um að það gerði fólkinu hér nvjög gott ef það gæti svamlað svolítið og látið líða úr sér í heitum potti. Það er alveg ábyggilegt, að hér er verið að reyna að gera eins vel og unnt er, þó að eitthvað skorti kannski á. En ég held þó að það bezta, sem hægt væri að gera fyrir okkur gamla fólkið, væri að láta okkur fá frían síma, sjónvarp og útvarp. Þetta allt eru mikilvægir þættir í lífi okkar og þó sérstaklega síminn, því við erum mörg orðin fótalaus og komumst lítið frá, þannig að við höfum mikið samband við ættingja og vini í gegn um símann. Þetta fyndist mér verulegur fengur, ef það gæti orðið.“ Snyrtivöruverzlunin Body shop opnar að Laugavegi 66 NÝLEGA opnaði verzlunin Body shop að Laugavegi 66 og er hún fyrsta sérverzlun hér á landi sem hefur eingöngu á boðstólum snyrtivörur gerðar úr náttúru- legum efnum. Fyrirtækið Mel- korka sf rekur verzlunina í samvinnu við bresku verziunar- keðjuna Body shop. sem rekur verzlanir viða um Bretland og á þátt í rekstri verzlana í sex íöndum utan þess. Vörur þær, sem Body shop selur, skera sig úr öðrum snyrti- vörum fyrir það, að þær eru gerðar úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu. Þess má geta að eitt af þeim efnum, sem notaðar eru í vörur fyrirtækisins, er jojoba-olía er kemur í stað hvallýsis í snyrti- vörum. Allar vörur fyrirtækisins eru þess eðlis að þær spilla ekki umhverfinu og aðlagast náttúr- unni að lokinni notkun. í verzluninni Body shop eru á boðstólnum um 200 tegundir af snyrtivörum til hirðu á öllum líkamanum, svo sem. hárlitir, hár- næring, húðolíur, krem af ýmsu tagi, svitaeyðir, sjampó, rakkrem o.fl. Þá er það nýmæli að við- skiptavinir geta komið með ílát, sem keypt hafa verið í verzluninni og fengið í þau aftur. Var þetta tekið upp í tvíþættum tilgangi. Annars vegar til að spara við- skiptavinum fé, því algengt er að umbúðir um snyrtivörur kosti þriðjung af kaupverði, en hins vegar í þeim tilgangi að draga úr mengun af plastumbúðum, sem ekki eyðast í náttúrunni. Eigendur verzlunarinnar eru Þórunn Skaptadóttir og Sigur- björg Einarsdóttir, sem rekur hana í samvinnu við brezka fyrir- tækið Body shop. Verzlunarkeðja sú var stofnuð fyrir fjórum árum af ungri konu, Anitu Roddick, sem er aðaleigandi fyrirtækisins og stjórnar því. Hún er nýfarin frá íslandi en hér dvaldi hún um tíma og aðstoðaði við uppsetningu verzlunarinnar. t verzluninni Body shop Laugavegi 66. Þórunn Skaptadóttir stendur inni i áfyllingarstúkunni en Sigurbjörg Einarsdóttir fyrir framan. sunnudagskvöld í Þaö eru allir velkomnir á Sólarkvöld Samvinnuferða-Landsýnar I Súlnasal. Frábœr skemmtiatriöí, glæsílegir bingó- vinningar, hörkufjör á dansgólfinu og síöast en ekki síst - öndvegismatur á ódýru verði. V. Diskópardans á heimsmælikvaröa GARY KOSUDA kemur alla leið frá Honolulu og sýnir einstaka hæfileika sina í dansi með Sóleyju Jóhannsdóttur. Þessi danssýning slær flest út sem sýnt hefur veriö á íslenskum dansfjölum til þessa! Leynigestir Við fáum frábæra skemmtikrafta í heimsókn á sunnudagskvöld og harðneitum að afhjúpa leynd- armáliö fyrr en nær dregur. Kanaríeyjakynning I hliðarsal sýnum við glænýja kvikmynd frá Kanarí- eyjum til fróðleiks og skemmtunar fyrir alla sól- dýrkendur. Feröabingó Og áfram höldum við í ferðabingóinu. Að venju spilað um glæsileg feröaverölaun. Tískusýning Módelsamstökin koma með enn eina ferska og fallega tískusýningu og sýna að þessu sinni tísku- fatnað á alla fjölskylduna frá TORGINU. Nýjasta úralinan frá SEIKO einnig sýnd. Spurningakeppni Spumingakeppni fagfélaganna fór glæsilega af stað á síöasta sólarkvöldi. Nú reyna prentarar að stöðvasigurgöngu bakaranna. Keppt er um sex Lundúnarferöir í leiguflugi Samvinnuferða-Landsýnar. Magnús Axelsson aö venju meö hljóö- nemann í kynningunni og stjómandlnn Siguröur Haraldsson aö sjálfsögöu á vaktinni. Vanir menn sem tryggja eld- fjöruga og vei heppnaða sunnudags- skemmtun. Matseöill kvöidsins Meadaillons d’agneau au grenache noir. Verð aðeins kr. 7.600 Ragnar Bjarnason fer á kostum ásamt hljómsveit sinnl. Dansaft til kl. 01 Húslö opnað kl. 19.00 Borðapantanlr I afma 20221 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR4ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 . illi J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.