Morgunblaðið - 07.11.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980
15
Iceland Shipping í Panama
bjargaði Hilmar Reksten
UM ÞESSAR mundir fer fram erfðaf járskipting í dánarbúi norska
skipakóngsins Hilmars Reksten er lézt i fyrrasumar. Frægt varð
fyrra mál sem höfðað var á hendur Reksten fyrir meint brot á
skatta- og gjaldeyrislöggjöf, en hann skuldaði hundruð milljóna
dollara er hann féll frá. Skráðar eignir í dánarbúinu eru
óverulegar og fyrir rétti i fyrra sagðist Reksten hvorki eiga eignir
né hafa tekjur af eignum. Erik Foss borgarfógeti í Bergen lýsti bú
Rekstens gjaidþrota og að erfðafjárskiptamálið yrði að fara fram
fyrir opnum dyrum.
Lánardrottnar Rekstens munu
ekki ríða feitum hesti frá erfða-
fjárskiptunum nema sönnur fá-
ist á að Reksten hafi átt veru-
legar eignir í öðrum löndum.
Orðrómur hefur verið á kreiki í
Noregi í mörg ár að Reksten hafi
í raun og veru átt eigur upp á
milljarða dollara í útlöndum, og
var tilgangur réttarhaldanna yf-
ir honum í fyrra sá, að reyna að
leiða þessar eigur fram í dags-
ljósið. Var Reksten sagður hafa
komið milljarða verðmætum
undan með því að selja eignir að
nafninu til eigin fyrirtækjum í
löndum þar sem hann naut
skattfríðinda. Reksten neitaði að
hafa átt fyrirtæki af þessu tagi,
en viðurkenndi að hafa veitt
slíkum fyrirtækjum rekstrar-
ráðgjöf. Hann var hreinsaður af
ákærum um meiriháttar skatt-
svik og gjaldeyrisbrot, en engu
að síður sendur reikningur fyrir
600 milljónum norskra króna
vegna „of lágra skatta". Enn er
ekki búið að greiða þennan
reikning og mun gjaldheimtan í
Bergen líklega gera kröfu í
dánarbúið fyrir upphæðinni sem
hefur hækkað vegna dráttar-
vaxta. Einn lánardrottinn, Aker
skipasmíðastöðin, hefur þegar
gert kröfur í dánarbúið að upp-
hæð á milli 40 til 60 milljóna
dollara.
Einn lánardrottnanna er dul-
arfullt fyrirtæki með nafninu
Iceland Shipping, sem skráð er í
Panama, en ekki er vitað um
hverjir eigendur þess eru. Félag-
ið keypti árið 1975 60 milljóna
dollara skuldir Rekstens á að-
eins 20 milljónir dollara, eða
þriðjung nafnverðs skuldanna,
sem voru í eigu skipafyrirtækja í
Noregi, Kanada, Bretlandi og
Japan. Þessi skipafélög höfðu
hótað að láta lýsa Reksten gjald-
þrota er Iceland Shipping skaut
allt í einu upp kollinum og
keypti Reksten út úr þeim vand-
ræðum.
Lánardrottnarnir komust ekki
að því hverjir stóðu á bak við
tilboð Iceland Shipping, en grun-
ur lék á að þar hefði Reksten
sjálfu'r og vinir hans verið að
verki.
Að kröfu skiptaréttar hefur
skiptaráðandi í dánarbúi Rek-
stens rannsakað skjöl búsins ef í
þeim skyldu vera upplýsingar
um eignir í útlöndum. Engar
sannanir um eignir af þessu tagi
hafa fundizt í skjölunum, aðeins
óljósar vísbendingar. Lögerf-
ingjar Rekstens, en þeir eru sjö
að tölu, kunna að krefjast ítar-
legrar leitar eftir duldum eign-
um í útlöndum. Kynni sú krafa
að hleypa af stað fjölskylduerj-
um og leiða hið sanna í ljós um
vitneskju fjölskyldu Rekstens á
gjörðum hans, en við vitnaleiðsl-
ur í máli hans í fyrra kusu
fjölskyldumeðlimir að þegja
þunnu hljóði.
(Þýtt og endursagt.)
Simamynd AP.
Á stund ósigurs
— Carter í heimaborg sinni
Plains í Georgíu á kjördag.
Ceausescu í
Skandinavíu
Stokkhólmi. 7. nóvember. AP.
NICOLAE Ceausescu Rúm-
eníuforseti kom í dag í fjög-
urra daga opinbera heimsókn
til Svíþjóðar. Frá Svíþjóð held-
ur forsetinn í opinberar heim-
sóknir til Danmerkur og Nor-
egs.
Ceausescu mun í heimsókn-
inni eiga viðræður við ráða-
menn, og er búist við að þær
muni fyrst og fremst snúast um
alþjóðamál, og að þá beri m.a.
Pólland, Afganistan og Mið-
austurlönd á góma. Einnig mun
forsetinn undirrita þriggja ára
viðskiptasamkomulag við Svía-
Sunday Times dæmdar
bætur í Thalidómíðmáli
StrashourK. 7. nóvember. AP.
MannréttindadómstólL Evrópu úr-
skurðaði í dag. að ríkissjóði Bret-
lands væri skylt að greiða tæplega
23 þúsund sterlingspund af máls-
kostnaði Sunday Times vegna
Thalidómíð-málsins. Blaðið fór
fram á að ríkissjóður endurgreiddi
um 40 þúsund pund.
Dómstóllinn úrskurðaði, að brezk-
ir dómstólar hefðu brotið 10. grein
mannréttindaskrár Evrópu er lög-
bann var lagt á birtingu greina um
Thalidómíð-harmleikinn svonefnda.
Á árunum 1959 til 1962 fæddust
hundruð vanskapaðra barna í Bret-
landi, en vansköpun barnanna var
rakin til þess, að mæður þeirra
hefðu neytt kvalastillandi lyfja á
meðgöngutímanum. Thalidómíð-
lyfja.
Lögbann var lagt við birtingu
greinanna á þeirri forsendu að
skaðabótamál væru óútkljáð og að
birtingin gæti haft áhrif á störf
dómara. Sunday Times áfrýjaði
lögbannsúrskurðinum á sínum tíma
til æðsta áfrýjunardómstóls Breta,
Lávarðadeildarinnar, en tapaði.
Pólland:
Áfrýjunarmálið tekið
fyrir í næstu viku
Gdansk. 5. nóvember. AP.
HÆSTIRÉTTUR Póllands mun
fjalla um áfrýjun hinna óháðu
verkalýðsfélaga á úrskurði und-
irréttar varðandi stofnskrá
hins nýja Alþýðusambands
næstkomandi mánudag, að þvi
er dómsmálaráðherra landsins,
Jerzy Bafia, skýrði frá i dag.
Verkalýðsleiðtogar, með Lech
Walesa, ítrekuðu í dag þá af-
stöðu sína, að þeir mundu undir
engum kringumstæðum hvika
frá ákvæðum þess uppkasts að
stofnskrá sambandsins, en hins
vegar kæmi til grejna ,að bæta
inn i það yfirlýsingu um að ekki
væri fyrirhugað að breyta sam-
handinu i stjórnmálaflokk.
Við réttarhöldin í síðasta
mánuði var kveðinn upp sá
úrskurður að í stofnskránni
skyldi getið um „forystuhlutverk
Kommúnistaflokksins", en
verkalýðssamtökin áfrýjuðu
þeim úrskurði á þeirri forsendu
að pólitískar yfirlýsingar ættu
ekki heima í stofnskrá sambands
af þessu tagi.
Walesa lét svo ummælt í dag,
að sambandið „gæti efnt til
verkfalls ef á þyrfti að halda", og
kynni slík vinnustöðvun að
standa allt að því einn mánuð, en
hann tók fram um leið að sjálfur
væri hann andvígur frekari
vinnustöðvun en þegar hefði átt
sér stað í landinu. Hann var að
því spurður, hvort verkalýðsleið-
togar óttuðust ekki „íhlutun að
utan“, og svaraði: „Nei, ég tel
ekki ástæðu til að óttast slíka
íhlutun, en jafnvel þótt til henn-
ar kæmi mundum við ekki ótt-
ast. Ef þessi þjóð yrði knúin til
að greiða sitt gjald fyrir frelsi á
ný, þá mundi hún gera það, en
um leið mundi mikið ávinnast.
Þeir gætu tekið okkur herskildi,
en enginn gæti neytt okkur til að
vinna fyrir hernámsliðið," sagði
Walesa.
1551 — Stokkhólmsvíg (aftökur
sænskra aðalsmanna og kirkju-
höfðingja hefjast) — Svisslend-
ingar semja frið við Frakka með
Genfarsáttmálanum.
1659 — Pýreneafriður Spánverja
og Frakka.
1733 — Escurial-sáttmáli Frakka
og Spánverja undirritaður.
1742 — Varnarbandalag Breta og
Prússa gegn Frökkum gert.
1781 — Síðasta. aftaka Rannsókn-
arréttarins á Spáni.
1811 — Orrustan vlð Tippecanoe:
sigur Norður-Anterfkumanna, ó
Indíánum Tecumseh.
T917 — Októberbyltingin í Rúss-
landi.
1944 — Franklin D. Roosevelt kos-
inn forseti í fjórða sinn.
1956 — Bretar og Frakkar hætía
hernaðaraðgerðum í Egyptalandi.
1972 — Vestur-' og Austur-Þjóð-
verjar taka upp formlegt samband.
1975 — Dómunum yfir Indiru
Gandhi fyrir kosningasvik hnekkt
í hæstarétti á Indlandi.
Afmæli. Marie Curie, frönsk vís-
indakona (1867—1934) — Joan
Sutherland, áströlsk söngkona
(1926---).
Andlát. 1862 Bahadur Shah II,
síðasti Mógúlkeisari Indlands.
Innlent. 1222 d. Sæmundur Jóns-
son í Odda — 1550 Jón biskup
Arason höggvinn ásamt sonum
sínum — 1718 Danska herskipið
„Giötheborg" strandar á Hraun-
skeiði — 1941 lÞjóðstjórnin“ biðst
lausnar — 1942 Togarinn „Jón
Ólafsson“ talinn af með 13
möflnum — 1952 d. Árni Pálsson.
— 1863 f. Þorleifur H. Bjarnason
— 1885 f. Vilhjálmur Finsen,
sendiherra.
Orð dagsins. Ekkert kemur í
staðinn fyrir heilann ef eitthvað
þarf að segja, en þögnin er næst-
bezt — Óþekktur höfundur.