Morgunblaðið - 07.11.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980
31
• Torfi MaKnússon skorar gegn ÍS. Fremst sér í Miley, Bandarikja-
manninn i liði Vals.
Magnús þjálfar IBÍ
MAGNÚS Jónatansson mun
þjálfa knattspyrnulið ísafjarðar
næsta keppnistimabil. Magnús
sagðist gera sér vonir um að fá
fjóra góða knattspyrnumenn til
liðs við sig. Væntanlega þá Örn-
ólf Oddsson, Jón Oddsson og
Sverri Herbertsson. Magnús mun
ganga frá samningnum við iBl i
dag. Magnús hefur þjálfað 1.
deildar lið KR undanfarin ár og
náði ágætis árangri með liðið en
öllum að óvörum var hann látinn
hætta störfum með liðið skyndi-
lega á síðasta keppnistímabili.
-þr.
Valur Valsson
orðinn Valsari
NÚ ERU hinir og þessir knatt-
spyrnumenn að hyggja að félaga-
skiptum sínum fyrir næsta
keppnistimabil. Enda ekki ráð
McDonald til Fulham
MALCOLM McDonald, miðherj-
inn fyrrverandi hjá Arsenal og
Newcastle, er nú orðinn
framkvæmdastjóri hjá 3. dcildar
liðinu Fulham. Fulham var í 2.
deild á siðasta kcppnistímahili,
féll. og hefur gengið illa það sem
af er þessum vetri. McDonald
tekur við af Bohhy Camphell, sem
var rekinn fyrir hálfum mánuði.
nema í tíma sé tekið. Valur
Valsson, knattspyrnumaðurinn
efnilegi úr FH, hefur tilkynnt
félagaskipti yfir í Val. Má segja
að það fari vel á því að lcikmaður
mcð nafninu Valur Valsson gangi
i félagið. Ekki hafa fleiri leik-
menn gengið frá félagaskiptum I
Val, en heyrst hefur að ýmsir hafi
í hyggju að ganga tii liðs við
félagið. Eyjaleikmennirnir Sam-
úel Grytvik og Sighvatur Bjarna-
son hafa báðir verið nefndir í því
tilviki en hvorugur þeirra hefur
þó formlcga tilkynnt félaga-
skiptin.
Valur sigraói
eftir framlengingu
ISLANDSMEISTARAR Vals
sigruðu lið ÍS með 104 stigum
gegn 98 eftir framlengdan leik i
Islandsmótinu i körfuknattleik i
gærkvöldi. Leikur liðanna var
lengst af mjög jafn og spennandi
og sjaldan skildi nema eitt stig
liðin að i leiknum þar til i
framlengingunni. Þá sigruðu
Valsmenn örugglega, skoruðu
hverja körfuna af annarri en lið
ÍS lék eins og þeir hefðu ekki
lengur trú á þvi að þeir gætu
sigrað i leiknum. Valsmenn hafa
nú fengið til liðs við sig þriðja
Bandarikjamanninn. Sá heitir
Miley og lék áður með háskólaliði
i Indiana. Lék hann frckar lítið
með í leiknum og er greinilega
ekki í góðri æfingu. Þó var hann
sterkur i fráköstunum þegar
hann var inn á.
Allur fyrri hálfleikurinn var í
jafnvægi og liðin hnífjöfn, staðan
í hálfleik var 46—45 fyrir ÍS.
Blökkumaðurinn Coleman lék
mjög vel fyrir IS og skoraði 25 stig
í fyrri hálfleik. Sama var uppá
teningnum í síðari hálfleik, eitt og
tvö stig skildu liðin að og þau
skiptust á um forystuna í leiknum.
Þegar aðeins tvær mínútur voru
eftir var mjög mikil spenna komin
í leikinn, staðan var þá jöfn
86—86. ÍS náði að komast yfir í
88—86, Valur jafnaði ogTorfi kom
Val yfir með tveimur vítaskotum,
90—88. Árni Guðmundsson jafn-
aði svo metinn fyrir IS með góðu
skoti. Mikill darraðardans var
stiginn síðustu sekúndur leiksins
en þrátt fyrir að leikmenn ÍS væru
með boltann tókst þeim ekki að
skora sigurkörfuna.
Valur - IS
104-98
Leikurinn var því framlengdur
og þá tóku Valsmenn öll völd á
vellinum í sínar hendur og sigruðu
örugglega. Lið Vals lék allvel.
Lengst af léku þeir án Bandaríkja-
mannsins Miley sem kom til
dæmis ekkert inn á í síðari
hálfleik fyrr en fjórar mínútur
voru til leiksloka. Kristján lék
frábærlega vel bæði í vörn og
sókn. Sama er að segja um þá
Torfa Magnússon og Ríkharð
Hrafnkelsson. Þá átti Jóhannes
Magnússon góðan dag og hitti vel.
Það fer ekki milli mála að lið Vals
hefur jafnbestu íslensku leik-
mönnunum á að skipa.
Lið IS byggir svo til allt sitt upp
á Coleman og þrátt fyrir að hann
ætti stórleik og skoraði 50 stig og
hirti fjöldann allan af fráköstum
kom allt fyrir ekki. Leikmenn ÍS
börðust vel allan leikinn en svo
var eins og eitthvert vonleysi
kæmi á í framlengingunni. Þá
misheppnuðust skot í góðum fær-
um og sendingar fóru forgörðum.
Bjarni Gunnar átti ágætan leik,
svo og Ingi og Árni Guðmundsson.
Stig Vals: Kristján Ágústssön 26,
Torfi Magnússon 25, Ríkharður
Hrafnkelsson 23, Miley 14, Jó-
hannes Magnússon 12, Jón
Glæsilegt
hús vígt í
NÝTT og glæsilegt íþróttahús
verður vígt í Kcflavik á morgun
hefst athöfnin klukkan 14.00.
Atburður þessi markar tímamót i
öllu iþróttalífi i Keflavík. því
hingað til hefur orðið að notast
við ónóga aðstöðu.
Salurinn í hinu nýja húsi er
22x44 metrar og er því fullkominn
að stærð til allra innanhússkapp-
leikja og um leið svo rúmur, að
íþrótta-
Keflavík
stunda má fleiri íþróttagrein, en
eina í einu ef mönnum þóknast.
Sem fyrr segir, hefst vígsluat-
höfnin á morgun klukkan 14.00. Þá
verða ræðuhöld og slíkt. Athöfnin
heldur síðan áfram á sunnudaginn
með umfangsmikilli íþróttasýn-
ingu, sem hefst klukkan 10.00 og
linnir ekki fyrr en klukkan 17.00.
Verða flestar íþróttagreinar á
dagskrá og keppendur af flestum
stærðum og gerðum.
Steingrímsson 2, Gylfi Þorkelsson
2.
Stig ÍS: Coleman 50, Bjarni Gunn-
ar 16, Árni Guðmundsson 14, Ingi
Stefánsson 10, Pétur Hansson 4.
Gísli Gislason 4. — þf-
Einkunnagjöfin
í körfuknattleik
LIÐ ÁRMANNS:
Hörður Arnarson 5
Atli Arason 4
Kristján Rafnsson 6
Bernharð Laxdal 4
Davíð Ó. Arnar 8
Guðmundur Sigurðsson 3
Valdemar Guðlaugsson 5
Kári Schram 4
LIÐ VALS:
Sigurður Hjörleifss.
Gylfi Þorkelsson
Bjartmar Bjartmarss.
Kristján Ágústsson
Jóhannes Magnússon
Torfi Magnússon
Jón Steingrímsson
Ríkharður Ilrafnkelss.
Þórir Magnússon
Lið ÍS:
Bjarni Gunnar
Albert Guðmundsson
Árni Guðmundsson
Ingi Stefánsson
Pétur Ilansson
Gisli Gíslason
Lið Vals:
Ríkharður Ilrafnkelsson 7
Kristján Ágústsson 8
Jóhannes Magnússon 6
Torfi Magnússon 7
Jón Steingrímsson 5
Gylfi Þorkelsson 5
Þórir Magnússon 5
Einkunnagjöfin
10. Heimsmælikvarði
9. Framúrskarandi
8. Mjög góður
7. Góður
6. Frambærilegur
5. Þokkalegur
4. Lítt áberandi
3. Slakur
2. Mjög slakur
1. Fyrir neðan allar
hellur.
Allar vörur verzlunarinnar
á hlægilega lágu verði.
Brunaútsala