Morgunblaðið - 07.11.1980, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.11.1980, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 HÖGNI HREKKVlSI hfTlL í-ANI)VAl2NA ... að leyfa honum aö vera hrókur alls (agnadar. TM Reg U.S. Pat. Off.—all rights reserved ® 1979 Los Angetes Times Syndicate í sannleika sant duga mér ekki heldur min laun! Með morgnnkaffínu Þú mátt ekki fara of lanjjt vina. þvi nú spilum við um þig! COSPER tln >{et íflatt þijf með því. að þú ert ekki eins þun« og maður skvldi ætla! Við borgarbúar höfum líka verið sofandi Ævar R. Kvaran skrifar: „Kæri Velvakandi! Þeim sem víða hafa farið kemur öllum saman um það, að höfnin við Reykjavík hljóti að teljast meðal fegurstu hafna í heimi sökum náttúru- fegurðar. Það er undursam- lega fagurt að horfa yfir sundin blá og silfurbláan fjallahringinn, þar sem nálæg- asta fjallið, Esjan, þó er iðu- lega eins og töfrum slegið vegna sífelldra litbreytinga. Hún hefur svo mjög heillað hug eins listmálara sem við Sundin býr, að hann hefur málað myndir af þessu sama fjalli svo hundruðum skiptir og jafnvel haldið sýningu á málverkum eingöngu af þessu töfrafjalli, þar sem það er aldrei eins. Þetta þekkja allir sem alist hafa upp í höfuð- staðnum. Hver ann ekki Esj- unni? Þegar er búið að vinna óhæfuverk Þetta liggur auðvitað í aug- um uppi. En þrátt fyrir þessa ómetanlegu fegurð færist nú sú þróun í vöxt að Ioka útsýn- inni yfir sundin blá fyrir íbúum borgarinnar, því nú tíðkast það mjög að ýmis fyrirtæki taki að girnast lóðir til bygginga sjávarmegin við Kleppsveginn og hraðbrautina Ævar R. Kvaran uppí Breiðholt. Þegar er búið að vinna óhæfuverk í þessum efnum með því að leyfa bygg- ingar slíks húsnæðis sjávar- megin við Kleppsveginn. Ráðamenn þessarar borgar hafa verið sofandi í þessum málum og er nú mál að borgarbúar veki þá til fullrar vitundar um fegurð borgar- stæðisins og skyldur þeirra gagnvart borgarbúum til þess að vernda hana. Við borgarbúar höfum líka verið sofandi í þessum málum og látið viðgangast sitt af hverju sem nú verður að stöðva að haldi áfram. Hinar alvarleg- ustu ákvarðanir Þótt hús þau sem leyft hefur verið að byggja sjávarmegin við Kleppsveginn byrgi að miklu leyti fyrir Sundin okkar bláu, þá hefur þess þó verið gætt að hafa þau fremur lágreist. En nú skortir ríkisstjórnina aukið húsnæði fyrir síeflda Þessir hringdu... gamj er yerknaðurinn Vil hafa eitt- hvað í höndunum Knútur Ármann á Akranesi hringdi og hafði þetta að segja: Árin 1975 og ’76 var tekinn skyldusparnaður af gjaldendum samkvæmt gildandi skattalögum þar um. Dálitlu seinna fengu gjaldendur í sínar hendur skulda- bréf og á þeim allar upplýsingar um innlausn o.fl. Aftur var tekinn skyldusparnaður 1978, en um það hefur maður ekkert fengið í hend- ur annað en gjaldakvittun frá viðkomandi skattstjóra, en á þeirri kvittun er ekkert tekið fram um skyldusparnað sérstaklega. Ertu eitthvað svartsýnn? Ég fór svona af forvitni að spyrjast fyrir um þetta og var bent á að snúa mér til ríkisféhirð- is. Þangað hringdi ég og fékk þær upplýsingar, að ekkert plagg yfir þetta yrði sent út til gjaldenda, en upphæðin yrði lögð inn á reikning viðkomandi árið 1984. Ég gat nú ekki stillt mig um að grínast, ég spurði: „En ef ég verð nú dauður þá?“ Og stúlkan svaraði: „Ertu eitthvað svartsýnn?" Ekki réttur gangur málsins Ég er nú ekki að spyrjast fyrir um þetta vegna þess að ég óttist að fé verði haft af mér eða þarna sé um stórar upphæði að tefla, heldur af því að mér finnst þetta einfaldlega ekki réttur gangur málsins. Mér finnst að ríkið verði að sætta sig við að hlíta venju- legum umgengnisháttum í sam- skiptum sínum við þegnana engu síður en þeir verða að gera hver gagnvart öðrum. Indíana Albertsdóttir skrifar: „Ég vildi fá að svara skrifum F. Kristjánsdóttir skrifar: „Velvakandi góður. Þú hefur verið bjargvættur margra, sem hafa sitt af hverju tagi liggjandi á hjarta sínu sem þarf að fá útrás. Nú liggur mér það á hjarta að fá að þakka herra Reyni Valdimars- syni lækni fyrir ágæta grein í sambandi við sjónvarpsmyndina „Lífið á jörðinni". Þá sendi ég einnig öðrum, sem hafa tekið í sama streng, þakklæti mitt. í svona málum hlýtur fólk að taka til að hugleiða sitt af hverju, annað hvort með eða á móti. Myndin er í sjálfu sér eftirtektar- verð en síður en svo áhugaverð, þeim sem trúa Guðs orði í heilagri ritningu. Menn taka afstöðu ann- að hvort með eða á móti. „Ilvað unKur nem- ur gamall temur“ Ég ætla að láta Ritninguna sjálfa tala, vitna í nokkur orð úr sköpunarsögunni. í fyrstu Móse- bók, fyrsta kap. segir svo: „Guð sagði: Vötnin verði kvik af lifandi skepnum og fuglar fljúgi yfir Ragnhildar Jónsdóttur í Velvak- anda 1. nóv. sem spinnast út af bréfi mínu um kyrkislönguna í Sædýrasafninu. Það er að vísu skárra að vita til þess að ekki á að bjóða fólki upp á sem skemmtun að horfa á hana éta lifandi þessi varnarlausu smá- dýr, en mér finnst þetta aðeins léleg afsökun, sami er verknaður- inn, þótt hann sjáist ekki. Og Ragnhildur fullyrðir að snæ- 'iglan sé ekki fóðruð á lifandi fuglum og smádýrum (gott ef satt er). Vonandi eru þau ekki látin lifandi inn til hennar á kvöldin, þegar enginn sér til. Það er ekki hægt að jafna þessu saman við dýrin úti í náttúrunni, þar sem fórnardýrið hefur tök á að flýja. Svo vil ég þakka Jórunni Sörensen og öllum sem taka svari málleys- ingjanna. Þeir eru ekki of margir. jörðinni undir festingu himinsins. Þá skapaði Guð hin stóru lagardýr og allar hinar lifandi skepnur, sem hrærast og vötnin eru kvik af eftir þeirra tegund. Alla fleyga fugla eftir þeirra tegund. Allskonar skriðkvikindi jarðarinnar eftir þeirra tegund. Guð sá að það var gott. Og enn segir svo: „Jörðin leiði fram lif- andi skepnur hverja eftir sinni tegund." Tilvitnun læt ég ljúka. Þetta ætti að nægja. Kristindóm- urinn er undirstaða siðgæðis, menningar og lifandi vonar, sem fæst fyrir trú á Drottin. „Hvað ungur nemur, gamall temur". Því er best á meðan maður er ungur að tileinka sér það sem getur orðið honum til varanlegrar hamingju. Mér finnst ég aldrei geta fullþakk- að að ég átti foreldra, sem kenndu mér að virða kristnidóminn og áminntu mig um að hafa hann að leiðarljósi. I barnaskóla fékk ég einnig rétta uppfræðslu í kristnum fræð- um og minnist þess nú með einlægu þakklæti." Læt Ritninguna sjálfa tala

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.