Morgunblaðið - 19.11.1980, Side 3

Morgunblaðið - 19.11.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 3 Vorum ekki í hættu fyrr en brotin úr skrúfublöðunum þeyttust í allar áttir Heldur óþægileg lífsreynsla „Merkilegt nok, þá varð mér tiítölulega lítið um óhappið, því ég er talsvert flughræddur þegar ég flýg með venjulegum flugvélum. Það var reyndar enginn tími til þess að verða hræddur, þyrlan hrapaði svo snögglega. Við vorum raunverulega ekki í neinni hættu fyrr en spað- arnir fóru að lemjast í jörð- ina og brotin úr þeim þeytt- ust í allar áttir,“ sagði Rolf Árnason starfsmaður Lands- virkjunar er Mbl. ræddf við Hermann Sigurðsson hann um þyrluslysið við Búr- fell. „Við vorum þarna við mæl- ingar á ísingu og vindi, sem unnið hefur verið við undan- farin ár. Þetta var í annað skiptið á skömmum tíma, því að í fyrra skiptið mistókust mælingarnar, svo líklega hafa forlögin verið þarna með hönd í bagga. Við höfðum tekið eldsneyti, fengið okkur hádegismat í Búrfellsvirkjun og vorum að fara í loftið, þegar óhappið varð. Það var norðangola og sterkt sólskin svo við sáum ekki línuna fyrr en of seint. Flugmaðurinn náði því ekki að lyfta þyrl- unni yfir vírinn og afturhluti hennar og spaðarnir lentu því á honum. Eftir þetta gerðist allt svo snögglega að ég gerði mér varla grein fyrir því, hvað var að gerast, þó virtist mér flugmaðurinn hafa nokkuð gott vald á þyrlunni þar til við lentum á jörðinni. Það var ekki fyrr en spað- arnir fóru að lemjast í jörð- ina, að hættan varð veruleg og það var þá, sem ég fékk talsvert högg á hægri fótinn. Eg marðist illa og það blæddi talsvert inn á legginn. Þetta var auðvitað fremur óþægileg lífsreynsla, en eftir á finnst mér þetta ósköp einfalt," sagði Rolf að lokum. Enginn tími til að verða hræddur „Þetta gerðist mjög óvænt, en ég held að hvorugum okkar hafi brugðið verulega. Ég reyndi að gera það sem hægt var til að koma okkur sem heillegustum til jarðar og enginn tími var til að verða hræddur," sagði Hermann Sigurðsson þyrluflugmaður er Mbl. ræddi við hann um óhappið. „Það sem olli þessu voru nokkrir samverkandi þættir: Það var nokkuð misvindað, við þyrluðum upp talsverðu ryki er við tókum á loft, sennilega hefur einnig blásið nokkuð aftur undir þyrluna í flugtakinu, við höfðum sólina í augun og síðast en ekki sízt vissi ég ekki af vírnum, sem við lentum á. Ég tel okkur ekki hafa verið í alvarlegri hættu. Þó var nokkur hætta á að hlutir í skrúfublöðunum köstuðust í okkur er þau brotnuðu í jörðinni og sennilega hafa þau valdið meiðslum Rolfs. Vélin kom það skökk niður að hún lagðist á hliðina og þá lömdust skrúfublöðin í jörð- ina og þeyttust í allar áttir. Það er talsvert mikið flogið í kringum línur á hálendinu og getur það skapað nokkra hættu. Það er einnig talsvert öryggisleysi að engar leiðir eru merktar, lendingastaðir ómerktir og flugtaksleiðir ekki heldur." Verkfall við Hrauneyja- foss — og blaðamenn á sáttafundi VERKFALL hófst tjá Verkalýðs- félaginu Rangæingi á miðnætti í fyrrinótt og á miðnætti siðast- liðnu gekk i gildi verkbann Vinnuveitendasambandsins á aðra starfshópa á Tungnaár- samningssvæðinu. í gær vann iðnaðarmannahópar þar efra, en nú liggur öll vinna þar niðri vegna verkbannsins. í gærkveldi hafði ekki verið boðaður sátta- fundur í deilunni. en þess var vænzt að hann yrði þó haldinn i dag. Einu aðilarnir, sem voru á sáttafundi í gær voru blaðamenn og útgefendur dagblaðanna. Fund- ur hófst klukkan 14, en síðasta sáttafundi lauk í fyrrinótt klukk- an 03.30. Var þess vænzt að sáttafundurinn yrði langur, en boðað verkfall Blaðamannafélags- ins kemur til framkvæmda að öllu óbreyttu á miðnætti í nótt. Vinnu- veitendasambandið aflýsti í gær boðuðu verkbanni, sem koma átti til framkvæmda á miðnætti síð- astliðnu, er ljóst var að öll bóka- gerðarfélögin þrjú höfðu sam- þykkt samningana og aflýst verk- falli. Rikisstjórnin: Engar hækk- anir voru af- greiddar í gær RÍKISSTJÓRNIN afgreiddi ekki á fundi sínum í gær þær hækkunar- heimildir verðlagsráðs, sem Mbl. hefur skýrt frá, en þar er um að ræða hækkanir á fargjöldum Landleiða, bíómiðum, brauðum og gosdrykkjum. sœlueyjor suður i höfum Kanaríeyjar ganga undir auknefninu sælueyjar — og þær rísa svo sannarlega undir því. Kanaríeyjar eru sá staður, þar sem erill hversdagsins liður hvað fljótast úr kroppnum ofan í heitan sandinn á sólvermdum baðströndunum. A undanfömum 11 árum hafa þúsundir íslendinga sótt til ,,sælueyja“ endunýjaðan andlegan og líkamlegan þrótt — og stytí um leið svartasta skammdegið. Brottfarir í vetur: 19. des. - 9. jan. - 30. jan. - 20 feb. - 13. mars. — 3. apríl - og 24. apríl._ Verð frá kr. 495.000,- Hagstæðir greiðsluskilmálar: Útborgun 1/3 fargjalds og eftirstöðvar á 4 mánuðum. Kanaríeyjabæklinginn og allar frekari upplýsingar fáið þið hjá okkur. FLUGLEIDIR • URVAL • Samvinnuferdir • ÚTSÝM Sími 27800. Sími 26900 LðflC/Sý/1 hf. Sími 27077 Sími 26611

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.