Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980
25
Að leiðarlokum þökkum við
henni margar ógleymanlegar
stundir. Björt minningin um hana
mun fylgja okkur.
Megi Guð styrkja eiginmann,
unga syni, móður, tengdamóður og
systkini í þeirra miklu sorg.
Auður Torfadóttir
Gígja Haraldsdóttir
Guðný Þórðardóttir
Lovísa Sigurðardóttir
Ragnhildur Ilelgadóttir
Kveðja frá Gullfossklúbbnum.
Þinn hcimilisarinn hritur var,
ok hamingjan bjó þar inni,
um ástvininn milda birtu bar
og börnin i umsjá þinni.
I órofa tryKKÓ um árabil
við áttum svo huKÍjúf kynni. (EJ.E.)
I hugum okkar er sorg og
söknuður þessa dagana, þar sem
stórt skarð hefur verið höggvið í
hópinn okkar við lát okkar
hugljúfu vinkonu, Lóu.
Okkur langar að minnast henn-
ar með nokkrum orðum. Hún var
svo björt, fínleg og létt eins og
álfamær. Hlýtt viðmót hennar,
glaðværð og greind drógu marga
að henni, enda var hún vinamörg
með afbrigðum.
Lóa var trygglynd, hélt líka
kunningsskap við skólafélaga og
vinnufélaga og bauð þeim til
fagnaðar á heimili sitt. Þá má
ekki gleyma að minnast á fagran
eiginleika, sem hún hafði, en það
var hugulsemi í garð aldraðra og
einstæðinga, og þar voru þau hjón
samhent. Lóa var mikill fagurkeri,
enda ber heimili hennar þess
vitni. Það er prýtt fögrum munum
og listrænni handavinnu hennar.
Við handavinnuna var hún iðin og
við höfðum oft orð á því, hvað hún
kæmi miklu í verk. Þegar við
komum saman var meira skrafað
en saumað eins og oftast er á
slíkum samfundum, en hún var
gædd þeim eiginleika að geta
hvort tveggja.
Það var mikið gæfuspor, þegar
Lóa gekk að eiga Sverri Einarsson
lögfræðing. Við höfum varla
kynnzt samhentari hjónum.
Sverrir tók okkur vel og hennar
stóra vinahópi. Jafnræði var með
þeim hjónum, þau voru bæði fyrir
að fegra heimili sitt og taka á
móti gestum. Við eigum margar
ógleymanlegar minningar frá Ut-
hlíð 5, þar sem Lóa bjó af sinni
smekkvísi og myndarskap veizlu-
borð. Þá var húsbóndinn ræðinn
og skemmtilegur og snerist í
kringum okkur. Já, þar leið okkur
vel.
Þeim hjónum varð tveggja sona
auðið. Þeir eru Gunnlaugur, 11
ára, og Einar Þór, 7 ára. Fátt er
átakanlegra en móðurmissir, en
guði sé lof að elsku litlu glókoll-
arnir eiga skjól hjá sinni góðu
föðurömmu og ástríka föður.
Það var mikill kærleikur á milli
Lóu og Vilborgar, tengdamóður
hennar, enda hafði hún oft orð á
því, hve góða tengdamóður hún
ætti. Megi algóður guð styrkja
föður og ömmu til að leiða bless-
aða drengina gæfuveginn.
Kæri Sverrir, við biðjum hann,
sem öllu ræður, að styrkja þig og
drengina í ykkar miklu sorg, og
við vonum að með hækkandi sól
verði bjartara framundan.
Við vottum samúð okkar og
biðjum guðsblessunar aldraðri og
sjúkri móður Lóu, tengdamóður,
systkinum og öðrum ástvinum.
í kærleika vinu kveðja ber.
þvi konunKur ijóssins friða
mun faðminn sinn opna fyrir þér
þar fegurstu gí'islar liða.
Þvi Drottinn á marKan dýran lund.
sem dðKgvotar rósir prýða. (E.J.E.)
Dáinn, horfinn! — HarmafreKn!
Hvilikt orð mÍK dynur yfir! (J.H:)
Síminn hringir og okkur er sagt:
Hún Lóa er dáin. Hvílíkt orð og
harmafregn, eins og Jónas Hall-
grímsson segir. Ung kona í blóma
lífsins er horfin af sjónarsviðinu,
en eftir lifa ljúfar og góðar
minningar.
Þau ár, sem við áttum samleið
með Lóu, voru ánægjuleg, og
ávallt var gott að vera með þeim
hjónum, hvort heldur það var
heima hjá þeim eða á öðrum
stöðum. Samvinna okkar með
þeim um byggingu sameiginlegs
sumarbústaðar var skemmtileg og
þaðan eigum við einnig góðar
minningar.
Það getur verið erfjtt að skilja
skaparann, en við verðum að trúa
að tilgangur sé með öllu.
Við kveðjum elsku Lóu með
söknuði í hjarta og þökkum henni
samverustundirnar. Við biðjum
þann, sem öllu ræður, um styrk til
handa eiginmanni, sonum, móður,
tengdamóður og öðrum ættingjum
og vinum.
Hvíl í friði.
Kristín og Benedikt
Sumarið 1967 kynnti Sverrir
Einarsson okkur, samstarfsfólk
sitt, fyrir ungri og glæsilegri
konu, Guðlaugu Ólöfu Gunnlaugs-
dóttur. Þessi kynni urðu þegar
ánægjuleg, og þeim mun dýpri og
hugþekkari sem árin liðu. Einstök
glaðværð hennar, hreinskiptni og
góðvild til annarra áttu mestan
þáttinn í því. Þá var Lóa, en svo
var hún ávallt nefnd í okkar hópi,
sérlega félagslynd og hrókur alls
fagnaðar, þegar við komum saman
til að létta okkur stund frá amstri
hversdagsins. Græskulaus smá-
stríðni hennar og kátína ollu því,
að öllum leið vel í návist hennar.
Tilhlökkunarefni var og að vera
boðinn á glæsilegt heimili þeirra
Lóu og Sverris. Bæði voru þau
veitul vel, og af öllu mátti ráða, að
Lóa hafði lagt á sig mikið starf til
þess, að gestunum gæti liðið sem
bezt. Við þökkum og minnumst
þessara ljúfu samverustunda.
Hinu verður heldur ekki gleymt að
Lóa var ætíð fyrst til að bjóða
fram hjálp sína, þegar þannig stóð
á, og lét í þeim efnum ekki sitja
við orðin ein.
Við viljum að lokum votta
Sverri, sonunum Gunnlaugi og
Einari Þór, Vilborgu móður Sverr-
is, sem búið hefur í sambýli með
þeim, Elínu aldraðri móður Lóu,
systkinum hennar, sem og öðrum
vandamönnum, dýpstu samúð
okkar.
Starfsfólk Sakadóms
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
T.d. Kjólar,
mussur,
jakkar,
buxur,
skyrtur
og m.fl.
Vesturgötu 3.
sími 12880.