Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 32
fGRUnDIO) LITTÆKI AKAI 100.000 kr. staögr. atsláttur eöa 300.000 kr. útborgun. Gildlr um öll littæki. GRUNDIG vegna gaaöanna. 1 HF triptiiMwíl* HLJOMTÆKI 100.000 kr. staögr. afsláttur eöa 300.000 kr. útborgun í flestum samstaeöum. AKAI er hógaeöa merki ó góöu verði. y FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 Bókagerðarfélög- in boða verkf all 17. nóvember SAMEIGINLEGUR félagsfundur bókagerðarmannafélaganna þriggja. Hins íslenzka prentarafélags, Grafiska sveinafélagsins og Bókbindarafélags ísiands, samþykkti í gær að beina þeim tilmælum til trúnaðarmannaráða féiaganna að boða til verkfalls frá og með mánudeginum 17. nóvember til þess að þrýsta á um gerð nýrra kjarasamninga. Fulltrúaráð félaganna samþykktu í gærkveldi að verða við þessum tilmælum fundarins, sem var fjölmennur, en hann sátu á milli 150 — 200 manns. Að sögn formanns Félags íslenzka prentiðnaðarins, Haralds Sveinssonar, munu stjórn og samninganefnd FÍP koma saman í dag til að ræða mótaðgerðir. Tillagan, sem lögð var fram á félagsfundi bókagerðarmanna, um verkfall, var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn tveim- ur. Að sögn Ólafs Emilssonar, formanns HÍP, urðu síðan umræð- ur undir liðnum „önnur mál“ um samningamálin í heild. Kom þá fram tillaga frá bókagerðarnema um að allar kröfur félaganna yrðu endurvaktar. Þessi tillaga var samþykkt, en í kjölfar þeirrar samþykktar kom fram önnur til- laga um að þau samningsdrög, sem fyrir lægju að 4. kafla kjara- samningsins yrðu lýst ógild. Var hún borin fram af mönnum, sem töldu, að einungis HÍP-félagar ættu að greiða atkvæði um kafl- ann, þar sem hann væri í kjaras- amningi HIP. Var tillagan þá samþykkt með 32 atkvæðum HÍP- manna gegn 18. Var þá komið talsvert los á fundinn, og höfðu allmargir HÍP-félagar gengið af fundi, þar sem þeir töldu fundinn sem slíkan, sameiginlegan fund félaganna þriggja, ekki hafa lög- sögu í þessu máli. Er þessi niðurstaða var fengin, kröfðust 20 HÍP-félagar þess, að nýr félagsfundur yrði boðaður í HÍP um næstu helgi, en sam- kvæmt lögum HÍP þarf 25 félaga til þess að krefjast félagsfundar. Þessir 20 menn tilgreindu ekki, hvert fundarefnið ætti að vera. Ólafur Emilsson kvaðst búast við því, að stjórn HIP yrði við þessari ósk um félagsfund og muni hún hafa samband við þá menn, sem að henni stóðu og afla upplýsinga um fundarefnið, sem mun vera 4. kafli kjarasamningsins. Á sáttafundi í fyrradag buðu vinnuveitendur kauphækkun, sem er að meðaltali um 4%, eða á bilinu 3,9 í 4,3%. Þessu hafnaði samninganefnd bókagerðarmanna og taldi ekki umræðugrundvöll. Þá mun sáttasemjari ríkisins hafa leitað hófanna meðal formanna félaganna þriggja, hvort viðbrögð samninganefndarinnar yrðu önn- ur, ef boðin væru um 6%. Því var einnig hafnað. Herra Sigurbjörn Einarsson sleit í gær síðasta kirkjuþingi er hann situr sem biskup þar sem hann hyggst láta af embætti á næsta ári. Á myndinni eru frá vinstri Jón Guðmundsson, sr. Eiríkur J. Eiriksson, hr. Sigurbjörn Einarsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og sr. Pétur Sigurgeirsson. Ljósm. Emílía Landsbankinn veitti % umbeðins láns til Flugleiða: Samkomulag allra þing- flokka um Flugleiðamálið „ÞESSI fyrirgreiðsla Landsbankans dugir okkur a.m.k. fyrst í stað, og við vonumst síðan til að frambúðarlausn fáist fljótlega á okkar málum og þá kæmi væntanlega sú fjárupphæð, sem á vantar,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á þeirri ákvörðun Landsbanka íslands að lána félaginu til skamms tíma liðlega 2,25 milljarða króna, cða 4 milljónir dollara. en félagið fór fram á liðlega 3.36 milljarða króna, eða 6 milljónir doilara. í frétt Landsbankans í gær segir m.a., að bankaráð hafi á fundi sínum fallizt á fyrirætlun banka- stjórnar um að bankinn tæki erlent lán að upphæð 4 milljónir dollara, sem hann síðan endurlánaði Flug- leiðum til skamms tíma. Muni félagið nota þessa fjárhæð til greiðslu aðkallandi rekstrarskulda erlendis. Þá segir í frétt bankans, að veð þau, sem félagið bjóði fram vegna þessarar lántöku, séu full- nægjandi. Ennfremur segir í frétt bankans, að fjármálaráðherra hafi í bréfi í gær tekið fram, að ríkisstjórnin muni, eins fljótt og tök séu á og heimild Alþingis liggi fyrir, veita umbeðna ríkisábyrgð að því marki, sem eignastaða félagsins leyfi. Nýtt lán verði þá tekið til lengri tíma gegn ríkisábyrgð og skammtímalán bankans endurgreitt. Ennfremur verði erlent rekstrarlán að upphæð 6 milljónir dollara, sem Landsbank- inn útvegaði Flugleiðum í desember á sl. ári, endurgreitt eins fljótt og tök eru á, af andvirði flugvéla eða annarra eigna, sem félagið muni selja. Samkvæmt upplýsingum Mbl. mun Flugleiðamálið verða afgreitt frá fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis í dag, en náðst hefur samkomulag allra þingflokka um málið. Málið verður síðan vænt- anlega afgreitt frá efri deild Al- þingis á mánudag. Samkvæmt upp- lýsingum Mbl. var m.a. gengið út frá því í nefndarsamþykkt fjár- hags- og viðskiptanefndar, að geng- ið yrði til samninga við Flugleiða- menn um, að hlutafé ríkisins yrði aukið í 20%. Athugað yrði með hlutabréfakaup starfsmanna og tal- ið eðlilegt, að þeir fengju í kjölfarið einn mann í stjórn fyrirtækisins og að ríkið fengi tvo menn í stjórn fyrirtækisins. Þá er gert ráð fyrir aukaaðalfundi fyrirtækisins í þess- um mánuði. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Mbl., að þessi atriði yrðu rædd á stjórn- arfundi Flugleiða, sem haldið verð- ur áfram í dag, en honum var frestað í gærkvöldi. Mesta verðbólguár áratugarins: Launahækkanir 55% — Verðbólga milli ára 58% MEÐALVERÐBÓLGA milli áranna 1979 og 1980 verður a.m.k. 58%, sagði Matthías Á. Mathiesen. í fjárlagaumra'ðu á Alþingi í gær. Það hefur ekki gerzt áður, að verðbólgan, á hvaða mælikvarða sem mælt er, færi yfir 50%, eins og raunin varð 1979 og raun verður 1980. Nú koma einstakir ráðherrar, sem bera ábyrgð á efnahagsstefnunni og framkvæmd hennar, og segjast horfa með hryllingi til holskeflunnar, sem ríður á þjóðarbúinu eftir 1. desember nk.. en þá koma til framkvæmda launahækkanir. sem, að viðbættum fyrri hækkunum á árinu. þýða samtals 55 —56% launahækkun frá upphafi árs til loka þess. Meðallaunahækkun frá 1979 til 1980 mun vera 51—52%. Þessar tölur sýna, sagði þing- bólguvexti, enda hefur Tómas maðurinn, að verðbólgan hefur aldrei verið okkur óhagstæðari. Fjárlög ársins 1980 voru byggð á áætlaðri 31% verðlagshækkun á árinu, þó reyndin hafi orðið sú sem fyrr segir. Þetta fjárlaga- frumvarp gerir hins vegar ráð fyrir 42% meðalverðhækkun 1981. Verði reynslan söm þá og í ár, má gera ráð fyrir hátt í 80% verð- Arnason, verðlagsmálaráðherra stjórnarinnar, spáð a.m.k. 70% verðbólgu, án bremsuaðgerða. Nú er það spurning mín tili fjármálaráðherra, sagði Matt- hías, hvort ríkisstjórnin áformar að skerða kaupgjaldsvísitölu á næsta ári þannig, að markmiðum fjárlagafrumvarpsins um „að- eins“ 42% verðlagshækkun verði náð. Viðskiptaráðherra spáir yfir 70% verðbólgu, sem brýtur að sjálfsögðu forsendur fjárlaga- frumvarpsins, ef ríkisstjórnin grípi ekki í taumana, og þá helzt fyrir 1. desember nk., en ekki síðar en samhliða gjaldmiðils- breytingu um áramót. Matthías sagði, að árið 1980 væri eitt mesta verðbólguár þessa verðbólguáratugar, þrátt fyrir boðaða niðurtalningu, en áfram sæti ríkisstjórn, sem ekki vissi sitt rjúkandi ráð, eða situr á ráðagerðum, sem ekki þola dags- ins ljós að sinni og ekki eru í samræmi við kosningaloforð flokks fjármálaráðherra frá árinu 1978 um „samningana í gildi". Sjá fréttir frá fjárlaga- umræðu á bls. 18. Barnaskattar í borgarstjórn: Tillögu um nið- uriellingu út- svars vísað frá BORGARSTJÓRN vísaði í gær- kvöldi frá, með 8 atkvæðum gegn 7. tillögu frá þeim Birgi Isl. Gunnarssyni og Albert Guðmundssyni um að fallið yrði frá innheimtu útsvara. sem lögð hafa verið á börn innan 16 ára aldurs, vegna tekjuársins 1979. Frávisunar- tillagan var lögð fram sem tillaga frá meirihluta borgar- stjórnar, en hann skipa sem kunnugt er fulltrúar Alþýðu- flokks. Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. í rökstuðn- ingi með frávísunartillögunni segir m.a., að eðlilegt sé að um þessi mál gildi sama regla alls staðar á landinu. í umræðum um tillögu þeirra Birgis og Alberts kom m.a. fram, að nokkur sveitarfélög hefðu þegar tekið ákvörðun um að falla frá innheimtu þessara útsvara og bentu því borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á, að þessi röksemd meirihlutans stæðist ekki. Upphæð sú, sem hér um ræðir, nemur 17,6 milljónum króna, en heildarupphæð álagðra skatta á börn undir 16 ára aldri nemur 84 milljónum króna. Þeir Birgir og Albert lögðu einnig fram á fundinum vara- tillögu þess efnis, að borgar- stjórn skoraði á Alþingi að samþykkja það frumvarp, sem nú liggur fyrir þinginu um niðurfellingu skatta á börn inn- an 16 ára aldurs. Þessi tillaga var einnig felld og féllu atkvæði þannig, að 7 sjálfstæðismenn voru henni fylgjandi, en meiri- hlutinn andvígur, að Sjöfn Sig- urbjörnsdóttur undanskilinni, en hún sat hjá. Tillagan féll því á jöfnum atkvæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.