Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 31 Líffræðifélag íslands: „Kvæmi innan trjátegunda“ - efni fyrirlestrar skógrækt- arstjóra á fundi í kvöld SIGURÐUR Blöndal skógræktar- stjóri flytur í kvöld, þriðjudags- kvöld, erindi á vegum Líffræðiíé- lags Íslands, sem hann nefnir nKvæmi innan trjátegunda". Kvæmi nefnast stofnar innan tegunda með ákveðnum lífeðlis- fræðilegum erfðaeiginleikum, sem mótast hafa af veðurfari á hverj- um stað. Hvert kvæmi hefur eins konar meðfæddan hitastilli, sem ákveður m.a. við hvaða hitastig einstaklingurinn vaknar af vetr- ardvala og eftir hvað langan tíma vextinum lýkur. Ennfremur er mikill munur eftir kvæmum, hver vöxtur einstaklingsins verður. Mun Sigurður fjalla um áður- nefnt í fyririestri sínum og rekja dæmi og skýra þýðingu þess fyrir skógrækt almennt, en einkanlega hér á landi. Erindið verður haldið í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar, Hjarðarhaga 24, og hefst kl. 20.30. Öllum er heimill aðgangur. Kvenfélag Breiðholts: Kynnir öldungadeild við Fjölbrautaskólann KVENFÉLAG Breiðholts verður með kynningu á Öldungadeild við Fjölbrautaskólann i Breið- holti i kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í samkomusal Breiðholtsskóla. Öldungadeild við Fjölbrautar- skólann í Breiðholti tekur til starfa eftir áramótin og verður einnig á fundinum í kvöld kynnt starfsemi Námsflokka Reykjavík- ur. Þá heldur Kvenfélag Breið- holts jólafund sinn mánudaginn 8. des. nk. kl. 20.30 að Seljabraut 54, og býður félagið öllum 67 ára og eldri í Breiðholti 1 og 2 til kaffidrykkju og samverustundar með félagskonum og fjölskyldum þeirra. Lánaði sjálfum sér fé kommúnunnar FIMM menn sitja í gæzluvarð- haldi vegna nokkurra þjófnað- armála, sem Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú til meðferðar og aðrir þrír eru í haldi. Flestir þessara manna eru sibrotamenn. Einn þeirra manna, sem inni sitja, þótti hafa furðumikil aura- ráð þegar þess var gætt að hann var ekki í neinni vinnu. Við réttarhöld í sakadómi Reykjavík- ur viðurkenndi maðurinn að hafa tekið fé úr sameiginlegum sjóði kommúnu einnar í borginni, sem hann býr í, alls milli 115 og 120 þúsund krónur auk 40 sterlings- punda. Kvaðst hann hafa fengið peningana að láni en er hann var nánar spurður um lánið kom í ljós að hann hafði sjálfur lánað sér peningana og enginn annar í kommúnunni hafði gefið heimild til lántökunnar. Ályktun þings Sjómannasambandsins: Felldur verði niður söluskattur af ör- yggisbúnaði skipa A 12. þingi Sjómannasam- bands íslands komu fram nokkr- ar ályktanir um öryggis- og tryggingamál. Er þar m.a. sett fram krafa um að sjálfvirkum sleppibúnaði verði komið fyrir á öllum gúmbjörgunarbátum og jafnframt er þess krafist af rikisstjórn ug Alþingi að felldur verði niður söluskattur af hvers kyns öryggisbúnaði til skipa. Þá fagnar þingið tilkomu nýrrar Fyrirlestur í KHÍ um skreyt- ingar utanhúss GESTUR Þorgrímsson lektor flyt- ur erindi í stofu 301 í Kennara- háskóla íslands kl. 16.15 miðviku- daginn 12. nóvember. Erindið fjallar um vinnu og framkvæmd skreytingar utanhúss við íslensk- ar aðstæður. öllum er heimill aðgangur. þyrlu Landhelgisgæslunnar, en mótmælir „harðlega þeim fráleitu vinnubrögðum fjárveitingarvalds, að skera stórlega niður rekstrarfé til starfsemi Landhelgisgæslunn- ar á sama tíma og efling hennar er þjóðarnauðsyn". Þingið bendir á nauðsyn betri og fullkomnari læknisþjónustu en nú er fyrir sjómenn. „Enda þótt heilbrigðis- reglugerð mæli svo fyrir, að með heilsufari sjómanna skuli fylgst, er í flestum tilfellum, við ráðningu sjómanns, í engu eftir þessari reglugerð farið.“ Fagnað er útkomu reglugerðar um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi í skipum, skipsstjórnar- menn eru minntir á þann öryggis- hlekk, sem tilkynningaskyldan er og hvattir til að sinna henni og skorað er á útgerðarmenn að hefjast handa í samvinnu við sjómannasamtökin um fræðslu fyrir sjómenn hvað viðkemur öryggistækjabúnaði um borð og notkun hans. Forseti Hæstarétt- ar Finnlands staddur hérlendis - heldur fyrirlestur í Norræna húsinu Curt Ol8son IIÉRLENDIS er staddur um þessar mundir forseti Hæsta- réttar Finnlands, Curt Olsson. Hann er hér í boði Norra'na hússins og Dómarafélags ís- lands og kemur i tengslum við ársfund Dómarafélagsins. Hann mun flytja fyrirlestur i Norra'na húsinu í kvöld kl. 20.30 og nefnir hann fyrirlest- urinn „Finlands domstolsvás- ende, i gár, i dag, i rnorgon**. Curt Olsson er fæddur í Hels- inki 1919, og stundaði nám sitt þar. Hann lauk doktorsprófi í lögfræði frá Helsinki-háskóla 1950, og stundaði framhaldsnám í Skandinavíu, Englandi og Bandaríkjunum. Hann hi-fur verið prófessor við Sænska verslunarháskólann í Helsinki og var rektor skólans um margra ára skeið. Forseti Hæstaréttar Finnlands í Helsinki varð hann 1975. ,ETERNA27’ yngir og frískar allan sólarhringinn 24-Hour Crtaw withpmgemtt* CrhmJenrttW álapnf*** Ltema2T’ revloN j/ „Eterna 27“-24 Hour Cream, með Progenitin, samlagast húðinni strax, örvar rakamyndun og mýkir upp þurrar húðfrumur. „Eterna 27“ berst gegn öldrunar- einkennum og gefur húðinni ungiegan og frísklegan blæ á ótrúlega skömmum tíma. „Eterna 27“ kvölds og morgna með frábærum árangri. . * cJénvsriófZci ” *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.