Morgunblaðið - 19.11.1980, Side 15

Morgunblaðið - 19.11.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 15 Efnahagsbandalagsríkin: Agreiningur um aflaskiptingu Briissel. 18. nóvember. AP. FYRSTU lotu í nýjustu viðræðum Efnahag.sbandalagsríkja um sameÍKÍnloKa fiskveiðistefnu lauk án árangurs þar sem flest ríkin kvortuðu undan þvi að þeim væri ætluð of lítil sneið af aflanum. Fiskveiðinefnd bandalagsins hefur, að viðhöfðu samráði við fiskifræðinga, fram 988.795 smá- lestir í lögsögu bandalagsins á ári. Sjávarútvegsráðherrar banda- lagsríkjanna lögðust sumir hverj- ir gegn þeirri skiptingu aflans sem fiskveiðinefndin lagði til, og var ágreiningnum skotið til embætt- ismanna og sérfræðinga. Bretum var í tillögum fiskveiði- nefndarinnar ætlað 31% aflans, en síðan var sú hundraðstala hækkuð í 35,2. Brezki sjávarút- vegsráðherrann undi ekki þeirri niðurstöðu, heimtaði 45% af afl- anum og skírskotaði til þess, að 60% af afla bandalagsríkjanna væri veiddur við Bretlandsstrend- Unglingar særðir skotsári Uamallah. 18. nóvember. AP. ÍSRAELSKIR hermenn særðu 10 unga Palestínumenn skotsári er til átaka kom milli unglingahópa og hermanna á mótmælafundum þeirra fyrrnefndu á Vesturbakk- anum. Þá myrtu aftökusveitir Mo- hammed Hamed Abu Ouarda borgarstjóra í Jabalia-flótta- mannabúðunum, en hann var ákafur stuðningsmaður friðar- sáttmála Israela og Egypta. Fulltrúar Palestínumanna lýstu ábyrgð á átökunum í Ramallah á hendur ísraelskum hermönnum, og sögðu þá beinlínis hafa egnt til uppþota. r Afram verkfall Ilelsinki. 18. nóvember. írá Harry Granberg. fréttaritara Mbl. VERKFALL blaðamanna við blöð, tímarit og á fréttastofum heldur áfram. Samningaviðræður lágu niðri fyrstu fimm daga verkfallsins, sem nú hefur staðið yfir í viku. Þá gerðust fulltrúar Dana óðir og uppvægir er hlutdeild þeirra í aflanum var minnkuð úr 32% í 26,3% í tillögum fiskveiðinefndar- innar til að vega á móti aukinni hlutdeild annarra ríkja. Fulltrúar Frakka lýstu einnig óánægju sinni með að hlutdeild þeirra í afla Efnahagsbandalags- ríkja yrði minnkuð úr um 30% í 11,6%, þar sem heildartekjan hefði ekki minnkað nema um 6% á síðustu tveimur árum. Þjóðverjar undu ekki heldur því, að hlutur þeirra yrði 13 af hundr- aði, og jafnframt fannst Hollend- ingum sem þeim væri ætluð of lítil sneið af kökunni, en gert var ráð fyrir að þeir fengju að veiða 7,8% aflamagnsins. Einkum mótmæltu þeir niðurskurði í síldveiðikvóta sínum. Eina þjóðin, sem var sátt við sinn hlut, voru Irar, en lagt var til að þeir fengju að veiða 4,1% aflans. Gert er ráð fyrir því, að reynt verði að leiða þennan ágreining til lykta á fundum í desember. Auk ágreinings um aflaskipt- ingu bafa Bretar krafizt þess að fá að sitja einir að fiskveiðum allt að 12 sjómílum frá Bretlandsströnd- um, og að þeir hefðu forgang að veiðum á svæðum frá 12 til 50 sjómílum undan landi. Þjóðverjar, Hollendingar og Frakkar eru ekki reiðubúnir að gefa Bretum þetta eftir, og segjast eiga „sögulegan rétt“ á því að fá að veiða upp við landsteina í Bretlandi. m Leikkonan Dinah Shore stendur hér við hlið Zuhin Mehta. stjórnanda Fílharmoníuhljómsveitar New York-borgar. Myndin var tekin er Metha hafði tekið við Scopus-verðlaununum sem félag velunnara hebreska háskólans i Los Angeles veitir. Faðir Metha. Meli, sem stofnaði sinfóníuhljómsveitina í Bombay á Indlandi hefur einnig unnið til þessara verðlauna og árið 1977 hlaut Dinah Shore Scopus-verðlaunin. Klippt var á lyftitaug og tveir drukknuðu Saxthorpe, 18. nóvember. AP. BREZKUR björgunarmaður og handariskur orrustuflugmaður drukknuðu er gerð var tilraun til að bjarga bandariska flugmann- inum úr sjó, eftir að þota hans hafði lent í árekstri við aðra þotu sömu gerðar á æfingaflugi undan Englandsströndum í morgun. Brezki björgunarmaðurinn seig niður til flugmannsins í lyftitaug björgunarþyrlunnar, en er verið var að lyfta þeim upp úr sjónum flæktust þeir í strengjum fallhlíf- ar flugmannsins. Ákváðu björgun- armenn þá að skera á vírinn, þar sem hætta væri á að strengir fallhlífarinnar beinlínis klipptu útlimi af mönnunum tveimur þeg- ar á þeim stríkkaði. Undir venjulegum kringum- stæðum hefðu tvímenningarnir átt að fljóta á sjónum, en hið versta veður var á slysstað og drukknuðu þeir báðir, því ókleift reyndist að ná þeim upp vegna veðurs og önnur þyrla kom of seint á slysstað til að bjarga þeim upp. Aðdragandi slyssins var sá, að í morgun hófu tvær A-10-orrustu- þotur bandaríska flughersins í Bretlandi sig til lofts frá Bentwat- ers í Suffolk og ætluðu til æfinga skammt undan austurströnd Bret- iands. Vildi það óhapp til, að þoturnar rákust saman og kom eldur upp i þeim. Önnur þeirra náði til lands og sprakk í tætlur er hún var í þann veginn að hrapa niður við þorpið Saxthorpe í Nor- folk. Flugmaðurinn skaut sér út skömmu áður og lenti í fallhlíf skammt frá þorpinu. Hann slasað- ist lítillega. Hin þotan hrapaði í hafið um 12 sjómílur undan ströndinni með fyrrgreindum af- leiðingum. Lík flugmannsins og björgunarmannsins, sem var þaulvanur björgunum af þessu tagi, fundust síðar. Sambandsflokkurinn íhugar samsteypustjórn í Færeyjum Frá JÓKvani Arjce fréttaritara Mbl. i Færeyjum 18. nóv. Sambandsflokkurinn og Þetta gerðist 19. nóvember 1493 — Kristofer Kolumbus finnur Tuerlo Rico. 1792 — Franska byltingar- stjórnin býður aðstoð öllum þjóðum, sem viija steypa ríkis- stjórnum. 1807 — Frakkar gera innrás í Portúgal. 1808 — Steyn kemur á sveitar- stjórnum í Prússlandi. 1809 — Frakkar sigra Spán- verja við Ocana og ná allri Andalúsíu nema Cadiz. 1858 — Brezka-Kólomhía í Kan- ada verður krúnunýlenda. 1919 — Öldungadeild Banda- ríkjaþings hafnar Versalasamn- ingunum. 1942 — Þýzki herinn í Stal- íngrad umkringdur. 1946 — Fyrata ráðstefna UN- ESGO haldin í París. 1962 — Fyrst haldnir jazz- tónleikar í Hvíta húsinu. 1969 — Önnur lending mannaðs geimfars á tunglinu (Conrad og Bean). 1973 — Orkukreppa veldur mestu verðbréfalækkun i 11 ár í New York. 1976 — Auðmannsdótturinni Patricia Hearst sleppt úr haldi. 1977 —' Anwar Sadat kemur til ísraels í friðarferð. Afmæli. Robert Devereux, 3ji jarl af Essex (1566—1601) — Karl I af Englandi og Skotlandi (1600—1649) — Bertel (Allrert) Thorvaldsen, dansk-ísl. mynd- höggvari (1770—1844) — Ferdi- nand de Lesseps, faðir Súez- skurðar (1805—1894) — James A. Garfield, bandarískur forseti (1831—1881) — Indira Gandhi, indverskur stjórnmálaleiðtogi (1917-). Andlát. 1828 Franz Schubert, tónskáld — 1883 Sir William Siemens, uppfinningamaður. Innlent. 1216 d. Páll Sæmundar- son frá Odda — 1770 f. Albert Thorvaldsen — 1796 d. Þorkell h’jeldstetl stiftamtmaður — 1875 Myndastytta Thorvaldsens af- hjúpuö á Austurvelli — 1899 Fríkirkjan í Reykjavík stofnuð — 1949 Skógaskóli fyrst settur — 1962 d. Jón Stefánsson list- málari — 1965 d. Bjarni Jónsson vígslubiskup — 1971 Geirfinnur Einarsson hverfur — 1908 f. Elsa Sigfúss. Orð dagsins. Orð eru það eina sem varir að eilífu — William Hazlitt, enskur rithöfundur (1778-1830). Javnaðarflokkurinn héldu í dag með sér fund um myndun nýrrar landsstjórnar í Fær-N eyjum. Formaður Sambandsflokks- ins, Pauli Ellefsen segir að í fyrstu umferð muni Sam- bandsflokkurinn ræða við alla flokka, nema Þjóðveldisflokk- inn, um myndun samsteypu- stjórnar. Á morgun, miðvikudag, verður fundur með Sambands- flokknum og Fólkaflokknum en þar á eftir ræðir Sam- bandsflokkurinn við Sjálfstýr- isflokkinn og Framfara- og fiskvinnsluflokkinn. Að fundunum loknum mun Sambandsflokkurinn íhuga möguleika á samsteypustjórn. Pauli Ellefsen segir að Sam- bandsflokkurinn sé reiðubúinn til að eiga aðild að lands- stjórn. Kekkonen úr Rússlandsför Ilclsinki, 17. nóvember, írá Harry (>ranborK, fréttaritara Mbl. KEKKONEN forseti kom í dag, mánudag, heim úr opinberri heimsókn til Sovétríkjanna. í sameiginlegri yfirlýsingu. sem gefin var út í lok heimsóknarinn- ar', fullyrða Kekkonen og sovézk- ir leiðtogar. að öll vandamál á alþj«')ðavettvangi megi leysa á friðsamlegan hátt. Einnig var fjallað um öryggis- mál á norðurslóðum í tilkynning- unni, og þar er svo komist að orði, að Finnar og Sovétmenn muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda því jafn- vægi sem ríkir í norðurhlutum Evrópu og við Eystrasalt. Mikil nauðsyn sé á einarðri samvinnu viðkomandi ríkja í stað vopna- kapphlaups. Sovétmenn hétu því, að gera það sem í þeirra valdi stæði til að tryggja að kjarnorku- vopnum yrði ekki komið fyrir á Norðurlöndum. I tilkynningunni er minnst á að utanríkisstefna Finna gangi út frá því að samskipti og samvinna við Sovétmenn verði aukin. Samvinnu Finna og Sovétmanna á sviði efnahagsmála voru gerð alveg sérstök skil í tilkynningunni, sem var níu síður að lengd. Skuldir aukast Genf, 18. nóvembor. AP. SKULDIR austantjalds- ríkja við vestræn ríki juk- ust á árinu, og er því spáð að þær verði um 65 millj- arðar dollara um næst- komandi áramót, sam- kvæmt spám efnahags- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Skuldirnar eru meiri pn tekjur austantjaldsríkja af útflutningi á árinu koma til með að verða, en á síðasta ári var verðmæti útflutn- ings austantjaldsríkja um 45 milljarðar dollara. Þrátt fyrir hinar miklu skuldir eru vestrænar lánastofnanir reiðubúnar til að halda áfram að veita autantjalds- löndum lán. Veður víða um lieim Akureyri -4 skýjaó Amsterdam 10 skýjaó Aþena 25 heióskírt Berlin 12 heiðskírt BrUssel 9 rigning Chicago 6 skýjaó Feneyjar 8 þoka Frankfurt 14 rigning Færeyjar 0 snjóél Genf 13 skýjað Helsinki vantar Jerúsalem 21 léttskýjað Jóhannesarborg 27 heiðskírt Kaupmannahöfn 11 léttskýjaö Las Palmas vantar Lissabon 16 úrkoma London 10 skýjaö Los Angeles 23 heiðskírt Madrid 13 léttskýjaö Malaga 16 léttskýjaö Mallorca 20 skýjað New York 5 rigning Osló 0 skýjað París 16 skýjað Reykjavtk -1 úrkoma i gr. Ríó de Janeiro 30 heiöskírt Rómaborg vantar Stokkhólmur 7 rigning Tel Aviv 24 léttskýjað Tókýó 18 heiðskírt Vancouver 8 skýjaö Vínarborg 17 heiðskírt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.