Morgunblaðið - 04.12.1980, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980
14
RoUin’ right along
WMBtrAKO t'AU.
rw; of rur jovnsry
CLOSE ENCOUNTERS
OF THE SOVIET KIND
MRÍÍW*
The Houston Po?
Grocer\ clerks
won t c?
Conferees OK
budget, allow
for ’8i tax eut
Rússneski „Björn-
inn“ við Island vek-
ur mikla athygli...
EINS OG fram hefur komið
í fréttum, birti handaríski
fluRherinn nýlega einstæð-
ar myndir af því er rússn-
esk njósnaþota fór inn á
íslenzka loftvarnasvæðið í
septembermánuði sl. Mynd-
irnar hafa vakið KÍfurleKa
athygli erlendra hlaða ok
tímarita víðs vegar, eins ok
sjá má hér á síðunni.
Eins og jafnan er rússn-
esk njósnaþota kemur inn á
varnasvæðið, héldu tvær
bandarískar Phantom-þotur
til móts við Björninn í þetta
skipti. Þegar Phantom nálg-
ast rússneska Björninn er
hraði þotanna ofsalegur, yf-
ir þúsund mílur á klukku-
stund. Um leið og Phant-
om-þoturnar fara framhjá
Birninum, nota varnar-
liðsmenn táknmál til að
stugga við hinum óboðna
gesti, sem síðan breytir um
stefnu og fjarlægist. Phant-
om fylgir Birninum síðan
eftir, þar til hann er kominn
út af íslenzka loftvarna-
svæðinu.
Þessar óvelkomnu heim-
sóknir rússneskra njósna-
véla inn á íslenzka
loftvarnasvæðið hafa tíð-
kazt um langt árabil, en það
vekur athygli, að þeim hefur
fjölgað mjög á undanförnum
árum, eins og sést á því að á
árinu 1979 voru þær 170.
Árið 1978 fóru sovézkar
njósnaþotur um 150 slíka
leiðangra inn á loftvarna-
svæðið við ísland, en það ár
voru þeir nærfellt tvöfalt
fleiri en þeir voru að meðal-
tali næstu fimm ár á undan.
A-evrópskir kommúnistar:
Saka Vesturlönd
um nýtt kalt stríð
Prag, 3. desember. AP.
LUBOMIR Strougal. forsætisráð-
herra Tékkóslóvakíu. hefur sak-
að ýmsa aðila á Vesturlöndum
um að vera að hverfa aftur til
kaldastríðsáranna með því að
reyna að auka og efla vopnabún-
að vestrænna ríkja. Þá sögðu
Tékkar einnig í dag. að „hræsnis-
full“ væri sú samþykkt Efna-
hagsbandalagsins að bjóðast til
að hjálpa Pólverjum og vara
jafnframt við rússneskri íhlutun.
Strougal bar þessar ásakanir
fram í hádegisverðarboði til heið-
urs Willi Stoph, leiðtoga austur-
þýskra kommúnista, sem kom í
gær til viðræðna við tékkneska
ráðamenn. Það er í fyrsta sinn
sem æðstu ráðamenn þjóðanna
eiga fund með sér siðan verkfölhn
hófust í Póllandi í ágúst sl. Tékkar
og Austur-Þjóðverjar hafa verið
hvað harðastir í gagnrýni sinni á
þróun mála í Póllandi.
í yfirlýsingu, sem lesin var í
tékkneska ríkisútvarpinu, voru
leiðtogar Efnahagsbandalagsríkj-
anna sakaðir um hræsni í afstöðu
sinni til málefna Pólverja og
sagðir vera „að reyna að hvetja
pólsku þjóðina til andstöðu við
sína réttkjörnu fulltrúa". Sagt
var, að sú aðstoð, sem Pólverjum
hefði -borist frá Vesturlöndum,
væri „ekki til þess gerð að rétta
við efnahag þjóðarinnar, heldur
vatn á myllu andsósíalskra afla,
sem reyndu að grafa undan undir-
stöðum efnahagslífsins".
Afganistan:
14 foringjar vegn
• / /1• i / •
ír í fjolbylishusi
Nýju-Delhi, 3. desember. AP.
HAFT ER eftir vestramum sendi-
mönnum. að styrjöldin í Afgan-
istan sé nú með þeim hætti. að
afganskir skæruliðar geri
skyndiárásir á rússneska innrás-
arliðið og leppa þeirra. en forðist
meiriháttar átök. Sagt er. að
sovéskir hermenn ráði stærstu
burgunum. helstu þjóðvegum. en
andkommúnískir skæruliðar hafi
landið að öðru leyti á valdi sínu.
T7' ií
Veður
víða um heim
Akureyri 2 skýjaó
Amslerdam 7 heióskírt
Aþena 19 heiöskírt
Berlín 1 snjókoma
Chicago 0 skýjaó
Frankfurt -5 snjókoma
Faereyjar 2 skýjað
Genf 0 snjókoma
Helsinki 4 skýjaó
Jerúsalem 21 þoka
Jóhannesarborg 23 |>oka
Kaupmannahöfri i 3 skýjaö
Las Palmas 21 heiöskírt
Lissabon 9 heiðskírt
London 6 skýjaö
Los Angeles 20 skýjaö
Madrid 10 skýjaö
Malaga 14 léttskýjað
Mallorca 11 alskýjað
Miami 8 skýjaö
Moskva -5 snjókoma
New York 16 skýjaö
Osló 2 heióskírt
París 4 rigning
Reykjavík 1 súld
Ríó de Janeiro 28 rigning
Rómaborg 10 rigning
ðtokkhólmur 3 skýjaó
Tel Aviv 23 skýjaó
Tókýó 20 heiðskírt
Vancouver 1 snjókoma
Vínarborg - skýjaó
„Eftir 11 mánaða styrjöld situr
allt við það sama,“ var haft eftir
heimildum. „Sovétmenn hafa ekki
náð því takmarki, sem þeir settu
sér með innrásinni. Þeir ráða yfir
helstu þjóðvegunum og borgunum,
oftast nær, og yfir landsbyggðinni
aðeins þegar þeir eru með ógrvnni
liðs.“
I fréttum frá Pakistan segir, að
14 afganskir foringjar í her Karm-
als forseta hafi verið skotnir til
bana sl. laugardag, þegar tveir
menn ruddust inn í íbúðarblokk í
eigu stjórnarinnar og hófu skot-
hríð. Talið er, að ástæðan fyrir
morðunum sé valdabarátta innan
kommúnistaflokksins.
Haft er eftir heimildum í Kabúl,
að tveir sovéskir hermenn hafi
verið drepnir þegar þeir fóru
ránshendi um hús og híbýli í einu
hverfa borgarinnar. Rússneskir
hermenn og afganskir öryggis-
verðir umkringdu strax hverfið,
en íbúarnir tóku á móti þeim með
grjóthríð og vörnuðu þeim vegar-
ins. Urðu þeir þá frá að hverfa við
svo búið.
Mosley
látinn
London. 3. des. AP.
SIR OSWALD Mosley. leiðtogi
brezkra fasista á árunum eftir
1930. lézt í dag á heimili sínu í
Orsay, útborg Parísar. 81 ára
gamall. Ilann bjó í Frakklandi
frá stríðslokum og var í haldi í
Bretlandi til 1943.
Mosley var talinn einn glæsi-
legasti stjórnmálamaðurinn af
yngri kynslóðinni eftir fyrri
heimsstyrjöldina og varð ráð-
herra í stjórn Verkamanna-
flokksins, en hallaði sér að
fasisma vegna fyrirlitningar á
brezkum stjórnmálamönnum. .
Þumalína
Jólakjólar, blússur, skyrtur, vesti og buxur
Mjög fallegir úti- og inni-trimmgallar, naarfatnaður og náttföt í miklu úrvali, allt til sex ára aldurs,
að óglaymdu: Allt til SÆNGURGJAFA og TÆKIFÆRISBRJÓSTAHÖLD fyrir mömmu. WELEDA
jurta-snyrtivörurnar óviöjafnanlegu fást ainnig fyrir alla fjölskylduna. NÆG BÍLASTÆDI.
Sandum í póstkröfu. Þumalína Leifsgata 32,
S. 12136.