Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 27

Morgunblaðið - 30.11.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 91 Ahmed-Móses hin skemmtilegasta og mig langar að fara þangað aftur. Einn daginn fóf ég i bílferð út ið Giza-píramídunum. Við vorum sex átta saman ásamt leiðsögu- manni. Við píramídana var múgur og margmenni, þar voru menn með úlfalda sína að bíða eftir viðskiptum, ferðamenn stíga á bak og svo er tekin af þeim mynd og úlfaldaeigandinn fær fyrir ein- hverja aura og varla varð þverfót- að fyrir litlum, áfjáðum krökkum sem voru að selja kort og smá- glingur. Leiðsögumaðurinn stikaði á undan okkur upp að píramídan- um fremsta. Svo er paufast inn í rökkrið í píramídanum og lagt af stað upp einhvern hænsnastiga. Það er eins gott að maður sé hvorki mjög lofthræddur né hald- inn innilokunarkennd. Ég veit ekki hvað við vorum lengi á leiðinni upp, þegar loks var komið á leiðarenda blésu allir eins og físibelgir, nema leiðsögumaður- inn. Síðan var eiginlega ekkert að gera nema skrönglast niður aftur, því að næsti flokkur beið að fá að klifra leiðina. Yfirleitt var niður- staða mín sú að píramídarnir væru ansi "V’ipáoir og á myndum, én úlfaldarnir eru frábærir. Ég hef aldrei skoðað almennilega svipinn á þeim fyrr en þarna er við sátum við píramídana og köstuðum mæðinni. Þessi upp- hafna ró og heimspekilegi sjálfs- ánægjusvipur þess sem veit flest öðrum betur, en fer vel með dramb sitt. Þessu næst var farið í papýr- usstofnun og okkur var sýnt hvernig Forn-Egyptar bjuggu til pappír og síðan gafst okkur kostur á (!) að festa kaup á myndum, gerðar á papýrus og var það ekki gefin vara, en falleg. Að svo búnu leiddi leiðsögumaðurinn okkur inn í ilmvatnsbúð, þar sem mælskur ungur maður tók að sér að gera okkur grein fyrir ótal egypzkum ilmvatnstegundum. Hann smurði okkur með einum tíu eða tuttugu tegundum, svo að við lyktuðum eins og rósagarður þegar þeirri meðhöndlan var lokið. Þá tók við kænskuleg viðleitni hans til að selja okkur glös af þessum höfgu ilmvötnum. Ég keypti pínulítið glas af Leyndardómum eyðimerk- urinnar handa tengdadóttur minni, en sumar konurnar voru miklu stórtækari og hefur sjálf- sagt endað með að verða ágæt viðskipti úr ekki stærri hóp. Einn morguninn ákvað ég að fara niður á gamla Bazarinn. Spurðist fyrir á hótelinu, hvað þeir héldu að bíll myndi kosta upp á þau býti að bílstjórinn biði eftir mér. Túristalögreglan kom mér til liðs og síðan sté fram gamall maður, skikkjuklæddur og bar merki hótelsins og bauð fram aðstoð sína fyrir svo sáralága aukaþóknun, að ég ákvað að þiggja leiðsögn hans. Hann sagðist ætla að ganga með mér og sýna mér varninginn og vernda mig fyrir ágengum kaupmönnum. Síðan myndi hann fara með mig í verzlun til vinar síns og þar þyrfti ég ekkert að kaupa, bara gera þeim þann heiður að þiggja kaffi. Þegar hér var komið sögu var ég orðin svo skóluð i bransanúm, að ég vissi að keypti ég eitthvað myndi hann fá 25 prósent í sinn hlut. En um slíkt talar maður ekki. Allra sízt við svona mann. Hann heitir Ahmed og er 74 ára og sagði að sumir kölluðu sig Móses. Hann hafði spakmæli á hraðbergi „menntun er matur heilans", sagði hann og bætti við að „peningar búa ekki til persónu- leika“ og klykkti út með það að „oft byldi hæst í tómri tunnu“. Hann sagðist oft hafa farið með Islendinga á Bazarinn, en síðar kom í ljós að hann hélt ég væri frá Alaska. Hvað um það, Ahmed- Móses leiddi mig samvizkusam- lega um Bazarinn, sem er skraut- legur og fjörugur, þar er hægt að fá allt sem hugurinn girnist, þar er hrópað og prúttað og allir skemmta sér konunglega. Við vor- um sjálfsagt hátt í klukkutíma að rölta um og Ahmed-Móses band- aði öllum frá sem gerðu sig þesslega í framan að þeir vildu að ég gerði kaup við þá. Þegar í verzlun vinar hans kom, var mér umsvifalaust borið kaffi og Daoud nokkur kom og sýndi mér ýmsa gripi sem ég gekk um með kaffi- bollann minn. Undir lokin var ég orðin nokkuð ákveðin í að festa kaup á leðurtösku og teppi. Daoud sagði, að þetta kostaði eiginlega ekki baun í bala, horfði í augun á mér og sagði að sjálfsagt myndi hann verða í marga daga að vinna upp tapið. En ég skyldi fá þetta á 40 egypzk pund af því ég væri svo brosmild. Fjörutíu pund eru svona 25 þúsund krónur og var i sjálfu sér sanngjarnt verð. Daoud spurði mig síðan hvort ég vildi koma með sér út að borða um kvöldið. Ég sagðist ætla að sýna Ahmed- Móses gripina og gerði það, þrátt fyrir eindregnar úrtölur Daouds. Og er ekki að orðlengja það, að hinum aldna heiðursmanni blöskraði svo góða verðið að hann lét snarlega lækka það um tíu pund — þó svo hann missti sjálfur spón úr aski sínum. Daoud fórnaði höndum í uppgjöf, pakkaði hlut- unum inn og tók mæðulega við þrjátíu pundum — og minntist ekki meira á að bjóða mér út um kvöldið. A leiðinni á hótelið aftur barst talið að samskiptum Egypta og ísraela m.a. vegna þess að nokkuð margir Israelar dvöldu á hótelinu þennan tíma og reglubundið flug og ferðamannaskipti eru orðin fastur liður milli landanna. Ahmed-Moses sagði að það væri ekki nokkrum vafa undirorpið að egypzka þjóðin stæði að baki Sadat og það væri sem fargi af henni létt eftir að friðarsamn- ingarnir voru gerðir milli þjóð- anna. Þó væru auðvitað mörg óleyst vandamál, en annars eðlis en fyrr. „Gefðu fólki fyrst mat — og síðan byssuna," sagði hann og lét mig um að draga ályktanir af þessari speki. Ferðamannastraumur hefur aukizt mjög í Egyptalandi. Það hefur ekki tekizt að taka á móti öllum þeim, sem vilja koma og mikill skortur er á hótelherbergi- um í Kairó. Mér söKou ýmsir að það væri meiri háttar tilviljunar- heppni að ég skyldi fá inni á hóteli með jafn stuttum fyrirvara og ég hafði á. Egypzka stjórnin ætlar sér að gera stórátak í þessum efnum á næstu árum. Tölurnar yfir ferðamenn nú eru ekki háar, sé miðað við mörg Evrópulönd. Arið 1980 var reiknað með að um 1,5 milljón kæmi til landsins og til samanburðar má geta þess að í fyrra komu um 35 milljónir til Spánar af ferðamönnum, 5 millj- ónir til Grikklands og næstum 4 milljónir til Portúgals. En Egypt- ar gera sér grein fyrir mjJ^lysGgi þess að bætS áostöðu fyrir ferða- menn og ég get ekki annað sagt en að það sem ég kynntist í Kairó var allt í sómanum. Shepheards-hótel- ið hafði ekki fengið sérstaklega góða umsögn í ferðamannabókum og sagt vera miðlungs í öllu. Mér fannst það fullboðlegt, herbergin stór og snyrtileg og ágæt tiltekt. Veitingastofa er á efstu hæðinni, þar borðaði ég einu sinni og horfði hugfangin út yfir Níl. Maturinn var ágætur og þjónustan lipur. Þar var yfirþjónn, sem ég kallaði Digga með sjálfri mér, því að hann minnti mig á Sigurð S. Magnússon, prófessor. Á neðstu hæðinni var bar og önnur veit- ingastofa, sem er opin allan sólar- hringinn og þar var ágætt úrval smárétta. Öryggisvarzla var nokkuð mikil á hótelinu. Mér var sagt það væri ekki hvað sízt vegna dvalar ísrael- anna, sem voru greinilega í einna mestu uppáhaldi allra gesta. Og víst var það athyglisvert við kom- una til Kairó, að það fyrsta sem ég rak augun í þegar ég steig út úr vélinni, var flugvél frá EL AL sem einnig hafði verið að lenda. Þessu hefði verið tæpt að trúa fyrir þremur árum. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Húsgagnasýningar í dag frá kl. 3 til 6 Húsgagnaverslun Gudmundar, Smidjuvegi 2, Á. Gudmundsson, Skemmuvegi 4, Húsgagnaverslunin Skeifan, Smiöjuvegi 6, Húsgagnaval, Smidjuvegi 30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.