Morgunblaðið - 07.11.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980
Ragnar Arnalds í f járlagaræðu:
Sighvatur lof-
aði sendiherr-
um kauphækkun
til að greiða álagða tekjuskatta
MEÐ nýjum skattaloKum 1978 var
undanþáKa starfsmanna íslenzkra
sendiráða frá jfreiðslu tekjuskatts
felld niður. — Einu ok hálfu ári
síðar. haustið 1979. ritar þáverandi
fjármáiaráðherra. SÍKhvatur
BjörKvinsson, hréf til utanríkis-
ráðuneytisins. þar sem hann lýsir
því yfir. að þar sem þetta nýmæli i
skattaloKum muni hafa í för með
sér rýrnun á kjörum starfsfúlks
sendiráða. ok með hliðsjón af við-
hröKðum við sama fyrirbrÍKði á
oðrum- Norðurlöndum. muni hann
sjá svo um. fyrir hönd fjármála-
ráðuneytisins. að sendiráðsmenn
fái kauphækkun sem nemi væntan-
leKum tekjuskatti. eftir að nýju
skattalöKÍn komi til framkvæmda.
betta vóru orð ItaKnars Arnalds.
núverandi fjármálaráðherra. í fjár-
laKaræðu í Kær.
„Hæpið virðist," sagði Ragnar,
„að fjármálaráðherra geti lofað
tilteknum hópi manna að þeir fái
greiðslur úr ríkissjóði á fjárlögum
næstu ára til að greiða skatta, sem
Alþingi hefur samþykkt að leggja
á.“ Ráðherra sagði ennfremur, að
„árslaun íslenzks sendiherra á
Norðurlöndum hafi verið áætluð á
verðlagi um mitt þetta ár rúm 41
m.kr., þar af eru um 30% grunn-
laun, en 70%, launa- og staðarupp-
bót, m.a. til að greiða laun þjónustu-
fólks á gestkvæmum heimilum
sendiherrahjóna. — Sendifulltrúi
hefur 70% af launum sendiherra.
Aðrir sendiráðsmenn miklu minna.“
Ragnar Arnalds
Sighvatur Björgvinsson, fv. fjár-
málaráðherra, sagðist í þessu efni
hafa fallizt á tillögur skrifstofu-
stjóra ráðuneytis síns, að fara að
dæmi nágrannaþjóða, með þeim
fyrirvara þó, að Alþingi samþykkti.
Hafa yrði í huga að inni í þessum
tölum, sem nefndar hefðu verið,
væru ekki einungis laun sendiherra
og sendifulltrúa, heldur rekstrar-
kostnaður, er heyrði til sendiráði, og
að skattkerfisbreytingin hefði skert
áður umsamin eða ákveðin kjör.
Sighvatur Björgvinsson:
Tuttugu milljarða
nýskattar 1980
en minni niðurgreiðslur en áður
EF BORNIR eru saman textar í
þjóðhagsáætlun forsætisráðherra
og fjárlaKaræðu fjármálaráðherra
um væntanleKa stöðu ríkissjóðs i
árslok 1980, má KlóKKt sjá, hvað
veldur þvi. að ríkissjóður stendur
skár en stundum áður. Ástæðurnar
eru fyrst ok fremst tvær, að tekjur
ríkissjóðs hafa vaxið mikið. miðað
við fyrri ár. veKna stóraukinnar
skattheimtu, ok að niðurKreiðslur
eru mun minni í ár en á sama tima
í fyrra. Tekjur ríkissjóðs hafa
vaxið mun meira en sem nemur
verðb<jlKUvexti. þó hann sé ærinn.
Söluskattur var hækkaður um 2
stig sl. haust. Þessi hækkun gaf
ríkissjóði á árinu 1980 10—11 millj-
arða króna umfram það sem þessi
tekjustofn gaf 1979. Söluskatturinn
var enn hækkaður um 1 '/£% á þessu
ári, sem gefur fjármálaráðherra 7
milljarða króna til viðbótar. Til
viðbótar hinum 11 umfram milljörð-
unum. Beinir skattar hafa og gefið
ríkissjóði um 6 milljarða króna
1980, umfram það sem skattreglur
ársins 1979 hefðu staðið til. Þannig
hefur Ragnar Arnalds haft a.m.k. 20
milljarða króna til ráðstöfunar í ár,
sem Tómas Árnason, fyrrv. fjár-
málaráðherra, hafði ekki á liðnu ári.
Ef þessar viðbótartekjur hefðu ekki
til komið, eða niðurgreiðslur verið
sambærilegar í ár og 1979, væri
útkoma ríkissjóðs önnur og stórum
verri. Ekkert hefur breytzt hjá
fjármálaráðherra að öðru leyti.
Fjárlagafrumvarpið byggir á
tveimur meginforsendum um efna-
hagsþróun á komanda ári: 42%
verðlagshækkun og 33% gengis-
lækkun, sagði Sighvatur. Hvað þýð-
ir þessi 33% gengislækkun,? spurði
hann. Að nýkrónan, sem kemur
hundraðföld í ársbyrjun, verður
orðin að 67 aurum í árslok og 30
aurum í lok kjörtímabils, ef þessar
Sighvatur Björgvinsson
fjárlagaforsendur standast, sem alls
ekki er gefinn hlutur, miðað við
reynslu þess árs, en þá var reiknað
með 30% verðlagsþróun sem varð
hinsvegar 58%.
Sighvatur spurði: Verður gripið
til aðgerða af hálfu stjórnvalda til
að sporna gegn viðblasandi verð-
lagsþróun 1981, og ef svo er, verða
þær ráðstafanir þá lagðar fyrir
væntanlegt ASÍ-þing síðar í þessum
mánuði?
Tómas Árnason, viðskiptaráðherra:
„Geta undirstöðuat
vinnuvegir gengið
í 70% verðbölgu?44
„SÍJ HEFUR ekki orðið raunin á,
að þróunin i verðlags- og. launa- ug
Kengismálum hafi samrýmst
áformum stjórnarinnar í efnahags-
málum,“ sagði Tómas Árnason.
viðskiptaráðherra, í fjárlagaum
ræðu á AlþinKÍ í Kær. „Það má orða
það svo. að rikisstjórnin hafi keypt
vinnufriðinn því verði að fresta. að
hluta. niðurtalninKU verðlxjlKunn-
ar í áföngum."
„Auðvitað torvelda almennar
Krunnkaupshækkanir í þjóðfélag-
inu viðnám KeKn verðlxjlKu ... Þær
Krunnkaupshækkanir. sem samið
hefur verið um. munu valda 15—
20% hækkun verðbólKU á næstu
6—12 mánuðum.“
Tómas Árnason sagði orðrétt:
„Án verðlagsáhrifa grunnkaups-
hækkana stendur verðbólgan um
þessar mundir j 52—53%.
Nú er Ijóst að grunnkaupsh#kk-
anir um 9—10%, komu inn í verðlag-
ið frá 1. nóvémber sl. Ef ekki tekst
neitt samkomulag um ráðstafanir
til að bremsa verðbólguna, þá koma
verðbætur launa, verðhækkanir
laundbúnaðarvara, útseld vinna og
fleira af fullum þunga inn í hagkerf-
ið 1. desember nk. Um áramótin
kemur svo nýtt fiskverð. Til þess að
undirstöðuatvinnuvegirnir standist
fyrirsjáanlegar hækkanir tilkostn-
aðar 1. desember og 1. janúar nk.
verður gengisaðlögun að fara fram.
Ef það ekki skeður stöðvast útflutn-
ingsframleiðsla þjóðarinnar. Og
hvar standa menn þá? Jú — ná-
kvæmlega eins og fyrir 1. desember,
nema að verðbólgan hefur hækkað
verulega. KaUpmáttur launa verður
í besta falli óbreyttur en allt
atvinnuöryggi þjóðarinnar ótraust-
ara. Á þessu ári munaði hársbreidd
að frystihúsin og útgerðin stöðvuð-
ust að meira eða minna leyti vegna
verðbólgunnar. Sama er að segja um
útflutningsiðnaðinn. Þá er spurn-
ingin: Tekst okkur íslendingum að
halda undirstöðuatvinnúvegunum
Tómas Árnason
viðskiptará^horra
gangandi ef verðbólgan fer upp í
70%, að ég tali nú ekki um meira.
Það er vissulega kominn tími til
að stinga við fótum og þó miklu fyrr
hefði verið. Er nú ekki ráð að þjóðin
þoli það, að allsherjar viðnámsað-
gerðir í efnahagsmálum verði gerð-
ar sámhliða gjaldmiðilsbreyting-
unni um áramótin. Að sameinað
verði verðbótatímabil allra kostnað-
arþátta 1. janúar nk. og hafin verði
»unhæf niðurtalning verðbólgu frá
im tílna." .•
Fjárlagaræða:
Staða ríkissjóðs í
viðunandi jafnvægi
m.a. vegna tekjuaukningar ríkissjóðs á árinu
STAÐA ríkissjóðs verður í viðun-
andi jafnvægi á þessu ári. sagði
fjármálaráðherra í fjárlagaræðu
í gær, í fyrsta sinn um árabil.
minna. Of snemmt er þó að segja
nákvæmlega til um, hver verður
afkoma ríkissjóðs í árslok, en hún
ætti að geta verið í járnum.
Skýringin er tvíþætt, sagði
hann, önnur sú, að tekjur ríkis-
sjóðs hafa aukizt meir en verðlag
hefur hækkað (um rúmlega 60%
miðað við sama tímabil í fyrra,
þ.e. á fyrstu 8 mánuðum árs), en
hin, að útgjöld hafa hækkað
Tekjuaukning ríkissjóðs á þessu
ári stafar fyrst og fremst af
hækkuðum óbeinum sköttum,
sagði ráðherra, en einnig hefur
eignarskattur hækkað vegna
hærra fasteignamats en reiknað
var með.
Viðskjptaráðherra um tekjupóst í fjárlagafrumvarpi:
Hættulegur vjðskipta-
hagsmunum Islands
SAMKVÆMT samningum ís-
lands við Efnahagsbandalagið
þurfum við ekki að greiða tolla af
útflutningsvörum. sem fluttar
eru á þetta markaðssvæði. og
nema a.m.k. 10 milljörðuin króna
í ár, sagði Tómas Árnason.
viðskiptaráðherra. í gær. Þrátt
fyrir þetta var fjáriagafrumvarp
ársins 1981 lagt fram þannig. að
gert er ráð fyrir áframhaldi
aðlögunargjalds sem tekjustofni.
sem við erum skuldbundnir til að
fella niður nú í árslok, sam-
kvæmt samningum. EBE mót-
mælir og gjaldinu og telur það
andstætt samningi íslands við
bandalagið.
Tómas Árnason las bókun, sem
hann hefur gert á fundi ríkis-
stjórnarinnar, þar sem minnt er á,
að þegar samningar tókust um 3%
aðlögunargjald hafi því vérið heit-
ið af íslands hálfu að gjaldið yrði
skilyrðislaust fellt niður í árslok
1980.
Kannað hefur verið, hvort enn
megi framlengja gjaldið, en af-
staða samningsaðila okkar er
neikvæð, sagði viðskiptaráðherra,
og „telja má fullvíst, að t.d. EBE
muni ekki sætta sig við framleng-
ingu þess og geti jafnvel gripið til
mótaðgerða, sem skaði mikilvæga
viðskiptahagsmuni íslands.“ Þess
er því að vænta, að þetta mál verði
tekið til nánari athugunar sam-
hliða afgreiðslu frumvarpsins.
, Jnnflutningsgjöki aumasta böl skattamála'4:
Álögur á heimilis-
tæki 175%, „bensín á
leikföng skattfrítt“
— sagði f jármálaráðherra í f járlagaræðu
RAGNAR Arnalds, fjármálaráð-
herra, sagði í fjárlagaræðu á
Alþingi i gær. að ríkisskattar af
innflutningi réðust af tilviljun-
arkenndari og órökréttari regl-
um en beinir skattar. Tollalög-
gjöfin væri og hinn mesti frum-
skógur. Þannig þyrftu þeir. sem
„kaupa sér flugvél til að leika sér
á um helgar“, engin gjöld að
borga af þessu leikfangi, hvorki
toll. vörugjald eða söluskatt.
Sama gilti um eldsneytið, en
flugvélabensín væri langtum
ódýrara en bensín á bifreiðir. Auk
þess liggur grunur á, sagði ráð-
herra, að stundum sé það notað á
bifreiðir. En sá, sem kaupir heim-
ilistæki, eins og ísskáp eða hnífa-
pör, borgar 80% toll, 24% vöru-
gjald og 23% söluskatt, eða sam-
tals 175% gjöld. „Líklega er þetta
aumasta svið íslenzkra skatta-
mála hvað mismun varðar."
Ráðherra sagði löngu tímabært
að stokka þessi mál upp og væru
þau nú í endurskoðun í nefnd í
fjármálaráðuneytinu.
Reglur um áætl-
aða skattstofna
í endurskoðun
Hert innheimta söluskatts
„ÁKVÆÐI nýsettra skattalaga
um áætlun tekna og tekjufærslu
á óverðtryggðum skuldum, virð-
ist/koma mjög illa niður á þéim
bændum, sem verst eru settir
fjárþagslega og orka því tvímæl-
is,“ sagði Ragnar Arnalds fjár-
málaráðherra í fjárlagaræðu í
gær.
Sérstök nefnd vinnur að athug-
un á álagningu tekjuskatts á
bændur að sögn ráðherra. Önnur
nefnd vinnur að rannsókn á kjör-
um og skattgreiðslum einstæðra
foreldra.
Ráðherra sagði koma til mála
að eignarskattur 4erði í tveimur
þrepum. Stefnt væri í herta inn-
heimtu söluskatts og strangari
viðurlög yið bókhaldsbrotum. Þá
væru í undirbúningi sérstakar
aðgerðir til aukins skattaeftirlits.