Morgunblaðið - 07.11.1980, Qupperneq 29
29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980
samstarfsemi ríkisbáknsins og
hefur í því skyni áhuga á
Sambandshúsinu við Sölvhóls-
götu. En verði að þessum
húsakaupum gengið krefjast
ráðamenn Sambandsins að fá
að byggja tíu hæða hús, mörg
þúsund fermetra að flatarmáli
sjávarmegin við hraðbraut-
ina uppi Breiðholt gegnt
Holtsvegi. Eða með öðrum
orðum, nú á ekki að nægja að
svipta menn sýn yfir sundin,
heldur byrgja algjörlega fyrir
Esjuna! Þarna eiga þúsundir
manna að vinna og því þörf á
stórum bílastæðum, og hvert
er þeim svo ætlað að aka úr
vinnu sinni? Beint inná hrað-
brautina milli Breiðholts og
miðbæjar! Hér er því um að
ræða hinar alvarlegustu
ákvarðanir fyrir alla íbúa
Reykjavíkur. Hinn snjalli
skopteiknari Morgunblaðsins,
Sigmund, birti um daginn í
Mbl. teikningu af þessu há-
hýsi, sem segir meira en mörg
orð.
Mál allra
borgarbúa
Á skipulagsuppdrætti sem
ég hef séð er gert ráð fyrir
gróðri á þessum stað en ekki
byggingum, auk þess sem
staða slíks húss skapaði óleys-
anlegt umferðarvandamál og
gerði það að verkum, að ekki
væri hægt að neita öðrum
fyrirtækjum um byggingar-
leyfi þarna líka. Þetta er
upphaf að því, að byrgja fyrir
útsýn til eins fegursta fjalls á
íslandi. Þetta er því mál allra
borgarbúa. Eigum við að láta
bjóða okkur þetta þegjandi og
mótmælalaust? Ég segi NEI
og vona að fleiri taki undir
með mér, eins og þegar hefur
komið fram með stofnun
Sundasamtakanna, sem hafa
að markmiði að stöðva þessa
ósvinnu."
Innilegar þakkir færi ég öUum þeim, sem glöddu mig á
áttrœðisafmœli minu hinn 28. október sl.
Lifið heil.
óskar B. Teitsson,
Viðitalstungu.
Rúðugle r
Til á lager rúöugler 5 mm Frón h.f., sími 11400.
Kærar
„Barnakarl" skrifar:
„Kæri herra Velvakandi.
Mig langar nú bara til að lýsa
ánægju minni yfir því að sjón-
varpið er aftur tekið tii við að
sýna Húsið á sléttunni.
Sjónvarpið hefur sýnt ýmsar
góðar framhaldsmyndir, sem hér
með skal þakkað fyrir, og finnst
mér Húsið á sléttunni vera meðal
þeirra bestu.
Þættirnir eru fjörugir og auð-
skildir, en skapa þó ævinlega
umhugsunarefni í hjarta áhorf-
enda, bæði ungra og gamalla, sem
gott er að spjalia um að sýningu
lokinni.
Áhrifamikill
heimilisfjölmiðill
Jafnframt get ég ekki stillt mig
undir að taka undir með þeim,
sem harma þau mistök, að ís-
lenska leikritið, sem sýnt var fyrir
skömmu, skyldi vera tekið til
flutnings.
I sjónvarpi nægir nefnilega ekki
þakkir
að höfundurinn sé þekktur, leik-
stjórinn efnilegur og leikararnir
góðir. Efni verksins skiptir líka
máli og umfjöllun þess. Það má
aldrei gleymast að sjónvarpið er
ekki bíó úti í bæ, heldur áhrifa-
mikill heimilisfjölmiðill —
greiddur af almannafé.
Með kveðju frá barnakarli.“
G3? S\G6A V/öGA £ VLV19AU
W VIWRALQREI. owo ý&f
>eliWl M VÚ ÁTT WRÞíJK <bloc$M
fyrir 50 árum
„ÁFENGISBANNIÐ á Ak-
ureyri. Sósíalistar og
kommúnistar á Akureyri
eru nú aö safna undir-
skriftum meðal ba*jar-
manna. þar sem skorað
verður á stjórnina að
leggja niður áfengisútsöl-
una í bænum. — Smábörn
eru tekin með við þær
undirskriftir ...“
- O -
„PÓSTMÁLANEFNDIN
hefir setið hér á rökstól-
um undanfarið og mun
hún vera að gera áætlun
um póstflutning með
strandferðaskipunum á
helstu hafnirnar og síðan
skipulag p«')stferða frá
þeim út um sveitirnar ...“
- O -
„RENÉ-dansendur sýna
nú danslist sína á hverju
kvöldi á Ilótel íslandi. Svo
mikla aðdáun og eftirtekt
vekur dansinn að þar er
hvert sæti skipað á hverju
kvöldi...“
AMERÍSK
TORFÆRU-
HJÓL
Eigum margar gerðir af torfœruhjólum fyrir
krakka og unglinga. Sterk og tilvalin til að trylla
á í torfærum. Varahluta-og viögeröarþjónusta
HJÓL & VAGNAR
Háteigsvegi 3 -105 Reykjavík ® 21511