Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 17 um, sem á voru hengd ýmiskonar búsáhöld, sem til sölu voru og gaf þetta fyrirkomulag gömlu búð- anna þeim alveg sérstakt svipmót. Fyrir framan búðarborðið biðu svo viðskiptavinirnir þess, að röð- in kæmi að hverjum og einum og reynt var að uppfylla óskir allra, ef þess var nokkur kostur. Höfð- ingi þessa húss var að sálfsögðu eigandinn eða faktorinn í umboði hans. Við eigum margar sögur um þessa menn og þær ekki allar til eftirbreytni. Staðreynd er hins- vegar, að margir í hópi þessara manna á liðnum tíma, voru hinir merkustu menn, sem margt gott létu af sér leiða. Hinu er ekki að Emil Magnússon, Grundarfirði: Gamla búðin Fyrir ofan skrifborðið mitt, þar sem ég sit við ritvélina, hangir mynd eða öllu heldur eftirprentun af mynd Gunnlaugs Schevings, sem ber ofanritað heiti. Eg hef oft setið og virt þessa mynd fyrir mér og finn, að mér þykir einkar vænt um hana. Sjálfur hóf ég minn verzlunar- rekstur í samskonar húsakynnum og sýnd eru á þessari mynd, það ei gömlu húsi frá tímum selstöðu- verzlananna á íslandi, byggt á síðastliðinni öld af miklum hag- leik, en hefur nú orðið eldinum aí bráð. Eg á margar og góðar minn- ingar úr þessum húsakynnum sem vissulega höfðu sinn sjarma, þótt allt væri þar með öðru sniði en nú tíðkast. Stundum, þegar ég horfi á mynd Schevings, er ekki laust við að mér finnist að ég andi að mér því sérstaka andrúmslofti, sem svo mjög einkenndi þessar gömlu verz' nir. Lykt af rúsínum, sveskjum og öðrum ávöxtum, ásamt angan af allskonar kramvöru, leggur fyrir vit manns. Vinstra megin við dyrnar, þegar inn var komið, var púlt hátt og stórt um sig, girt rimlum á þrjár hliðar. Þar stóð afgreiðslumaðurinn og skrifaði í sínar bækur og alltaf standandi. Hann var þannig girtur frá fólk- inu, sem kom að verzla og jók það nokkuð á virðingu hans, mundi trúlega hafa verið kallað stöðu- tákn í dag. í loftinu var allt fullt af krók- neita, að oft var staða þeirra erfið og enginn vandi að leggja athafnir þeirra út á hinn verri veg. Það var um langt árabil mikil lenzka í þessu landi, að rithöfundar skáldsagna lögðu sig fram um að hafa þessa stétt manna að skot- spæni og var það um tíma vinsælt lestrarefni hjá þjóðinni. Áttu kaupmenn sér fáa keppinauta í þessum efnum, nema ef vera skyldu prestar, en þeir guldu oft hið herfilegasta afhroð í meðferð skáldsagnahöfunda. Mörg dæmi mætti nefna því til staðfestu, að þessir gömlu faktor- ar og fulltrúar þeirra mörkuðu djúp spor í sjálfstæðis- og frelsis- baráttu þessa þjóðar, þegar hvað daprast horfði um hennar mál. Áhrif þessara manna á menning- ar- og félagsþroska hinna ýmsu byggðarlaga var meiri en svo, að yfir fyrnist á fáum áratugum. Megin ókostur í augum nútíma- mannsins gagnvart gömlu búðun- um var hið volduga búðarborð, sem var einsog veggur á milli viðskiptavinanna og þess vöruúr- vals, sem á boðstólum var. Það hlaut því að koma einsog af sjálfu sér, að með breyttum tíðar- anda og byltingu á sviði verzlunar, yrði það eitt meginatriðið, að borðið færi burt. Sú varð líka raunin á og verður vikið að því í næstu grein. Nýtt fraktflug alla föstudaga Nú hefur LUXEMBORG bæst í hóp vikulegra áfangastaöa í sérstöku fraktflugi OAMSTERDAM BRUSSELO, ODUSSELDORF LUXEMBORG'o „ PARisO...., ‘OFRANKFURT OMÍLANÖ Sex safnstöóvar á meginlandinu annast vöruflutninga frá BRUSSEL, AMSTERDAM, DUSSELDORF, FRANKFURT, PARIS og MÍLANÓ yfir til LUXEMBORG. Viókoma í LONDON á leiöinni heim Láttu FLUGFRAKT um flutninginn- fljótt og örugglega FLUGLEIDIR «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.