Morgunblaðið - 04.12.1980, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980
Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra:
Yill breytingar til
að lækka kostnað við
flugstöðvarbygginguna
Hefur lagt fram tillögu í ríkisstjórn um byrjunarframkvæmdir á næsta ári
„ÉG HEF borið fram tiIIöKU í
ríkisstjórninni um flugstöðvar-
hygginguna. þannig aö hafizt
verði handa á næsta ári,“ sagði
Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
Tveir meiddir
eftir bílslys
Djúpavogi, 3. desember.
UM áttaleytið í gærkvöldi var
framhyggðum Rússajeppa ekið
utan í jarðýtu sunnan Berufjarð-
ar. skammt innan við Djúpavog.
Tveir menn, sem voru í bílnum,
voru fluttir til Reykjavíkur í
gærkvöldi, en meiðsli þeirra voru
minni en á horfðist í upphafi.
Bíllinn er talinn ónýtur.
— Fréttaritari
ráðherra. er Mbl. spurði hann í
gær, hvað flugstöðvarmálinu liði.
Ólafur sagðist ekki geta sagt til
um. hvenær endanleg byggingar-
áætlun lægi fyrir. þar sem hann
hefði farið fram á breytingar í þá
átt aö lækka kostnaðinn við
bygginguna. Samkvæmt þeim
upplýsingum, sem Mbl. hefur
aflað sér munu niðurstöður nýj-
ustu kostnaðaráaúlunar vera á
bilinu 50—60 milljónir dollara.
eða jafnvirði 29—35 milljarða
króna. Inni i þeirri kostnaðar-
áætlun er um mismikinn fram-
reikning að ra“ða vegna verð-
bólgu í Bandaríkjunum og einnig
tölur yfir ýmsan kostnað utan-
húss, eins og við aðveitur, bila-
stæði og umhverfi.
Fast framlag Bandaríkjamanna
til flugstöðvarbyggingarinnar er
20 milljónir dollara, en einnig
hafa þeir fallizt á að greiða
kostnað af aðbúnaði utan flug-
stöðvarbyggingarinnar, sem tal-
inn er nema allt að 30 milljónum
dollara.
Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, sagði í samtalinu við
Mbl. í gær, að hann vildi ekki
nefna neinar.tölur um þá kostnað-
arlækkun, sem hann hefði farið
fram á, en endurskoðun bygg-
ingarnefndar mun beinast að því,
hvort unnt sé að haga málum
þannig, að kostnaður okkar af
flugstöðvarhúsinu verði sem næst-
ur framlagi Bandaríkjamanna,
sem er eins og fyrr segir 20
milljónir dollara, eða jafnvirði
tæpra 12 milljarða króna.
Mbl. spurði Ólaf, hvað hann
vildi fá mikið fé í framkvæmdir
við flugstöðina á næsta ári, en
hann kvaðst ekki vilja nefna
neinar tölur í því sambandi, þar
sem endurskoðun vegna beiðni
hans um breytingar væri ekki
lokið. Hins vegar sagðist hann
aðeins reikna með byrjun á fram-
kvæmdum og með öllu væri óvíst,
hvað hægt yrði að gera tímans
vegna á næsta ári, þótt samþykkt
fengist nú til framkvæmda. Mbl.
spurði Ólaf um undirtektir við
tillögu hans. „Það er ekki búið að
samþykkja hana,“ svaraði utan-
ríkisráðherra, „og óvíst, hvort
málið komizt í gegn, þótt það sé á
mínum óskalista."
Tryggingastofnun ríkisins:
Bætur afgreidd-
ar í bönkum
Þeir sem sækja bæturnar í stofnunina
geta sótt þær frá og með 12. desember
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Þrjú verk eftir
Tschaikofsky á
tónleikum í kvöld
SJÖTTU áskriftartónlcikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands verða í
Háskólabíói í kvöld kl. 20:30. Á
efnisskrá eru verk eftir Tschai-
kovsky, píanókonsert nr. 1,
Hnotubrjóturinn og 1812-forIeik-
urinn. I 1812-forleiknum gerði
tónskáldið ráð fyrir aðstoð lúðra-
sveitar og mun lúðrasveitin Svan-
ur vera hljómsveitinni til aðstoð-
ar. Einleikari á píanó er Shura
Cherkassky og stjórnandi Wolde-
mar Nelson.
Woldemar Nelson, sem er fædd-
ur í Úkraínu, lærði snemma fiðlu-
leik hjá föður sínum og hlaut hann
alhliða tónlistarmenntun við tón-
listarháskólann í Novosibrisk. Lék
hann síðan með ýmsum hljóm-
sveitum og kammersveitum og
nam síðan hljómsveitarstjórn.
Vann hann fyrstu verðlaun í
alþjóðasamkeppni í Moskvu 1971
og var eftir það aðstoðarmaður
Kyril Kondrasjins við Moskvu
Fílharmóníuna. Frá árinu 1977
hefur hann verið búsettur í
Vestur-Þýzkalandi.
Shura Cherkassky hefur oft
leikið hérlendis áður, bæði með
Sinfóníuhljómsveitinni og á ein-
leikstónleikum. Kom hann fyrst
fram 9 ára gamall í fæðingarborg
sinni, Odessa. Fluttist hann árið
1923 með fjölskyldu sinni til
Bandaríkjanna og eftir nám í
Curtis-tónlistarskólanum í Fíla-
delfíu ferðaðist hann um Amer-
íku, Afríku og Ástralíu og árið
1946 kom hann fyrst fram í
Evrópu. Hefur hann verið á stöð-
ugum hljómleikaferðum.
VEGNA yfirvofandi verkfalls
hankamanna hefur Trygginga-
stofnun ríkisins gert ráðstafanir
til greiðslu tryggingabóta nú
þegar. Samkvæmt upplýsingum
Eggerts G. Þorsteinssonar. for-
stjóra stofnunarinnar, geta þeir
tryggðu, sem fengið hafa greiðsl-
ur í gegnum lánastofnanir, sótt
bætur sínar í bankastofnanir frá
og með deginum í dag.
Slíkar greiðslur hafa venju-
legast verið greiddar inn á banka-
reikninga 10. hvers mánaðar, en er
nú flýtt. Um er að ræða allar
bætur Tryggingastofnunarinnar.
Þá hefur Tryggingastofnunin látið
alla umboðsmenn stofnunarinnar
utan Reykjavíkur og nágrennis
vita og munu þeir auglýsa sína
útborgunardaga hver í sínu um-
dæmi eins og venja hefur verið.
Hins vegar munu þeir, sem enn
hafa fengið greiðslur sínar beint
frá stofnuninni, geta vitjað þeirra
í stofnuninni frá og með 12.
desember.
Eggert kvað þetta vera varúð-
arráðstafanir, sem gerðar væru
vegna hugsanlegs verkfalls banka-
starfsmanna, sem koma á til
framkvæmda næstkomandi mánu-
dag. Eggert kvað ákaflega mikinn
ótta hafa gripið um sig meðal
fólks vegna þessa ástands og hefði
sími Tryggingastofnunarinnar
verið rauðglóandi í gær vegna
þessa.
Bankamenn kol-
felldu sáttatillöguna
— Bankarnir samþykktu — Sáttasemjari ræðir við deiluaðila árdegis
BANKAMENN kolfelldu sátta-
tillögu sáttanefndar rikisins i
allsherjaratkvæðagreiðslu um til-
löguna. Nei sögðu 1.295 eða
64,5%, já sögðu 779 cða 34,3%,
auðir seðlar voru 64 og ógildir 5.
Vetrarvertíð SV-lands:
Útlit fyrir minni
fiskgengd en var í ár
„AFKASTAGETA botnfiskaflot-
ans er yfir milljón tonn á ári,“
sagði Sigfús Schopka. fiskifræð-
ingur. á aðalfundi LÍÚ í gær og
hann hélt áfram: „Þessi stað-
reynd er þeim mun sárgræti-
legri. þegar allir útreikningar
sýna. að afrakstursgeta botn-
fiskstofnanna er ekki nema 800,
í hæsta lagi 850 þúsund tonn.“
Sigfús vék nokkuð að afla þessa
árs og horfum á næsta ári. Sagði
hann, að þorskaflinn í ár stefndi í
415 þúsund tonn þrátt fyrir aukn-
ar takmarkanir á árinu og fer
aflinn fram úr því, sem menn
væntu. Sagði hann meginskýring-
una á aflaaukningunni umfram
það, sem búist hefði verið við,
liggja í því, að þorskur hefði nú
aftur gengið hingað af miðunum
við Grænland. Ekki aðeins frá
A-Grænlandi, heldur einnig frá
V-Grænlandi og néfndi hann því
til stuðnings endurheimtur
danskra fiskmerkja.
Síðan sagði Sigfús: „Á næstu
vetrarvertíð kemur 1974-árgang-
urinn til hrygningar. Þessi ár-
gangur er lélegur og ólíklegt
verður að teljast, þótt aftur gangi
þorskur af Grænlandsmiðum
hingað á næstu vetrarvertíð, að sú
ganga verði nægilega stór til þess
að vega upp þennan lélega árgang.
Það má því búast við minni
fiskgengd á komandi vetrarvertíð
SV-lands, en var á þessu ári. Á
hinn bóginn mun stóri árgangur-
inn frá 1976 verða mikilvægastur
árganga í veiðunum á næsta ári
utan hinna hefðbundnu vertíð-
armiða SV-lands.“
Hafrannsóknastofnunin lagði í
ársbyrjun til, að hámarksafli á
ýsu yrði um 60 þúsund lestir, en
nú er útlit fyrir, að aflinn í ár
verði undir 55 þúsund tonnum,
sem var ýsuafli síðasta árs. Stofn-
unin lagði til að hámarksafli á
ufsa yrði einnig 60 þúsund tonn,
en útlit er fyrir, að aflinn verði
undir því hámarki. Nú er unnið að
endurskoðun á ástandi beggja
þessara stofna.
Karfaafli fer hins vegar fram
úr tillögum Hafrannsóknastofn-
unar fyrir þetta ár og þess má
geta, að Alþjóða hafrannsókna-
stofnunin hefur lagt til nokkurn
niðurskurð á karfaafla í N-Atl-
antshafi á næsta ári. Um grálúð-
una sagði Sigfús, að Hafrann-
sóknastofnunin hefði lagt til 15
þúsund tonna hámarksveiði grá-
lúðu á árinu, en útlit væri fyrir,
að aflinn yrði nær tvöfalt meiri.
Á kjörskrá voru 2.328 banka-
menn. og atkvæði greiddu 2.143
eða 92,1%. Sáttatillagan er felld
með meiri mun en samningarnir.
sem tókust um miðjan október.
Þá sögðu 57,8% nei, en 38,2% já.
Kjörsókn var þá heldur dræmari
eða 88.9%.
Atkvæðagreiðsla fór einnig
fram meðal bankaráða, en þar eru
alls 50 atkvæði og er vægi þeirra
mismunandi eftir stærð bank-
anna. Niðurstaðan þar varð, að
sáttatillaga sáttanefndar var
samþykkt með 49 atkvæðum gegn
Verkfall bankamanna kemur til
framkvæmda hinn 8. desember
næstkomandi, þ.e. á mánudag, ef
samkomulag tekst ekki fyrir þann
tíma. Vilhjálmur Hjálmarsson,
sáttasemjari í deilunni, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kveldi, að hann hefði boðað deilu-
aðila til sín árdegis í dag til skrafs
og ráðagerða og myndi hann eftir
það ákveða, hvenær sáttafundur
yrði boðaður. Sagði Vilhjálmur, að
allt yrði gert til þess að freista
þess að ná deiluaðilum saman, svo
að ekki þyrfti að koma til banka-
mannaverkfalls á mánudag.
Ediksöltuð síldarflök:
Framleiðslu hætt
í FYRRADAG var sent skeyti frá
Síldarútvegsnefnd til framleið-
enda á ediksaltaðri sild, þar sem
sagði, að þar sem kaupendur i
Vestur-Þýskalandi hafa krafist
tafarlausrar stöðvunar á fram-
leiðslu ediksaltaðra síldarflaka,
vegna framboðs erlendis á fersk-
síld frá íslandi á óeðlilega háu
verði. Þvi var i dag samþykkt á
fundi með framleiðendum, að
stöðva söltun á ediksöltuðum
flökum nú þegar.
Þá gerðist það í gær, að Helga
II, seldi síld í Hirtshals, á 1,08
danskar krónur. Ennfremur seldi
bátur í Cuxhaven fyrir mjög lágt
verð, eða 82 pfenninga kílógramm-
ið. Virtist það koma Þjóðverjun-
um gjörsamlega úr jafnvægi, að
sögn eins síldarverkanda er Morg-
unblaðið ræddi við í gærkvöldi,
enda verðið lágt (ca. 2,50 D.kr.)
beint inn á þýskan markað. Voru
Þjóðverjar sagðir mjög reiðir
vegna þessa í gær.
Eggert Knuth
greifi látinn
EGGERT Knuth, greifi, sem var
sendiherra Dana á Islandi á árun-
um 1956—59, er látinn, 79 ára að