Morgunblaðið - 19.11.1980, Page 2

Morgunblaðið - 19.11.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 Flugrekstur í Afriku: Umræður á al- gjöru frumstigi - segir Sigurður Helgason forstjóri MORGUNBLAÐIÐ innti Sigurð IleÍKa.son íorstjóra Flujílciða eft- ir því í gær á hvaða stigi viðræður væru við aðila í Nígeríu um samstarf við Flugleiðir í flugrekstri. Sigurður kvað þær umræður á algjöru frumstigi, aðili sá sem hefði leigt tvær vélar Flugleiða í haust í pílagrímaflug milli Níg- eríu og Saudi-Arabíu hefði imprað á þessari hugmýnd og hún hefði verið rædd á nokkrum fundum, m.a. þegar Nígeríumaðurinn Adamu kom til Islands fyrr á árinu vegna samninga við Flug- leiðir. En Sigurður benti á að það væri löng leið á milli þess að vilja hefja flugrekstur og koma því í framkvæmd. Stefnt mun að frekari viðræðum um málið á næstunni. Flugstöðvarbyggingin: Undirbúningi lýk- ur um mánaðamótin „ÉG ER ekki búinn að leggja tilloguna fram í rikisstjórninni. en það verður væntanlega á næst- unni.“ sagði Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, er Mbl. spurði hann í gær. hvað liði tillögu hans Hert eftirlit á riðusvæðum A FUNDI ríkisstjórnarinnar í gær var ákveðið að herða mjög eftirlit með fé í Jökulsárhlið og í Jökuldal vegna riðuveiki, sem upp hefur komið á þessu svæði. Einstaka kind- um, sem grunsamlegar þykja, verður hins vegar lógað og rannsaka á til hlítar hvort um riðuveiki sé að ræða. Bætur munu koma fyrir fé, sem lógað verður af þessari ástæðu. Sauðfjárveikinefnd taldi í tillögum sínum til ríkisstjórnarinnar, að æskilegast væri að lóga öllu fé á fjórbýli að Hrafnabjörgum í Jökuls- árhlíð í haust, en í þessari ákvörðun ríkisstjórnar felst, að um slíkan niðurskurð verður ekki að ræða að sinni a.m.k. um byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvclli. „Það hefur ennþá frestast loka- hönnun flugstöðvarbyggingarinnar, en nú er stefnt að því að allt verði tilbúið um næstu mánaðamót," sagði Ólafur, en búizt hafði verið við, að svo yrði um miðjan þennan mánuð. Mbl. spurði Ólaf, hvort þessi frestur þýddi frestun á tillögu hans í ríkisstjórninni. „Ég býst við, að ég bíði eitthvað eftir þessu,“ sagði Ólafur. „En hitt rekur á eftir, að málið þarf að ræða í ríkisstjórninni í sambandi við lánsfjáráætlun." Beint símasamband við Norðurlönd í dag FRÁ OG með miðvikudeginum 19. nóvember 1980 verður hægt að velja símanúmer á Norður- löndum beint með aðstoð sjálf- virku millilandasímstöðvarinnar í Múla. Vetrarríki á loðnumiðum LOÐNUAFLINN á vertíðinni los- ar nú 300 þúsund tonn. en undan- farið hafa skilyrði verið erfið til veiða á miðunum 60 — 80 mílur norður af Ilorni. Um 25 bátar eru nú á Ioðnuveiðum. Bræla hefur verið síðustu daga. en þó rofað til á milli. þannig að skipin hafa náð að kasta. í fyrrakvöld fundu skipin allgóðar lóðningar og köst- uðu í dimmingunni, en um mið- nætti voru komin 8 vindstig og grimmdarfrost. Hafísinn hefur hins vegar svifað frá þannig að hann er ekki til trafala í augna- blikinu. Síðan á laugardag hafa eftirtal- in skip tilkynnt Loðnunefnd um afla: Laugardagur: Óli Óskars (sem veiðir fyrir Óskar Halldórsson) 780, Magnús 500, Haförn 600, Huginn 390, Gísli Arni 300, Bjarni Ólafsson 800, Náttfari 300, Ársæll 200. Nýr sveitarstjóri í Mývatnssveit VuKum, Mývatnssveit. 18. 11. SVEITARSTJÓRASKIPTI urðu hér í Mývatnssveit um síðustu helgi. Jón Friðriksson. sem verið hefur sveitarstjóri í rúmlega 2 ár, lét af því starfi og tekur við bæjarstjórastöðu í Ólafsfirði. Arnaldur Bjarnason frá Fosshóli hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Við bjóðum Arn. ald velkominn til starfa hér, jafn- framt þökkum við fráfarandi sveit- arstjóra, Jóni Friðrikssyni, ágæt störf. Kristján Sunnudagur: Sigurfari 200, Fífill 450, Víkurberg 350, Sigurður 400. Mánudagur: Huginn 580. Þriðjudagur: Magnús 500, Haf- örn 450, Skírnir 340, Hákon 500. Landsnúmer eru skráð í síma- skránni. Gjöld fyrir sjálfvirk sam- töl verða eftirfarandi: Til kr. á mín. Danmerkur 859 Færeyja 859 Finnlands 936 Noregs 936 Svíþjóðar 936 Söluskattur er innifalinn í þess- um upphæðum. Gjöldin eru að meðaltali tæp- lega 20% lægri en fyrir handvirka þjónustu nema við Færeyjar þar sem munar tæpum 5%. Tilkynning frá IV»st ok simamálastofnun. Óncitanlcga var vetrarlegt um að litast í Reykjavík í gær, þegar vetur konungur lét til sín taka. Ljó,m. Mbl. Emilia Bjorg BjOrnsdó.tir. Yerkbanni aflýst í prentiðnaðinum FÉLAGSFUNDIR í Bókbindara- félagi íslands og Grafiska sveina- félaginu samþykktu í gær nýgerðan kjarasamning bóka- gerðarmanna og aflýstu bæði félögin verkföllum. Þar með var aflýst verkhanni Vinnuveitenda- samhands íslands gegn blaða- mönnum á Morgunhlaðinu. Dagblaðinu og Vísi og öðrum starfshópum á þeim blöðum og í fyrirta'kjum prentiðnaðarins, en FÍP hafði skilyrt afboðun verk- bannsins samþykki félaganna á samningunum. Verkhannið var boðað frá og með miðnætti síð- astliðnu Arnkell B. Guðmundsson, for- maður Bókbindarafélagsins kvað samningana hafa verið samþykkta samhljóða í BFÍ. Ársæll Ellerts- son, formaður GSF, kvað samn- ingana þar hafa verið samþykkta með góðum meirihluta. Blaðamannafélag íslands hefur boðað verkfall frá og með næsta miðnætti hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Verkfalls- boðunin er bundin við þau þrjú blöð, sem verkbann náði til, Morg- unblaðið, Dagblaðið og Vísi. Kjarasamningur bókagerðar- manna gildir frá 1. nóvember síðastliðnum. Eiríkur Sigurðsson fv. skólastjóri látinn EIRÍKUR Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri á Ákureyri lézt í Land- spítalanum 17. þessa mánaðar. Ei- ríkur fæddist 16. október 1903 í Hamarsscli í Geithellnahreppi, Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans Sigurður Þórðarson og kona hans Valgerður Mekkín Eiríksdóttir. Eiríkur lauk kennaraprófi 1933, en „Tek það sem sérstaka traustsyfirlýsingu“ BJÖRG Einarsdóttir var ein- róma endurkjörin formaður Ilvatar, félags sjálfsta*ðiskvenna í Reykjavik, á aðalfundi félags- ins I fyrrakvöld. I því tilefni ræddi Mhl. við hana í gærkvöldi og við spurðum fyrst hvað henni væri eíst í huga eftir fundinn. „Ég met mikils að verða aðnjót- andi trausts félaga minna I Hvöt, en það leggur mér jafn- framt skyldur á herðar. Og það er vissuiega heillandi að takast á við að uppfylla þá skyldu. Reiknaðir þú með mótframboði á fundinum? Ég vissi ekki um neitt mót- framboð, en tel sjálfsagt að reikna ævinlega með mótfram- boðum. Að fleiri en einn gefi kost á sér til trúnaðarstarfa, líkt og forystu í félögum, er aðeins vottur um líf og starf. I félögum, þar sem lýðræðislega er að mál- um staðið, eru kosningar heil- brigð aðferð til að ná fram afstöðu bæði til manna og mál- efna. Hins vegar er auðvitað hægt að misnota það eins og annað, t.d. þarf útkoma í kosningum á fundi ekki að endurspegla heildarsjón- armið félagsmanna, heldur að- Bjðrg Einarsdóttir, formaður Ilvatar eins þeirra sem sækja fundinn. Og i því sambandi finnst mér rétt að minna á, að óvirkir félagar geta alltaf átt á hættu að afskiptaleysi þeirra brjóti braut utanaðkomandi öflum og félög þeirra því beinlínis tekin fyrir augunum á þeim. Varðandi afgreiðslu mála á aðalfundi Hvatar í fyrradag, vil ég aðeins segja þetta: Miðað við hversu mikill órói hefur verið að undanförnu við stjórnarkjör í öðrum sjálfstæðisfélögum, mátti álykta að eins yrðí hjá Hvöt. Tel ég það m.a. skýringu á, hversu fjölsóttur aðalfundurinn var, en töluvert á þriðja hundrað manns sótti fundinn — fólk var reiðubúið að láta skoðun sína í ljósi, ef til kosninga skyldi draga. Og raunar megum við, sem vorum í framboði til stjórnar- kjörs nú, vel við una og ég leyfi mér að taka það sem sérstaka traustsyfirlýsingu við mig, að ekki kom mótframboð. hafði þá meðal annars stundað nám við Lýðháskólann í Askov, verið á kennaranámskeiði þar og við Kenn- araháskóla Kaupmannahafnar. Hann hafði einnig áður verið skóla- stjóri við unglingaskólana á Seyðis- firði og í Neskaupstað. 1933 varð hann kennari við Barnaskóla Akur- eyrar og yfirkennari við hann frá 1949. 1957 varð hann fyrsti skóla- stjóri Oddeyrarskólans á Akureyri og gegndi þeirri stöðu í 10 ár eða til 1967. Eftir að Eiríkur hætti kennslu snéri hann sér að mestu að ritstörf- um og sendi hann frá sér fjölmargar bækur, bæði þýddar og frumsamdar um fjölbreytilegustu málefni. Hann var einnig um tíma ritstjóri barna- blaðsins Vorsins. Eiríkur vann einnig mikið og ötullega að félagsstörfum ýmiss kon- ar og aðallega að málefnum Bindind- ishreyfingarinnar, Guðspekifélags- ins og málefnum kennara. Hann var tvígiftur, fyrri kona hans var Guðrún Signý Jónsdóttir, en hún er nú látin. Seinni kona hans, Jónína Steinþórsdóttir, lifir mann sinn. Eiríkur Sigurðssun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.