Morgunblaðið - 07.11.1980, Side 21

Morgunblaðið - 07.11.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 21 75 ára: Höskuldur Ágústsson fyrrv. yfirvélstjóri 75 ára er í dag Höskuldur í Dælistöðinni. Hans ævistarf hefur verið að flytja yl og birtu inná heimili landsmanna, en auk þess hefir hans hlýja viðmót og notalega framkoma velgt mörgum þurfandi um hjartarætur. Höskuldur sonur hjónanna Ág- ústar Guðmundssonar og Ingi- gerðar Sigurðardóttur fæddist á Isafirði 7. nóv. 1905. Hann ólst upp í foreldrahúsum og þar sem athafnir unglingsár- anna höfðu leitt það í ljós að hann undi best við hverskonar viðgerðir og smíðar, þá var hann settur til náms í járnsmíði og lauk prófi í vélsmíði frá Vélaverkstæði I.H. Jessens á ísafirði árið 1924. Svo sem þá tíðkaðist lá leið hans suður og 1927 lauk hann prófi frá Vélstjóraskóla íslands og síðar prófi frá Rafmagnsdeild sama skóla. Höskuldur var árum saman vélstjóri á togurum eða á skipum Eimskips en 1933 veiktist hann af berklum og var í 18 mánuði sjúklingur á Vífilsstaðahæli. Það var mikið áfall fyrir ungan sjómann með glæsta framtíð að veikjast af lungnaberklum á þeim árum. Oft var það svo að þótt nokkur bati fengist þá var hættan yfirvofandi ef erfið störf tóku við að hælisvist lokinni. Líklega hafa lungnaberklar Höskuldar orðið þess valdandi að hann hætti við sjómennskuna, en tók að sér vélstjórastarf í síldar- verksmiðju fyrsta árið eftir hælis- vistina, síðan réðst hann til Raf- magnsveitu Reykjavíkur sem vél- stjóri við Elliðaárstöðina og þá sem yfirvélstjóri á Ljósafossi. Frá Ljósafossi lá leið hans að Dælu- stöð Hitaveitu Reykjavíkur í Mos- fellssveit, þar gerðist hann yfir- vélstjóri og stöðvarstjóri við upp- haf starfseminnar þar og gegndi því þýðingarmikla vandastarfi hátt á fjórða tug ára. Höskuldur*átti sem yfirvélstjóri sinn mikla þátt í því að byggja upp starfsemi Hitaveitunnar *á Reykjum. Allt var það starf erfið- ara, fjöibreytilegra og vandasam- ara í upphafi en síðar varð. Þá var vatnsskortur tíður, með öllum þeim erfiðleikum sem slíku fylgir. Þá vori bilanir tíðari og dreifikerfi óöruggara. Þar að auki fylgdu starfi stöð- varstjórans fnargháttuð aukastörf svo sem fyrirgreiðsla við ferða- menn innlenda og erlenda, því um langt árabil var það svo að flestir útlendingar sem hingað komu þurftu að sjá hitaveituna. - Höskuldi voru falin ýmis trún- aðarstörf. Hann var um langt árabil í stjórn Reykjalundar, hann var hreppsnefndarmaður um tíma, og auk þess hefir hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum sveitarstjórnar. Árið 1931 kvæntist Höskuldur Áslaugu Ásgeirsdóttur Torfason- ar. Heimili þeirra hjóna er rómað myndarheimili þar sem gestrisnin er upp á gamla vísu. Þar hefir fjöldi erlendra hitaveitugesta átt góðar stundir fyrir utan ótal heimsóknir annara til vinamargra hjóna. Þau hjón eiga fjórar upp- komnar dætur, en misstu einka- soninn í flugslysi fyrir nokkrum árum. Þegar byrjunarframkvæmdir hófust við byggingu Reykjalundar, voru þau hjón Áslaug og Höskuld- ur sest að hér í nágrenni okkar. Það var okkur mikill styrkur og mikil hjálp að eiga svo trausta nágranna og vini, sem jafnan voru reiðubúnir til hverra þeirra starfa sem með þurfti. Þær voru margar ferðirnar sem Höskuldur átti upp í Reykjalund til ráðgjafar, til starfa ef bilun varð í hitaleiðslu og til lausnar á hverjum þeim vanda sem við var að etja á hans starfssviði. Hann var ekki aðeins reiðubú- inn til aðstoðar sem S.Í.B.S. félagi og stjórnarmeðlinur, heldur einn- ig sem góður granni. Nú á þessum afmælisdegi þín- um óska ég þér, kæri vinur, til hamingju með farinn veg. Vegna áratuga náinna kynna er mér ljóst hve gagnmerkt ævistarf þitt er. Við hjónin þökkum samstarf og varanlega vináttu sem hefir verið okkur mikils virði. Við óskum ykkur hjónum allra heilla. Oddur Ólafsson. Afmælisbarnið tekur á móti afmælisgestum sínum í Hlégarði milli kl. 17—19 í dag. Nýr leiðarvísir fyrir ferðamenn FERÐAMÁLARÁÐ hefur í hyggju að gefa út bækling i samvinnu við Náttúruverndar- ráð, sem gæti orðið handhægur leiðarvísir fyrir ferðamcnn, is- lenska og erlenda, sem ferðast vilja um landið á eigin bil með tjald og viðiegubúnað. I þessum bæklingi verða sam- einuð tvö upplýsingarit Ferða- málaráðs, sem gefin voru út í sumar og í fyrra. Annað þeirra hefur að geyma upplýsingar um helstu tjald- og útivistarsvæði á landinu, þar sem tilgreindur er búnaður þeirra, hvenær opið er o.s.frv. Hinn var gefinn út fyrir erlenda ferðamenn og þar eru veittar ýmsar leiðbeiningar varð- andi ferðalög um landið og aðal- áhersla lögð á góða ömgengni og viðkvæmni gróðurs landsins. íslenskt útvarp í Málmey MERK starfsemi er nú að hefjast hjá ÍMON. íslendingafélaginu í Málmey og nágrenni. Félagið er að hefja útvarpssendingar og er fyrsta útvarpssendingin fyrir- huguð þann 9. nóvember næst- komandi kl. 20.30. Sent verður á FM-bylgjulengd á 90,2 m. í gegn- um „Malmö nárradio*. Útvarpssendtngarnar munu heyrast á Suðvestur-Skáni og á Kaupmannahafnarsvæðinu og ætla má, að um 4000 íslendingar séu búsettir á’þessu svæði. Sam- vinna er höfð við íslendingafélag- ið í Lundi um gerð dagskrár. Fluttár verða fréttir frá íslandi og sagt frá starfsemi Islendinga- félaganna á hlustendasvæðinu. Til að byrja með verður sendingar- tími 15 mínútur, en vonast er til að geta aukið hann upp í 30 mínútur mjög fljótlega. Útvarpað verður alla sunnudaga kl. 20.30. Bridge • Umsjóni ARNÓR '■ — RAGNARgSON Bridgedeild FRAM '-Tveimur umferðum er lokið í fimm kvölda tvímenningskeppn- inni hjá Bridgedeild FRAM. Staða efstu para: stig^ Valtýr og Óttar - - • ^ a. '248- Hilmar og Ólafur 244 * JSyjolfttc ogjl alkiú«^j.niiM 236 Dagbjarti# og Ingólfur 231 J(5h og Erna .. 226 Hilmar og Þorkell ' 220 Næsta umferð verður spiluð í Félagshéimili ■ ^FRAM v/Safa- >ínýri mánudaginn 10. nóvember kl. 19.30. Bridgefélag kvenna Hjá' bridgefélagi kvenna hafa nú verið spiluð fjögur kjHRri af átta í barómeterkeppni. Aærokn- sextán umferðum er staða para þessi: a—Kristjana ’ •< — Sigrún Gunghorunn — Ingunn Vigats — Hugborg 255 Guðmðhdur — Askell 909 249 Davíð — Auðbergur 899 Sigríður — Ingibjörg 231 Hallgrímur — Kristján 886 Alda — Nanna 204 Friðjón — Jónas 864 Aldís — Soffía 174 Gjpli — Guðni tl 838 Margrét — Júlíana Stein—n — Þorgerður 170 147 Bridgeklúbbur Ólafíh — Ingunn 103 Akraness Frá Bnidgefélagi Reyðarf jarðar og Eskifjarðar Aoajfundur félagsp^ haldinn 7r okÚ' sl. og var pa kjörin nýitjórn. Hún er þannig skipuð: Guðmundur Baldurss^n for- .Mfcður, Áskeíl Jónsson gjaldkeri, Davíð Baldursson ritari;* Auð- bergur Jónsson meðstjórnandi. Fjórðu ög' síðustu umferð í tvímenningskeppninni lauk fyti tvím: ngi, sém fram’ fer^dSíí-* ' ana 3^ okt. og 1. nóv. Átta efstu pörin uhnu sér réft til þátttöku riTújtárangri sem hér segir: •Kristmann— Þorsteinn 968 004 ^íúhann — Hafsteinn 918 326 Aðalsteinn — Sölvi 909 Nýlokið er 3ja kvölda tvímenningskeppni með þátt- töku 20 para. Efstir urðu: —xr.-:.. Halldór Sigurbjörnsson — Vigfús Sigurðsson t 377 Eiríkur Jónsson . '* . — Karl Alfreðsson 370« Oliver Kristófersson *- Þörir Leifsson • 369 Guðjón Guðmundsson — Ólafur G. Ólafsson 365 Árni Ingimundarson — Magnús Magnússon 356 Viktor Björnsson — Þórðyr Elíasson 337 Bent Jónsson — (juðmu^ur Bjarnason 'CfcfðmunrlwSigjjrjörissoit- — JóhajmJ^árusson 328 Meðalskor var 324 stigp. Fimmtudaginn.; t^póvember héfst haustsveitakeppni félags- ins. Spilaðir verða tveir 16 snila leikir á kvöldí. Síðbúin afmæliskveðja: Guðmundur Guðlaugsson verslunarmaður 80 ára 24. október síðastliðinn varð vinur minn og samstarfsmaður Guðmundur Guðlaugsson verslun- armaður frá Efri-Brunná í Dölum 80 ára. Það er nú varla að maður trúi því, svo unglegur og.hress er maðurinn. Það eru um 13 ár síðan Guð- mundur réðst til afgreiðslu í Húsgagnaverslun Guðmundar Guðmundssonar að Laugavegi 166. Það starf hefur hann rækt af slíkri alúð og samviskusemi, að betur verður ekki gert. Ég tel á engan hallað þó að ég segi, að Guðmundur er alveg óvenjulega góður og traustur starfsmaður. Hann hafði góða og langa reynslu í sölumennsku, því áður en hann kom til okkar hafði hann búið í Bandaríkjunum um 40 ára skeið, unnið lengi sem sölu- maður hjá stóru tryggingafélagi og staðið sig þar með hinni mestu prýði. Samstarf okkar Guðmundar hefur alla tíð verið eins og best verður á kosið og aldrei fallið skuggi þar á, enda maðurinn hollráður og drengur góður. Af honum hef ég mikið lært. Þegar Guðmundur var ungur taldist það til munaðar að fá að læra eitthvað bóklegt eftir ferm- ingu. Þá var það ekki lítið átak fyrir fátækan ungan mann að brjótast í því að komast í skóla. Árið 1920 settist Guðmundur á skólabekk í héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði og var þar tvo vetur. Skólastjóri á Núpi var þá stofnandi skólans síra Sigtryggur Guðlaugsson síðar prófastur í Dýrafjarðarþingum einn okkar allra besti uppeldisfrömuður og æskulýðsleiðtogi. Menntun sú er Guðmundur hlaut á Núpi reyndist honum mikið og gott veganesti út í lifið, minnist hann ávalt skólans með virðingu og þökk. Ég minnist á þetta hér vegna þess að nú geta flestir fengið að læra það sem hugur þeirra stend- ur til, en því er þá oft gleymt að það er ef til vill engri kynslóð eins mikið að þakka og kynslóð Guð- mundar hversu mikil umskipti hafa orðið á högum okkar, sem yngri erum, í þeim efnum sem öðrum. Guðmundur á sín áhugamál fyrir utan brauðstritið en það er söngur og tónlist. Hann átti þess kost að mennta sig í -söng vestan- nafs og fékk þar til sögn margra _ þekktra söngkennara. Það veit ég, að ef hann hefði getað byrjað fyrr á söngnámi, hefði hann náð langt á þeirri braut. Guðmundur hefur góða söngrödd og söng mikið í stórum kirkjum og við ýms tæki- færi og á margar upptökur frá veru sinni í Ameríku. Vel líður Guðmundi þegar tekið er lagið í góðra vina hópi og komið hefur það fyrir, að við höfum tekið lagið í vinnunni þegar vantað hefur viðskiptavini. Plötusafn á hann mikið og gott og spilar mikið sér til afþreyingar, enda gjörkunnugur stórverkum mikilla meistara frá ýmsum tím- um. Guðmundur er góðum gáfum gæddur, les miTcið og kann vel að segja frá. Hann er trúmaður mikill og vel lesinn í andlegum fræðum. Sannfærður er hann um líf eftir dauðann. Guðmundur hef- ur ekki safnað auði á veraldarvísu, en hann á þann auð sem mölur og ryð fá ekki grandað, það er heiðarleiki og trúmennska. . Guðmundur er kvæntur hinni ágætustu konu, Borghildi Péturs- dóttur frá Eydölum. Hjónin hafa í sameiningu skapaAsér vinalegt og aðlaðandi heimili þar sem allt ber vott um smekkvísi og listrænan huga þessara ágætu heiðurshjóna. Gestrisni þeirra og prúðmennska er frábær, um það geta kunnugir borið og svo mun það einnig hafa verið vestra þar sem borgarbrag- urinn mótaði fyrsta heimili þeirra. Að lokum þetta: Lifið heil kæru hjón og guðsblessún fylgi .ykkur um ókomin ár æviskeiðsins. Guðm. L.Þ. Guðm. 18. árgangur Sögu kominn út KOMIÐ er út nýtt hefti af Sögu. tímariti Sögufélágs. fyrir árið 1980 og er hér á ferðinni 18. tjrgangur ritsihs. Ileftið er óvenjustort að þessu sinni. 384 blaðsíðufc en höf- undar eru um tuttugu talsins. í hið.nýja hefti Söfeu’fllar Cunnar Karlsson grein, sem heitir Völd og auður á 13. öld, þar gerir hann Jivort tveggja að taka upp þráðinn ^ •frá grein sinni Goðar og bændur, sem biftist l Sögu 1972, og skyggnast í grein Helga Þorlákssonar í afmæl* isriti Ólafs Hanssonar, Söguslóð^n. Gísli Gunnarsson skrifae um Land- skuld tmjöli og .verð þessjrá 15.—18. aldar og Bergsteinn Jónsson birtir síðasta hlutann af dagbókum Jóns • Jónssonar frá Mjóadal í’Bárðardal, sem fluttist vestur ^lui .Jutf 1872. Gísli Ágúst Gunnlaugsson skrifar greiriina Fiskvélðideiisrtsleridinga ", og Breta 18% ogí-1897; en þá var likill urgur i fiakinwnjiwiinwt- Faxaflóa ^egna togveiða ,Breta fflg ^ Btetar sendu þá hingað til' lands flotadeild undir stjórn Atkinsons flotaforingja. Tngi 'Stgurðsson ritar " ítarlega grein Um viðhorf íslendinga ‘ til Skotlands og Skota á 19, ,og 20. ölffrPétur Pétursson á þarna upphaf ^ð lan^ft' rrtgerð, Trúarlegar hreyf-" ingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar, en hér fjallar hann meðal annar8-:*sjn?* Hjálpræðisherinn og söfnuði aðventista, kat^ika og frt- kirkjuntanna. Björn Þorsteinsson á tvær greinar, önnur heitir Stað- reyndi.r. og sagfi, ep í. þinnj mjnnj.st. hann Arnóra ::Sigurjonssonar. Þá birtist kafli úr bréfi, sem Arnór skrifáði Birni Þorsteinssyni, og her , hann hgjtið Tveggja alda arfsagnir. Gigli Gunnlaugsson ug Áöal- getr Krtstjánsson gera greinf fyrir merkum he.imildum urri .Skaf LárcliLc sem eru í Ríkisskjalasafninu í Kaup- mannahöfn. Sigurgeir Þorgrimsson skrifar .urri JósafáU#masson ætt- fræðing, sem tók sér nafnið Steinn Dofri, og hlut hans að stofnun Sögufélagsths og Sigurjón Sig- tryggsson skrifar um Snorra Páls- *on, hinn mikla athafnamann á ' Siglufírði. " " " ‘ • Auk þesM^ritgerða flytur Saga allmargarmlre féíagsma Sögu eru Bjfcrn . Teitsson og Jón -Guðnasen. Félagsrn^Hf geta viijað á úm tímarftið í áfgreiðslu Sögúfé- ' lagsins að Gacðastræti 13b, gengið .... inn úr Fischerssundi. (Fréttatilkynning) - x . , Ébl| í# ■ • •• ■ -regnir, skrá yfjr nýja og fleira. Ritstjórar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.