Morgunblaðið - 11.11.1980, Page 22

Morgunblaðið - 11.11.1980, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 • GuAmundur Þórðarson ÍR, kominn i dauðafæri. Guðmundur átti ágæta leiki um helgina með liði sinu ÍR, en varð samt að sætta sig við að ná aðeins í I stig til Akureyrar. Sanngjarn KA sigur yfir ÍR-ingum 2. DEILDAR lið ÍR í handholta fór enga frægðarför til Akureyr- ar um helgina, þar sem það keppti við Þór og KA. Liðið náði aðeins 1 stigi, gerði jafntefli við Þ«)r á föstudagskvöldið cins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu. A laugardaginn áttust svo við KA og ÍR fór leikurinn þannig að KA sigraði næsta örugglega með 21 marki gegn 19. Staðan í leikhléi var jöfn, 7 mörk gegn 7. Jafn fyrri hálfleikur KA tók forystu strax í upphafi leiksins og leiddi ætíð framan af þangað til ÍR tókst að jafna um miðjan hálfleikinn, 4:4. Á þessu sést að ekki var mikið skorað. KA-menn spiluðu oft hratt og skemmtilega á milli sín í sókninni en oft á tíðum var ekki mikil ógnun í leik liðsins þrátt fyrir það. Sóknarleikur IR-inga var mjög fálmkenndur á köflum, en skánaði þó eftir að gamla kempan, Brynj- ólfur Markússon, kom inn á. Eins og áður sagði var staðan 4:4 eftir 15 mínútur. KA komst í 5:4, en þá skoruðu IR-ingar 3 mörk í röð, og breyttu stöðunni í 7:5. Síðustu mínútur hálfleiksins var mikill æsingur í leikmönnum beggja liða, og þrátt fyrir mörg færi gekk lítið að koma tuðrunni í netið. Guðmundi Guðmundssyni tókst þó að jafna leikinn fyrir KA með 2 mörkum í lokin. I seinni hálfleik voru KA-menn mun sterkari aðilinn, og höfðu ávallt forystuna, mest komust þeir í 5 marka forystu, 19:14 og 20:15. Þeir skoruðu 2 fyrstu mörk hálfleiksins. Þá skoraði Brynjólf- ur fyrir IR en KA svaraði með 3 mörkum, frá Friðjóni, Gunnari Gísla og Þorleifi, og staðan orðin 12:8. Sá munur hélst nokkuð lengi en u.þ.b. 10 mínútum fyrir leikslok höfðu IR-ingar náð að minnka muninn niður í 2 mörk. Þá töldu KA menn nóg komið í bili og næstu 3 mörk voru þeirra. KA var þá komið 5 mörk yfir og sigurinn tryggður. Síðustu þrjár KA — ÍR 21:19 mínúturnar komu mörk ÍR- inganna eins og á færibandi. Þeir skoruðu þá 5 mörk en KA 2. En það var orðið allt of seint fyrir ÍR að fara í gang í restina, til þess var forysta KA orðin allt of mikil. Sigurinn var raunverulega aldrei í hættu, og var hann fyllilega sann- gjarn. Liðin KA-liðið lék þennan leik nokkuð vel, og sérstaklega náðu þeir sér vel á strik í seinni hálfleiknum. Þeir beittu oft hraðaupphlaupum og réðu ÍR-ingarnir ekki við að stoppa þau. Varnarleikurinn var ágætur á köflum en markvarslan var ekki upp á marga fiska að þessu sinni. Enginn skaraði veru- lega fram úr, allir stóðu nokkuð vel fyrir sínu. Lið ÍR var einnig mjög jafnt að getu. Sóknarleikur- inn var eins og áður sagði nokkuð fálmkenndur og ekki mjög sann- færandi. Það vakti athygli undir- ritaðs að Guðjón Markússon, sem hafði átt góðan leik gegn Þór daginn áður fékk nú ekkert að fara inn á, og verður það að teljast skrítin ráðstöfun. Mörkin: Fyrir KA skoruðu: Er- lendur Hermannsson 5, Þorleifur Ananíasson 4, Erlingur Krist- jánsson, Gunnar Gíslason og Frið- jón Jónsson 3 mörk hver, Guð- mundur Guðmundsson gerði 2 og Magnús Guðmundsson gerði 1 mark. Brynjólfur Markússon, Sigurður Svavars og Bjarni Bessa skoruðu allir 5 mörk fyrir ÍR og Guðmund- ur Þórðarson og Ársæll gerðu 2 mörk hvor. — sor. IslanflsmóHö 2. delld v J Týr kom á óvart og burstaði UMFA EFTIIt slappa byrjun í 2. deild- inni komu leikmenn Týs aðdáend- um sínum mjög á óvænt á laugar- daginn þegar þeir gjörsigruðu lið Aftureldingar 24 — 14 í mjög svo skemmtilegum haráttuleik í Eyj- um. Týrarar höfðu áður tapað þremur fyrstu leikjum sínum í mótinu en Afturelding trjónaði á toppnum. Týr byrjaði leikinn af miklum krafti og komst i 4—0 áður en Afturelding skoraði sitt fyrsta mark á 16. mín., Einar Magnússon úr víti. Á þessum kafla varði Jón Brági í marki Týs hvert einsta skot sem kom á markið. Týr leiddi síðan allan fyrri hálfleikinn með 2—3 mörk- um og í hálfleik var staðan 8—6, Týrurum í vil. Sami munur hélst með liðinum í byrjun seinni hálfleiks en um miðjan hálfleikinn skilja svo leiðir svo um munar. Jens Einarsson varði tvo vítaskot á þýðingarmikl- um augnablikum og Týr náði góðri forustu í leiknum, 15—11 þegar rúmar 12 mín. voru eftir. Þá brá þjálfari Aftureldingar á það ráð að taka tvo sóknarmenn Týs úr umferð í einu en það reyndist Týr — UMFA 24:14 algjörlega tilgangslaust og raunar mjög svo óheppileg ráðstöfun. Týrarar voru nefnilega með á takteinum svar við þessu og hrein- lega sölluðu mörkunum á ráðþrota leikmenn Aftureldingar og loka- tölurnar urðu stórsigur Týs, 24— 14. Týr lék nú sinn langbesta leik í langan tíma. Sérstaklega var varnarleikur liðsins frábærlega vel útfærður og markvarsla hins unga markvarðar liðsins, Jóns Braga Arnarsonar, var stórgóð. Jón lék allan leikinn nema hvað Jens Einarsson kom inn á í vítaköstunum. Jón Bragi varði alls 16 skot í leiknum. Sóknarleikur Týs hefur verið hálf ráðleysislegur í fyrri leikjum liðsins en nú gekk hann upp. Sigurlás Þorleifsson átti stórleik, skoraði 9 mörk úr aðeins 10 tilraunum, átti auk þess margar góðar sendingar og stjórn- aði spilinu. Valþór Sigþórsson átti stórgóðan leik og Magnús Þor- steinsson var líka góður. Ekki er ósennilegt að leikmenn Aftureldingar hafi látið glepjast af slakri frammistöðu Eyjaliðsins í fyrri leikjum þess og því hrein- lega vanmetið andstæðinginn. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Liðið náði aldrei takti í leiknum og voru slakari á öllum sviðum i þessum leik. Einn af þessum dögum. Athygli vakti að stórkanónan Einar Magnússon skoraði aðeins eitt mark utan af velli. Enginn einn á sérstakt hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson 9 (2 v), Valþór Sigþórsson 5, Magnús Þorsteinsson 5, Logi Sæmundsson 2, Þorvarður Þor- valdss. 1, Davíð Guðmundsson 1, Erlendur Bogason 1. Mörk Aftureldingar: Einar Magnússon 5 (4 v), Þórður Hjalte- sted 3, Magnús Guðmundsson 2, Brynjar Viggósson 2, Gústaf Bald- vinsson 2 (1 v). — hkj. • Það er hart barist í leikjunum i 2. deild. Hér reynir Magnús að brjótast í gegn um vörn UMFA en fær óbliðar móttökur hjá Einari Magnússyni og Birni Bjarnasyni. Ljósm. Siggeir J. Köflóttur leikur hjá kvenfólkinu Á EFTIR leik KA og ÍR í handbolta á Akureyri á laugardaginn léku Þór og Valur í 1. deild kvenna. Lauk leiknum með sigri Vals, 20:16, en Þór hafði örugga forystu í leikhlé, 12:8. Leikurinn var jafn í upphafi og eftir nokkurra mínútna leik var staðan 4:4. Þá skoruðu Valsstelpurnar 2 mörk í röð. En þá fór Þórsliðið svo sannarlega í gang og skoraði 6 mörk án þess að gestunum tækist að svara fyrir sig, og staðan breyttist úr 4:6 i 10:6 þeim í hag. Þórsliðið lék mjög vel á þessum kafla og áttu Valsararnir ekkert svar við leik þeirra. Bæði liðin hættu síðan við 2 mörkum fyrir hálfleik og þá var staöan 12:8 eins og áður sagði. En í seinni hálfleik seig heldur betur á ógæfuhliðina hjá Þórslið- inu, þær skoruðu aðeins 1 mark fyrstu 13 mínútur hálfleiksins á meðan Valur skoraði 5 mörk og náði að jafna leikinn, 13:13. Þór komst aftur yfir með marki Dýr- finnu en eftir það voru Þórsstúlk- urnar algerlega heillum horfnar. Valsárarnir tóku 2 Þórsara úr umferð og riðlaði það algerlega sóknarleiknum hjá þeim. Ekkert gekk heldur í vörninni þar sem Valsarar skoruðu hvert markið af öðru, og nú voru það þær sem höfðu yfirburði og skoruðu 5 mörk í röð og þar með var draumur Þórsara um sigur búinn að vera. HandknattlelKur v.......................V Hjá Val voru þær Harpa Guð- mundsdóttir og Erna Lúðvíksdótt- ir langbestar en varla er hægt að segja að nokkur hafi staðið upp úr í Þórsliðinu, þær stóðu sig allar vel í fyrri hálfleik, en seinni Þór — Valur 20:16 hálfleiknum vilja þær örugglega reyna að gleyma sem fyrst. Harpa Guðmundsdóttir var markahæst hjá Val, skoraði 8 mörk, Erna Lúðvíksdóttir gerði 5 (2v.), Sigrún Bergmundsdóttir 3, Elín Kristinsdóttir og Ágústa Dúa Jónsdóttir gerðu 2 mörk hvor. Þórunn Sigurðardóttir skoraði að venju mest fyrir Þór, eða 5 (2v.), Dýrfinna Torfadóttir skoraði 4, Freydís Halldórsdóttir 3, og þær Magnea Friðriksdóttir, Valdís Hallgrímsdóttir, Sigríður Sigurð- ardóttir og Borghildur Freysdóttir gerðu allar eitt mark. — sor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.