Morgunblaðið - 19.11.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
Þingmenn spyrja um efnahagsráðstafanir:
Engin bein svör
frá ráðherrum
Ummæli viðskiptaráðherra túlkuð sem skerð-
ingaráform varðandi nýgerða kjarasamninga
EINS OG frá hefur verið sagt í Moruunhlaðinu haðst ólafur
Jóhannesson. utanríkisráðherra, undan því á fundi i Sameinuðu þin>;i
þriðjudaxinn 11. nóvember sl. að svara ýmsum fyrirspurnum varðandi
hliðarráðstafanir með Kjaldmiðilsbreytin>;u. en Ólafur Kegndi þá
embætti viðskiptaráðherra i fjarveru Tómasar Arnasonar. Satíði
Ólafur bezt fara á því að þinKheimur fenRÍ „svör frá fyrstu hendi“, en
Tómas væri væntanlegur heim 16. nóvember og yrði til staðar á þar
næsta fundardegi Sameinaðs þintfs. Tómas Arnason. viðskiptaráð-
herra. sagði síðan á fundi Sameinaðs þinKs í gær, að samræmdar
efnahagsráðstafanir. sem koma ættu til framkvæmda samhliða
KjaldmiðilsbreytinKU. væru ekki fullbúnar en myndu latíðar fyrir
Alþintíi strax ok tiltækar væru. PersónuleKt álit sitt væri hinsveKar
það, að þessar ráðstafanir þyrftu að ná til allra þátta verðmyndunar i
landinu. þ.á m. verðbóta á laun, fiskverðs o.fl. Þessi ummæli túlkaði
Karvel Pálmason (S) sem yfirlýsinKU um, að KanKa ætti á umsamin
kjör nýKerðra samninKa aðila vinnumarkaðarins.
Þing og þjóð
bíður svara
Friðrik Sophusson (S) hóf þessa
framhaldsumræðu (um fyrirspurn
Þorvaldar Garðars þess efnis, hvort
ekki væri rétt að bíða með Kjald-
miðilsbreytinKU, unz samstaða væri
um nauðsynleKar hliðarráðstafanir,
er tryggðu markmið myntbreyt-
ingarinnar). Lengi hefur verið beðið
svara ráðherra um efnahagsmála-
stefnu og efnahagsaðgerðir, en
þögnin ein hefur verið svar ríkis-
stjórnarinnar. Þögnin hefur og um-
lukið ýmsa þá, sem stundum hafa
hátt látið, er kjaraatriði vóru ann-
ars vegar, eins og Guðmund J.
Guðmundsson formann VMSÍ. Nú
hefur utanríkisráðherra kunngert
þingheimi, að viðskiptaráðherra
muni svara hér nú þeim efnahags-
málaspurningum, sem brenna á
allra vörum. Þing og þjóð bíður
svarsins — og ekki sízt fulltrúar á
ASÍ-þingi.
í umfjöllun
og deiglu
Tómas Árnason, viðskiptaráð-
herra, sagðist áður hafa svarað
spurningu dagskrármálsins. Það
svar var tvíþætt. í fyrsta lagi að ég
er efnislega sammála fyrirspyrj-
anda, að gera verður samræmdar
efnahagsráðstafanir samhliða
gjaldmiðilsbreytingu, ef hún á að
ná markmiði sínu. í annan stað, að
ekki væri hægt að fresta mynt-
breytingu nú þar eð hætt var, þegar
fyrir nokkru, prentun hinna gömlu
seðla, svo vant myndi verða gjald-
miðils og valda öngþveiti í efna-
hags-, atvinnu- viðskiptamálum, ef
fresta ætti myntbreytingu um ára-
mót.
Ríkisstjórnin hefur enn í umfjöll-
un, hverjar verði hliðarráðstafanir.
Það mál er í deiglu en verður lagt
fyrir þingið þegar og fullbúið er. Eg
get þó endurtekið það persónulega
álit mitt, og vísað um leið til
stefnuræðu forsætisráðherra og at-
hugasemda fjármálaráðherra með
fjárlagafrumvarpi, að gera þarf
samræmdar ráðstafanir, er taka á
ölium þáttum verðmyndunar.
Að fresta 1.
desember
Halldór Blöndal (S) vísaði til
fyrri ummæla Tómasar, að fresta
bæri verðbótum á laun 1. desember
nk. unz efnahagsráðstafanir yrðu
tiltækar. Hann sagði óhjákvæmi-
legt að ríkisstjórnin, í ljósi sam-
ráðsyfirlýsinga, legði fram ráða-
gerðir sínar áður en eða á meðan
ASÍ-þing stendur. Svar ráðherra
hér og nú hefði hins vegar hvorki
verið skýrt né fullnægjandi. Hall-
dór minnti og á að vinstri stjórnin
1978 hefði skorið niður tvö vísitölu-
stig með loforðum um samsvarandi
lækkun skatta. — Tímabært væri
fyrir fjármálaráðherra, Ragnar
Arnalds, að svara því nú, hvort
hann hygðist standa við það fyrir-
heit sem enn væri óefnt.
Hvað kostar þessi
„hugarfarsbreyt-
ing“?
Ragnhildur Ilelgadóttir (S)
sagði tímabært að létta þagnar-
skyldu af viðskiptaráðherra svo
hann gæti gefið þingi og þjóð
umbeðnar upplýsingar í afgerandi
máli. Hún vitnaði til orða, sem
ráðherrar hefðu látið falla, varð-
andi gjaldmiðilsbreytinguna, sem
stuðla hefði átt að „hugarfarsbreyt-
ingu“ þjóðarinnar í verðbólgumál-
um, að þeirra dómi. Gjaldmiðils-
breytingin ein, án aðgerða er
tryggja markmið hennar, er blekk-
ing, sem veldur naumast „hugar-
farsbreytingu“. En vill nú ekki
forsætisráðherra, eða einhver ann-
ar ráðherra, svara þeirri spurningu,
hvað þessi „hugarfarsbreyting"
(gjaldmiðilsbreyting) kostar þjóð-
félagið?
Vanvirðing við
þing og þjóð
Matthías Bjarnason (S) sagði
ekkert eðlilegra en þingmenn
spyrðu óhjákvæmilegra spurninga
varðandi viðblasandi efnahags-
vanda og væntanleg viðbrögð
stjórnvalda. Það væri þingleg
skylda þeirra og þinglegur réttur.
Engu væri likara en ríkisstjórnin
væri bæði heyrnarlaus og mállaus
og raunar sitthvað bogið við önnur
skilningarvit hennar að auki. Frá
henni kæmu engin svör, hvorki til
þingmanna né „samráðsaðila" að
Ólafslögum.
Hvar er verið að vinna að endur-
skoðun nýs vísitölugrundvallar,
eins og látið er að liggja? Hvert
hefur samráðið verið, sem lofað var,
við launafólkið í landinu varðandi
þetta kjaraatriði?
Kona á priki
Pétur Sigurðsson (S) sagði kom-
ið fram að færustu sérfræðingar
stjórnvalda fengjust nú við verð-
bólguvandann, en dult færi, hverjir,
hvar og hvernig væri að verki
staðið. Hann sagði menn ekki hafa
litið til þess möguleika, sem hæst-
virtur forsætisráðherra hefði áður
reynt, samanber fréttir um konu á
priki norður við Kröflu á sinni tíð.
Pétur sagði ódrengilegt, er þing-
menn reyndu að æra Guðmund J.
Guðmundsson í ræðustól, úr þagn-
arró. Annar Dagsbrúnarfulltrúi á
ASÍ-þingi hefði tekið af GJG ómak-
ið í útvarpinu í gærkvöldi (dagur og
vegur). Sá hefði sagt kaupmáttar-
rýrnun 1114% frá því í september
1978 en á þessu tímabili hefðu allir
svokallaðir vinstri flokkar lagt
hönd á stjórnvöl. Þessi Dagsbrún-
arfulltrúi hefði og farið hinum
háðulegustu orðum um „baráttu"
ríkisstjórnarinnar gegn verðbólg-
unni.
Vonbrigði
Eyjólfiír Konráð Jónsson (S)
sagði menn hafa búizt við mark-
verðum svörum og upplýsingum frá
viðskiptaráðherra, eftir að þessum
dagskrárlið hefði verið sérstaklega
frestað, að beiðni utanríkisráð-
herra, til að réttur ráðherra gæti
gefið rétt svör „frá fyrstu hendi".
En það fólst ekkert í svörum
ráðherrans og þau valda vissulega
vonbrigðum. Slík neitun á upplýs-
ingum í afgerandi máli fyrir þjóð-
arbúið er vanvirðing við Alþingi.
Ráðgerð myntbreyting er óðs
manns æði án marktækra hliðar-
ráðstafana. Þingið á heimtingu á
svörum af hálfu ríkisstjórnarinnar.
Sama gildir um ASÍ-þing og þjóðina
alla. Að lokum skoraði EKJ á
forsætisráðherra að svara fyrir-
spurn frá Pétri Sigurðssyni, þess
efnis, hvort fulltrúar 40 þúsund
launþega, sem mæta til ASÍ-þings
24. nóvember nk., fái „skýrðar
fyrirhugaðar ráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar, sem boðaðar voru í
stefnuræðu forsætisráðherra að
fylgja myndu í kjölfar myntbreyt-
ingarinnar?"
Búið að svara
fyrirspurninni
Gunnar Thoroddsen, forsætis-
ráðherra, sagði að búið væri að
svara dagskrárspurningunni frá
Þorvaldi Garðari, hvort unnt væri
að fresta gjaldmiðilsbreytingunni.
Þeirri gjörð verður ekki frestað.
Fyrirspurnum Péturs Sigurðssonar
og Halldórs Blöndal verður svarað
er þær koma á dagskrá. Það er ekki
þinglegt að krefjast svara við þeim
fyrr. Ráðherra sagði rangt að verð-
bólga æddi áfram. Hún væri minni
í ár en í fyrra. Og fyrirspurn um,
hvað hugarfarsbreyting þjóðarinn-
ar kosti efast ég um að að hægt
verði að svara, þó allir hagfræð-
ingar okkar verði settir í gang.
Hvað um ASÍ-þing?
l’étur Sigurðsson (S) ságði utan-
ríkisráðherra hafa lofað svörum um
hliðarráðstafanir á þessum degi.
Gjaldmiðilsbreytingin hefði verið á
verkefnaskrá stjórnarinnar frá því
í febrúar sl. og stefnuræða forsæt-
isráðherta tæki af öll tvímæli um,
að samræmdar efnahagsráðstafan-
ir skuli fylgja í kjölfar hennar.
Spurningin er hvort ríkisstjórnin
hyggst veita Alþingi og fulltrúum
40.000 launþega á ASI-þingi svör
við brennandi spurningum. Eftir
1114% kaupmáttarrýrnun frá því í
september 1978 á ASÍ-þing siðferði-
lega kröfu á því að fá að vita, hvort
höggva á enn í nýgerða kjarasamn-
inga.
Mergurinn málsins
Ragnhildur Ilelgadóttir (S)
sagði rangt hjá forsætisráðherra að
óþinglegt væri að spyrja um
grundvallaratriði og forsendur þess
að gjaldmiðilsbreytingin, dag-
skrármáiið, næði þeim markmiðum,
sem að væri stefnt; — eða það
aðgerðarleysi og ósamkomulag í
ríkisstjórn, sem snúið gæti mynt-
breytingunni upp í andstæðu sína
hvað árangur varðar, þ.e. að hún
yrði til tjóns í stað gagns fyrir
þjóðarbúið. Hér hefði einungis ver-
ið spurt um merg málsins, og
fullkomlega á þinglegan hátt. Þá
endurtók RII spurningu sína um
kostnað gjaldmiðilsbreytingar
(„hugarfarsbreytingar") og sagðist
ekki trúa því, að þá kostnaðartölu
vantaði í búreikninga ríkisstjórnar-
innar.
Tómas Árnason viðskiptaráðherra.
Ekki réttur
samanburður
Magnús II. Magnússon (A) sagði
vísitölur erlendis vera reiknaðar út
mánaðarlega og yfirfærðar á árs-
grundvöll. Hér væru þær reiknaðar
út á 3ja mánaða fresti (sem væri
ónákvæmara) og yfirfærðar á árs-
grundvöll. Þegar forsætisráðherra
fengi út verðbólguhjöðnun 1980,
miðað við 1979, notaði hann rangar
reikningsforsendur. Hann notaði
fyrst 3ja mánaða tímabil 1981, sem
út af fyrir sig væri rétt, en aðra
aðfcrð til að fá út samanburðartölu
1979, eða ársgrundvöll. Ef notaður
væri samanburðargrundvöllur
sömu mánaða 1979 og 1980 væri
samanburðartalan 41,2% 1979 en
51% 1980. Sú væri útkoman í
verðbólguvextinum ef réttur sam-
anburður eða sambærilegar tölur
væru notaðar. Það er fyrir neðan
virðingu ríkisstjórnar að notast við
svoddan blekkingu, eins og hún
hefur gert í þessu máli, sagði MHM.
Ráölaus ríkisstjórn
Geir Hallgrimsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði það
hald sumra manna að stjórnar-
myndunin í febrúar sl. hefði ekki
sízt snúizt um „samræmdar efna-
hagsaðgerðir". En ekkert hefði á
þeim bólað síðan. Framsóknarmenn
létu að vísu í sér heyra á 3ja
mánaða fresti, en ekkert gerist.
Alþýðubandalagsráðherrar yppta
öxlum en þriðji aðilinn virðist
stikkfrí í leiksýningunni.
Sama er hvort spurt er um hvað
ríkisstjórnin ætli að gera eða hve-
nær væntanlegar ráðstafanir verði
kunngjörðar Alþingi, sem á um þær
að fjalla, svarið er sama þögnin,
sama aðgerðarleysið, sama ráðleys-
ið. Þrátt fyrir „holskeflutal" við-
skiptaráðherra þegja aðrir ráðherr-
ar. Allt þetta bendir til að ríkis-
stjórnin sé enn jafn ósamstiga um
efnahagsráðstafanir og þegar sam-
ið var um ráðherrastólana í febrú-
armánuði sl.
Að gefa upp boltann
Karvel Pálmason (A) sagði Tóm-
as Árnason, ráðherra, hafa „gefið
upp boltann" fyrir hálfum mánuði
er hann lét þau orð falla að eftir
grunnkaupshækkanir yrði ekki
komizt hjá efnahagsaðgerðum
stjórnvalda. Vilja ráðherrar, t.d.
ráðherrar Alþýðubandalags, lýsa
því yfir ótvírætt hér og nú, að
ekkert það verði í komandi efna-
hagsráðstöfunum, sem gengur á
nýumsamin kjör launafólks innan
ASÍ? Ef ekki fást skýr svör við
þessari spurningu, aðeins mark-
laust hjal og rósatal, verður ASÍ-
þing að grípa til sinna ráða.
AIMÍIGI
Hvers vegna þegja
stjórnarliðar?
Sigurgcir Sigurðsson (S) sagði
hér fjallað um eitt meginskyldu- og
viðfangsefni Alþingis, sem snerti
alla þætti þjóðarbúskaparins, verð-
bólguna. En hvers vegna þegja allir
óbreyttir þingmenn stjórnarliðs-
ins? Bendir það til þess að þeir viti
þegar, hvað á spýtunni bangir, þó
þögn þyki heppileg fram yfir til-
teknar dagsetningar.
„Taka þarf á öllum
„kostnaðarþáttum“
Tómas Árnason, viðskiptaráð-
hcrra, sagði eðlilegt að þingmenn
spyrðu margs varðandi þetta um-
' ræðuefni. En svör yrðu að bíða síns
tíma og sjálfgefið væri að leggja
þessi mál fyrir Alþingi þegar full-
unnin væru í hendur þess. Hér var
kallað fram í: „fyrir jól?“ Ég vil
ekkert segja um dagsetningar,
sagði ráðherra.
Ég tel rétt að tekið verði á öllum
kostnaðarþáttum verðmyndunar,
ekki bara kaupþættinum, heldur
öllum þáttum, þar á meðal verðbót-
um á laun, fiskverði o.fl. Lækka má
skatta til að tryggja kaupmátt
lægstu launa.
Fiskverð — þáttur í
launum sjómanna
Pétur SÍKurðsson (S) sagði fisk-
verð ákvarðandi fyrir laun sjó-
manna. Að gefnu tilefni í orðum
viðskiptaráðherra vil ég staðhæfa,
að ekki verður tekið með sama
hætti á kjaraskerðingu um fiskverð
nú og stundum áður.
Sammála um
meginatriði
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) sagði þessa umræðu sýna, að
fyrirspurn hans hefði verið tíma-
bær. Allir, sem talað hafa, eru
sammála um, að myntbreyting án
samræmdra hliðarráðstafana er
haldlaus. Og staðreynd er, að sam-
ræmd efnhagsstefna er enn ekki til
hjá ríkisstjórninni, sem þó var talin
mynduð um slíkt fyjrirbæri. Nú, á
elleftu stundu, getur ríkisstjórnin
ekki tíundað hvað fylgja á mynt-
breytingunni, til að gera hana
gildandi. Verst er að tíminn er
hlaupinn frá okkur, sagði ÞGKr, þó
síðbúin stefna fæðist. Myntbreyt-
inguna hefði þurft að undirbyggja
með vandlega undirbúnum, sam-
ræmdum ráðstöfunum, sem verið
hefðu henni farvegur til gagns.
Þennan farveg hefur láðst að
byggja.
Tómas boðar krukk
í kjarasamninga
Karvel Pálmason (A) sagði Tóm-
as Árnason kjarkaðastan og hrein-
skiptastan ráðherranna í þessu
máli. Ekki væri þó hægt að túlka
orð hans um verðbætur á laun,
fiskverð o.fl. á annan veg en þann
að þau miði að skerðingu þeirra
kjaraatriða, sem aðildarfélög ASÍ
sömdu um 24. október sl. Þetta
kæmi og fram í frétt Tímans 7.
nóvember sl., höfð eftir ráðherran-
um. Hér er boðuð ákveðin skerðing
á nýgerðum kjarasamningum.