Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 Ömurlegt dstand öldrunarmdla Þór Halldórsson yfirlæknir öldrunardeildar Landspítalans: Þjónustumiðstöð aldraðra stór þáttur í lausn vandans -Þessi deild var stofnuð 1975 ok er ein af deildum Landspítal- ans ok faer aila stoðdeildaþjón- ustu þaóan. svo sem mat. þvott. lækninKarannsóknir ok skrif- stofuhald." sa>?ði Þór Ilalldórss- on. yfirlæknir Öldrunarlækn- inKadeilar Landspitalans þe^ar MorKunhlaðið ræddi við hann um öldrunarþjónustuna. Aukin óldrunarþjúnusta minnkar þörfina: Ævivistunarstofnanir ' Öldrunarlækningadeildin og sú starfsemi sem þar fer fram er með nokkuð öðrum hætti en áður hefur tíðkast í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða hérlendis, því að fram til þessa hafa hjúkrunar- og sjúkra- deildir fyrir aldraða eingöngu verið starfræktar sem ævivistun- arstofnanir fyrir fólk sem ekki á afturkvæmt til heimila sinna. Hér á öldrunarlækningadeildinni er leitast við að reka virkar öldrun- arlækningar (activ geriatri), sem hefur það að markmiði að gera sem stærstum hluta aldraðra kleift að dvelja eins lengi á eigin heimilum og framast er unnt. Þegar beðið er um innlögn fyrir sjúkling er hann fyrst heimsóttur af lækni frá deildinni og stundum félagsráðgjafa. Þessi forrannsókn er til að meta hver sé í mestri þörfinni fyrir aðstoð, og innlögn- um er hagað samkvæmt niður- stöðum þessarar forrannsóknar, en ekki eftir röðuðum biðlista, sem í rauninni er ekki til í þeirri merkingu. Farið er yfir nöfn þeirra sem bíða í afgreiðslu tvisv- ar í viku og breytist ástand sjúklings til hins verra er innlögn hraðað eftir föngum. Stundum leiðir forrannsóknin í ljós að ekki er nauðsyn að leggja inn á deild- ina og þá iðuglega hægt að leysa úr málunum með aðstoð heima- hjúkrunar eða heimilishjálpar. Mikil aðsókn hefur verið að deildinni og undanfarin ár hafa borist venjulega 25—30 innlagn- ingabeiðnir á mánuði, flestar eða um 80% frá heimilislæknum fyrir sjúklinga úr heimahúsum en um 20% frá öðrum sjúkradeildum. Er þar oftast um að ræða sjúklinga sem þurfa á ævivistun að halda en sjúklingar til skammtíma vistun- ar eru látnir hafa forgang. Aftur taka langlegusjúklingar upp stór- an hluta deildarinnar eða um 40 pláss en 1/3, um það bil 22 pláss eru rekin sem virkar öldrunar- lækningar. Legutíminn á hinum virka hluta deildarinnar er u.þ.b. frá tveimur til þrem vikum upp í tvo til þrjá mánuðir. Á þessum tíma fær sjúklingurinn sjúkdómsgreiningu og lyfjameðferð og endurhæfingu ásamt félagslegri fyrirgreiðslu. Sjúklingur dvelur á deildinni með- an hann er í framför í endurhæf- ingunni en er síðan útskrifaður til heimilis síns. Sumir sjúklinganna eiga þó erfitt með að aðlaða sig heimilis- lífinu á nýjan leik eftir langvar- andi veikindi og þeir fá þá tæki- færi til að halda áfram endurhæf- ingu og lækniseftirliti á dagspít- ala öldrunarlækningadeildarinn- ar, koma þangað tvo til þrjá daga í viku í nokkra mánuði og komast þannig smám saman aftur í sínar fyrri skorður á heimili sínu. I framhaldi af þessu er sjúklingi síðan gefinn kostur á að koma á göngudeild til eftirlits. Eftirlit á heimilum____________ • Aldraðir sjúklingar eru oftast í þörf fyrir stöðugt eftirlit eftir heimskrift af deildinni, og þurfa oft á heimaþjónustu að halda, heimahjúkrun og/eða heimilis- hjálp. Öldrunarlækningadeildin hefur náið samstarf við heimaþjónustu borgarinnar, bæði heimahjúkrun og heimilishjálp, og koma stjórn- endur þessara þjónústuþátta viku- lega á fund með læknum, félags- ráðgjafa og hjúkrunarforstjóra öldrunarlækningadeildarinnar og er þar rætt um þá sjúklinga sem eru í heimahúsum og bíða eftir innlögn og einnig þá sem útskrif- ast eiga af deildinni. Langlegusjúklingar: Flöskuháls í öldrunarþjónustunni: ' Nokkur hluti sjúklinganna ílengist þó lengur, ef hann hefur ekki tekið þeim framförum sem búist var við eða heimilisaðstæður eru óviðunandi og sjúklingur get- ur ekki skrifast heim. Erfitt er að koma þeim sjúklingum fyrir á framhaldsdvalarstofnunum (dval- arheimili eða hjúkrunardeild). Þarna er flöskuháls í öldrunar- þjónustunni því erfitt er að fá inni á þessum stofnunum. Tölulega séð stöndum við ekki verr að vígi hvað Þór Halldórsson snertir vistunarpláss en ná- grannaþjóðir okkar, en ásókn í slík pláss fyrir gamalmenni hér- lendis virðist mikil og liggja þar eflaust að baki margar ástæður. Þessar munu þó vera mikilvægast- ar: 1. Vangeta heimilanna vegna mikillar vinnu að sjá um hjálp- arþurfa gamalmenni. 2. Oft er lítið lagt upp úr heima- þjónustu, þó sérstaklega heim- ilishjálp, er þyrfti að vera meiri og dreifðari yfir sólarhringinn og á helgidögum. 3. Skortur á eftirliti af hálfu hins opinbera, að þeir sem í mestri þörfinni eru sitji fyrir plássinu. Samkvæmt áætlun borgarlækn- is vantar hér um 300 legupláss á hjúkrunardeildum. Það ber þó að hafa í huga, að þörfin á slíkum plássum er mjög háð þeim atrið- um sem að ofan eru nefnd. Staðsetning deildar- innar óhentug________________ • Öldrunarlækningadeild Land- spítalans er til húsa í Hátúni lOb, sem er talsvert langt frá Land- spítalanum. Þetta hefur marga ókosti í för með sér, bæði hvað snertir rannsókn með sjúklinga og samvinnu við aðrar deildir spítal- ans. Meðal nágrannaþjóða okkar er mikil áherzla lögð á, að öldrun- arlækningadeildir séu staðsettar í sjálfum spítalakjarnanum og hafi samkonar aðstöðu til stoðdeilda og aðrar deildir. Það háir og starfsemi deildarinnar að hún er til húsa í íbúðarhúsnæði sem ekki er hannað fyrir spíalarekstur. Vistmenn að Hátúni lOb við handavinnu. Þuríður Guðmundsdóttir Hrafnistu: Hef 25.000 kr. í vasa- peninga mánaðarlega n Ég heí verið hér í 12 ár <yí kann ákaflega vel við mig. Aður bjó ég á Akranesi og er enn með lögheimili þar. Síð- ustu árin sem ég var þar, bjó ég alveg ein eftir að sonur minn fluttist til Vestmanna- eyja.“ sagði Þuríður Guð- mundsdóttir frá Bæ í Stein- grímsfirði. vistmaður á Ilrafnistu í Iteykjavík er blaðamaður ræddi við hana um dvölina þar. Hef drýgt aurana með prjónaskap Eftir að ég var orðin ein á Akranesi var þetta farið að verða dálítið erfitt því ég bjó á annarri hæð, svo ég ákvað að reyna að komast hingað sem fyrst, en þurfti þó að bíða í tæp þrjú ár eftir plássi, en þótti það ekkert langur tími. Ég er ekki í neinum lífeyr- issjóði, en Akranesbær kostar algjörlega dvöl mína hér, auk þess sem ég fæ 25.000 krónur í vasapeninga mánaðarlega. Ég var líka svo lánssöm að eiga prjónavél sem ég fékk að hafa með mér og hef getað bætt afkomuna nokkuð með prjóna- skap, þótt hann sé smár í sniðum. Það hefur komið sér vel vegna þess að ég hef í mörg horn að líta. Ég á stóran afkomendahóp og er einnig að reyna mig við skáldsagnagerð. En þegar ég get ekki prjónað lengur verð ég sennilega að hætta að láta nokkuð frá mér og lifa einfaldar. Hef gefið út tvær skáldsögur og fleiri eru á leiðinni Hvenær byrjaðir þú að skrifa? Það er nú nokkuð langt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.