Morgunblaðið - 19.11.1980, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
Eg geri nú ráð fyrir að
flestir séu orðnir hund-
leiðir á öllum þessum
skrifum um Flugleiðamál-
ið og þras um það fram og aftur, en
af sérstokum ástæðum finn ég mig
samt knúinn til að skrifa enn
nokkuð um þetta mál en þó frá
sérstöku sjónarmiði, eins og fyrir-
sögn ber með sér.
Flugmanns-
starfið
Allar götur frá því ég hóf starf,
sem atvinnuflugmaður og fram á
þennan dag, hef ég undrast yfir
þeim tiltöluleg^. neikvæðu viðhorf-
um manna gagnvart þessari sér-
stöku stétt, og þykist ég vita að þar
ráði mestu sú goðsögn að flugmenn
hafi alltof há laun, miðað við aðrar
starfsstéttir — og það óverðskuldað.
Þessari goðsögn langar mig nú til að
hnekkja eða a.m.k. hrófla ofurlítið
við. Hvernig stendur á því að þessir
menn hafa svona há laun miðað við
aðra, ef það er þá rétt. Við skulum
byrja á byrjuninni. Hvaða menntun
og hæfileika þurfa menn að hafa til
þess að gerast atvinnuflugmenn?
Á þessu hefur verið ýmiss háttur.
Hér áður fyrr voru það helzt þeir,
sem voru nógu hugrakkir, sem lögðu
þetta fyrir sig. I þá daga var allt
flug hálfgert glæfraspil. Á síðari
hófst á íslandi hafa tveir flugmenn
náð því að Ijúka starfi, en á sama
tíma hafa svo margir helzt úr
lestinni, misst starfið annað hvort
vegna flugslysa, heilsutjóns eða af
öðrum ástæðum, að langt fer fram
úr því, sem ætla hefði mátt ef um
aðra atvinnugrein hefði verið að
ræða.
Tvisvar á ári fara flugmenn í
nákvæma hæfnisprófun, þar sem
gengið er rækilega úr skugga um, að
kunnátta þeirra og hæfni til þess að
takast á við áföll og neyðarástand,
sem upp geta komið í starfinu, sé
fullnægjandi. Það sem þarna er
verið að kanna er það sama og
athugað er áður en flugmaður er
ráðinn til starfa, nefnilega það að
menn láti ekki bugast þótt hvert
áfallið af öðru ríði yfir. Það eina
sem gildir er að standa sig, því að
um borð í flugvél sem æðir áfram á
miklum hraða, er það aðeins eitt
sem skiptir máli — að kunna sitt
verk, ef eitthvað bjátar á. Það er
oftast lítill tími, sem má fara í
vangaveltur, þegar verulega reynir
á, stundum því miður of lítill.
Varðandi öryggi flugsins er rétt
að benda á hvernig það snýr að
flugmanninum. Það er gott og
blessað að finna út með „statistik"
að hinn almenni farþegi sé mjög
öruggur. En hvernig litist mönnum
á, ef þeir þyrftu að vera á flugi sem
svarar tæpum tveim tímum á dag út
heppni) til að vera um það bil að
ljúka störfum.
Ný stétt
Nú langar mig að gefa hinum
almenna lesanda, ef hann hefur þá
nennt að lesa svona langt, ofurlitla
innsýn í stöðumöguleika hins venju-
lega atvinnuflugmanns. Möguleikar
eru aðeins tveir. Menn byrja sem
aðstoðarflugmenn og enda sem flug-
stjórar. Þegar ég byrjaði hjá Flugfé-
lagi Isl. var uppgangurinn þessi:
Fyrst sem aðstoðarflugmaður á
Douglas DC-3, síðan sem aðstoðar-
flugmaður á Fokker, F-27, og loks á
Boeing-727. Síðan kom að því, eftir
því sem verkefni jukust og stöður
losnuðu, að menn fengu flugstjóra-
stöður, fyrst á DC-3, þá F-27 og
seinast á B-727. Samkvæmt því sem
flugmenn hjá flugfélaginu SAS
telja, ætti hámarksbiðtími aðstoð-
arflugmanns eftir flugstjórastöðu
að vera 15 ár. Staðan á Islandi er sú,
að margir flugmenn eru komnir yfir
þennan tíma, þessi hámarksmörk,
og það sem verra er, sjá engin
líkindi til þess að þessi stöðuhækk-
un sé í vændum. Þvert á móti ganga
allir flugmenn Flugleiða með upp-
sagnarbréf í vasanum, og enginn
veit hver fær endurráðningu.
Þegar forseti íslands lét af störf-
um sl. sumar, lét hann svo um mælt
að 12 ár væru drjúgur starfstími í
ævi hvers manns. Það má því með
því, að menn sem samkvæmt öllum
réttlætiskröfum hefðu átt að fá t.d.
bæjarstjórastöðu, verkstjórastöðu,
skóiastjórastöðu o.s.frv. fengu hana
ekki, af því að pólitískir ráðamenn
beittu sér fyrir því, að „þeirra"
maður fengi stöðuna, þó þeir vilji
náttúrulega aldrei viðurkenna það.
Staðan í dag
Svo sem kunnugt er ganga nú allir
flugmenn stærsta flugfélags lands-
ins með uppsagnarbréf í vasanum.
Eftir 1. des. nk. verða engir flug-
menn í vinnu hjá Flugleiðum h/f.
Sá slagur, sem nú stendur yfir
vegna hugsanlegra endurráðninga,
er fyrst og fremst slagur á milli
aðstoðarflugmanna. Þeir sem nú
gegna störfum flugstjóra eru svo
framarlega í sinni biðröð, að lítil
sem engin hætta er á því að þeir fái
ekki endurráðningu.
Ég skil ákaflega vel, að sérhver sá
flugmaður, sem verið hefur í sínu
starfi svo og svo mörg ár, reyni allt
hvað hann getur til að halda
starfinu, auka möguleika sína á því
að verða endurráðinn. Tíminn, sem
nú er orðinn naumur, mun skera úr
um það hvaða aðferð fyrirtækið
mun nota við þessar endurráðn-
ingar, en ég lái engum þótt hann
reyni af fremsta megni að bjarga
sjálfum sér, svo lengi sem það
brýtur ekki í bága við augljósar
réttlætiskröfur.
Þarna er um að ræða tiltölulega
ungan hóp karla og kvenna, sem er
barmafullur af löngun til þess að
gera sitt fyrirtæki gildandi í at-
vinnurekstri hér á landi, en það er
bara eitt, sem muna verður eftir í
þessu sambandi, en það er að
réttlætis og sanngirni sé gætt í
hvívetna. Ég veit vel af því sjálfur,
að ég nota þessi hugtök oft í mínum
skrifum, en ég finn engin önnur
betri til þess að lýsa því, sem mér
finnst að ráða eigi og ríkja í svona
hagsmunamálum, þar sem margir
bítast um bitann.
Mig langar til þess, lesandi góður,
að þú gerir þér þetta ástand í
hugarlund. Hugsaðu þér, að þú sért
staddur í biðröð fyrir framan miða-
sölu á til þess að gera áhugaverða
kvikmynd. Þú ert búinn að bíða
þarna einhvern eilífðartíma eftir
því að að þér komi í röðinni. Það er
engin hreyfing, ekkert gengur. En
loks, allt í einu, kemst hreyfing á
mannskapinn. Ljóst er, að breytinga
á stöðunni er að vænta, en hvað
gerist? Það sem gerist er það, að
mönnum sem áður höfðu staðið
svona álengdar, ekki nennt að fara í
löngu biðröðina, mönnum, sem
höfðu verið að vona að annað
afgreiðslugat yrði kannski opnað á
sömu sýningu, verður að ósk sinni.
Annað gat er opnað og þeir flykkj-
ast að, þarna baka til, hrifsa síðustu
miðana og halda heim ánægðir með
sitt. Hinir, sem beðið höfðu á sínum
____Kjartan Norðdahl:_
Af sjónarhóli atvinnu-
flugmanns
tímum hafa kröfur orðið þær að
menn hafa þurft stúdentspróf í
vissum greinum, eða hliðstæða
menntun, auk þess að gangast undir
rannsókn sálfræðinga og hæfnisat-
hugenda og loks að standast inn-
tökupróf, sem flugfélögin hafa sett
sem skilyrði.
Allt er þetta svo sem gott og
blessað, en sannleikurinn er sá að til
þess að geta gegnt störfum atvinnu-
flugmanns þarf fyrst og fremst
tvennt. Annað er sæmileg almenn
skynsemi og hitt er góð heilsa og
taugar. Þetta er nú allt og sumt, en
máske nóg samt. Ég man vel eftir
því, þegar þessi mál voru e-ð til
umræðu fyrir mörgum árum, að
mætur maður hér í bæ komst svo að
orði að hver „meðal skussi" gæti
orðið flugmaður. Til þess þyrfti
enga sérstaka menntun né hæfileika
og virtist sem honum sárnaði sam-
anburður þessa og hins, hve lang-
skólagengnir menn bæru lítið úr
býtum. Þetta má vel vera rétt á
vissan hátt, en það er bara ekki vel
hægt að bera þetta saman. Það er
engin trygging fyrir því, að maður
sem hefir góða námshæfileika verði
góður flugmaður. Taugarnar eru
kannski ekki svo sterkar. Hérna
kemur annað til greina. Staðreyndir
tala sínu máli. Ef menn eiga að
endast í þessu starfi verða menn að
hafa góðan „common sense“, trausta
heilsu og vera í góðu sálarlegu
jafnvægi — auk heppni nokkurrar.
Þá kemur og til atriði, sem mér
hefir alltaf fundizt vera sem eins-
konar feimnismál. En það er öryggi
flugmannsins.
Það er oft sagt sem svo, að farþegi
sér jafn öruggur í flugvél og í
rúminu heima hjá sér, mun örugg-
ari en að aka bifreið sinni niður í
bæ. Þetta er líklega rétt allt saman,
enda hefir „statistik“ sýnt að svo sé.
En eftir því sem ég bezt veit hefir
engin „statistik" verið gerð, sem
sýni fram á líkur flugmanns til að
endast út starfsævina.
Atriði númer eitt varðandi starfs-
öryggi flugmannsins er heilsan.
Tvisvar á ári gangast flugmenn
undir nákvæma læknisskoðun, þar
sem gengið er úr skugga um að
viðkomandi þjáist ekki af neinu því,
sem stofnað gæti öryggi flugsins í
hættu. Er þar skemmst af að segja,
að frá því reglubundið áætlunarflug
alla starfsævina? Ætli mönnum
fyndist ekki liklegt að á þeim langa
tíma gæti ýmislegt óþægilegt komið
fyrir?
Eina leiðin, sem flugliðar hafa til
þess að minnka áhættuna, er að
vera stanzlaust á hámarksverði
gagnvart öllu, sem kemur fyrir í
hverri einustu flugferð, öllu því sem
hugsanlega getur minnkað öryggið.
Þetta getur reynt töluvert á taug-
arnar, þegar mikið er flogið. Allar
fullyrðingar um öryggi flugsins
hyggjast á því, að gert er ráð fyrir,
og allir telja sjálfsagt, að þeir menn,
sem stjórna flugfarinu, séu ávallt í
toppstandi heilsufarslega séð og
sífellt tilbúnir að grípa inn í ef
eitthvað fer úrskeiðis, grípa til
réttra aðgerða. En fari nú samt svo,
að flugvél hlekkist á eða að verulegt
flugslys verður, þá er ævinlega fyrst
að því spurt, hvort flugmaðurinn
hafi gert það sem rétt var að gera,
hvort hann hafi staðið sig sem
skyldi.
Það er útaf þessu öllu, sem
flugmenn um allan heim hafa kraf-
izt til þess að gera hárra launa fyrir
sitt starf. Auk þessa kemur sú
staðreynd, að flugmaður sem missir
starf sitt á t.d. miðjum aldri, hefir
stundað svo sérhæft starf að hann
hefir litla möguleika á a<5 fá neitt
annað starf, sem hliðstætt gæti
talizt. En svona til þess að gera
ofurlítinnsamanburð á kjörum flug-
manns og annarrar stéttar manns
largar mig að nefna eitt dæmi.
Kunningi minn, sem starfað hefur
sem atvinnuflugmaður í 7 ár hjá
Flugleiðum, þreifaði fyrir sér um
annað starf. í ljós kom að maður
sem t.d. gegnir störfum fram-
kvæmdastjóra útgerðar og frysti-
húss, hefur í byrjendalaun sem
slíkur sama kaup á mánuði og þessi
flugmaður, sem starfað hafði í 7 ár
sem fastráðinn atvinnuflugmaður,
auk þess sem framkvæmdastjórinn
átti að fá bílastyrk, frían síma og
frítt húsnæði. Af þessu finnst mér
að draga mætti þá ályktun að þessi
óskapar lúxuskjör, sem sífellt er
verið að væna flugmenn um að hafa
knúið fram sér til handa, séu nú
kannski ekki svo geypileg, þegar á
allt er litið. Enda er það venjan,
þegar bent er á kaup flugmanna, að
nefna kauptölur hæstlaunuðu fhig-
stjóra, sem hefir enzt ævin (með
sanni segja, að komin sé fram ný
stétt á landinu, þar sem eru aðstoð-
arflugmenn. Sennilega munu sumir
þeirra sem nú starfa hér á landi sem
slíkir, aldrei fá flugstjórastöður. En
ef menn halda að á þessu tvennu sé
enginn munur, er það mikill mis-
skilningur. Fyrir utan það að eðli-
legur starfsmetnaður á fullan rétt á
sér, ekki síður í þessu starfi en
sérhverju öðru.
Starfsaldurs-
listi
Snemma komust flugmenn að
þeirri niðurstöðu, að til þess að
tryggja réttlátan uppgang fiug-
manna í hærri stöður (betri vélar,
flugstjórastöður) bæri að hafa
starfsaldurslista, sem er þannig í
eðli sínu að líkja má við biðröð, þar
sem hver maður bíður á sínum stað
í röðinni eftir að fá sinn miða.
Sérhver maður, sem beðið hefur í
biðröð fyrir framan t.d. bíóhús,
kannast við þá gremjutilfinningu
sem grípur mann, þegar einhver,
sem ekki hefir nennt að bíða í
biðröðinni, treðst fram fyrir og
nappar miðanum sem aðrir höfðu
beðið miklu lengur eftir að fá.
Til þess að tryggja að slíkt ætti
sér ekki stað, var títtnefndur starfs-
aldurslisti fundinn upp. Þar sem
þetta er ekki viðhaft sem regla, eiga
sér oft stað hin mestu rangindi, í
sambandi við stöðuveitingar. Hvað
oft hafa menn ekki orðið vitni að
Arnarflug —
nýtt flugfélag?
Eitt af þeim skilyrðum, sem
ríkisstjórnin hefir sett Flugleiðum,
eigi þær að fá fjárhagsstyrk, er það
að veita flugfélaginu Arnarflugi
möguleika á frálsri samkeppni við
Flugleiðir.
Það hlýtur að vekja undrun
manna með hve mikilli frekju er
sózt eftir að stjórn Flugleiða gangi
að þessu skilyrði. „Starfsmenn"
Arnarflugs ryðjast hver um annan
þveran fram í fjölmiðlum og krefj-
ast þess að stjórn Fiugleiða selji
þeim hlutabréf sín í Arnarflugi á
nafnverði.
Hvers vegna skyldi ekki fyrirtæki,
sem á í miklum fjárhagsörðugleik-
um selja eignir sínar á sem hæstu
verði? Vík að þessu betur síðar.
„Starfsmenn" Arnarflugs segja að
þessar kröfur þeirra nú séu fyrst og
fremst fram komnar vegna þess að
Steingrímur Hermannsson, sam-
gönguráðherra, hefur sagt að hann
vilji ekki að allt flug íslendinga sé á
einni hendi. Það sem ráðherrann á
við er það, að færu flugmenn
Flugleiða e-n tíma í framtíðinni í
verkfall af einhverjum ástæðum, þá
væri alltaf hægt að grípa til Arnar-
flugs.
Ég skil ósköp vel ákafa Arnar-
flugsmanna til þess að fá frjálsar
hendur til þess að koma sér sem
bezt fyrir í flugmálum íslendinga.
stað, sitja eftir með sárt ennið. Allt
er uppselt.
Það er þetta sem hefir átt sér stað
og mun eiga sér stað í enn meiri
mæli, ef þetta skilyrði varðandi
Arnarflug, sem Flugleiðum er gert
að uppfylla, verður að raunveru-
leika.
Til enn frekari glöggvunar á
þessum málum, vil ég benda á að
hefðu Arnarflugsflugmenn verið
settir á sinn rétta stað á biðlista
(starfsaldurslista) þeirra flug-
manna, sem allar götur hafa séð um
flug íslendinga til útlanda og inn-
anlands, væri enginn þeirra með
flugstjórastöðu og sumir ekki einu
sinni með neina vinnu. Ég veit að
sumir munu segja að þetta flugfélag
komi flugmönnum Flugleiða ekkert
við, og það er alveg rétt, svo fremi
þeir Arnarflugsflugmenn fljúgi ekki
inn á þær leiðir, sem verið hafa
starfsvettvangur flugmanna Flug-
leiða. En svona var þetta bara ekki.
Eftir að Flugleiðir keyptu meiri-
hluta í Arnarflugi hafa flugmenn
hjá því félagi flogið meira og minna
inn á „okkar" leiðir, sem hjá Flug-
leiðum starfa. Þetta hefði verið allt
í Jagi, ef mönnum hefði verið gefinn
kostur á að stunda þetta flug eftir
þeirri röð, sem starfsaldur manna
sagði til um.
Það má vel vera, að ég sé
gremjufullur útaf hröðum uppgangi
Arnarflugsflugmanna, miðað við þá,
sem miklu lengur hafa starfað sem
flugmenn hér á landi, en það skiptir