Morgunblaðið - 19.11.1980, Side 29

Morgunblaðið - 19.11.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 29 Fulltrúar okkar á Alþingi og allir góðir íslendingar, stöndum saman um að alfriða rjúpuna á næsta ári. Látum árið 1981 verða friðarár rjúpunnar." Enn um rjúpuna Veiðimaður skrifar: Á hverju hausti getur að líta í lesendadálkum dagblaðanna kveinstafi grátkvenna og sjálf- skipaðra verndara dýra og fugla í þessu landi. Oft þlöskrar mér þruglið og þvættingurinn í þessum skrifum, en oft eru líka gullkorn inn á milli. Með lækkandi sól virðist sem ákveðinn hópur lands- manna fái kast og fyllist með- aumkun með rjúpunni, og úthelli síðan tárum sínum yfir lesenda- dálkana rjúpunni til varnar. Ekki hef ég nennt að svara þessu fólki, enda erfitt að koma vitinu fyrir þá, sem láta stjórnast af tilfinn- ingum einum saman. Þó fékk ég nóg þegar ég las Velvakanda síðastliðinn fimmtudag. Þar var greinarstúfur eftir Sigríði nokkra G. og hélt ég satt að segja að ekki væri hægt að koma jafn mikilli endaleysu fyrir í jafn stuttri grein. En það er víst flest hægt þegar vitleysan er annars vegar. Og nú byrja ég að skjóta ... Að vera ósamkvæm- ur sjálfum sér Sigríður G. segir að rjúpan sé mikil prýði „fjallanna okkar" og vissulega er það rétt. En eru ekki fiskarnir í sjónum prýði sjávarins, eru þeir ekki drepnir og étur ekki Sgiríður þá oft í viku? Eru laxar og silungar ekki prýði ánna og vatnanna og eru þeir ekki drepnir og étnir og jafnvel af Sigríði sjálfri? Eru lömbin, folöldin, kálf- arnir og grísirnir ekki prýði sveit- anna, allt er þetta drepið og étið og varla lætur Sigríður sitt eftir liggja í því efni frekar en aðrir? Og svo eru það gæsirnar ... og endurnar ... og hreindýrin ... sjófuglarnir og ... Er það ekki að vera ósamkvæm- ur sjálfum sér að ætla sér að gerast sjálfskipaður verndari rjúpunnar einnar, en gleyma öll- um öðrum dýrum og fuglum? Þeir sem þannig breyta ættu að hugsa sig betur um eða þegja ella. Fáir veiðimenn sem ekki fylgja lögunum Sigríður segir að það sé mikil grimmd að skjóta rjúpu. Það er ekki meiri grimmd því samfara en þegar hvert annað dýr er aflífað á skjótan og öruggan hátt. Hins vegar er sá munur á veiðimennsku annars vegar og slátrarastarfi hins vegar að veiðimaðurinn getur notið útiveru og heilnæms lofts, skynjað náttúrufegurðina og full- nægt veiðieðlinu um leið, sem er arfur okkar allra og blundar í öllum mönnum, þó misdjúpt sé á því. Þá er einnig hitt að fáir hafa jafn mikinn silning á náttúru- vernd og náttúrufriðun og sport- veiðimenn, því þeir eru ekki at- vinnudráparar og því lausir við hagsmunablindu af einhverju tagi. Veiðimenn eru almennt fyllilega til umræðu um það hvort friða þarf einhverjar tegundir og fáir eru innan þeirra hóps sem ekki fylgja lögunum. Og þá komum við að einu gullkorni Sigríðar. Haglabyssur eru alls ekki bannaðar Hún heldur því blákalt fram að „veiðimennihnir séu svo blindaðir af drápsgirni að þeir gerist lög- brjótar og noti haglabyssur"!!! Þessi einkennilega fullyrðing gerir raunar allan málflutning Sigríðar alltortryggilegan. Haglabyssur eru nefnilega alls ekki bannaðar og raunar ekki rifflar heldur. Að vísu eru sumar haglabyssur bann- aðar, þ.e. haglabyssur með hlaup- víddina 10 og þaðan af stærri, en slíkar byssur eru fátíðar orðnar, enda hafa þær verið bannaðar í mörg ár og efast ég stórlega um að Sigríður eigi við þær. Hún hefur greinilega enga slíka þekkingu til að bera. Engan veiðimann þekki ég svo tilfinningalausan Og Sigríður heldur áfram og fullyrðir að veiðimenn særi fleiri fugla en þeir drepi og dregur síðan upp mynd af særðu dýri og kvölum þess. Ekki efást ég um að dýr og fuglar kveljist séu þau særð, en það er áhætta sem veiðimenn taka. Auk þess reyna menn auð- vitað að aflífa dýr á sem fljótast- an og hreinlegastan hátt. Þar fyrir utan er rjúpan það veik- byggður fugl að hún deyr yfirleitt samstundis, eða örskömmu eftir að hún er skotin. Það heyrir til algerra undantekninga ef særð rjúpa sleppur úr höndum veiði- manns. Og engan veiðimann þekki ég svo tilfinningalausan að hann líði ekki fyrir það að missa særðan fugl úr höndum sér. Að lokum vil ég beina þeim tilmælum til Sigríðar G. að skoða nú hug sinn áður en hún fer að bera svona þvætting í fjölmiðla, það verður henni bara til háðung- ar. Það sannast vel í þessu eins og mörgu að vanþekkingin er manns versti óvinur. Vona að mér hafi tekist að hafa þessi mótmæli það kröftugleg að hún hlífi lesendum við frekari skrifum um rjúpuna að son, Hermann Gunnarsson og Jón Ásgeirsson. Með þökk fyrir birtinguna." Breyttur símatími Um leið og Velvakandi hvetur lesendur til að láta í sér heyra, annað hvort bréflega (bréf þurfa ekki að vera vélrituð) eða símleið- is, vill hann vekja athygli á breyttum símatíma. Nú geta les- endur hringt frá kl. 10—.12. Sím- inn er 10100. Þessir hringdu . . . Hlýtur að vera misskilningur Ragnar Júlíusson, skólastjóri Álftamýrarskóla, hringdi vegna fyrirspurnar í Velvakanda-dálk- um á laugardag: — í framhaldi af fyrirspurn sinni kemur G.A. með mjög svo villandi upplýsingar. í þeim grunnskólum borgarinnar sem ég þekki til, fyrirfinnast ekki þessar greiðslur fyrir pappír sem G.A. nefnir, þ.e. kr. 4.500 tvisvar á ári. í Álftamýrarskóla er t.d. eitt Skólarnir ger; hreint fyrir sinum dyrum G.A. hringdi til Velvakanda ob kvaftst vera 5 (skóla)barna faftir. - Mig langar til að fara gýald, kr. 2.500. Það gjald mun vera algengt í grunnskólum borg- arinnar. í öðru lagi nefnir G.Á. ónúmeraðar kvittanir. Þar er því til að svara, að borgarendurskoð- andi og skrifstofustjóri fræðslu- stjóra endurskoða árlega alla sjóði í vörslu grunnskóla borgarinnar og fylgir uppgjöri skrá yfir nem- endur, bæði fjölda og nafn hvers nemanda. Milli 95 og 100% nem- enda greiða pappírsgjöldin, svo að auðvelt er að fylgjast nákvæmlega með skilum. I þriðja lagi eru innheimt gjöld vegna 6 ára barna (ath. þau eru ekki skólaskyld) tvisvar á ári og eru kvittanir gefnar út og númeraðar af borg- arsjóði. Gjöldin eru lögð í borg- arsjóð, enda allt efni greitt af honum. I fjórða lagi spyr G.A. hvort framlög ríkis tiægi ekki fyrir námsgögnum. Námsgagna- miðstöðin svarar sjálf fyrir sig, en vitað er að ráðstöfunarfé þeirrar stofnunar nægir ekki fyrir útgáfu skólabóka, hvað þá pappír til dreifingar. í fimmta lagi spyr G.A. um hvernig þessu sé háttað í skólum utan borgarinnar. Um það veit ég ekki. G.A. ætti að tala skýrar og undir fullu nafni. Með því móti auðveldaði hann réttum aðiltim að leiðrétta þann misskiln- ing sem þarna hlýtur að vera á ferðum. SIGGA V/öGÁ 2 iiLVl^AU 2ttorjyimliTafciií> fyrir 50 árum „Um síðustu helgi gerist merkisatburður í sögu Reykjavíkur. Leitt var vatn úr Laugunum í fyrsta sinni inn til bæjarins, til upphitun- ar í barnaskólanum nýja. Vegalengdin frá barnaskól- anum nýja inn að Laugum er 2800 metrar. Vatnið sem dælt var þar í pípurnar var 84° heitt. En er það kom í barna- skólann hafði það kólnað um 3 stig. Daduútbúnaðurinn við Laugarnar er ekki enn full- gerður, svo hraði vatnsins í pípunum er ekki enn eins mikill og hann verður. þegar allt er fullgert. Þegar feng- inn er fullur rennslishraði mun vatnið aðeins kólna um 2 gráður á leiðinni... Ilitaeinangrunin er ekki erfiðasta viðfangsefnið. Verra er við að eiga útþenslu pípanna. Þegar þær hitna, lengjast þær um 1 %c þ.e.a.s. á leiðinni frá Laugunum að barnaskólanum lengist pípu- leiðslan um nál. 3 metra ...“ Börnin safna í sund- laugarsjóð í Garðinum Garði. 17. nóvember. BYGGING sundlaugar hefir verið ofarlega í huga þorpsbúa og sveitarstjórnarmanna í árafjöld. Lítið hefir þó gerst í því máli enn sem komið er hvað varðar framkvæmdir en undirbúningsvinna hefir þó verið unnin og er nú svo komið að aðeins er beðið eftir grænu ljósi frá ríkinu. Ekki má byrja á verkinu fyrr en byggingin er komin í fjárhagsáætlun en hún mun væntanlega og vonandi verða í næstu fjárhagsáætlun rikisins. Unga kynslóðin í Garðinum bíður að sjálfsögðu í ofvæni eftir sundlauginni og hafa börnin byrj- að að safna peningum í bygging- una með ýmsu móti. Sum barn- anna selja blóm, önnur halda hlutaveltu og svo mætti lengi telja. Meðfylgjandi myndir hefir byggingarfulltrúinn, Hreggviður Guðgeirsson, tekið af börnunum þegar þau hafa komið með fram- lag sitt á skrifstofur hreppsins í sumar og haust. Arnór. Þau söfnuðu 11.705 krónum. Efri röð frá vinstri: Birna Petrína Sigurgeirsdóttir, Sigriður Brynjarsdóttir, Hilmar Bragi Bárðarson. Gunnrún Theodórsdóttir. Fremri röð: Sveinn Magni Jensson. Jens óli Jensson, Helgi Már Sigurgeirsson, Sæmundur Sæmundsson og Karl Friðriksson. Þær söfnuðu með hlutaveltu. talið frá vinstri: Inga Rut Ingvarsdóttír. Ragnar Helgi Ingvarsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Þessar þrjár stúlkur söfnuðu 127.000 krónum með blómasölu. Talið frá vinstri: Gunnrún Theodórsdóttir, Birna Sigurgeirsdóttir og Guðjónina Sæmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.