Morgunblaðið - 07.11.1980, Side 25

Morgunblaðið - 07.11.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 25 fclk í fréttum Drottningar- maður fær rafmagnsbíl + PRINS Philip drottningar- maður Elísabetar Breta- drottningar, mun ekki aka Rolls-Royceinum sínum á næstunni. Þar eð hann er ötull stuðningsmaður bresks iðnaðar hefur hann fallist á að aka rafmagnsbíl, frá framleiðandanum Lucas næstu sex mánuðina. Fjölda- framleiðsla á þessum bílum er á döfinni hjá fyrirtækinu. Bíllinn, sem Philip fær, verð- ur að sjálfsögðu teppalagður í hólf og gólf, sjálfskiptur með leðursætum. Hvað annað? Fær rúman milljarð fyrir 26 sjónvarps- þætti + MICHAEL Parkinson (hvort hann er af hinni frægu Park- insonskerfisætt vitum við ekki) er einn fremsti sjónvarpsmaður í Bretlandi um þessar mundir. Sérgrein hans eru samtals- þættir. Fyrir skömmu var gengið frá samningi milli hans og sjónvarpsins í Sidney í Ástralíu. Samningurinn er til 3ja ára. Á Parkinson að gera 26 sjónvarpsþætti á ári hverju og fær fyrir það, um 1,4 milljarða ísl. króna ár hvert sem samn- ingurinn nær yfir. Tæknin leysti úr undirritun samningsins, sem fram fór samtímis í Sidney og London „gegnum gervihnött". „Genginn upp að hnjám!“ + ÞESSI mynd er ein af fjolmörgum úr kosningaslagnum. sem þeir háðu hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna. Ronald Reagan og Carter. Myndin er af Reagan þar sem hann býður þess að stíga í pontuna á framboðsfundi. Þetta er „brandara-mynd“ hún sýnir að eitt fyrsta verk Reagans muni verða. nú eftir að hann hefur verið kosinn forseti, að fara með skóna sina til skósmiðs. Glaumgosinn + GLAUMGOSINN og fyrrum tengda- sonur furstahjónanna í Mónakó, Phil- ippe Junot, var fyrir skömmu vestur í New York. Sjarmörinn mikli mætti þar á vinsælum diskóskemmtistað, Xenon, og f yrirsætan og var þá með honum þar ljósmynda- fyrirsæta þar í borg, Vivian Gaither. Fréttaljósmyndarar voru þar mættir að sjálfsögðu. Og er þessi mynd af ljós- myndafyrirsætunni og glaumgosanum. Félag Alþjóða- hljóðfræðafélagsins ALÞJÓÐA-hljóðfræðafélagið (International Society of Phonetic Sciences) hefur ný- lega tekið upp kjör félaga (Fellows), með svipuðum hætti og á slíku kjöri er í fjölmörgum vísinda- og fræða- félögum. Samkvæmt breyting- um á samþykktum félagsins, sem gerðar voru á síðastliðnu ári í þessu skyni, er heiðurs- viðurkenning þessi veitt ein- staklingum fyrir árangursrík störf í þágu hljóðfræða og framúrskarandi fræðilegt framlag á þessu fræðasviði, svo og fyrir veigamikinn stuðning við hljóðfræðafélag- ið. í samræmi við þetta nýmæli í samþykktum félagsins voru síðan kjörnir 30 félagar í fyrsta áfanga (Charter Fell- ows). Af þessum 30 félögum eru þrír af Norðurlöndum: próf. Antti Sovijárvi, Helsinki, próf. Bertil Malmberg, Lundi, og próf. Hreinn Benediktsson, Reykjavík. Dr. Hreinn Benediktsson Langbestu eldavélakaupin sem viö getum boðiö frá Þessi fullkomna glæsilega eldavél er á óvenju hagstæöu verði kr. 572.400 - meö viftunni (ef vifta á ekki aö blása út kostar kolasía kr. 67.000.- verö pr. 29.10. 1980.) Þú færö allt meö þessari vél: 2 fullkomnir stórir bakaraofnar, efri ofninn með grilli og rafdrifnum tein, sjálfhreinsandi, hraöhitun er á ofninum, Ijósaborö yfir rofum. 4 hellur, fullkomin vifta meö digitalklukku og fjarstýribúnaöi fyrir vél. Glæsilegir tízkulitir: Avocado grænn, karrý gulur, inka rauöur, svartur og hvítur. Eigum einnig kæliskápa, frystiskápa, uppþvottavélar og frystikistur. — Greiðslu- skilmálar. EINAR FARESTVEIT &. CO. HF. BERGSTADASTRATI I0A - SlMI I6VV5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.