Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 ... og þrongt var setið i hófi i barnaskólanum að Ilólum að vígslunni lokinni. „Þad sem hér hefur gerst er nánast kraftaverk“ Fiskeldisstöð og hitaveita vígð í Hjaltadal fimm mánuðum eftir að framkvæmdir hófust Fiskcldisstöð Hólalax hf. Myndina tók ljósm. Mbl. Kristján er vígslugestir gengu frá vigsluathöfn i stöðvarhúsinu til vígsluhófs í barnaskólanum að Hólum og eru Ragnar Arnalds fjármálaráðherra og frú fremst á myndinni. Fjolmargir gestir voru við- staddir vígslu hitaveitunnar og fiskeldisstöðvarinnar... Ragnar Arr.alds fjármálaráðhcrra vígir Hitavcitu Hjaltadals. með því að opna fyrir krana er hleypir vatni á þra-r og stokka fiskeldisstoðvar Holalax hf. l.jósm. Mhi. hristjan. „Það er ástæða til að gera sér dagamun þegar tekin er í notkun fiskeldisstöð Hólalax hf. og Hitaveita Hjaltadals. Þessi fyrirtæki eiga eftir að hefja Hóla í Hjaltadal á ný til vegs og virðingar. Þau eiga eftir að veita hlýju og hagsæld um okkar byggðir," sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra í hófi að Hólum í Hjaltadal á laugardag er tvö ný fyrirtæki voru tekin í notkun þar í sveit, hitaveita og fiskeldisstöð, en stöðin verður sú stærsta og fullkomnasta hér á landi þegar hún verður fullbúin. Pálmi lýsti opnun fiskeldisstöðv- arinnar, en augnabliki áður vígði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra hitaveituna, með því að skrúfa frá krana er hleypti vatni í þrær og stokka fiskeldisstöðv- arinnar. Fjölmenni var við vígsluathöfnina og hóf að henni lokinni, einkum bændur og búa- lið úr Skagafjarðarsýslu, en þar á meðal voru gestir víðs vegar að af Norðurlandi og sunnanmenn einnig. Stjórnarformaður beggja fyrirtækjanna er Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu og stjórnaði hann vígsluathöfninni og hófinu af röggsemí. „Það sem hér hefur gerst er nánast kraftaverk, alla vega stórkostlegt afrek," sagði Pálmi, en framkvæmdir við eldisstöðina og hitaveituna hófust í júní síðastliðnum. „Hér er verið að nýta jarðhita og að efla fiskeldi, en við væntum þess, að í þessar lindir íslenzkra gæða megi sækja aukna hagsæld í framtíð- inni. Eg óska, að það líf sem vaknar í eldisstöð Hólalax hf. eigi eftir að leiða af sér sporða- köst í norðlenzkum ám og sunn- lenzkum líka,“ bætti Pálmi við. Hann gat þess, að markmiðið með þessum framkvæmdum væri það eitt, að efla Hólastað, en samþykkt var í ríkisstjórn- inni í marz sl., að hefja endur- reisn skólastarfs á Hólum. Pálmi ræddi ýmsar hugmyndir er væni á döfinni í þeim efnum. PVam kom í máli Pálma, að á n;esla ari vrði hitaveita lögð í húsin a Læiidaskólanum, en mið- I’álmi Jónsson landbúnaðarráð- herra flytur ræðu að vigslunni lokinni. en þar lýsti hann m.a. huumvndum er uppi væru í ••amh.tndi við endurreisn skóla- starf' að llólum. að er við að hefja þar skólastarf að ári. Valgeir Guðjónsson bóndi á Daufá í Lýtingsstaðahreppi lýsti framkvæmdum við fiskeldisstöð- ina, sem er á svokölluðum Hofs- eyrum innan við Hólastað. Kvað hann áætlað kostnaðarverð fisk- eldisstöðvarinnar, sem er um 1200 fermetrar, vera um 430 milljónir króna, en inn í þeirri upphæð væri og eignaraðild stöðvarinnar í hitaveitunni, 125 milljónir króna. Fram kom hjá Valgeiri, sem er í stjórn Hólalax hf., að heita vatnið væri leitt um sex kílómetra leið úr borholu við bæinn Reyki, sem er innsti bærinn í Hjaltadal. Þá er kalda vatnið leitt úr 17 lindum í mikilli vatnslögn á Hofseyrunum. Tveir menn hafa verið ráðnir að fiskeldisstöðinni, Pétur Bjarnason, sem er framkvæmda- stjóri stöðvarinnar, og Svein- björn Oddsson. Að sögn Péturs verður fyrst um sinn eingöngu unnið við hrognaklak í stöðinni, en nýlega kom um ein milljón hrogna í stöðina. Klekjast þau út í marz næstkomandi og getur stöðin því selt sumaralningsseiði næsta sumar og gönguseiði næsta haust. Að sögn Péturs er eftir að setja upp ræktunarker úr piasti í stöðvarhúsinu og ganga frá skrifstofuhúsi og fóð- urgeymslu. Fiskeldisstöðin er eign veiðifé- laga í Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslum og nokkurra ein- staklinga. Ríkissjóður á um 40% í stöðinni í gegnum Bændaskól- ann og hitaveituna. Hlutáfélag um stöðina, Hólalax hf., var stofnað sl. vor. Að sögn Péturs voru fyrirtækin tvö, fiskeldis- stöðin og hitaveitan, nánast for- senda hvors annars, því enginn grundvöllur hefði verið fyrir fiskeldisstöðinni án hitveitunn- ar, og ekki hefði verið grundvöll- ur fyrir hitaveitunni ef ekki hefðu aðrir notendur en heimilin í sveitinni verið fyrir hendi. Miðað er við, að fiskeldisstöð Hólalax hf. verði kennslustöð í fiskeldi og að fiskeldi verði ein af búgreinunum, sem kenndar- verða í bændaskólanum á Hólum að ári. — ágás Rósberg Snædal flutti vígslu- ljóð í hófinu. en vísurnar kvaðst hann hafa ort á gangi milli hæjar og húsa siðustu dagana fyrir vígslu fiskeldisstöðvarinn ar og hitaveitunnar. Vígsluljóð- ið var á léttari nótunum, „ekki í neinum aldamótastíl*. eins og Rósberg orðaði það. Við vígslu fiskeldisstöðvar Hólalax hf. og Hitaveitu Hjaltadals voru sumir þingmenn Norðurlands- kjördæmis vestra meðal gesta. Á þessari mynd má sjá Pálma Jónsson landbúnaðarráðherra og Eyjólf Konráð Jónsson alþingismann koma til vígslunnar, en að baki Pálma gengur Valgeir Guðjónsson bóndi á Daufá og stjórnarmaður í Hólalax. Ljósm. mu. Krintján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.