Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 22

Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 22
86 FYRRI GREIN MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 uncin Komið við í Kairó borg sneisafullri af níu milljón manns ViO vorum á leiOinni utan frá píramídunum i Giza ok þaO var farið að halla de>fi. UmferOarönB- þveitið var meira en éK K«*t með orðum lýst: hílarnir næstum því hver upp á <)ðrum. menn voru að fara heimleiöis með úifaldahjarð- ir sínar eftir vinnudaK við píra- mídana. hjólreiðamenn þva-ldust inn á milli ok strætisvaKnarnir hlunkuðust þynKslaleKa áfram, svo troðnir að menn hénKU utan á þeim hvað þá annað. Mér varð huKsað til þess, hvað myndi Kerast, ef sjúkrahíll eða slökkvi- lið þyrfti að komast leiðar sinnar. I>að var utan míns skiln- inK-s að sjá. hvernÍK það mætti Kerast að ryðja þeim hraut. Nú — ef Sadat væri til da-mis á ferð <>k að flýta sér. Skyldi hann þá þurfa að híða tímunum saman eins ok við ok allir flautuðu <>k píptu eins og þeir ættu lífið að lcysa. Klifrað upp í píramídana — rölt um gamla basarii Móses — og fábj larti Sorphreinsun í Kairó Píramídarnir voru sem sagt svipadir og i myndunum, en úlfaldarnir voru frábærir Daginn eftir verð ég fyrir til- viljun vitni að því, að Sadat er á ferð. Ég hafði verið á rölti niður með Níl, skammt frá Hotel Shep- heards, sem ég bjó á. Þe**^ var rétt fyrir háfj»gl0 0g umferðjn var oslitin. Fyrir sérstaka þrautseigju hafði mér hálfri klukkustund áður tekizt að komast yfir þessa götu og var nú að byrja að skipuleggja, hvernig ég ætti að bera mig að til að komast aftur yfir á hótelið. Og allt í einu fer eins og þytur um heitt loftið ... Lögregluþjónar á hverju strái, engu er líkara en þeir hafi sprottið upp úr jörð- inrd... Þeir eru ábúðarmiklir og eftirvæntingarfullir í senn — þeir stjórna þarna á horninu dálitla stund og það lá við ég neri augun í forundran, mér er hulin ráðgáta hvernig þeir fóru að, en innan fárra mínútna sést ekki bíll svo langt sem augað eygði. Hér var eitthvað mikið að gerast og ég gleymdi mér hreint við að horfa á þetta og hafði ekki hugsun á að nota tækifærið og hlaupa yfir götuna. Síðan koma þrír eða fjórir lögreglubílar á ofsahraða með blikkandi ljós og sírenuvæl, nokkrar mótorhjólalöggur, svo tvær þrjár lúxuskerrur og loks birtist landsfaðirinn sjálfur, situr og hallar sér makindalega aftur á bak og egypzki fáninn blaktir á bílnum hans. Bílstjórinn keyrir ofsahratt, það liggur mikið á. Svo koma nokkrir löggubílar í vJ*^jt og þá er þett» '^iQ hjá Qg'jafn sKyndiIega og allir lögreglumenn- irnir höfðu birzt — jafn skyndi- lega hverfa þeir og gatan sem andartaki áður var auð og tóm er orðin svo full af bílum, að það liðu örugglega tíu mínútur áður en ég lagði í það sérstæða ævintýri sem það er að reyna að komast yfir götu í Kairó. Hvert sem litið er blasa við stórar myndir af Anwar Sadat forseta, veggspjöld og málverk. Af öllu er auðfundið að hann er elskaður og dáður af löndum sínum. Það er áreiðanlega verðs- kuldað, því að hann hefur ekki aðeins fært þeim þennan lang- þráða frið, hann hefur einnig beitt sér af mikilli einurð að bæta hag þessara fjörutíu milljóna þegna. Og á sínum tíma færði hann þeim sjálfsvirðingu þeirra aftur — þar sem var Yom Kippur-siríðið. Því gleyma þeir aldrei. Mér fannst að vísu þessi mikla aðdáun bera nokkurn keim af persónudýrkun, og það var ekki laust við það hvarflaði að manni, hvað hugsan- lega myndi verða þegar Sadat væri allur. Sem stendur er enginn arftaki í sjónmáli. Áður en ég fór til Kairó höfðu ýmsir orð á því, að það væri lítið vit í því að eyða þar dögum. Ef farið væri til Egyptalands ætti maður að fara til Luxor, Aswan, sigla á Nilarfljóti. Kairó væri skítug og fráhrindandi, fátæktin ólýsanleg og mergðin slík að maður gæti sig nánast ekki hreyft. Og flugvöllurinn í Kairó væri sá ruglingslegasti og erfiðasti ... Ég komst að raun um að í ýmsu áttn þessar úrtölur við a0 styðjast“ Hp.'.lálárahrifin voru vissulega þau, að Kairó væri sneisafull af þessum niu milljónum manna — það var ekkert mjög þrifalegt sums staðar þar sem ég rölti um í fátækari hverfunum, menn reyndu töluvert að plata sveitamanninn, það er öldungis alveg satt. En samt fannst mér Kairó heillandi borg — hávaðasöm, litrík og mögnuð. Að ganga um götur, sem allar eru alltaf fullar af fólki og bílum, setjast niður á iitlu veitingahúsi og panta stellu..Og eigandinn eins og fermingardrengur í framan oe segir að hér sé því ^.Í5ur ekkí seldur pá hringlar maður nokkrum smápeningum kumpán- lega framan í hann — og sjá, von bráðar stendur stór og vegleg stella á borðinu. Og allir gefa sig á tal við mig. Fólkið er forvitið, elskulegt og kurteist, en það er meira út undir sig en t.d. Jórdanir, en í Jórdaníu hafði ég verið fáeinum dögum áður. Ég rölti inn í verzlun að skoða — ekkert að kaupa, segi ég kaupmanninum. Hann hneigir sig niður í gólf. Þó ekki væri. Lætur ná í te og áður en ég veit af er auðvitað búið að selja mér heilan helling og kaupmað”-. in^veit að ée YSÍt H'o ég hef verið el0tuo. Samt uni ég glöð við, svo viðmótsþýtt er þetta fólk að það er ógerningur að stökkva upp á nef sér: slíka geðillsku myndi enginn maður skilja. Að vísu kom það fyrir næstsíðasta daginn, eða svona allt að því. Ég var að sækja forkunnarfagurt nisti, sem ég hafði pantað svo og útskorna taflmenn. Ég var var löngu búin að átta mig á að kaupmaðurinn hafði eiginlega platað mig meira en svo að ég gæti látið alveg kyrrt liggja. Og ég sagði honum það. Hann brást við eins og sannur Egypti, fékk nánast tár í augun vegna þessara óréttmætu ásakana og kallaði á Buibúl vin sinn úr næstu búð til að útskýra fyrir mér, hvað ég hefði hann fyrir rangri sök. Til að blíðka mig bauð Bulbul upp á bjór í menn- ingarklúbbnum sem var ekki steinsnar frá, þar sátum við úti á svölum og horfðum yfir Níl. Og Bulbul gerði það ekki endasleppt: hann bauð mér í hasspartí um kvöldið á einhverjum ótilteknum stað skammt fyrir utan Kairó. Þau ætluðu að hittast nokkur saman, ákaflega vandað og sóma- kært fólk sem stöku sinnum fékk sér reyk saman og skrafa um lífið og tilveruna. Hann sagði að auð- vitað myndi þetta ekki kosta mig nokkurn skapaðan hlut, en það myndi ekkert saka þótt ég kæmi með nokkur hundruð dollara, en hann gekk hreinlega út frá því sem gefnu að nóg væri til af slíku. Ég vissi ekki hvernig hann myndi bregðast við ef ég hafnaði þessu góða boði, svo að við mæltum okkur mót skammt ff" Snep- heards kvöídið. Hann bað mig að reyna að forðast að túristalög- reglan, sem er á verði við öll hótel, veitti mér athygli, hassneysla væri af einhverjum ástæðum stranglega bönnuð og þeir væru stundum ótrúlega þefvísir á að snuðra uppi hasspartí og hleypa þeim upp. Ég er ekki viss um að ég væri komin heim — þaðan af síður að ég hefði átt nokkuð eftir af skilríkjum eða peningum, ef ég hefði farið í hasspartíið. Hugrekk- ið hrökk heldur ekki svo langt. Þess í stað fór ég með tveimur sómakærum Dönum á Hilton í ágætan og ákaflega hættulausan kvöldverð. Það er öldungis rétt að það er afskaplega mikill hægangangur á öllu. Danirnir mínir tveir sögðust geta staðhæft, að það sem tæki hálftíma að hespa af í Danmörku gæti tekið vikur í Egyptalandi. Og það sem meira væri, mönnum væri fyrirmunað að skilja asa og stress sem Evrópumenn sýndu í viðskiptum og samskiptum. Þeir voru báðir hagvanir í Egypta- landi, því að þeir eiga viðskipti við heilbrigðisyfirvöld og sjúkrahús, og enn hafa þeir ekki sætt sig við þennan hægagang. Og víst hefði ég kosið að erindi mín hefðu fengið afgreiðslu i Press Center, þar var lofað öllu fögru og lítið gert. Þegar eg sá það, ákvað ég að slá þessu upp í grín, einbeita mér að því að skoða borgina og fara og skoða píramídana. Með þessa af- stöðu í vasanum varð Kairó-dvölin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.