Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 flfarcgintiMgi&tjfr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Hæstiréttur og afturvirkni skattlaga Eitt fyrsta verk ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar í september 1978 var að gefa út bráðabirgðalög, þar sem mælt var fyrir um hækkun eignarskatts, tekjuskatts og álagningu sérstaks tekjuskatts á atvinnurekstur. Var í lögunum. miðað við tekjur og eignir á árinu 1977, en skattálagningarseðlar fyrir það ár höfðu þá verið sendir út. Þessi afturvirka skattlagning var að margra áliti talin ósamrýmanleg stjórnarskránni. Einn skattþegna, Leifur Sveinsson, lét reyna á réttmæti hennar fyrir dómstólum og felldi Hæstiréttur dóm í málinu í síðustu viku. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni til þess, hvort bráðabirgðlalögin, sem Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur stóðu að, hefðu stoð í stjórnlögum. Þrír af fimm dómurum töldu „ekki alveg" næga ástæðu til að ógilda bráðabirgðalögin en þeir tveir dómarar, sem voru í minnihluta, töldu hina afturvirku skattheimtu ekki eiga stoð í 40. grein stjórnarskrárinnar samkvæmt grunnrökum hennar. Bæði meiri- og minnihluti Hæstaréttar vekja máls á því í forsendum sínum, að íslensk stjórnskipunarlög banni ekki beint afturvirkni skattalaga. I forsendum minnihlutans, sem þeir Logi Einarsson og Halldór Þorbjörnsson mynda, segir meðal annars: „Einhver takmörk hljóta að vera við afturvirkni skattalaga, sem dómstólar verða að ákveða hver eru ... Teljum við eðlilegast að miða við lok álagningar og tilkynningu um hana til skattþegna, en eftir það verði ekki að ræða um frekari álagningu á viðkomandi skattstofna." Minnihltutinn mælir þannig fyrir um ákveðna reglu og hefði fengist stuðningur fleiri dómenda við hana, væri hún orðin jafngild stjórnarskrárákvæði og setti þar með löggjafar- valdinu skorður, þar til annað væri ákveðið með breytingu á stjórnarskránni. Því miður náðist ekki nægileg samstaða innan Hæstaréttar um slíka reglu. I forsendum meirihlut- ans, sem þeir Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson og Sigurgeir Jónsson mynda, segir meðal annars: „Þótt slík vinnubrögð af löggjafarvaldsins hálfu ( þ.e. hækkun skatta eftir útsendingu álagningarseðla innsk.) verði að teljast mjög varhugaverð, þykir ekki alveg næg ástæða til að telja þetta varða ógildi lagaákvæða þeirra, sem hér skipta máli.“ Þessi niðurstaða meirihluta Hæstaréttar er í andstöðu við þá strauma, sem nú einkenna úrslit kosninga víða um lönd, að menn vilja setja íhlutun ríkisvaldsins í fjármál sín hóflegar skorður. Hagsmunir sífellt fjárfrekari ríkishítar urðu ofan á hjá meirihluta Hæstaréttar, en benda verður á það, að ekki eru hagsmunirnir varðir með sterkum rökum í orðlagi dómenda. Ekki þykir „alveg næg ástæða" til að ógilda ákvæði bráðabirgðalaga ríkisstjórnar Ólafs Jóhann- essonar þótt vinnubrögð stjórnarinnar séu sögð „mjög varhugaverð". I orðum dómendanna þriggja felst í raun fordæming á starfsháttum stjórnarinnar, þótt hagsmunir ríkisins vegi þyngra að lokum en einstaklingsins í niðurstöðu dómenda. Taka verður undir það með minnihluta Hæstaréttar, að nauðsynlegt sé að setja afturvirkni skattalaga takmörk. Skattagleði vinstrimanna, sem hófst með útgáfu bráða- birgðalaganna í september 1978, hefur magnast síðan og æ fleiri athafnir manna verða skattskyldar. Nú er komið í ljós, að upphafsskrefin á þessari skattabraut voru stigin á mjög veikum ís frá lögfræðilegu sjónarmiði. Það hefði styrkt réttarstöðu einstaklinganna og orðið stjórnmálamönnum til aðhalds, ef Hæstiréttur hefði mótað skynsamlega reglu til að takmarka afturvirkni skattalaga. A því Alþingi, sem kom saman, eftir að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar gaf út þau bráðabirgðalög, sem hér um ræðir, fluttu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Matthías Á. Mathiesen og Geir Hallgrímsson, frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskránni til þess að takmarka aftur- virkni skattalaga. í frumvarpinu er ráð fyrir því gert, að bannað verði að setja reglur um íþyngjandi skatta á tekjur og eignir árs, sem liðið er, þegar ákvæðið tekur gildi. í slíku ákvæði, ef að lögum yrði, fæiist með öðrum orðum meiri takmörkun en minnihluti Hæstaréttar mælti með, því að dómararnir miða við útsendingardag álagningarseðla en þingmennirnir við þann dag, þegar tekjuöflunarárinu lýkur. Þess er að vænta, að þetta frumvarp verði nú endurflutt, þar sem niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir án þess að réttur einstaklinga á þessu viðkvæma sviði hafi verið tryggður. Davið Oddsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, spjallar við starfsmenn ölgerðar Egils Skallagrimssonar i kaffitimanum i gær. Davíð Oddsson um vinstri meirihlutann í Reykjavík: „Stjórnmálamenn geta aldrei vísað pólitískri ábyrgð sinni oní hatt“ Davíð Oddsson borgarfulltrúi er um þessar mundir að heimsækja starfsmenn á ýmsum vinnustöðum í borg- inni. í morgun ræddi hann við starfsfólk Sláturfélags Suðurlands í tveim fjölmennum kaffitímum og í hádeginu talaði hann við starfsfólk í ísbirninum. Þar voru bornar fram fjölmargar fyrirspurnir um hin ýmsu atriði borgarmála. sem Davíð svaraði. í síðdegiskaffinu fór Davíð Oddsson í Ölgerð Egils Skallagrímssonar og að lokinni inngangsræðu hans urðu fjörugar umræður. AIls staðar lagði Davíð áherzlu á að stjórnmálamenn væru sjaldséðir á vinnustöðunum nema rétt fyrir kosningar, en sjálfstæðismenn í borgarstjórn vildu eiga góð samskipti við borgarhúa allt kjörtímabilið. Þess vegna hefðu fyrri borgarstjórar haldið opna og almenna horgarafundi tvisvar á hverju kjörtímahili þar sem greint var frá stefnumálum og framkvæmdum. Slíkum fundum mundu sjálfstæðismenn halda áfram, þótt þeir væru í minnihluta í borgarstjórn. Eins og fyrr segir urðu fjörug- ar umræður í kaffistofu Ölgerð- arinnar og fara hér á eftir nokkur dæmi um spurningar og svör í lauslegri endursögn. Davíð var spurður að því hvort fólksflótti úr Reykjavík til ná- grannasveitarfélaga hefði ekki verið verulegur á tímum sjálf- stæðismeirihlutans í borgar- stjórn. Var frammistaða Sjálf- stæðisflokksins í lóðamálum nógu góð fyrst fólk flutti úr borginni til þess að fá bygg- ingarlóðir? — Það er alveg ljóst að fram- boð á lóðum hefur verið ófull- nægjandi undanfarin ár og nauðsynlegt að bæta þar úr. A tímum sjálfstæðismeirihlutans var úthlutað milli 700—800 lóð- um árlega og vantaði þó upp á að það svaraði eftirspurn. Þarna var vissulega þörf úrbóta. Svar vinstri meirihlutans við þessum vanda hefur hinsvegar verið að fækka lóðaúthlutunum. Nú er aðeins úthlutað 300—400 lóðum á ári, eða aðeins um helmingi þess sem var þegar sjálfstæð- ismenn fóru með lóðaúthlutanir. — Davíð, það er fleira í sam- bandi við lóðamálin: Var það ekki þannig fyrir tveimur árum, að menn urðu helst að sýna aðildarkort að Heimdalli til þess að eiga möguleika á að hreppa lóð? — Þetta er söguskoðun Þjóð- viljans en sannleikurinn er allur annar. Allan þann tíma sem ég hef átt sæti í borgarstjórn hefur ekki í eitt einasta skipti verið ágreiningur um það hvernig út- hluta skyldi lóðum til einkaaðila. Það lóðahappdrætti, sem nú hef- ur verið komið á, er í hæsta máta óeðlilegt. Nú gildir svokall- að punktakerfi, sem hefur æði sérkennilegar hliðar. í hvert skipti sem þú sækir um lóð er bætt við þig punkti, jafnvel þótt þú þurfir ekki nauðsynlega á lóð að halda og þannig ferð þú e.t.v. upp fyrir mann, sem hefur miklu frambærilegri ástæður til þess að fá lóð og þörf hans er miklu brýnni. Ef þú hinsvegar kvartar við þá sem endanlega ábyrgð bera, borgarfulltrúa vinstri flokk- anna, þá vísa þeir á hattinn sem lóðirnar eru dregnar úr og þykj- ast ekkert hafa með málið að gera. Stjórnmálamenn geta aldrei vísað pólitískri ábyrgð sinni oní hatt. Ef úthlutunin hefur hér áður ráðist af pólitískum skoðunum umsækjenda mætti ætla að þeir sem urðu að flytja til næstu bæjarfélaga í lóðaleit væru upp til hópa vinstri menn, en það kemur nú á daginn að á Sel- tjarnarnesi, í Kópavogi og í Mosfellsveit er fylgi Sjálfstæðis- flokksins hvað mest, svo það kemur illa heim og saman við þá kenningu að sjálfstæðismenn hafi hrakið vinstra fólk úr Reykjavík með pólitískum lóða- úthlutunum. — Nú hafa vinstri flokkarnir hækkað flest alla skatta, er ekki ómögulegt að lækka þá aftur þótt þið fáið meirihluta? — Þarna er ég ekki sammála þér. Skattar hafa hækkað geysi- lega í borginni í tíð vinstri- manna. Þarna ræður hið ein- falda lögmál um að eyða fram yfir tekjur og fara svo í vasa skattborgaranna til að brúa bil- ið. Borgina á að reka eins og stórt heimili, þar sem útgjöldin markast af þeim tekjum sem fyrir liggja. Ef sjóðir hrökkva ekki fyrir framkvæmdum, þýðir ekki annað en að setja sér raunsærri stefnumið. Þegar ákveðið er í hvaða verk skuli ráðist verður að taka mið af því sem til er, en ekki ana áfram í trausti þess að skattana megi alltaf hækka. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta, takmörkuðust fjárútlátin við þær upphæðir, sem voru í sjóðnum hverju sinni. Borginni var stjórnað með sama skattahlutfalli öll síðustu árin sem Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta. Nú eftir að vinstri- meirihlutinn komst á í borgar- stjórn hafa skattarnir hækkað upp úr öllu valdi, ekki síst fasteignaskattur og útsvör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.