Morgunblaðið - 07.11.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.11.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 ólafur Ragnar Grimsson: Rangfærslur Sigurðar Helgasonar Þótt ekki sé ástæða til að eltast við allar þær rangfærslur, sem komið hafa fram hjá Sigurði Helgasyni, forstjóra Flugleiða, á síðustu vikum og mánuðum, er nauðsynlegt að leiðrétta þegar í stað furðulegar fullyrðingar hans og ásakanir, sem birtust á baksíðu Morgunblaðsins í gær. Vegna fréttar í sjónvarpi um að Flugleiðir ættu að greiða í nóv- embermánuði 10 millj. dollara skuld, leitaði blaðið skýringa for- stjórans á þessari hrikalegu skuldastöðu, en nóvemberskuldin er aðeins 2 millj. dollara lægri en sú heildarupphæð, sem farið er fram á í ríkisábyrgðarfrumvarp- inu á Alþingi. Skýring forstjórans er á þessa leið: „Við vorum búnir að fara fram á 12 millj. dollara fyrirgreiðslu, sem reiknað var með að kæmi í tveimur hlutum til greiðslu, fyrri 6 millj. dollaranna í október, eða nánar tiltekið i byrjun október. Það hefur dregist um liðlega mánuð og hefur því gert vandann mun stærri en ella.“ Síðar í fréttinni ásakar forstjór- inn stjórnvöld enn frekar fyrir að hafa ekki afgreitt ríkisábyrgðina í byrjun októbermánaðar og vill skýra nóvemberskuldina miklu með seinagangi stjórnvalda. Það er ekki von að vel gangi í rekstri fyrirtækisins og almennri stjórn- un þess, ef skynjunin á veruleik- anum er með þeim hætti sem fram kemur í þessu svari forstjórans.. 15. september skrifuðu Flugleið- ir samgönguráðherra bréf og óskuðu þá fyrst eftir 12 millj. dollara ríkisábyrgð. Stjórnendum fyrirtækisins, ríkisstjórninni og reyndar öllum almenningi var ljóst, að slík ríkisábyrgð yrði aðeins veitt með iögum frá Al- þingi. Alþingi kemur ekki saman fyrr en 10. október og fyrstu dagar þingsins eru samkvæmt lögum bundnir við kjör forseta þess og nefnda. Það er ekki fyrr en um eða uppúr miðjum októbermánuði; sem Alþingi tekur að fjalla um frumvörp, sem þar eru lögð fram. Þessar einföldu staðreyndir, sem öllum landsmönnum eru kunnar, sýna, að* samkvæmt stjórnskipan landsins var ger- samlega útilokað að afgreiða ríkisábyrgð á 12 millj. doilara i „byrjun október“ eins og for- stjóri fyrirtækisins lýsir í Morg- unblaðinu i gær. Væntanlega er forstjóranum kunnugt um hvaða lög og reglur gilda í landinu. Það er því fáheyrð óskammfeilni og nánast ótrúlegur málflutningur forstjóra fyrirtækis, sem á í jafn- miklum erfiðleikum, að koma nú fram í öflugasta blaði landsins og ásaka stjórnvöld fyrir það að afgreiða ríkisábyrgðina ekki í byrjun október og ætla að útskýra nóvemberskuldina með þeim hætti. Samkvæmt lögum landsins og reglum um starfshætti Alþingis kom aldrei til greina annað en að ríkisábyrgðin yrði í fyrsta lagi afgreidd í lok október eða byrjun nóvembermánaðar. Enda hefur það aldrei komið fram fyrr, mér vitanlega, að fyrirtækið hafi ætl- ast til þess, að ríkisábyrgðin yrði afgreidd í byrjun október. Slík krafa hefði opinberað vanþekk- ingu á stjórnkerfi landsins eða kröfu um, að ríkisstjórnin setti nokkrum dögum fyrir þingbyrjun bráðabirgðalög um málefni Flug- leiða. Setning bráðabirgðalaga í vikunum á undan þingbyrjun hef- ur hins vegar ætíð verið talin andstæð stjórnarskrá Jýðveldisins. Það er því alger endileysa að ætla sér að skýra hina miklu nóvemberskuld fyrirtækisins með þvi að lög um ríkisábyrgð hafi ekki verið afgreidd í byrjun október. Slík afgreiðsla var ger- samlega útiloRuð vegna þeirrar stjórnskipunar, sem íslenska lýð- veldið býr við. Varla hefur for-. stjóri Flugleiða talið, að vandi fyrirtækisins væri orðinn svo rosalegur, að það yrði að brjóta lög Qg reglur stjórnskipunar lýð- veldisins? í raun er algerlega ósæmilegt, að forstjóri Flugleiða skuli beita slíkum röksemdum í málflutningl sínum og saka ríkisstjórnina á þennan hátt um seinagang. Frum- varpið var lagt fram strax og Alþingi hafði tekið til starfa og sú ólafur Ragnar Grímsson nefnd, sem það hefur haft til meðferðar, hefur gert allt til þess að hraða störfum. Það hefur hins vegar komið í ljós á síðustu dögum, að vandi fyrirtækisins er mun meiri og brýnni heldur en gert var ráð fyrir. Nauðsynlegt var því að tengja saman aðgerðir Landsbankans, ríkisstjórnarinnar og Alþingis til þess að greiða úr þeirri flækju. Það vekur hins vegar ýmsar spurningar, að forstjórinn skuli í fyrrgreindu viðtali um 10 millj. dollara skuldina segja það hreint út, að fyrirtækið hafi ætlað að nota eina millj. dollara af þeirri upphæð, sem ríkisstjórnir Lúx- emborgar og Islands ætluðu til framtíðarrekstrar Atlantshafs- flugsins, til að greiða gamlar skuldir fyrirtækisins. Ríkisstjórnin og Alþingi hafa tekið beiðnina um ríkisábyrgð Flugleiða til eins skjótrar með- ferðar og lög landsins og þingsköp Alþingis leyfa. Ef allt gengur að óskum, mun ríkisábyrgðin vænt- anlega verða afgreidd frá Efri deild á næstu dögum. Þegar for- stjóri Flugleiða sakar nú ríkis- stjórnina um seinagang og gengur jafnvel svo langt að réttlæta þá 10 millj. dollara skuld, sem verður að greiða í nóvembermánuði, með því að setja fram þá furðulegu kenn- ingu, að ríkisábyrgðin hefði átt að afgreiðast í byrjun októbermánað- ar, þá er rétt að hafa það í huga, að núverandi* ríkisstjórn hefur afgreitt ósk Flugleiða um ríkis- ábyrgðir með mun skjótari hætti en ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar afgreiddi sams konar ábyrgð á sínum tíma. Það liðu 8, mánuðir frá því að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar f>arst ósk frá Flugleiðum um ríkisábyrgð og þar til stjórnin lagði fram frum- varp á Alþingi. Þaðjeið hins vegar aðeins <nnn mánuður frá því að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens barst slík ósk og þar til frumvarp lá fyrir Alþingi. Þjónaverkfallið hefst á morgun SÁTTAFUNDIR voru í gær með samninganefndum Félags íram- reiðslumanna og Flugfreyjufé- lags íslands. Þá var i gærmorgun sáttafundur með samninganefnd Ulaðamannafélags fslands o%var samþykkt að skjpa undirnefnd. sem ynni að^samkómulagi um ýmis sérmál félagsins. I gæf- kveldi hafði þjónaverkfall ekki verið afboðað. en það verður i einn dag, á laugardag. Árdegis í dag verður fundur með yfirmönrto^ á farskipum, en aðildarfélög Fj^SÍ hafa verið að afla sér heimildar til boðunaf yfirvinnubanns, sem enn hefur ekki verið boðað. Þá verður ög í daff funipr með Félagi íslertzkra hljómlistarmanfta ' ■* Vegna þjónadeilunnar' heífc- Morgunblaðinu verið bent á að mjðg mismunandi aðstæður ríki á veiti ngastöðn oum, t.dj iná - finna- veitingastaðí í ReykjavTkpar sem svo tií ekkert aðstoðar/óMLVinnur • nieð þjónum. Þá hefur^norgun- blaðið haft spurnir af því að ■<í>jónar séu ekki á eitt sáttir með takmörkun vinnutíma í 40 eða 35 klukkustundir, því a$ slíkt myndi hafa í för með sér fjölgun þjóna á veitingastöðunum^sem aftur rýrði tekjumöguleika þeirra, sem fyrir væru. Frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, var lagt fram jafnskjótt og stjórnskipun lýðveldisins gerði það kleift. Sú kenning sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins í gær, að fyrri hluti-ríkisábyrgðarinnar, 6 millj. dollara, hefðu átt að koma til gteiðslu í byrjun októ- bermánaðar, eru annaðhvort vítar „ verð ósanhirtdi af hálfu Jorstjóra fyrirtækisjns eða staðfesting á því, að Sigurður Hplgason hefur ekki hugmynd um þau lög og reglur sem ríkja í stjórnskipur? íslands. mi^í_______________________________ Húsavík: 39 þúsund fjái* slátrað í haust IIÚHavik, 6. hórember. SLÁTRUN er fyrir nokkr’u lokið hjá Kaupfélagi Þingeyinga og var slátrað alls 39.327 srauðkind- um, en í harðærimi-4 frrra 5IM4l*>"- Meðalvigt dilka reyndist í haust »14,3 kg. en -váF í^rra*12,3 kg. Þyngsta dilkinn átti Friðrik Jón- asson, Helgastöðum, og vó hann 27,9% r Minpkandi slátutfjártölur má rekjatil þess að óvenju miklu var slátrað í fyrra v^ia harðinda. og léfegs heyfangs, en i ár hefur árferðið veri^..ágætt, heyfengur góður og því fléira sett á en ella. Fríttarftari Flokksþing Alþýðuflokksins: Stuðningur við hugmynd- ir Jóns Baldvins um stækkun Alþýðublaðsins FLOKKSÞING Alþýðuflokksins um helgina lýsti stuðningi við hugmyndir Jóns Baldvins Hannibalssonar. ritstjóra. um stækkun Alþýðublaðsins i 8 siðna blað þrisvar i viku og 12 siðna blað einu sinni með út- breiðslumarkmið 4 — 5000 ein- tök. Fól flokksþingið útgáí- ustjórn blaðsins að kanna allar leiðir til þess, að hugmyndir Jóns nái fram að ganga. Eins og Mbl. heíur skýrt frá, sagði Bjarni P. Magnússon, formaður útgáfustjórnarinnar, á flokks- þinginu, að blaðstjórnin hefði nýlega samþykkt tilraun um stækkun Alþýðublaðsins i 12 siður einu sinni i viku, en það væri mótsögn við núverandi stefnu um hallalausa útgáfu, ef samþykktar yrðu breytingar án þess að tryggja fé til þeirra fyrst. í ræðum manna upi Alþýðu- biaðið kom almennt fram, að mjög þyrfti að bæta dreifingar- mál blaðsins, áskriftir og inn- heimtu. Almenn ánægja var með Fitstjórnargreinar Jóns Baldvins og það svo, að í ályktun starfs- hóps um laga- og flokksmál var lýst ánægju með ritstjóra Ai- þýðublaðsins „og að blaðið væri óvenjulega vel í stakk búið rit- stjórnarlega." Orðalaginu „óvenjulega vel“ var svo breytt í „mjög veP, en Jón Baldvin spurði í ræðu, hvort menn væru búnir að gleyma fyrri ritstjórum blaðsins, svo sem Olafi Friðrikssyni, Finn- boga Rúti Valdimarssyni og Stef- áni Péturssyni. „Alþýðublaðið hefur fyrr átt góða ritstjóra," sagði Jórf Baldvin. Meðal þeirra, sem tóku til máls um Alþýðublaðið, voru Jón Karlsson og Björgvin Guðmunds- son. Jón sagði Alþýðublaðið bezt skrifaða stjórnmálablað á ís- yfir því, að Alþýðublaðið minnt- ist yfirleitt aldrei á borgarstjórn- arflokk Alþýðuflokksins og hans málefni. „Mér finnst Alþýðublað- ið stundum prívatmálgagn nokk- urra þingmanna Alþýðuflokks- ins,“ sagði Björgvin. Síðan vék Björgvin að útgáfu Helgarpósts- ins og sagði, að þeir menn, sem farið hefðu með fjármál blaðanna, ættu þakkir skildar, því þeir hefðu lyft Grettistaki. „Þeir, sem standa að Helgarpóst- inum eiga miklar þakkir skildar. Helgarpósturinn hefur slegið í gegn. Hann er gott blað, sem er keypt,“ sagði Björgvin. Hann sagði það spurningu, hvort stækka ætti Álþýðublaðið eða virkja Helgarpóstinn meira fyrir Alþýðuflokkinn, til dæmis væri það engin goðgá að reyna að fá inni í blaðinu fyrir pólitískan leiðara. Ef tii vill mætti þó gera hvort tveggja og því fyndist honum koma til greina að sam- þykkja tillögur Jóns Baldvins, en stefna einnig að því að fá inni í Helgarpóstinum fyrir pólitískan leiðara. Jón Baldvin sagði málflutning Björgvins ef til vill til kominn vegna þess, að borgarfulltrúinn hefði sagt upp áskrift sinni að blaðinu á liðnu sumri meðan ritstjórinn var í sumarleyfi. Kynni hann þá skýringu, að Alþýðublaðið hefði þá sagt frá veizluhöldum borgarstjórnar og Björgvin ekki kunnað að meta það. Sagði Jón ljóst, að með 3 menn á ritstjórn og tvær til tvær og hálfa efnissíðu, gæti Alþýðu- blaðið ekki verið venjulegt fréttablað. „Menn eru mismun- andi duglegir að leggja blaðinu til efni, en þett^ hlýtur að byggjast að verulegu leyti á frumkvæði þeirra sjálfra," sagði Jón. Og Jóni Karlssyni svaraði hann á þá leið, að verkalýðshreyfingin þyrfti H lÞVð“* laAiö » landi, en hins vegar fyndist sér oft á tíðum, sem Alþýðublaðinu þættu meiri tíðíndi í ýmislegu frá" aðilum eins og verzlunarráði og vinnuveitendasambandi, en hins vegar fengju málefni verkalýðs- hreyfingarinnar oft ákaflega lítið rúm. „Þarna hallast dálítið á truntunni hjá Jóni Baldvin í þessu,“ sagði Jón og kvaðst vona, að verkalýðshreyfingin gæti aft- ur^ „fundið sér skjól" í Alþýðu- blaðinu. Björgvin Guðmundsson sagðist ekki álls kostar ánægður með ritstjórn AlþýWublaðsins. Jón Baldvin væri að vísu góður penpi og ritstjórnargreinar hans ske- leggar, en að öðru leyti væri ritstjórn blaðsins fyrir neðan allar hellur. Hampaði Björgvin framan í flqjkksþjngsfulltrúa Al- þýðublaðinu fyrrí mánudag og gagnrýndi frásögn blaðsins af kjarasamningunum; * bæði væru fyrirsagnirnar rangar, þar sem talSh væri um - verðbólgu- samninga og skattheimtu á fyrir- tækjum og auk þess væri í fréttunum blandað saman frétt. og umsögn. Ekkert orð væri hin? vegar^m kjarabMur fvrir lág- launafólk og sagðist Björgvin verða að segja sem væri, þótt hortum fyndfst það „helvíti hart* * að frekar hefði hann viljað sjá forsíðu Þjóðvilj’ans þennan dag sefois; forsíðu Alþýðublaðsins. „Fyrirsagnir Þjóðviljans áttu að vera í Alþýðublaðinu," sagði Björgvin. Þá kvartaði Björgvin ' (ikki skjól og allra sízt í svo skjóllitlu blaði, sem aðeins bærist til 2.500 manns. Það sem verka- lýðshreyfingin þarfnast fyrst og fremst er vítamín, sagði Jón Baldvin. Guðmundur Árni Stefánsson, útgáfustjóri átlj, sagði Alþýðu- flokkinn ekki hafa þörf fyrir stærra blað. Lýsti hann síðan ^amþykkt 33ja þings SUJ, þar serrtí fordæmd voru gerræðislég vínnubrögð rítsí^ra Alþýðu<- blaðsins, sem hefði neitað SUJ um birtingu efnis og hafnað ósk um að sambandið fengi sitt fasta pláss í blaðinu undir efni á þess ábyrgð. Ji^ Baldvin svaraði því til, að hann hefði neitað að birta auglýsingu frá hptstöðvaand- stæðingum sem efni, en gefið SUJ kost á að fá pláss undir aoglýs- ingu. Hann hefði tjáð tals- mönnum - SUJ, .að hann hefði ekkert á móti því að birta greinar um utanríkismál, e*f þær væru málefnalegar og birtingarhæfar. „En auglýsingar birtum við helzt ekki ókeypis, flfema fyrir Alþýðu- flokkinn." Tilmælum SUJ um sérstakt pláss hefði hann hafnað á sömu focsendum og Sambandi Alþýðuflokkskvenna hefði verið synjað um bréf /aldlega ekkert pláss. Verðt blað- ið; hins vegar stækkað, er ekkert þ\K til fyrirstöðu, að þessi sanitök og fleiri fái þar Lhni fyrir .efni á sína ábyrgð," sagði Jón Baidvin. -'3 m

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.