Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 22 Anna Eiríksdóttir Minningarorð Með upphafi þéttbýlis á Selfossi við Ölfusárbrú var brotið blað í byggðaþróun á Islandi. Þetta var fyrsta þéttbýli inni í landi, fjarri sjó. Fram að þeim tíma hafði öll þéttbýlismyndun verið á strönd- inni, en með upphafi Selfosskaup- staðar hefst nú byggðarþróun, hver þéttbýliskjarninn af öðrum er reistur inni í landi. Þegar ég kom fyrst á Selfoss, cétt fyrir 1930, voru þar fjögur hús, ef ég man rétt. Nú eru íbúar þar á fjórða þúsund. Lengi býr að fyrstu gerð. Það var mikið lán fyrir Selfossbyggð hve frumbyggjarnir þar voru mik- ið afreksfólk. Einn af fyrstu land- nemunum þar sem á mörgum sviðum stóð í forustu og setti sinn svip á staðinn var Anna Eiríks- dóttir í Fagurgerði, en hún lést nýlega (22. september) og langar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Anna Eiríksdóttir var fædd að Sandhaugum í Bárðardal í Suður- Þingeyjarsýslu 28. mars 1904. For- eldrar hennar voru Eiríkur Sig- urðsson bóndi á Sandhaugum og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Jarlsstöðum í sömu sveit. Anna ólst upp í glöðum systk- inahópi en þau systkinin voru sex. Á Sandhaugum var mikið mús- íklíf, eftir því sem þá gerðist. Á heimilinu var orgel og Guðrún móðir Önnu, sem var mjög músík- ölsk, kenndi börnum sínum á orgelið, en hjá Önnu komu músík- hæfileikar fljótt í ljós, og vík ég að því síðar. Sautján ára gömul hleypti Anna heimdraganum og fór suður á land, en margt af frændfólki hennar var þá flutt suður. Hún var nokkuð hjá Unni í Holti í Flóa, móðursystur sinni og að minnsta kosti eitt sumar hjá Sturlu móður- bróður sínum á Fljótshólum. Þar næst lá leið hennar til Kaupmannahafnar, en þar bjó föðursystir hennar, Björg Dahl- man, og var hún að nokkru í skjóli hennar meðan hún dvaldi í Höfn. I Kaupmannahöfn stundaði Anna nám við handavinnuskóla, og það með svo góðum árangri að hún fékk verðlaun er hún útskrif- aðist þaðan. Að námi loknu lá leiðin heim aftur og 30 október 1925 verða tímamót í lífi hennar, en þá giftist hún Birni Sigurbjarnarsyni. Hann var þingeyingur, fæddur í Hring- veri á Tjörnesi 8. maí 1891. Hann var mikill persónuleiki og brá stórum svip á umhverfi sitt. Þau Anna og Björn settust að á Selfossi, fyrst í gamla Lands- bankahúsinu en Björn var gjald- keri útibúsins og gegndi því starfi meðan kraftar entust. Árið 1934 byggðu þau sér stórt og fallegt einbýlishús á einum fegursta stað á Selfossi á bakka Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinkonu okkar, Stellu, en undir því nafni þekktu flestir vinir hennar hana. Stella lézt 1. nóvember sl. Stella fæddist á Norðfirði 19. janúar 1928. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Björnsdóttir og Örnólfur Sveinsson er þar voru búsett. Ung var Stella tekin í fóstur af hjónunum Signýu Jónsdóttur og Eiríki Sigurðssyni fyrrverandi skólastjóra á Akureyri, en þau bjuggu um það leyti á Norðfirði. Stella mat fósturforeldra sína mikils, en Signý fósturmóðir hennar iézt árið 1958. Eiríkur Sigurðsson hefur alltaf borið mikla umhyggju fyrir vel- ferð Stellu, og mat hún þann góða hug til hennar að verðleikum, þá ekki sízt er hann lét einskis ófreistað, að hún ætti góðan sama- stað, þegar heilsan var farin að bila, og fékk hún með hans hjálp íbúð í Hátúni 10, sem varð henni ómetanleg aðstoð. Á unglingsárum stundaði Stella nám við Húsmæðraskóla Árnýar heitinnar Filipusdóttur í Hvera- gerði, og kom þá í ljós hve hög hún var og velvirk til allrar handa- vinnu, og er ótrúiegt hve miklu hún afkastaði á því sviði í skólan- Ölfusár og nefndu Fagurgerði, sem var gamalt örnefni. Hvergi finnst mér Ölfusá jafn falleg og frá Fagurgerði. Fallegt er að líta upp eftir henni þar sem hún liðast um hvanngræna hólma. Anna og Björn eignuðust 6 börn og eru fimm á lífi. Þau eru Aldís, gift Óskari Sigurðssyni kennara, búsett á Selfossi, Björn, var giftur Guðrúnu Hafliðadóttur sem lést fyrir fjórum árum. Hann býr í Reykjavík og er vélstjóri, Sturla húsamálari, giftur Lóu Ingileifs- dóttur, býr á Selfossi, Anna Guð- rún, gift Herði Sigurgrímssyni bónda í Holti í Stokkseyrarhreppi. Einn dreng er Valtýr hét misstu þau í æsku. Var þá þungur harmur kveðinn að fjölskyldunni í Fagur- gerði því að Valtýr var glæsilegt ungmenni. Eins og áður er sagt kom brátt í ljós að Anna hafði gott músíkeyra, og þótt hún væri að mestu sjálf- lærð kom þessi hæfileiki hennar brátt í góðar þarfir á Selfossi. Hún stofnaði kirkjukór og gerðist organisti hans, fyrst við Laugar- dælakirkju og síðan við Selfoss- kirkju eftir að hún var reist. Eins og vænta mátti þráði Anna að afla einkatíma til Reykjavíkur hjá snillingnum Róbert Ábraham, en það var vissulega þrekvirki eins og ferðum var þá háttað en konan sex barna móðir. Eins og sjá má af þessu gerðist um. En það háði henni annars í störfum hve hreyfingar hennar voru hægar. Stella minntist oft á dvöl sína í skólanum og átti hún góðar endurminningar og vini frá þeim tíma. Stella var vel greind og að eðlisfari glaðsinna og gat verið glettin í góðra vina hóp. Hún bar með sér góðvild og glatt bros, hvar sem hún fór, enda eignaðist hún góða og óvenjulega trygga vini og var það henni mikill styrkur í lífinu að finna velvild annarra. Þá var Stella kjarkmikil og þrátt fyrir margskonar vanheilsu seinni árin, sem flestum hefði fundist erfitt að bera, þá kvartaði hún aldrei. Hún var Guði þakklát og treysti handleiðslu Hans og þessvegna var henni eðlilegt að segja að sér liði æfinlega vel, ef hún var spurð. Mörgum ber að þakka þegar minnst er allra þeirra er sýndu henni vináttu. Hún hafði samband við systkini sín, og vil eg vegna þess að mér er það kunnugt, þakka systrum hennar, Gyðu og Sigrúnu ásamt uppeldissystur hennar Lilju fyrir þá miklu umhyggju og árvekni, sem þær sýndu henni í veikindum hennar og einnig meðan hún var við góða heilsu. Anna brautryðjandi á Selfossi hvað sönglíf varðaði og býr stað- urinn enn að starfi hennar, því Selfoss stendur nú framarlega hvað sönglíf og söngmennt snert- ir. I fótspor ötulla brautryðjenda kemur jafnan nóg af góðum mönnum. Á öðru sviði stóð Anna í fremstu fylkingu landnemanna á Selfossi. Það var á sviði blóma- og trjáræktar. Fagurgerði átti stóra lóð og þar var plantað trjám svo að þar er nú einn af fegurstu görðum í Árnessýslu. í ræktun- armálunum naut Anna ötuls stuðnings bónda síns. Björn and- aðist 3. mars 1969. Eftir lát manns síns tók Anna við sumum trúnaðarstörfum hans, var umboðsmaður Happdrættis háskólans og Brunabótafélags ís- lands. Þau störf annaðist hún meðan heilsan entist. Anna var víðsýn kona og vel lesin. Hún hugsaði mikið um eilífðarmálin og var ötull liðsmað- ur sálarrannsóknafélagsins þar sem henni dugði ekki það sem stendur í gömlum bókum um þau mál. Við sem þekktum Önnu í Fagur- gerði söknum hennar sem góðs vinar en um leið þökkum við fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að verða henni samferða á lífsleið- inni. Biessuð sé minning hennar. Gestur Sturluson. Eg kynntist Stellu þegar hún var 12 ára. Eg dvaldi í tvö sumur með ungan son okkar á heimili fósturmóður hennar í sveit og má segja að frá þeim tíma hafi leiðir Stellu og fjölskyldu okkar legið saman. Hún varð fjölskylduvinur okkar. Fyrir þessi 40 ára góðu kynni, tryggð hennar og fölskvalausu vináttu við okkur vil ég þakka henni. Við munum öll sakna henn- ar, svo tíður gestur var hún á heimili okkar, og þó sérstaklega hjá Guðlaugu mágkonu minni, en þar átti Stella vini að mæta. Friður Guðs veri með henni. Eg sendi Eiríki Sigurðssyni og konu hans ásamt öðrum vandamönnum samúðarkveðju fjölskyldu okkar. Lydía Pálmarsdóttir. + Elskuleg frænka mín, JENNIE E. THORWALDSON, Vista, California, andadist 11. september. Borghildur Pétursdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir, TRYGGVI STEFÁNSSON, byggingameistari, Hafnarfiröi, lézt 5. nóvember sl. Dagbjört Björnsdóttir, Þórhallur Tryggvi Tryggvason. t Maöurinn minn og faðir okkar, KALMANN SIGURDSSON frá Staö í Höfnum, lést aö Landakotsspítala, miövikudaglnn 5. nóvember. Jaröarförin auglýst síöar. Ingunn Guömundsdóttir, Sigríöur Kalmansdóttir, Guörún Kalmansdóttir, Ólafur Hafsteinsson. t Eiginmaöur minn, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, skipasmíóameistari, Noröurgötu 60, Akureyri, sem andaöist þann 1. nóvember, veröur jarösettur frá Akureyrar- kirkju, laugardaginn 8. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Flugbjörgunarsveitina, Akureyri og Hjálparsveit skáta, Akureyri. Þóra Steindórsdóttir. Björg Ornólfsdótt- ir - Minningarorð t Faðir minn, fósturfaöir og afi, SIGFÚS ÓLAFSSON, Hlíð, Siglufirði, veröur jarösunginn frá Siglufjaröarkirkju, laugardaginn 8. nóv- ember kl. 2 e.h. Þorfinna Sigfúsdóttir, Steingrímur Magnússon, Margrét Ólafsdóttir, Jón Dýrfjörö, Bragi Dýrfjöró, Bírgir Dýrfjörö. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GÍSLI FRIÐRIK JÓHANNSSON, múrari, Faxastíg 15, Veatmannaeyjum, veröur jarösunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardag- inn 8. nóvember 1980 kl. 2. Haukur Gíslason, Hanna Samúelsdóttir, Soffía Gísladóttir, Siguróur Gíslason, Frióleif Valtýsdóttir, Ellý Gísladóttir, Gísli Einarsson, Jóhanna Gísladóttir, Ágúst Birgisson og barnabörn. t Faöir okkar. tengdafaöir og afi, OLAFUR SIGURJÓNSSON, Dvergasteini, Reyóarfirói, veröur jarðsunginn frá Reyöarfjaröarkirkju, laugardaginn nóvember kl. 14.00. Maria Olafsdóttir, Vigfús Ólafsson, Sigrún Guönadóttir, og barnabörn. Kveðja: Sigtryggur Jóns- son frd Keldunesi Mig langar nú við leiðarlok Sigtryggs (Tryggva) Jónssonar frá Keldunesi í Kelduhverfi að þakka honum ánægjuleg kynni. Hann var sjúkur maður og aldraður orðinn, kominn í hjólastól, er okkar kynni hófust. í mínum augum var Tryggvi þó altaf heill, það var hans hrausta sál og göfuga drengskaparhjarta. Studd- ur var Tryggvi til hinstu stundar af sinni elskulegu eiginkonu. Hann tók örlögum sínum af æðru- leysi og mikilli sálarró. Minningin um Tryggva mun ætíð verða mér hvatning á fram- tíðarbrautinni til dyggðarlegs og góðs lífernis. Guð blessi Tryggva og eigin- konu hans Rakel Sigrvaldadóttur sem nú hefur kvatt sinn ástkæra lífsförunaut. Katrín Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.