Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 19. NÓVEMBER 1980 13 Um tónlist- ina í Gretti Áttundi dagur vikunnar HJÁ Máli og menningu er komin út skáldsaga eftir pólska rithöf- undinn Marek Illasko i þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar, _ rithöf- undar. og nefnist hún Áttundi dagur vikunnar. Marek Hlasko fæddist í Pól- landi árið 1934. Fyrir fyrstu skáldsögu sína, sem kom út árið 1957, fékk hann bókmenntaverð- laun pólskra útgefenda, en önnur skáldsaga hans Áttundi dagur vikunnar, sem kom út ári seinna var hins vegar bönnuð. Marek Hlask fluttist til Vestur-Þýska- lands, þar sem hann skrifaði tvær skáldsögur, en hann lést árið 1969, aðeins 35 ára að aldri. Á bókarkápu segir m.a.: „Mörg- um þótti hektískt uppgjör Marek Hlaskos við Stalínismann í Pól- landi fremur öfgakennt á sínum tíma. Síðan hefur mikill pappír hlaðist í möppur kerfisins þar og AÐALFUNDUR forcldrafélags Vesturbæjarskóla, haldinn 4.11. 1980, lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þess ískyggilega ástands, er ríkir í umferðarmálum hverfisins. Bendir fundurinn á, að mikil og hröð gegnumumferð liggur þvert á skólaleiðir fjölda barna í hverfinu og skapar stöðuga ögrun við líf og heilsu nemenda skólans. Skorar marek hlasko & .8. # da»Slkunnar víðar. Nú þegar pólskir verka- menn rísa upp og heimta svigrúm til að lifa eigin lífi og ráða því sjálfir getum við kannski séð þessa hamslausu skáldsögu í öðru ljósi.“ Áttundi dagur vikunnar birtist fyrst á prenti í tímaritinu Birtingi árið 1959. Bókin er 121 bls. að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Hólum. Auglýsingaþjónusta Gunnars Steins hannaði kápuna. fundurinn á borgaryfirvöld að gera gangskör að því að takmarka umferð um hverfið og gera nauð- synlegar ráðstafanir til að draga úr ökuhraða þeirra, sem um hverfið aka. Væntir fundurinn þess, að þess- ari málaleitan verði vel tekið og komi til framkvæmda þegar á þessu hausti. FréttatilkynninK í leikskrá að söngleiknum Gretti er höfundur tónlistar kynntur sem „án efa einn hæf- asti tónlistarmaður okkar af yngri kynslóðinni og hlotið ár- lega viðurkenningu sem vinsæl- asti söngvari okkar síðustu ár“. Þá veit maður það. Líklega er hér átt við að umræddir hæfi- leikar séu á sviði „popp-tónlist- ar“. Ekki skal ég efa hæfileika Egils á umræddri braut og jafnvel, að vildi hann teygja sig til annarra átta gæti það og legið fyrir honum. Að vera bæði efnilegur og vinsæll er ekki nema hálfsögð saga, að vera hæfur og vinsæll, hlýtur aftur á móti að kalla á ákveðna gagn- rýni. Popp-tónlist getur tæplega verið undanþegin þeim lögmál- um annarrar tónlistar að þurfa að vera persónuleg og frumleg eða interessant. Hvað frumleik- ann snertir verður maður var við tilraun hjá Agli í þá átt að vera þjóðlegur og er það vel ef svo heldur afram og honum tekst að semja þjóðlega popp-tónlist sem um leið er interessant, en hvað það síðarnefnda varðar virðist mér enn vanta nokkuð á. Það sem yfirleitt vantar á hjá popp- tónlistarmönnum er fjölbreytni í vali hljóðfæra, tilbreytni í hljóð- falli og hugmyndaauðgi í hljóm- asamsetningum og einhverja úr- vinnslu. Hvort þessi vöntun staf- ar af kunnáttuleysi eða hug- myndaleysi veit ég ekki. Hvor- utveggja er slæmt þótt úr öðrum gallanum megi bæta. Það er mjög þreytandi að sitja í tvo klukkutíma hlustandi á upp- magnaða tónlist í tvískiftum takti svo til eingöngu og hljóma- samsetningar sem litla þróun eða tilbreytingu fá aðra en í misjafnlega miklum hávaða, sem þreytir eyrað og sljóvgar tilfinningar og skynsemi. Því segi ég hlutina á þennan hátt að ég trúi því að Egill sé með þeim ágætum fæddur að hann geti, með miklu meira námi, hafið popptónlist í það veldi að ekki þurfi að vera brennimerkt þeirri tónlistarlegu fátækt sem þrosk- ar fólk niðurávið. Eitt besta tónlistaratriði sýn- ingarinnar er, að mínu mati, söngur Grettis í upphafi söng- Tönllst eftir Ragnar Björnsson leiksins, þar kemst músík og flutningur á listrænt stig. Á Kjartan Ragnarsson mikið lof skilið fyrir þann flutning. Sér- stök ástæða er einnig til að nefna meðferð Harald G. Har- aldssonar á sínum söngatriðum svo og Egil Ólafsson í hlutverki Gláms. Þursaflokkurinn sá um hljómsveitarhátt sýningarinnar með hjálp gífurlegra magnara. Sem fyrr segir er erfitt að dæma um ágæti hljóðfæraleikara við slíka margföldun á tónstyrk, góðir tónlistarmenn eiga ekki að þurfa slík blekkingarmeðöl. Þrátt fyrir aðfinnslur óska ég Agli til hamingju og bíð eftir framhaldi. Foreldrafélag Vesturbæjarskóla: ískyggilegt ástand í um- ferðarmálum hverfisins Kona af Grímstaðaholtinu Leikfélag Hvcragerðis: Því miður frú og Knall eftir Jökul Jakobsson. Bónorðið eftir Anton Tsékov. Leikstjóri: Hjalti Rögnvalds- son. Leikmynd: Hjalti Rögnvalds- son. Ljósamaður: Árni Karl Harðar- son. Það er óhætt að segja að sú stefna áhugaleikfélags að kynna íslenska leikritun er lofsverð. Meðal áhugaleikfélaga sem vak- ið hafa athygli á undanförnum árum er Leikfélag Hveragerðis. Aðstandendur Leikfélagsins hafa nú fengið reyndan leikara Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON tii liðs við sig, Hjalta Rögn- valdsson, en hann er fæddur og uppalinn í Hveragerði. Að vísu hefur Hjalti áður látið að sér kveða á sviði í Hveragerði, m.a. í Óvæntri heimsókn eftir Prestley og Hallsteini og Dóru Einars H. Kvarans. Hjalti Rögnvaldsson hefur ekki svo mér sé kunnugt stundað leikstjórn. En séu einþáttung- arnir þrír frumraun hans lofar hann góðu sem leikstjóri Hann hefur valið tvö lítt kuxin verk eftir Jökul Jakobsson: Því miður frú og Knall og einn af vinsælli einþáttungum Tsékovs: Bónorð- ið. Því miður frú er að efni til samtal konu af Grímsstaðaholt- inu og starfsmanns Hreinsunar- deildar Reykjavíkurborgar. Kon- an segist hafa týnt ketti og biður manninn að liðsinna sér. Hreins- unardeildin er ekki rétti staður- inn til að leita hjálpar þegar köttur hverfur. Maðurinn er líka . áhugalaus og á mörkunum að hann fylgist með orðræðu kon- unnar. í ljós kemur að konan hefur farið víða útaf kettinum, m.a. heimsótt Brunaliðið og varla til það hús á Grímsstaða- holtinu og í kring, þar sem hún hefur ekki spurst fyrir um kött- inn. Að sjálfsögðu er henni ljóst að kötturinn er glataður. Hún hefur heyrt sögu um kött sem keyrt var yfir, en leit hennar að kettinum er aðferð hennar til þess að komast í samband við annað fólk í einstæðingSskap sínum. Þrátt fyrir raunsæislegt yfir- borð þessa leikþáttar Jökuls nálgast hann að vera absúrd í kaldhæðni sinni. Manninn leikur Ingis Ingason með mátulegum ýkjum. María Reykdal dregur upp raunsanna mynd af konunni hrekklausu. Knall er frekar absúrd verk eða dregur dám af leikhúsi fáránleikans ef menn vilja frek- ar orða það svo. Verkið gerist á geðsjúkrahúsi. Sá löngu komni sem Hjalti Rögnvaldsson leikur, hefur orðið allan tímann og verður tíðrætt um þann sið föður síns að éta flugur. Sá nýkomni situr í hnipri á stól leikinn af Ingis Ingasyni. Kona með bók sem snýr baki í áhorfendur er í höndum Ingu Wiium. Leikritið gerir kröfur til þess sem lætur móðan mása, en Hjalti skilar því hlutverki af öryggi. Túlkunin er laus við allan æsing, verður hvergi átakamikil, enda fer best á því að gæta hófsemi þegar Jökull er annars vegar. Það mikilvægasta i verkum hans á sér oft stað að baki orðanna. Þetta hefur Hjalti Rögn- valdsson skilið og þess vegna auðnast honum að gæða einþátt- ungana tvo lífi. Svona til þess að enginn sem vill fá ósvikið grín útúr leiksýn- ingu verði fyrir vonbrigðum er Bónorð Tsékovs tekið með. Þetta er hálfgerður ærslaleikur frá Rússlandi keisaratímans. Skop- ast er að óðalsbónda nokkrum, dóttur hans og nágranna þeirra feðgina sem kemur til að bera upp bónorð, en lendir í deilum um eignarétt yfir landi og met- ingi um hunda. Sigurgeir H. Friðþjófsson leikur óðalsbónd- ann og er persónan hin skemmti- legasta, ef undan er skilið dálitið óskýrt málfar á köflum. Kristín Jóhannesdóttir náði góðum tök- um á dótturinni. Sæbjörn V. Ásgeirsson var kannski einum of afkáralegur í gervi nágrannans, en samkvæmt þeim tilgangi sín- um að vekja hlátur áhorfenda. Atriði úr Bónorðinu: Sigurgeir H. Friðþjófsson (t.v.) og Sæbjörn V. Ásgeirsson i hlutverkum sínum. M/s C. Emmy fer frá Reykjavík 25. þ.m. vestur um land til Húsavíkur og snýr þar við. M/s Hekla fer frá Reykjavík 27. þ.m. austur um land í hringferö. Viökomur samkvæmt áætlun. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: ANTWERPEN: Arnarfell 27/11 Arnarfell 11/12 Arnarfell 27/12 ROTTERDAM: Arnarfell 26/11 Arnarfell 10/12 Arnarfell 24/12 GOOLE: Arnarfell 24/11 Arnarfell 8/12 Arnarfell 22/12 LARVÍK: Hvassafell 24/11 Hvassafell 8/12 Hvassafell 22/12 GAUTABORG: Hvassafell 23/11 Hvassafell 9/12 Hvassafell .23/12 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 26/11 Hvassafell 10/12 Hvassafell 24/12 SVENDBORG: Dísarfell 25/11 Hvassafell 27/11 Hvassafell 11/12 Hvassafell 26/12 HELSINKI: Helgafell 28/11 Dísarfell 22/12 LENINGRAD: Helgafell 8/12 GLOUCESTER MASS: Skaftafell 12/12 Jökulfell 18/12 HALIFAX KANADA: Jökulfell 20/11 Skaftafell 15/12 Jökulfell 22/12 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.