Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 Félagsmálaráð Reykjavikur: Börn giftra foreldra og sambúðarfólks fái aðgang að dagheimilum MEIRIIILUTI félaKsmálaráðs Reykjavíkurborgar hefur sam- þykkt, að frá 1. janúar 1981 fái bðrn KÍftra foreldra og sambúð- arfólks aðganK að daKheimilum borKarinnar gegn tvöföldu Kjaldi og skal fjöldi þeirra miðast við 10%, en að öðru leyti er dagvistunarrýminu skipt þannig, að börn einstæðra for- eldra hafa 60%, börn stúdenta 16%, börn annarra námsmanna 10% og 4% eru ætluð börnum vegna erfiðra heimilisástæðna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu ekki opna dagheimilin fyrir börn giftra foreldra og sambúðarfólks, nema að því marki, sem forgangshóparnir nýttu ekki dagvistunarrýmið. Þá vildu fulltrúar sjálfstæðisflokks- ins, að foreldrar og sambúðar- fólk greiddi ekki lægra gjald á dagheimilum, en þau þurfa að greiða fyrir börn í einkadagvist- un, sem dagvistardeild Félags- málastofnunar hefur milligöngu um að útvega. Tillaga meirihlut- ans var samþykkt með 4 atkvæð- um, en fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá. Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri dagvistunar barna, sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að þegar síðast hefði verið talið á biðlista forgangs- hópanna að dagvistunarrými, hefðu verið á honum 250 börn, flest börn námsmanna. Eftir heimild ríkisstjórnar- innar um 19% hækkun gjalda dagheimila og skóladagheimila, hækkar gjaldið úr 42 í 50 þúsund krónur á mánuði og sagði Bergur ljóst, að Reykjavíkurborg greiddi á þessu ári yfir 70% heildarkostnaðarins. Gjald fyrir börn í einkadagvistun er nú rétt tæpar 120 þúsund krónur á mánuði. Ríkisstjórnin samþykkti einn- ig hækkun leikskólagjalda um 20% og hækka þau úr 25 í 30.000 krónur. Bergur Felixson sagði að Reykjavíkurborg greiddi rétt tæpan helming heildarkostnaðar leikskólanna. Hættuástand á Kröflusvæðinu í mánaðarlokin JARÐVÍSINDAMENN telja líkur á því, að umbrot verði á Kröflu- svæðinu eftir tvær vikur eða í lok þessa mánaðar. Guðmundur Sig- valdason sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að líkur á að kvika hlaupi til suðurs í átt að Bjarnar- flagi hefðu ekki aukizt. Þær hefðu alltaf verið fyrir hendi og væru það enn þá. „Eg tel, að miklar líkur séu á því, að á svæðinu verði eldgos, en hvar get ég ekki sagt um. Um það verður ekkert sagt fyrr en aðeins, að við vonum, einhverjum klukkutímum áður en það gerist,“ sagði Guðmundur Sig- valdason er Morgunblaðið spurði hann um þessi mál í gær. „Þróunin á svæðinu hefur verið sú síðustu daga, að bungan uppi við Leirhnúk hefur haldið áfram að vaxa með sama hraða. Eins og núna horfir verður bunguhæðin komin í svipaða stöðu eftir tvær vikur og var í byrjun októbergossins. Við teljum því, að hættuástand verði komið á svæðinu fyrir mánaðamót. Venjan hefur verið sú, að hraðinn hefur verið mikill á landrisinu í byrjun þess, en hefur síðan minnk- að. I októbergosinu gcrðist það hins vegar, að lítið tæmdist úr kviku- hólfinu og því næst sama hæð og þá mjög fljótt aftur," sagði Guðmund- ur. Landkrabbar frum- sýndir á Hornafirði Hornafiröí, 6. nóvember. LEIKFÉLAG Hornafjarðar frum- sýnir „Landkrabba" laugardaginn 8. nóv. nk. í félagsheimilinu Sindrabæ, Höfn Hornafirði. Höfundur leikrits- ins er Hilmar J. Hauksson og leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Leikarar eru 18 og eru flest hlutverk viðamikil. Leikurinn gerist í litlu sjávar- plássi og segja má, að á sviðinu sé 1 stk. frystihús með öllu sem því fylgir og ber það nafnið „Skeggla". í leiknum kennir ýmissa grasa sam- hliða hinum margvíslegu frysti- hússtörfum, svo sem söngs, dans, gleði, ástar og sorgar, og eitt er víst að ekki þurfa áhorfendur að láta sér leiðast á meðan á sýningu stendur, því að efnisþráður og atburðarásin í „Skegglu" sér vel fyrir því að fólk skemmti sér. Æfingar hófust í september og hafa gengið vel, þrátt fyrir síldar- törn og sláturtíð og hafa aðstand- endur sýningarinnar svo til lagt nótt við dag eins og venja er þegar æfingar á leikritum standa yfir. — Einar Þorsteinn Sigurbergsson og Sigrún Eiriksdóttir i hlutverkum sinum 1 Landkröbbum. 17 Frá ostamarkaðinum að Bitruhálsi 2. Þarna gefst áhugasömum kaupendum kostur á að bragða hinar ýmsu osttegundir áður en kaupin eru gerð. Mjólkurdagar 1980: Kynning á mjólkurvör- um að Bitruhálsi 2 MJÓLKURVIKU lýkur með þremur mjólkurdögum i húsi Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2. Þar hefur verið sett upp sýning i anddyri húss- ins, í matsal fer fram sýni- kennsla i gerð ýmissa mjólkur- rétta og eru þar gefnar mat- prufur. I verziuninni verður markaður og hlutavelta en á markaðnum verða seldir kynn- ingarpakkar með ýmsum mjólkurvörum. Einnig verða seldir ostar, þar á meðal nýjar tegundir sem ekki hafa enn komið á aimennan markað. Margskonar vinningar verða á hlutaveltunni — ávísanir á út- tekt i Klakahöllinni. ostar og ostaskerar og ýmsar mjólkur- vörur. Undanfarin ár hafa alþjóða- samtök mjólkurframleiðenda helgað sér einn dag á ári og kallað „mjólkurdag". Nú þegar hafa verið ákveðnir alþjóðlegir mjólkurdagar næstu tvö ár, 26. maí 1981 og 27. maí 1982. Þá fer fram samræmd kynning á mjólk og mjólkurvörum í þeim löndum sem eigá aðild að þessum félags- skap. íslenska mjólkurdags- nefndin ákvað hins vegar að vikan 3.-9. nóvember yrði sér- stök mjólkurvika. Það sem meðal annars hefur verið gert í þessari viku er að nemendum í flestum grunnskól- um utan höfuðborgarsvæðisins hefur verið boðið að heimsækja mjólkurbúin. Á markaðinn komu sérstakar mjólkurumbúðir sem gerðar voru í samráði við tann- verndunarsjóð Tryggingastofn- unar ríkisins. Þá hefur verið sent til grunnskólanna námsefni sem nefnt hefur verið „Hvað verður um mjólkina hennar Huppu". í vetur hefur einnig verið dreift til nokkurs hluta nemenda grunn- skólanna leiðbeiningum um holl- an morgunverð. Mjólkurframleiðendur standa að mestu undir kostnaði af starfsemi mjólkurdagsnefndar. Á undanförnum árum hefur mestu af því fjármagni, sem nefndin hefur haft til ráðstöfun- ar, verið varið til auglýsinga. Síðastliðin tvö ár hefur aukin áherzla verið lögð á að kosta útgáfu á ýmsu fræðsluefni. Má til dæmis nefna útgáfu á bækl- ingi fyrir nemendur í grunnskól- um, veggspjöld og kvikmynd. Tilgangurinn með „Mjólkur- dögum 1980“ er að vekja athygli neytenda á þeirri þróun sem orðið hefur á framleiðslu mjólkurafurða hin seinustu ár. Á síðasta áratug hefur framleiðsl- an sífellt orðið fjölbreyttari og nýjar tegundir bætzt við á hverju ári. Af ostum eru nú til um 37 tegundir. í þessari viku eru kynntar þrjár nýjar tegundir — Rjómaostur (Cream Chese) frá Mjólkurbúi Flóamanna og nýir mjólkurostar frá mjólkursam- lögunum á Sauðárkróki og Húsa- vík.. Önnur sýning á Boeing-Boeing Önnur sýning Leikfélags Keflavíkur á gamanleiknum „Boeing-Boeing" eftir Marc Camoletti verður í Félagsbíói í kvöld. Leikstjóri er Sævar Helgason. Iceland Seafood Corporation: 5% verðmætaaukning á tíma bilinu janúar — september VERÐMÆTI sölu Iceland Sea- föod Corporation, dótturfyrir- tækis Sambandsins i Bandaríkj- unum, á fyrstu þrcmur ársfjórÁ ungum þessa árs nam 66,4 millj- ónum dollara og var salan sam- tals um 54 milljónir Ibs. i magni talið. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu Guðjóns B. ólafs- sonar. framkvæmdastjóra á ár- legum haustfundi stjórnar fyrir- tækisins, sem haldinn var fyrir skömmu. Magnaukningin er um 2%, en verðmætaaukningin er liðlega 5%. í sölu á fiskréttum varð 2% samdráttur í magni, en um 3% aukning í verðmæti. Sala á fisk- flökum dróst hins vegar saman um 4% í magni, en 3% í verðmæti. Fram kom, að á fyrra helmingi ársins hefur markaðshlutdeild fyrirtækisins í fiskréttum aukizt í 8,1% úr 7,8% áður, en í flakasölu hefur hún minnkað í 5,7% úr 6,0% árið áður. Þá hefur allur tilkostnaður fyrirtækisins aukizt mjög, ekki sízt vextir. Ennfremur hefur sam- keppnin aukizt mjög á Banda- ríkjamarkaði. I ágústmánuði sl. voru fram- leidd í verksmiðju fyrirtækisins 5,1 milljón lbs. af fiskréttum, og er það meira en nokkru sinni fyrr í einum mánuði. Hjá Iceland Sea- food Corporation starfar nú 321 maður, og er það mesti starfs- mannafjöldi hjá fyrirtækinu til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.