Morgunblaðið - 30.11.1980, Page 34
98
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
Jóla-umbúða-
pappír — Gjafapappír
20 cm — 40 cm — 57 cm rúllur. Félagsprent-
Mikið úrval, gott verð. Sendum út um smiðjail h/f
allt land. Spítalastíg 10, sími 11640.
NOACK
LJÓSKASTARAR
Viö bjóöum NOACK-leitarljóskast-
ara í 60 mismunandi útfærslum meö
halogen-perum 100—3000 wött og
langdrægi aö 3350 m viö 1 lux.
Einnig NOACK-ísljóskastara
100—2000 wött og langdrægi upp í
7 km. Áratuga góö reynsla á íslenzk-
um skipum.
Leitiö upplýsinga hjá:
SMITH & NORLAND H/F
Innflytjendur — verkfr.
Nóatúni 4 — sími 28300.
Sérstakt
kynningarverð
Allir vita, aö frönsk matar-
gerö er frábær,
En . . .
vissir þú, aö þaö er
franska Thermor eldavélin
einnig?
V'iö bjóöum Thermor eld-
hústæki svo séíT! 0jdavél-
ar, hellur, bökunarofna,
viftur o.fl. á sérstöku
kynningarveröi þessa
dagana.
Thermor er meöal stærstu
og viöurkenndustu fram-
leiöenda í sinni grein í
Evrópu.
Kjölur s.f.
Borgartúni 33, Reykjavík.
Símar: 21490, 21846.
Víkurbraut 13, Keflavík.
Sími: 2121.
Útsölustaöir:
ísafjörður: Póllinn. — Bolungarvík: Byggingavöruverzlun
Jóns Fr. Einarssonar. — Hvammstangi: Kaupfélag V-Hún-
vetninga. — Blönduós: Kaupfélag A-Húnvetninga. —
Húsavík: Bókaverzlun Þórarins Stefánssonar. — Hella:
Kaupfélagið Þór. — Vestmannaeyjar: Róbert Sigur-
mundsson. — Keflavík: Kaupfélag Suðurnesja. — Helliss-
andur: Óttar Sveinbjörnsson.
Húsavíkurpistill
Allt frá því að ég kom til
Húsavíkur í fyrsta sinn fyrir svo
mörgum árum að ég þori ekki að
nefna það — hefur mér aldrei
blandast hugur um að staðurinn
sé sérlega sumarfagur. Hins
vegar eru ekki ýkja mörg ár
síðan að svo æxlaðist til að ég
fór að eiga þangað erindi í
svartasta skammdeginu, þ.e.a.s.
um jólaleytið, og satt best að
segja fannst mér í fyrstu leika
æði svalur andblær um þennan
norðlæga kaupstað, en eftir því
sem þessum vetrarferðum fjölg-
aði hefur mér sýnst staðurinn
einnig búa yfir vissum tófrum á
þeirri árstíð.
Það dylst engum sem til
Húsavíkur kemur að það virðist
hafa verið lögð mikil alúð við
ræktun grenitrjáa og eru þau
bæði há- og fagurlega vaxin,
einnig má sjá þar spengilegar
aspir sem ekki kæmi mér á
óvart að næðu 8—10 m hæð.
sem er ríkjandi hjá kaupstaðar-
búum við að fegra lóðir sínar og
umhverfi með hverskyns rækt-
un.
Eftir því sem formaður deild-
arinnar, Svanlaug Björnsdóttir,
sagði mér er félagsstarfið
nyrðra með svipuðu sniði og hér,
reynt er að hafa einn fræðslu-
fund á ári og að vorinu er „opið
hús“ og gefst félögum þá tæki-
færi til að glugga í bækur og
tímarit og einnig skrár yfir
söluplöntur frá ýmsum gróðr-
arstöðvum, þá er fyrirgreiðsla
um piöntukaup veitt eftir því
sem ástæður leyfa hverju sinni.
Eitt mikilsverðasta atriðið í
félagsstarfinu taldi formaður þó
þau góðu kynni sem orðið hefðu
meðal félagsmanna, sem m.a.
opnuðu leið til plöntuskipta.
Plöntubasar sem jafnan er hald-
inn á vorin hefur komið sér vel,
ekki síst fyrir byrjendur í fag-
inu.
Vetur
við
Búðará
Ljósmynd
VlkurhlaðiA
Fleiri trjátegundir má nefna svo
sem birki, reynivið og lerki og að
viðbættum ýmsum runnagróðri
gefur þetta bænum notalegt
svipmót hvort heldur er á sól-
ríkum sumardegi er „laufi
skrýðist lundur" eða köldum
vetri meðan viðirnir eru snævi
þaktir.
Svo bar það við nú fyrir
skömmu að ég átti erindi til
Húsavíkur og fannst þá forráða-
mönnum GÍ tilvalið að ég tæki
með mér r.okkrar litskugga-
myndir af blómum því ekki
gefast deildunum úti á landi oft
tækiiæ.".' í'* slíkrar þjónustu frá
félagsins hálfu. Þegai" "ur^ur
kom var svo eitt kvöldið skotið á
fundi á Snælandi og áhugafólk
hvatt til þess að mæta. Þarna
var brugðið á tjaldið vel hálfu
öðru hundraði litmynda að
mestu leyti af fjölærum jurtum,
tók það fast að 3 klst. með stuttu
kaffihléi og var sannarlega
ánægjulegt að eyða kvöldinu
með þeim áhugasama hópi sem
þarna var samankominn. Húsa-
víkurdeild GÍ komst fyrst á blað
í ársskýrslu félagsins 1975 og
hefur allt frá þeim tíma unnið
þarft og gott verk og vafalaust
átt þátt í þeirr almenna áhuga
Það kom mér skemmtilega á
óvart hversu framarlega Hús-
víkingar, einkum konurnar,
standa í ræktun útirósa, og hafa
fengist við þá iðju um langt
árabil. Það merkilegasta í því
sambandi er að þar er ekki
eingöngu um ræktun aðfenginna
rósastilka að ræða, heldur
græðlingaræktun sem tekist
hefur frábærlega vel og veit ég
dæmi þess að um 60 blómstr-
andi rósir hafi verið þar í einum
og sama garði! Hef ég von um að
fá í þáttinn meiri vitneskju um
rósarækt þeirra Húsavíkur-
kvenna og jafnvel leiðbeiningar
— J)egar dag tekur að lengja.
í íölv hpssa spjalls langar mig
að minnast örfáum Cr?um * I
skruðgarð Húsvíkinga og úti-
vistarsvæði sem nú er í upp-
byggingu. Svæðið sem fyrir
þetta hefur verið valið er með-
fram Búðará að sunnan en áin
er mjög miðsvæðis í kaupstaðn-
um. Norðan árinnar er húsaröð
með gömlum og grónum görðum
sem þegar setja mjög svipmót á
þetta undurfagra svæði, sem ég
hygg að marga muni fýsa að sjá
áður en langt um líður.
Gangi ykkur vel á ræktunar-
brautinni, Húsvíkingar! Ums.