Morgunblaðið - 19.11.1980, Page 16

Morgunblaðið - 19.11.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 fllwgltltlllflfrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Óþolandi misrétti í lifeyrismálum Misréttið í lífeyrismálum er einn ljótasti bletturinn á því velferðarkerfi, sem komið hefur verið upp hér á landi á síðustu áratugum. I einföldustu mynd sinni felst þetta misrétti í því, að opinberir starfsmenn njóta lífeyris, sem heldur í við verðlagsþróunina, en aðrir launþegar eru miklu verr settir. Ástæðurnar fyrir misréttinu er einkum að rekja til skipulags lífeyriskerfis- ins, sem verið hefur óbreytt um langt skeið og miðast við allt aðrar efnahagsaðstæður og þjóðfélagshætti en nú ríkja. Af skattfé almennings hafa ríkissjóður og sjóðir sveitarfélaga auk bankastofnana lagt fjármagn í lífeyr- issjóði starfsmanna sinna til að forða því að höfuðstóllinn brynni á verðbólgubálinu. Misréttið í lífeyrismálum felst ekki einungis í því, að hlutfall manna af fyrri tekjum er mishátt, þegar þeir ná eftirlaunaaldri, heldur fer það eftir starfsstéttum, hvenær menn ná lífeyrisaldri. Þar eru opinberir starfs- menn einnig betur settir en aðrir. Þeir fá fullan lífeyri miklu fyrr en aðrir. Á þessi tilhögun einnig rætur að rekja til þess, að skattfé er notað til að greiða lífeyrinn. Engin ástæða er til að öfundast út í opinbera starfsmenn fyrir eftirlaunaöryggi þeirra. Hins vegar verður að gera þá sjálfsögðu kröfu til stjórnmálamanna og forystumanna launþega og atvinnurekenda að tafar- laust verði unnið að því að útrýma þessu misrétti. Fyrir utan að vera ósanngjarnt kallar núverandi kerfi á allskonar spillingu. Augljóst er, hvernig allir þeir, sem komast í þá aðstöðu að geta beitt áhrifum sínum til að treysta eigin lífeyrisréttindi, sækjast eftir að komast í hina opinberu sjóði. Nægir í því sambandi að nefna starfsmenn á skrifstofum stjórnmálaflokkanna, forystu- menn Alþýðusambands íslands og starfsmenn ýmissa fleiri stofnana, sem með einhverjum hætti hefur verið unnt að fóðra, að fengju slík réttindi. Hvað myndu stjórnmálamenn gera, ef starfsmenn blaða í eigu flokkanna neituðu að stunda skrif sín nema þeir kæmust í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna og sætu þannig við sama borð og starfsbræður þeirra á ríkisfjölmiðlunum? I svonefndum „félagsmálapökkum“, sem ríkisvaldið hefur gaukað að launþegum undanfarin ár, hafa ætíð verið heitstrengingar um átak til að leiðrétta misréttið í lífeyrismálum, en ekkert hefur gerst. Og það er dæmigert fyrir sinnuleysi verkalýðsrekenda Alþýðubandalagsins í þessu efni, að „málgagn verkalýðshreyfingar", Þjóðvilj- inn, skuli í forystugrein um fyrirhugað Alþýðusambands- þing ekki minnast einu orði á lífeyrismálin. Þar er aðaláherslan lögð á örtölvubyltinguna. Til þess að komast hjá umræðum um svikin loforð og misréttið í lífeyrismál- um vilja kommúnistar nú beina hugum manna að tölvumálum í leiftursókn sinni gegn lífskjörunum. Til allrar hamingju ráða kommúnistar ekki einir þeim málum, sem fyrir verða tekin á þingi Alþýðusambandsins, og kjör launþega eru ekki alfarið í þeirra höndum. Á sínum tíma lagði Guðmundur H. Garðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram lagafrumvarp um nýskipan lífeyrismála. Þetta frumvarp mun verða endurflutt á Alþingi, en í því er skynsamlega tekið á þeim mikla vanda, sem hér er við að glíma. Þar er lagt til, að allir landsmenn sitji við sama borð og ekki ráði hending, hvernig kjörum manna er háttað að ævistarfi loknu. Æskilegt væri, að þingmenn létu flokkakrytur víkja í umfjöllun sinni um þessi mál og tækju af skarið með því að sameinast um nýja lífeyrislöggjöf. Það yrði þingmönn- um í senn til hvatningar og leiðsagnar, ef þing Alþýðusambands íslands sameinaðist um víðsýna tillögu- gerð á þessu sviði. í því efni er ekki að búast við frumkvæði frá kommúnistum. Nauðsyn krefst þess, að öllum ráðum sé beitt til að útrýma hinu óþolandi misrétti, sem nú ríkir í lífeyrismálum. Hagsmunir íbúanna þyngri á metunum — sagði Árni Grétar Finnsson þegar hann mælti fyrir tillögu sinni um að verksmiðja Lýsis og Mjöls yrði flutt Árni Grétar Finnsson. ba'jar- fulltrúi Sjálfstæöisflokksins i Ilafnarfiröi, flutti framsöKuræðu fyrir tillöKU sinni á fundi bæjar- stjúrnar Ilafnarfjaróar í gær. en samkvæmt tillögunni leKKur Árni til aö hæjarstjórn feli full- trúum bæjarsjóðs ok bæjarút- xeröar í stjórn Lýsis og Mjöls hf. að heita scr fyrir því, að hafist verði handa um undirhúninK að flutninKÍ fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins ok sú ákvörðun tekin fyrir árslok 1981. Reynist flutninKur verksmiðjunnar ekki fjárhaKsleKa möKuleKur. þá vinni fulltrúar bæjarins að því, að núverandi starfsemi verksmiðj- unnar verði löKð niður. í tillöK- unni er einnÍK laKt til að ba jar stjórn beiti sér fyrir því, að nú þcKar verði hreinsun ok snyrtinK látin fara fram umhverfis verk- smiðju fyrirtækisins ok einnÍK verði heilhrÍKðisráði falið að kanna möKuleika á því að starf- eins og önnur, en þarna verður að velja milli þess, að þeir sem starfa hjá fyrirtækinu fái að starfa áfram á þessum stað og hagsmuna fólksins, sem býr í nágrenni við verksmiðjuna. Hagsmuni þeirra síðarnefndu tel ég svo miklu ríkari að ég tel að fyrirtækið verði að víkja." Árni sagðist trúa því að mögu- legt væri að reisa nýja verksmiðju í smærri stíl til þess að byrja með, sem myndi vinna eingöngu úr þeim úrgangi, sem fellur úr fisk- iðjuverum í bænum, en Lýsi og Mjöl á mjög nýleg tæki til slíkrar vinnslu. Hann sagði einnig að fasteignir verksmiðjunnar myndu standa áfram og þar væri hægt að hefja annan rekstur, sem væri þrifalegri og ylli ekki mengun. Þar myndu skapast atvinnutækifæri í stað þeirra sem glötuðust. „Megnið af tækjum verksmiðjunnar eru mjög komin t.il ára sinna og það kemur Stefán Jónsson (D) sagði það rangt, að Lýsi og Mjöl hf. hefði ekki staðið við sínar skuldbind- ingar um uppsetningu mengun- arvarnatækja og hefði Heilbrigð- iseftirlitið lofað því að þau tæki væru fullnægjandi. Hann sagði, að búið væri að leggja stórfé í uppsetningu þessara tækja, en henni væri ekki að fullu lokið og því þyrfti að bíða enn um sinn til að sjá hvernig þau skiluðu hlut- verki sinu. Ljóst væri að ýmislegt þyrfti að laga, t.d. þyrfti að koma upp hreinsibúnaði innanhúss því lykt legði einnig út um þakið og ef til vill þyrfti kælir mengunar- varnatækisins að vera stærri. Hann lagði til að afgreiðslu máls- ins yrði frestað. Ægir Sigurbjörnsson (G) sagði, að tækin væru ekki fullreynd og því mætti ekki flana að neinu. Álit Heilbrigðiseftirlitsins væri dálítið óljóst en þó benti margt til þess, að þeim litist vel á þau. Raunvís- l.jósm. Mhl. Kmilfa Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði mælir hér íyrir tillögu sinni um að verksmiðja Lýsis og Mjöls hf. verði flutt, eða starfsemi hennar að öðrum kosti löKð niður. semi verksmiðjunnar verði hund- in ákvcðnum skilyrðum, sem tryggja að ekki fari undir nein- um krinKumstæðum fram vinnsla á hráefni í verksmiðjunni, nema hreinsitæki séu í notkun. Árni sagði að mengunarvanda- málið frá Lýsi og Mjöli hf. hefði valdið stöðugt vaxandi óánægju íbúanna í nágrenni verksmiðj- unnar. Stjórn fyrirtækisins hefði í alimörg ár reynt að vinna bug á þessu vandamáli, án þess að við- hlítandi árangur næðist og eftir atburðina um fyrri helgi hefði hann endanlega gefið upp alla von um að tryggja með viðunandi öryggi nauðsynlegar mengunar- varnir hjá verksmiðjunni. I fram- haldi af því lagði hann fram tillögu um að verksmiðjunni yrði fundinn nýr staður, eða starfsem- in yrði lögð niður. „Það er auðvitað mikið alvöru- mál að taka ákvörðun um að leggja niður eitt atvinnufyrirtæki, sem er þýðingarmikið fyrir bæinn að því fyrr eða síðar að þau þarf að endurnýja og það er eðlilegt að það verði á öðrum stað." Hann sagði, að vandamálið varðandi verksmiðjuna yrði ekki leyst til frambúðar öðru vísi en verksmiðj- an viki og því teldi hann tímabært að hafist yrði handa um flutning hennar. Langar umræður urðu um til- löguna á fundinum. Árni Gunn- lauKsson (H) sagði að ef tillaga Árna Grétars yrði samþykkt þýddi það í raun að starfsemi verksmiðjunnar yrði lögð niður, því ekkert fjármagn væri fyrir hendi til þess að byggja nýja verksmiðju. ' Hann sagði, að engar kvartanir hefðu borist síðan í maí,.en síðan þá hafi mengunarvarnatækin ver- ið í samfelldri notkun. Fullnægj- andi athugun hefði ekki verið gerð á nytsemi tækjanna og fyrr en þæc niðurstöður lægju fyrir mætti ekki taka svo afdrifaríkar ákvarð- anir. indastofnun Háskólans hefði gefið þeim góða einkunn, en endanlegar niðurstöður um gildi þeirra lægju ekki fyrir. Hann tók undir þau orð Stefáns að slysið um fyrri helgi hefði verið vegna mannlegra mis- taka og hefði það ekkert með gildi hreinsibúnaðarins að gera. Eyjóllur Sæmundsson (A) tók næstur til máls og sagði það rangt að engar kvartanir hefðu borist um lykt frá verksmiðjunni. Hann sagði einnig að sá hreinsibúnaður, sem stjórn verksmiðjunnar lét setja upp væri ófullkominn og á það hefði verið bent áður en búnaðinum var komið fyrir. I vissri vindátt legði ýldulykt ofan af holtinu, einkum þegar hráefnið væri gamalt. Hann sagði að ekkert benti til þess að tækin væru að komast í notkun nú, þau hefðu „verið að komast í notkun" í mörg ár en ekkert hefði orðið úr. Fleiri tóku til máls á fundinum og að því loknu var samþykkt með 7 atkv. gegn 4 að fresta afgreiðslu tillögunnar. Byggingasjóður ríkisins: Félagsmálaráðherra ábyrg- ist venjubundna úthlutun lána „Á FUNDI stjórnar Húsnæðis- málastofnunar ríkisins í gær- kvöldi, þar sem rætt var um slæma fjárhagsstöðu Byggingar- sjóðs, var lögð fram yfirlýsing frá félagsmálaráðherra þess efn- is, að hann tæki ábyrgð á því að ha*Kt yrði að ákveða og úthluta Húsnseðismálastofnunarlánum til þeirra húshyggjenda, sem gert hefðu fokhelt í septemhcr,“ saKði Sigurður E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ilúsnæðismála- stofnunar i samtali við Mbl. í Kær. „Eins og kunnugt er af fréttum er fjárhagsstaða Byggingarsjóðs mjög slæm og því hefur verið farið fram á, að lífeyrissjóðirnir ykju skuldabréfakaup sín. Staðan var svo alvarleg að ekki hefði verið hægt að greiða út venjubundin lán í desember, ef ekki hefði komið til ábyrgð félagsmálaráðherra. Hann mun sjá um útvegun þess fjár- magns, sem kemur til með að vanta til viðbótar skuldabréfa- kaupum lífeyrissjóðanna. Það er því ljóst að um venju- bundna lánaúthlutun verður að ræða og er undirbúningur hennar þegar hafinn og fyrsti útborgun- ardagur verður 10. desember."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.