Morgunblaðið - 07.11.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980
23
Klassískt
yfirbragð
á herra-
fötum í ár
„ÞAÐ ER klassískt yíirbratíð á
horratízkunni í ár.“ saKði Sæ-
var Karl Ólason klæðskeri en
hann hélt tizkusýninKU í Kær á
nýjasta fatnaðinum frá Italiu
oK V-I>ýzkalandi. Alls voru send
kort til tvö þúsund viðskipta-
vina viðsveííar um landið.
„Þó að það sé klasskískt yfir-
bragð yfir herrafötum í ár þá má
segja að það sé nokkuð nýstár-
legt yfirbragð yfir peysum og
blússum. Nokkurs konar aftur-
hvarf til náttúrunnar. Mynstur,
sem finna má í náttúrunni og
eins gömlum byggingum, eru
notuð í þennan fatnað," sagði
Sævar Karl ennfremur. Það var
ákaflega notalegt yfirbragð yfir
tízkusýningunni í gær en hún
stóð í 3 klukkutíma. Arni Elfar
spilaði á píanó og boðið var upp
á sérlagað Egilsöl. Þá kom
Lúðrasveit Kópavogs og lék fyrir
utan verzlunina.
Frá tizkusýningunni. Ljósmynd Mbl. Kristján.
Skemmtun dýranna
Börnin læra að telja
ÖRN og Örlygur hafa gefið út
Iyfti- og hreyfimyndabók sem
hefur það hlutverk að kenna
börnunum að þekkja tölustafina
og telja. Þess utan er bókin hin
skemmtilegasta og fallegasta og
þannig hugsuð að foreldrar og
börn geti unað við hið fjölbreytta
efni hennar og hún orðið aflvaki
margs konar umra'ðna um lífið
og tilveruna. Þýðingu annaðist
Andrés Indriðason en höfundur
texta er Arnold Shapiro en teikn-
ingar gerði Carroll Andrus.
Á bókarkápu segir m.a.: Þessi
bók er ætluð yngstu lesendunúm.
Fyrir höfundum vakir að kenna
börnum tölustafina og telja upp að
tíu. Foreldrar geta átt margar
góðar stundir með börnum sínum
yfir þessari bók, því hún iðar af
lífi. Á hverri opnu er eitthvað sem
kemur á óvart. Þrívíðar myndir
spretta upp, börnin geta látið ýmis
atriði í þeim hre.vfast og snúast.
Að þessu le.vti er bókin eins og
leikfang — skemmtileg og þrosk-
andi.
^Lytti-aetgryTimytldMiK.
Skemmtun dýranna er filmusett
í prentstofu Guðmundar Bene-
diktssonar en prentuð í Columbia í
Suður-Ameríku.
(Fréttatilkynning)
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Ný tegund tor-
færubifreiða
STEINÞÓR Eiríksson fram-
kvæmdastjóri kynnti í ga>r blaða-
mönnum nýja tegund torfæru-
bifreiðar sem hann hyggst hefja
innflutning á. Bifreið þessi ber
nafnið Max. og er hún fáanleg
ýmist sem tveggja eða fjögurra
manna. cn sú sem Steinþór
kynnti var tveggja manna og af
gerðinni Max II.
„Ég held að þessi bifreið muni
henta bændum einkar vel. Hún
gæti t.d. komið að góðum notum
við göngur, og fer um allt bæði
vetur, sumar, vor og haust. Max er
t.d. sérstaklega lipur í mýrlendi og
flýtur á vatni. Hún er á sex
breiðum dekjum og er drif á öllum
hjólum, og getur hún farið upp allt
að 45 gráðu halla," sagði Steinþór.
Steinþór sagði að ekki væri enn
ljóst hvaða innflutningsgjöld yrðu
á þessu farartæki, en hann reikn-
aði með að bifreiðin mundi kosta
um þrjár milljónir króna. Hún er
bandarísk og hefur verið í notkun
vestra og víðar í nokkur ár. Aka
má bifreiðinni á allt að 60 km
hraða á klst. Meðfylgjandi myndir
tók ljósm. Mbl., RAX, er Steinþór
og aðstoðarmenn hans kynntu hið
nýja farartæki.
COMHPÖT í ÚRVALI