Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980
21
Aðventukvöld
á Bolungarvík
„Leggja ber áherzlu á
að sel verði fækkað“
Fiskiþing telur að selur valdi milljarða tjóni á hverju ári
Á NÝLOKNU Fiskiþinjíi var
m.a. talsvert rætt um selastofn-
inn við landid ok telur þinsið
sannað, að hringormur, sem er í
auknum mæli i fiski og valdi
milljarða tjóni. eigi rætur að
rekja til selsins. t ályktun
þingsins kemur fram. að mark-
aðir kunni að vera í hættu af
þessum sökum og beri að leggja
áherzlu á að sel verði fækkað.
Fiskiþing leggur til að samið
verði við bændur, sem eiga sel-
látur, að þeir veiði sel og eyði eftir
því sem þeir frekast geti. Gjald
komi fyrir þessar selveiðar. Leitað
verði ráða hjá mönnum, sem
kunnir eru staðháttum, hvaða
aðferðir séu líklegastar til fækk-
unar á sel. Sölufélög fisk- eða
sjávarafurða leggi fram fé til
eðyingar sels, enda verði þau
ásamt fulltrúum Búnaðarfélags
Islands höfð með í ráðum um
aðgerðir.
Magnús Magnússon frá Eyrar-
bakka hafði framsögu um þetta
mál og ræddi Morgunblaðið við
hann undir lok Fiskiþings. Hann
var fyrst spurður hvers vegna sel
hefði fjölgað svo mjög við landið á
síðustu árum. „Ástæðurnar eru
ýmsar, en helztar eru þær, að
vegna mannfæðar hefur ekki verið
hægt að stunda þessar veiðar sem
skyldi. Þá hefur skinnaverð verið
lágt og á það rætur að rekja til
baráttu ákveðins hóps fólks gegn
Magnús Magnússon frá Eyrar-
bakka. (LiAsm.: Kristján.)
selveiðum, en hið lága verð hefur
minnkað áhuga manna fyrir veið-
unum. Nú er svo komið, að selur-
inn veldur milljarða tjóni á hverju
ári og það gerist á sama tíma og
kröfur um gæði fiskjar á helztu
mörkuðum eru auknar.
Þetta er vandi sem við verður að
bregðast með einhverjum hætti og
í fljótu bragði tel ég að hvetja eigi
bændur sem eiga selalátur til að
nýta þau betur en verið hefur.
Jafnframt þessu yrði leitað samn-
inga við þá um að þeir tækju þátt
í eyðingu selsins enda yrði þeim
bættur skaðinn. Það má ræða um
framkvæmd þessa og hvaða leiðir
eru heppilegastar, en þá þróun,
sem verið hefur undanfarin ár
hvað varðar fjölgun sela við land-
ið, verður að stöðva,“ sagði Magn-
ús Magnússon.
Á Fiskiþingi í fyrra hafði Magn-
ús Magnússon einnig framsögu
um selveiðar og í ræðu hans þá
kom m.a. fram, að talið var að í
selastofninum hér við land væru
40 þúsund dýr. Talið er að þessi
selafjöldi éti allt að 50 þúsund
tonn af fiski á ári og þar af er talið
að 30—40 þúsund tonn séu dýr-
mætur fiskur. Magnús segir að
gera megi ráð fyrir að á verði
síðasta árs hafi verðmæti þess
fiskjar, sem selurinn hafi étið
verið 4—5 milljarðar og enn meira
á þessu ári.
I frystihúsum er gífurlega mikil
vinna við að tína orma úr fiskflök-
um. Á verðlagi síðasta árs má
ætla kostnað við það verk 300—
400 milljónir króna í fyrra. Þá er
ótalinn sá fiskur, sem ekki er
orðinn ormalaus, en fer eigi að
síður í gegnum allt eftirlit. Það
hefur oft haft verðfall í för með
sér eða þá að þurft hefur að gefa
afslátt á vörunni, auk þess sem
það grefur undan trausti kaup-
enda á íslenzkum fiski.
Magnús vitnaði í rannsóknir
skozkra vísindamanna, en þeir
hafa komist að því, að ef selur er
ekki veiddur er talið að honum
fjölgi um 6—7% á ári.
I riti Hafrannsóknastofnunar
um „Ástand nytjastofna á ís-
lándsmiðum og horfur 1979“ var
landsselsstofninn hér við land
áætlaður 45 þúsund dýr, en þá var
talið, að um 10 þúsund dýr væru í
útselsstofninum. Á árunum 1962-
1978 var meðalselveiðin hér við
land 6.323 dýr, þar af 5.599
landselskópar, 413 útselskópar og
255 fullorðin dýr. Mikill aftur-
kippur kom síðan í kópaveiðarnar
1978 vegna verðfalls á skinnum
erlendis. Það ár voru veiddir 4.030
landselskópar á móti 5.705 árið
1977. í fyrra voru veiddir 4.278
landselskópar og samtals 4.978
dýr árið 1979, samkvæmt skýrsl-
um Hafrannsóknastofnunarinnar.
Þýzki rithöfundurinn Ingeborg
Drewitz les úr verkum sínum
Dregið í happ-
drætti Fóstbræðra
DREGIÐ hefur verið í happdraúti
því, sem Karlakórinn Fóstbræður
efndi til á haustskemmtunum sín-
um. sem nýlega voru haldnar.
Aðalvinningurinn, sólarlandaferð
fyrir einn með Samvinnuferðum-
Landsýn sumarið 1981 í leiguflugi
GKr. 500.000, kom á miða nr. 1070.
Enn eru ósóttir nokkrir vinningar,
sem dregnir voru út á skemmti-
kvöldunum og komu á miða nr. 556,
567, 1200 og 1358.
Handhafar vinningsmiða geri vart
við sig í síma 85206 eða 14926.
(Frá Karlakórnum Fóstbræðrum)
ÞANN 5. desember nk. er væntan-
legur til landsins þýzkur rithöf-
undur. Ingeborg Drewitz. Hún er
að vísu ekki á meðal þekktustu
nafna í þýzkum hókmenntum:
þetta stafar þó ekki af því. að
ritstörf hennar séu í lakara lagi,
heldur hefur hún starfað á fleiri
sviðum en á bókmenntasviðinu. og
er þvi ekki eins afkastamikil og
sumir kollegar hennar.
Hún er fædd 1923, stundaði nám
í þýzku, heimspeki og sögu, og tók
doktorspróf í heimspeki 1945. Hún
er gift kona og á þrjú börn. Hún
heldur því sjálf fram, að fjölskyld-
an hafi aldrei verið „á móti hennar
störfum", en kannski hafi tíminn
stundum ekki verið nægilegur.
Hún byrjaði fyrst á að skrifa
útvarpsleikrit, en seinna meir
skrifaði hún smásögur og skáldsög-
ur, og fékk mörg bókmenntaverð-
laun fyrir framlag sitt (m.a.
Goethé-verðlaunin).
*
Auk þess sem áður var nefnt,
hefur hún helgað miklu af tíma
sínum mikilvægum störfum innan
rithöfundasambandsins, m.a. lagt
mikla áherzlu á að efla þjóðfélags-
gagnrýnar bókmenntir. Frá árinu
1968 hefur hún verið í stjórn þýzku
deildar alþjóðlega rithöfunda-
sambandsins, PEN. Þar að auki
hefur Ingeborg Drewitz fengizt
mjög mikið við ýmisleg þjóðfélags-
vandamál, til dæmis vandamál
fanga. Hún gaf út 2 bækur í ljóðum
og óbundnu máli eftir fanga. Hún
hefur alltaf verið mjög gagnrýnin
HIÐ árlega aðventukvöld verð-
ur haldið í Holtskirkju á Bol-
ungarvík sunnudaginn 7. des-
ember. eða annan sunnudag í
aðventu. og hefst það klukkan
21.00. Efnisskrá aðventukvölds-
ins er fjölbreytt eins og jafnan
áður.
Kristinn H. Gunnarsson flytur
ræðu, Kirkjukórinn syngur undir
stjórn frú Sigríðar J. Norðkvist.
Meðal annars syngur kórinn
„Sofðu unga ástin mín“, eftir
Björgvin Guðmundsson í útsetn-
ingu Þorkels Sigurbjörnssonar. Þá
syngja þeir einsöng, Hallgrímur
Kristjánsson og Örn Jónsson.
Unglingakvartett syngur einnig
undir stjórn frú Sigríðar. Meðal
annarra laga, sem kvartettinn
syngur, er hið nýja lag Jóhanns
Helgasonar við sálm séra Matthí-
asar, „Við freistingum gæt þín“.
Þá leikur frú Þuríður Pétursdóttir
einleik á flautu lag F. Schuberts,
Ave Maria og Finnbogi Svein-
björnsson leikur einleik á tromp-
ett. Sóknarpresturinn ávarpar
samkomuna í upphafi og slítur
henni með ritningarorðum og
bæn.
Allir eru innilega velkomnir á
þessa aðventusamkomu, en hún
hefur jafnan verið ákaflega fjöl-
sótt undanfarin ár.
Gunnar
og opinská í skoðunum og ekki
hikað við að láta til sín heyra, þar
sem henni sýndist brýn nauðsyn
bera til.
Þó gerir hún greinarmun á
bókmenntalegu framlagi sínu og
öðrum störfum: „Þegar ég skrifa,
beiti ég ekki neinum pólitískum
áróðri, og því síður legg ég hann
persónum mínum í munn. Ég reyni
að lýsa mönnum eins og þeir tala,
hugsa eða bregðast við í veruleik-
anum.“
Það er enginn vafi á .því, að
Ingeborg Drewitz er mjög sérstök
og óvenjuleg persóna, bæði sem
maður og rithöfundur. Hún er
jafnframt fyrsti þýzki kvenrithöf-
undurinn, sem kemur hingað á
vegum Þýzka bókasafnsins. Hún
mun lesa úr bókum sínum „Der
eine der andere" (smásagnasafn)
og „Gestern war heute" (skáld-
saga). Upplesturinn fer fram föstu-
daginn 5. desember kl. 20.30 í stofu
101, Lögbergi.
FréttatilkynninK
HÉRERBÓKIN!
SYRPA II úr handritum Gísla Konráðssonar
er safn skemmtilegra sagnaþátta. Fyrra bindi Syrpu, þjóðsögurnar, sem út kom í
fyrra, hlaut hinar beztu móttökur lesenda jafnt sem gagnrýnenda, og var það að
vonum. Sagnaþættir Gísla eru ekki síður merkir eða skemmtilegir.
FRÁ YSTU NESJUM cftir Gils Guðmundsson
er safn vinsælla vestfirzkra þátta og kennir þar margra grasa. Sagt er frá Hans
Ellefsen og hvalveiðistöðinni á Sólhakka, þættir eru af afreksmönnum og
atkvæðamönnum, sérkennilegu fólki og fornu í lund og víða er slegið á léttari
strengi og gamansöm atvik færð í letur, en í öðrum þáttum greinir frá örlagaríkum
og válegum tíðindum. Lengsti þáttur bókarinnar er um Holt í Onundarfirði og
Holtspresta.
ÆVIPÆTTIR AUSTFIRÐINGS eftir Eirík Sigurðsson
er ekki ævisaga í venjulegri merkingu þess orðs, en stiklað er á veigamestu
athurðum í ævi hins merka skólamanns og bindindisfrömuðar og sagt frá fjölda
manna, sem margir hverjir höfðu sterk áhrif á lífsviðhorf hans og lífsstefnu.
Hlýhugur og hrifning á æskustöðvunum og samúð og virðing fyrir
samferðamönnum mótar alla frásögn.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚÐ OL/VERS STEINS SE BH