Morgunblaðið - 04.12.1980, Page 31

Morgunblaðið - 04.12.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 31 Ódýrar íslenzkar töskur m/Fram, K.R. og Valsmerkj- um. Verð aðeins kr. 5.900.- SliniltÖSklir léttar og fallegar næl- ontöskur frá Puma mjög hentugar fyrir sundfötin og ýmislegt fleira. Verö aðeins kr. 4.800.- Höfum einnig fyrirliggjandi mikiö úrval af allskonar íþróttatöskum frá Puma í mörgum stæröum. III uöriiworzluvi Inqdf/ O/karr/onar KLAPPAHSTIG 44 SIMI 11 783 • Hinn leikreyndi og harðskeytti fyrjrliði Víkings, Páll Björgvinsson, sem hér kemur á fullri ferð í uppstökk á vörn Tatabanya stjórnaði liði sínu eins og herforingi til sigurs í gærkvöldi. Ljósm. Krístján Einarsson Úrvalið af íþróttatöskum er hjá okkur ,,Ég er stoltur af strákunum mínum í Víking“ sagði Bodan þjálfari ÉG ER i gifurlcga góðri æfingu um þessar mundir og mér fannst þetta ekki erfitt, sagði stórskyttan í Víkingi, Þorbergur Aðaisteinsson. — Það er hálfsvekkjandi að hafa ekki unnið stærri sig- ur. Við áttum að taka þá með fjórum mörkum. Lið þeirra var gott. þeir voru fljótir og hafa góða bolta- meðferð, en ég reiknaði með þeim stærri og likamlega sterkari, sagði Þorbergur. Tatabanya er klassalið, á því er cnginn vafi. Þetta lið sigraði Gummersbach á heimavelli þeirra í Dort- mund með fjórum mörkunt og það eitt sýnir styrkleika þeirra. Ég er ánægður með leik Víkings í kvöld, liðið lék vel. En þetta er búið að vera erfitt. Fyrst fáum við ekki frestun á leiknum gegn Val. Erum að fara i Evrópu- keppni, en verðum að leika í íslandsmóti tveimur dögum fyrir stórleik. furðuiegt. Leikmenn minir eru út- keyrðir. Við áttum að geta unnið stærri sigur. í Évr- ópukeppni má ekkert tæki- færi mistakast til þess að vinna stærri sigur. Við unn um sanngjarnan sigur en ef við hefðum nýtt tækifæri okkar, hefðum við unnið enn stærri sigur. Ég er stoltur af strákunum minum, sagði svo þjálfari Víkings. Bodan, í lokin. Aðalfararstjóri Ungverja sagði eftir leikinn: — Ég var nú í það minnsta að vonast eftir jafn- tefli i leiknum en því miður þá tókst okkur ekki að ná þvi. Við verðum að sigra í heimaleik okkar og það ætl- um við okkur. Vikingar léku mjög vel og eru með sterkt lið. Þá voru áhorfendur stórkostlegir. Þeir gáfu iið- inu 3 til 4 mörk með gifur- lega góðum stuðningi sin- um. - ÞR SJÁ ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Á BLS. 62 0G 63 færði er frábært lið. Tveir leikmenn voru á dögunum valdir í heimslið- ið í handknattleik, þeir Bartalos markvöðru sem leikið hefur 253 landsleiki fyrir Ungverjaland og er einn albesti markvörður heims. Og hornamaðurinn Kontra, en hann var besti maður liðsins gegn Víkingum. Liðið lék mjög yfirveg- að hélt boltanum vel og mikil hraði var í sóknarleik þeirra og öllum leikkerfum. Það er alvaeg ljóst að róður Víkinga verður erfiður í Ungverjalandi. í STUTTU MÁLI: Víkingur—Tatabanya 21—20 (11-11) Mörk Víkings: Þorbergur Aðal- steinsson 7, Páll Björgvinsson 5, Steinar Birgisson 4, Árni Indriða- son 4, og Guðmundur Guðmunds- son 1. Mörk Tatabanya: Kontra 5, Basti 6, Gubányi 4, Babos 2, Katona 3. Kristján Sigmundsson varði eitt vítakast. Tveimur leikmönnum úr hvoru liði var vísað útaf til kælingar í 2 mínútur.—ÞR. Frábær leikur Víkings þeim glæsilegan sigur “ÉG ER alveg í skýunum yfir þessum glæsilega sigri okkar. Tatabanya hefur tvo heimsliðsmenn i liði sýnu og hefur á undanförnum árum sýnt frábæra frammistöðu, þannig að við getum verið stoltir yfir sigri okkar „ sagði Páll Björgvinsson fyrirliði Víkings eftir leikinn í gærkvöldi örþreyttur eftir tvo erfiða leiki að undanförnu. Svo sannarlega geta Víkingar og allir íþróttaunnendur verið stoltir af sigri Víkings í Evrópumeistarakeppninni í handknatt- leik gegn ungversku meisturunum Tatabanya. Víkingar léku frábæran handknattleik og sigur þeirra var mjög verðskuldaður. Með smáheppni hefðu Víkingar átt að sigra i leiknum með 3 til 4 marka mun. Þessi sigur Víkinga færir okkur enn einu sinni sannin heim um það hversu megnugir íslenskir handknattleiksmcnn eru i alþjóða- keppni. Frábær fyrri hálfleikur: Það var mikil stemming í Laug- ardalshöllinni í gærkvöldi er leik- ur Víkings og Tatabanya hófst í 2 umferð Evrópumeistarakeppninn- ar í handknattleik. Og þeir fjöl- mörgu áhorfendur sem á leikinn horfðu urðu ekki fyrir vonbrigð- um. Leikurinn bauð upp á frábær- an og skemmtilegan handknatt- leik. Lið Víkings var svo sannar- lega í essinu sýnu og lék nú sinn besta leik í vetur. Víkingar komu Ungverjunum nokkuð á óvart í byrjun leiksins með sterkum og hröðum leik. Og eftir fimm mín- útna leik hafði Víkingur náð forystunni 3—1. Vörn Víkinga var mjög sterk leikmenn komu vel út á móti ungversku leikmönnunum og pressuðu þá svo stíft út á völlinn að þeir lentu hvað eftir annað í erfiðleikum með leikkerfi sín og sendingar. Mikill hraði var í leik ungverska liðsins og yfirvegun og öryggi eins og best gerist. Það kom ekki fyrir að leikmenn glöt- uðu bolta eða sendingar færu í súginn. Víkingar áttu frumkvæðið í leiknum og höfðu yfir lengst af. Ungverjum tókst ekki að komast yfir fyrr en á 18 mínútu ieiksins en þá var staðan 7 mörk gegn 6 Tatabanya í vil. Skömmu áður höfðu Víkingar átt tvö stangar- skot í sömu sókninni. Ungverjar bættu marki við 8—6, en Víkingar brotnuðu síður en svo niður. Þeir efldust ef eitthvað var og jöfnuðu metinn. Áttu síðan góðan mögu- leik á að komast marki yfir er Steinar komst í hraðaupphlaup en markmaðurinn varði skot hans. Jafnræði var með liðunum síðustu mínútur hálfleiksins og staðan jöfn í hálfleik 11—11. Þrátt fyrir að Víkingar höfðu verið nokkuð óheppnir með sendingar sínar um tíma og nokkur ótímabær skot. Gífurleg stemming og spenna í síðari hálfleiknum. Það var hart barist í síðari hálfleiknum og á stundum fannst manni nóg um átökin í varnar- leiknum. Víkingar komu mjög ákveðnir til leiks og lögðu allt sitt í leikinn. Þorbergur Aðalsteinsson sem átti sannkallaðan stórleik skoraði fyrsta mark hálfleiksins með þrumuskoti. Þorbergur skor- aði sjö mörk í leiknum og var hvert öðru glæsilegra. Skömmu síðar komst Steinar inn í sendingu og brunaði upp en lét markvörðinn verja hjá sér. Ungverjar jöfnuðu, en næsta mark Víkings skoraði Steinar með miklum tilþrifum og átti síðan eftir að bæta þremur við. Jafnt var á öllum tölum upp að 18—18. Þá voru liðnar 49. mínútur af leiknum og spennan í hámarki. Hinir fjölmörgu áhorf- endur studdu feykilega vel við bakið á liði Víkings og Steinar Birgisson skoraði tvö næstu mörk og kom Víking yfir 20—18. Með seiglu tókst Ungverjunum að minnka muninn aftur niður í eitt mark. Páll Björgvinsson kom Vík- ingum aftur í tveggja marka forystu á 53. mínútu. Ungverjar sem léku allan leikinn mjög stíft Víkingur —Tatabanya 21:20 upp á mark í hverri sókn léku mjög agað síðustu mínúturnar og gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metinn í leiknum. Þegar rúm ein mínúta var til leiksloka skoruðu þeir sitt 20 mark. Vík- ingar hófu sókn og of fljótt reyndi hinn ungi og efnilegi hornamaður Guðmundur Guðmundsson skot úr horninu sem var varið. Þetta hefði getað reynst dýrkeypt en Víkingar vörðust vel síðustu mínútur leiks- ins og tókst að sigra verðskuldað. Víkingar sýndu stórleik. Lið Víkings sýndi sannkallaðan stórleik gegn Tatabanya. Aðall liðsins var gífurlega sterkur varn- arleikur allan leikinn út í gegn. Aldrei var slakað á. Með örlítið meiri heppni í sóknarleiknum hefði ekki verið ósanngjarnt að Víkingar hefðu sigrað með fjórum mörkum. Of oft glötuðu Víkingar boltanum beint í hendur ung- verska liðsins og þrjú hraðaupp- hlaup fóru forgörðuni. Þorbergur Aðalsteinsson hefur sennilega aldrei verið í betri æfingu en nú hann skoraði sjö mörk. Páll, Árni og Steinar áttu allir stórleik. Steinar var að vísu óheppinn framan af en sótti mjög í sig veðrið er líða tók á síðari hálfleik- inn. Þá kom Guðmundur Guð- mundsson mjög vel frá leiknum. Þeir Kristján og Eggert stóðu sig ágætlega í markinu. Sérstaklega Kristján í lok leiksins. Þegar á það er litið að aðeins sjö leikmenn leika allan leikinn án hvíldar, og að sömu leikmenn léku erfiðan leik gegn Val í íslandsmótinu í handknattleik á sunnudagskvöld sést best í hversu góðri likamlegri þjálfun þeir eru í. Lið Víkings var íslenskum handknattleik til sóma með frábærri frammistöðu. Til hamingju Víkingar. Lið Tatabanya lék mjög vel og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.