Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreióslunni er
83033
JtUrgunblnbit)
Demantur m
æðstur eðalsteina ~
(Pttll & á'tlfttr
Laugavegi 35
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980
Kristján Ragnarsson um smíði 6 togara hér á landi:
„Væri bezt komið fyr-
ir hér inni á Sundum“
Fjölgar skrapdögum um 16 hjá þeim togurum sem fyrir eru
KRISTJÁN Ragnarsson sagói
í ra“ðu á aðalfundi LÍÚ. að það
væri okki í þágu sjávarútvegs.
að nú er ákveðin smíði á sex
Skuldir út-
gerðar við
sveitarfélög nú
5-6 milljarðar
FRAM kom hjá SteinKrími Iler-
mannssyni sjávarútvegsráð-
herra á aðalfundi LÍÚ í kut. að
stjórnvold telja vanskilaskuldir
útgerðarinnar nú nema um 28
milljórðum króna. Mestar eru
þessar skuldir við olíuféloKÍn.
Byggðasjóð. Fiskveiðasjoð, aðra
sjéiði ok bankastofnanir.
Steingrimur sagði skuldir út-
gerðarfyrirtækja við sveitarfé-
lög nú trúlega vera á bilinu 5—6
milljarða króna. Þá kom fram í
máli ráðherrans, að fyrir nokkru
voru vanskilaskuldir útgerðar
við Útvegsbankann í Vest-
mannaeyjum 2,1 milljarður
króna. Steingrímur sagði, að
hann fengi endanlegar tillögur
Seðlabankans um mánaðamótin
um það hvernig staðið verður að
breytingum skulda útgerðarfyr-
irtækja, en ákveðið er að veru-
legur hluti fyrrnefndra skulda
verði breytt í 5 ára föst lán.
skuttogurum hér á landi.
Sagði hann. að fyrir útgerðina
á landinu væri „þessum skip-
um bezt komið fvrir hér inni á
Sundum eða annars staðar í
góðu vari“.
Sagði hann, að þegar þeir
væru komnir í rekstur fjölgaði
veiðibanndögum um 16 hjá
skipum, sem fyrir eru. Sagði
hann að gera mætti ráð fyrir,
að kaupverð hvers þessara
skipa verði um 4 milljarðar
króna. Miðað við núverandi
lánakjör Fiskveiða- og Byggða-
sjóðs myndu afborganir og
vextir af andvirði hvers skips
nema um 580 milljónum króna
á ári. Það eru 53% af meðal-
aflatekjum togara á ári, en þær
eru um 1100 milljónir króna.
Sagði hann að rekstur þessara
skipa myndi ekki standa undir
greiðsluskuldbindingum og
verði að ætla að gert sé ráð
fyrir fjármagni annars staðar
frá.
Sagði Kristján, að með smíði
þessara skipa væri fyrst og
fremst verið að hugsa um hag
íslenzkra skipasmíðastöðva,
sem ekki standast samanburð
við verð á innfluttum skipum. í
framtíðinni sagði Kristján, að
þyrfti að huga að endurnýjun á
bátaflotanum, sem nú væri
orðinn gamall. Það yrði ekki
gert með því að banna smíði á
skipum erlendis, nema ef koma
ætti í veg fyrir að einstaklingar
ættu og rækju þessi skip.
Sjá ræðu Kristjáns
Ragnarssonar á blaðsíð-
um 16. 17 og 18.
Ljósmynd: Kristján E.
Stórglæsilegur sigur Víkings
Víkingar sigruðu ungverska liðið Tatabanya verðskuldað með 21
marki gegn 20 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Stórskytta
Víkings, Þorbergur Aðalsteinsson, skorar hér eitt af sjö mörkum
sínum í leiknum. gjá íþróttir.
Áætlun íslenzka járnblendifélagsins fyrir næsta ár:
Gert ráð fyrir 4,5 millj-
arða króna rekstrarhalla
Áætlunin miðuð við verstu hugsanlegar forsendur, segir Jón Sigurðsson
JÓN SIGURÐSSON, forstjóri ís-
lenzka járnblendifélagsins, stað-
festi i samtali við Mhl. í gærdag.
að samkvæmt áadlun, sem hefði
verið lögð fram á stjórnarfundi
fyrirtækisins fyrir skömmu. va>ri
gert ráð fyrir 4,5 milljarða króna
rekstrarhalla fyrirtækisins á
næsta ári, en miðað við sömu
forsendur væri hins vegar ekki
Dómsmálaráðherra berast
stuðningsskeyti víðs vegar að
„ÉG IIEF fengið mörg skeyti í
dag, þar scm lýst er yfir sam-
stöðu með ráðuneytinu í þessu
máli.“ sagði Friðjón Þórðarson
dómsmálaráðherra í gær. að-
spurður um skeytasendingar til
hans vegna Gervasoni-málsins.
Friðjón sagði að skeytin hefðu
borizt víðs vegar að af landinu og í
þeim öllum væri lýst yfir stuðn-
ingi við ákvörðun hans um að
Gervasoni yrði að fara af landinu.
Þá gengu fulltrúar nemenda-
ráðs Stýrimannaskólans í Reykja-
vík á fund ráðherrans L gær og
afhentu bréf þess efnis að yfir-
gnæfandi meirihluti nemenda í
skólanum styddi eindregið ákvörð-
un dómsmálaráðherra í máli Ger-
vasonis. Nemendurnir óskuðu eft-
ir því við fjölmiðla að þeir birtu
bréfið. Þeir fengu góðar undirtekt-
ir alls staðar nema á Þjóðviljan-
um, sem neitaði að birta bréfið.
Friðjón Þórðarson skýrði Morg-
unblaðinu frá því í gær að Ragnar
Aðalsteinsson hrl. hefði að nýju
tekið að sér forsjá Gervasonis á
meðan hann dvelur hérlendis, en
hann afsalaði sér forsjá hans á
mánudaginn, eins og fram hefur
komið í blaðinu.
í fyrrinótt dvöldu 34 stuðn-
ingsmenn Gervasonis í biðsal
dómsmálaráðuneytisins og göng-
um Arnarhvols til að leggja
áhéWíu á kröfuna um að Gerva-
soni verði veitt hér hæli sem
pólitískum flóttamanni. Að sögn
lögreglunnar dvöldu 10 manns í
ráðuneytinu í gær og um kvöld-
matarleytið voru þar 17—20
manns, sem bjuggu sig undir
nætursetu. Allt hefur farið frið-
samlega fram og árekstralaust.
I yfirlýsingu frá Gervasoni, sem
Mbl. barst í gær, kveðst hann
mótfallinn því að fara til Dan-
merkur. Verði hann sendur úr
landi, óski hann þess að verða
sendur beint til Frakklands, þar
sem hann mæti dómurum sínum
eins og manneskja.
Sjá nánar um Gervasoni-málið
á bls. 12.
gert ráð fyrir 11 — 1200 milljón
króna greiðsluhalla, þvi ekki
væri um neinar afborganir af
lánum að ra“ða hjá fyrirtækinu á
næsta ári.
Jón tók fram, að áætlunin væri
miðuð við verstu forsendur, sem
þeir gætu hugsað sér á næsta ári.
— „Það sem vegur þyngst þar, er
hið slæma ástand sem nú ríkir á
markaðnum, þ.e. stálframleiðsla
hefur dregizt mjög saman í Evr-
ópu og er verðið því lágt. Inn í
dæmið kemur ennfremur lokun
annars ofns verksmiðjunnar, en
gert er ráð fyrir í áætluninni, að
hann komizt í gagnið að nýju í maí
á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir
því, að framleidd verði um 44
þúsund tonn af járnblendi hjá
verksmiðjunni, en við venjuleg
skilyrði gætum við framleitt um
55 þúsund tonn,“ sagði Jón enn-
fremur.
„Magnið er hins vegar ekki það
sem skiptir okkur mestu máli,
heldur er það verðið sem skiptir
okkur mestu. Tiltölulega lítil
breyting á verðinu til batnaðar
gerbreytir þessari mynd,“ sagði
Jón Sigurðsson, forstjóri Islenzka
járnblendifélagsins að síðustu.
Skömmtun raforku til stóriðjufyrirtækja:
Tekjutapið 3000
miUjónir á mánuði
Drög að lánsfjáráætlun:
Erlendar
lántökur 145
milljarðar
ÞAU DRÖG að lánsfjáráætlun,
sem nú liggja fyrir. gera ráð
fyrir erlendum lántökum að
upphæð um 145 milljarðar
króna á næsta ári, sem er um
70% hækkun frá lánsfjáráætlun
yfirstandandi árs.
Þegar ríkisstjórnin lagði fyrir
stuðningsmenn sína drög að
lánsfjáráætlun í apríl sl. gerðu
þau ráð fyrir erlendum lántök-
um að upphæð 94,5 milljarðar
króna, en þegar lánsfjáráætlun-
in var svo formlega lögð fram á
Alþingi 3. maí sl. var gert ráð
fyrir erlendum lántökum að
upphæð 85,5 milljarðar króna og
að lántaka innanlands yrði 53
milljarðar á þessu ári.
I þeim lánsfjáráætlunardrög-
um, sem stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar hafa nú fengið, er
sem fyrr segir reiknað með
erlendum lántökum upp á 145
milljarða króna og þar af eru um
50 milljarðar til Landsvirkjunar
vegna Hrauneyjafossvirkjunar
og um 30 milljarðar til hita-
veituframkvæmda.
EF SKÖMMTUN rafmagns til
ÍSAL, Járnblendiverksmiðjunn-
ar og Áburðarverksmiðjunnar
verður sú sama í vetur og í fyrra.
eins og allt stefnir nú í. verður
heildartekjutap verksmiðjanna
þriggja samtals tæplega 3000
milljónir króna á mánuði. sam-
kvæmt upplýsingum Ragnars
Ilalldórssonar forstjóra ÍSAL.
Orkuþörf ÍSAL í Straumsvík er
160 megawött. Orkusala til fyrir-
tækisins hefur verið skert um 31
megawatt og frekari skerðing
blasir við, eða allt niður í 116
megawött. Ef svo fer verður 28%
rýrnun á framleiðslu, ál verður
framleitt í um 220 kerjum af 320
og framleiðslan fer úr 7000 í um
5000 tonn á mánuði. Heildartekju-
tap, tap útflutningstekna, verður
1870 milljónir á mánuði, þar af
framlegð um 950 milljónir, þ.e.
það sem verksmiðjan hefur til
þess að greiða annað en hráefni.
svo sem laun og annan kostnað.
Eins og fram hefur komið í Mbl.
hefur orkusala til Járnblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga verið
skert um 43 megawött og heildar-
tekjutap fyrirtækisins er um 1000
milljónir á mánuði, þar af fram-
legð 670 milljónir. Orkusala til
Aburðarverksmiðjunnar hefur
verið skert um 8 megawött og er
heildartekjutap fyrirtækisins um
60 milljónir á mánuði.