Morgunblaðið - 09.12.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 09.12.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 1 5 er viðkvæmt og erfitt mál. í þessu sambandi er rétt að gera sér grein fyrir því, að fjöldi kjósenda i öllu landinu var i kosningunum haust- ið 1959, 95.637, en í siðustu kosn- ingum, fyrir tæpu ári, er kjós- endatalan komin í 142.073. Á þessu tímabili hefur kjósendum fjölgað um 49%. Mest hefur fjölg- unin orðið í Reykjaneskjördæmi 143%, en þar næst í Reykjavík, 41% og í Norðurlandi eystra 40%, en meðaltalsfjölgun utan Reykja- vikur og Reykjaneskjördæmis er 29%. Miklar umræður hafa orðið um þetta mál í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins og þar hefur verið bent á allmargar leiðir. Flestir eru því hlynntir, að þingmönnum fjölgi ekki og telja það vera sparnað og einn þáttinn í því, að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki auka stjórnkerfið og þá er það ekki eingöngu um fjölgun þing- manna að ræða, heldur einnig að vinna að þeirri stefnu, sem flokk- urinn hefur löngum markað, að þenja ekki báknið út, heldur að draga úr umsýslu ríkis og þó sérstaklega í stjórnkerfinu. En þegar á að fara að ræða um að leiðrétta það sem breyst hefur á rúmum tveimur áratugum, þá kemur það víða fram, að þeir sem búa í þéttbýlinu, vilja fá verulega aukningu á þingmönnum þessara kjördæma, en hinir vilja halda helst í óbreytta tölu þingmanna og kemur fljótt í ljós, að til þess að ná þessum meginmarkmiðum saman og taka tillit til þeirra breytinga, sem orðið hafa, frá því að kjördæmaskipan og kosninga- lög voru sett 1959, að þá verði endirinn sá að fjölga þingmönn- um. Það hafa verið ræddar margar leiðir í þessu sambandi og tekið fyrir bæði álit, sem fram hefur komið frá þó nokkrum einstakl- ingum í blöðum og tímaritum og í ræðum og erindum. Það sem sérstaklega hefur verið rætt í okkar þingflokki er í fyrsta lagi að gera breytingu á núverandi tölu þingmanna í kjördæmum á þann veg að fækka kjördæmakjörnum þingmönnum verulega. Ein uppá- stunga hefur verið sú, að Reyk- víkingar fengju 9 þingmenn, Reykjanes héldi sínum fjölda, 5, Suðurland og Norðurland eystra 4 hvert, og önnur kjördæmi 3 hvert fyrir sig. Samtals yrðu með þess- um hætti kjörnir 34 þingmenn, en 26 yrðu kjörnir hlutfallskosningu í landskjöri. Þar með væri vegi atkvæða hvað snerti þann hluta þingsins. Önnur uppástunga hefur komið fram að kjósa 43 þingmenn í kjördæmunum, þannig að Reykja- vík væri með 11, Reykjanes með 6, Norðurland eystra og Suðurland 5 hvort og önnur kjördæmi með 4 eða samtals 43 kjördæmakosna og 17 þingmenn yrðu kjörnir í lands- kjöri. Þá hefur einnig komið fram sú tillaga og verið rædd nokkuð ítarlega, að þingmönnum Reykja- víkur verði fjölgað um 3 frá því sem nú er og þingmönnum Reyk- nesinga verði fjölgað einnig um 3, en þingmannatala annarra kjör- dæma verði óbreytt. Samkvæmt þessu myndu kjördæmakosnir þingmenn verða 55. Og til viðbótar kæmi þá, að úthlutað yrði 5 uppbótarþingsætum þannig að þingmannatalan verði að lág- marki 60, en náist hins vegar ekki jöfnuður á milli þingflokka með úthlutun þessara 5 uppbótarþing- sæta, þá skal úthluta allt að 6 uppbótarþingsætum til viðbótar, þannig að þingmannatalan gæti oriðið 66. Einnig hefur jafnhliða verið talað um, að reglunum um úthlutun uppbótarþingsæta skuli breytt, þannig að sá hluti uppbót- arþingmanna, sem valinnn er eftir atkvæðamagni eða tölu, hann verði aukinn frá núverandi fyrir- komulagi og jafnframt hefur verið á það bent, að takmörkun á fjölda uppbótarmanna úr hverju kjör- dæmi verði afnumin. Samkomulag sjálfstæðismanna Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja, hvað verður ofan á í þessu, hvort sem það verða þessar hugmyndir, sem ég hef hér iítillega reifað eða einhverjar aðr- ar. Árni Gr. Finssson hefur meðal annarra ritað grein um hugmynd- ir sínar á kjördæmamálinu og kynnt þær nýlega á tveimur fund- um á vegum Sjálfstæðisfélaganna, öðrum á Akranesi en hinum á Seltjarnarnesi. En höfuðatriði þessa máls er það, að Sjálfstæð- ismenn reyni að ná samkomulagi, og líti á að nauðsyn sé breytinga og þeim tekið af skilningi og sanngirni. Þeir sem teija sig eiga að fá stóraukinn rétt með stórri fjölgun þingmanna verða einnig að skilja þá aðila sem erfitt eiga með að ganga inn á fækkun í þeim kjördæmum, sem þeir búa í, enda eru þessi mál afar viðkvæm hjá fólki í landinu, en ég legg áherslu á það að sjálfstæðisfólk sýni þann þroska, að geta náð saman í þessu máli og að þessi flokkur hafi forustu til lausnar sanngjörnum breytingum í stjórnarskrármálinu og ræði það síðan við aðra flokka og hafi jafnframt sveigjanleika til þess að mæta óskum og kröfum annarra flokka til þess að ná heildarsamkomulagi í málinu. Ég vil einnig benda á það, og það hefur einnig mikið fylgi í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, að sú breyting verði gerð, að þegar þingmenn verða ráðherrar, þá segi þeir af sér þingmennsku, og gegni eingöngu ráðherrastarfi á meðan það varir, en varamenn taki sæti þeirra á Alþingi. Ég fyrir mitt leyti er hlynntur þessari breyt- ingu og tel hana tvímælalaust til bóta. Þaðð er aðeins einn galli að mínum dómi á henni, en hann er sá, að það verða vafalaust aukin útgjöld fyrir það opinbera, en kostina tel ég vera miklu meiri og vega þyngra á vogarskálinni. Miklar umræður hafa orðið í okkar þingflokki um prófkjörs- reglur Sjálfstæðisflokksins og eru viðhorf manna til þeirra harla ólík. Það hefur komið fram sú hugmynd, hvort ekki sé rétt að lögbinda forkosningar og skylda stjórnmálaflokkana til að viðhafa forkosningar um val frambjóð- enda til þings, og að slíkar kosn- ingar fari fram á sama degi, sama stað og á sama kjörseðli. Þannig er tryggt með því að enginn geti tekið þátt í prófkjöri, nema eins flokks, þó að trygging sé ekki fyrir því að sá hinn sami kjósi þann flokk, þegar að kosningum kemur. En þessi mál, eins og öll önnur, verða rædd enn betur. Sömuleiðis hefur nokkuð verið rætt um breyt- ingu á kosningalögunum sérstak- lega með það í huga, hvort ekki er rétt að stytta framboðsfrestinn og þar með að stytta kosningabarátt- una, gera utankjörstaðakosning- una nokkuð einfaldari og léttari en nú er. Ég ætla ekki að fara itarlega út í þetta, ég tel frekari vettvang að ræða þetta í þeim starfshópi sem kemur til með að fjalla nánar um stjórnarskrár- málið í heild, og þar væri þá frekar vettvangur til að útskýra betur þessar hugmyndir. Og jafn- vel fá nýjar hugmyndir. Nýjar hugmyndir Nú síðustu daga, hafa komið fram nýjar hugmyndir í kjör- dæma málinu, sem eru þess virði að skoða þær í fullri alvöru. Nýlega setti Jón Brynjólfsson, verkfræðingur fram nýja hug- mynd um kjördæmamálið, sem hann nefnir Lýðræðiskjör og er aðferð til að ná jöfnuði milli flokka við kjör til þings og ein- kennist af: 1. að ákvarða flokkunum þing- mannafjölda samkvæmt lands- listaröð. 2. að skipa þingsætum kjördæm- anna í eina röð, þingsætaröð, eftir íbúafjölda (á sama hátt og flokk- unum er skipað í eina röð, kjör- dæmisröð, eftir atkvæðafjölda). 3. að ákvarða eftir þingsætaröð- inni kjör til þess flokks, sem næstur er til sætis samkvæmt kjördæmisröðinni og sem jafn- framt á þingmann í sætið. 4. að ákvarða eftir landslistaröð- inni kjör eftir atkvæðafjölda frambjóðenda (hlutfallstölu) til þeirra flokka, sem enn eiga eftir menn. Ég er ekki tilbúinn að úttala mig um þessa hugmynd nema að hafa tíma að hugsa hana nánar og útfæra í nánari atriðum. En á þessu stigi málsins tel ég hana nýstárlega og fyrir margra hluta sakir athyglisverða og þess virði að hún fái vandlega skoðun og vel hugsaða gagnrýni. Stjórnarskrárnefnd hefur nokk- uð fjallað um leiðir til þess að auka möguleika kjósenda til þess að hafa áhrif á hvaða frambjóð- andi á lista við alþingiskosningar nær kjöri. Nokkrir möguleikar í því efni hafa verið ræddir sem hér verða gerðir að umtalsefni. Það er sjá- anlegt að prófkjör skipta hér miklu máli enda tíðkast þau i vaxandi mæli. Stjórnarskrár- nefndin ræddi hvort æskilegt væri að setja sérstaka löggjöf um framkvæmd prófkjörs fyrir al- þingis- og sveitarstjórnarkosn- ingar. Bent var á að vafasamt gæti verið að skylda flokka til þess að halda prófkjör, en hins vegar æskilegt að setja samræmdar reglur til þess að hindra misbeit- ingu, svo sem að prófkjör skyldi fara fram sama daginn og þá væntanlega eftir gildandi kjör- skrám. Vilji menn innleiða aukið persónukjör við kosningar hér á landi koma þessar leiðir helst til greina: 1. Núgildandi reglur með nokkrum breytingum. I lögum um kosningar til Al- þingis eru skráðar reglur um, hvernig reikna skuli frambjóðend- um atkvæðistölur og jafnframt hvaða tillit skuli tekið til breyt- inga, sem kjósandi hefur gert á röð frambjóðenda eða útstrikana, en hvort tveggja er heimilt sam- kvæmt gildandi lögum. Sam- kvæmt þeim er aðeins tekið að einum þriðja tillit til slíkra breyt- inga. Því er augljóst, að mjög torsótt er fyrir kjósendur að koma fram breytingum á röð frambjóð- enda, þ.e. hafa pesónulega áhrif með atkvæði sínu á það hvaða frambjóðandi nær kjöri, þar sem allir framboðslistar eru raðaðir. Samkvæmt þeim kosningalög- um sem giltu fyrir 1959 var tekið fullt tillit til allra breytinga og útstrikana kjósandans. Á þeim tíma var mun auðveldara fyrir kjósandann að hafa persónuleg áhrif á úrslit kosninganna. I alþingiskosningalögunum er kjósendum heimilað að breyta röð frambjóðenda á þeim lista, sem krossað er við, og strika yfir nöfn frambjóðenda sem þeir vilja hafna. Til þess að finna hverjir frambjóðendur hafa náð kosningu á hverjum lista í kjördæmi, skal reikna frambjóðendum atkvæða- tölu að tveim þriðju hlutum eins og engin breyting hafi verið gerð á listanum, en að einum þriðja hluta eftir listunum að teknu til breyt- inga. Fyrsta sæti á lista hlýtur átkvæðatölu lista, en hvert sæti sem á eftir fer, það brot af þessari atkvæðatölu, að í teljara sé tala þeirra þingmanna og varaþing- manna, sem kjósa á, að frádreg- inni tölu þeirra sæta sem á undan eru á listanum, og í nefnara tala þeirra þingmanna og varaþing- manna, sem kjósa á. Síðan núver- andi reglur um útreikning at- kvæðatölu frambjóðenda á listum tóku gildi haustið 1959, hafa breytingar á framboðslistum ekki haft áhrif á röð frambjóðenda. Áður giltu breytingar á listum að fullu, en ekki einum þriðja eins og nú er. Síðast höfðu breytingar á list- um áhrif á úrslit kosninga 1946, en það var hér í Reykjavík. Að mínum dómi er eðlilegast að skylda alla flokka eða samtök, sem bjóða fram til kosninga að hlýta lögum sem sett kunna að verða til þess að forkosning fari fram með líkum hætti og tíðkast við almenn- ar kosningar. Þar ætti að banna áróður, auglýsingar og allt það sem frambjóðendur geta keypt með peningum sér til framdráttar við slíkar forkosningar. Það má aldrei verða að menn geti með fjármunum komið sér inn á fram- boðslista og síðar með þeim hætti inn á Alþingi íslendinga. I átta og hálft ár hefur verið unnið að tillögugerð um breytingu á stjórnarskrá Lýðveldisins Is- lands. Nú loks er mál þetta að þokast í rétta átt. Þá ríður á, að þeir sem telja sig órétti beitta kunni fótum sínum forráð og þeir sem nú hafa meiri áhrif á kjör til Alþingis en íbúafjöldi segir til um, en telja sig á ýmsum öðrum sviðum verr setta viðurkenni eðli- lega breytingu með tilliti til þeirr- ar röskunar á búsetu, er orðið hefur frá breytingu stjórnarskrár- laganna frá 1959. Sjálfstæðisflokkurinn er víð- sýnn umbótaflokkur. Sjálfstæðis- fólk vill alltaf leiðrétta það sem farið hefur aflaga og vill taka tillit til allra byggðalaga þessa lands, þessvegna styður Sjálfstæðisfólk sanngjarnar breytingar á stjórn- arskipunarlögum, kosningarétti og kjördæmaskipan hvar sem það er búsett og væntir þess að forysta flokksins, þingflokkur og mið- stjórn hafi forystu málsins í sínum höndum í viðræðum og samningum við aðra stjórnmála- flokka í landinu og leggja á það höfuðáherslu að afgreiðsla þessa máls verði til lykta leidd á næsta ári. Minuisverð tiðindi 1501-1550 Ný „ÖlcT komin út: Öldin sextánda Út er komið hjá Iðunni nýtt bindi hinna svonefndu „aldabóka". Er það Öldin sextánda, fyrri hluti, minnisverð tíðindi 1501— 1550. Jón Helgason tók saman. Þetta er tíunda bókin í þessum flokki, en áður eru út komnar: Öldin sautjánda, Öldin átjánda I—II, Öldin sem leið I—II og Öldin okkar I—IV, og er í þessum bókum rakin saga lands og þjóðar í fréttaformi frá 1601 — 1970. Öldin sextánda, fyrri hluti, rekur ýmsa sögulega viðburði á siðskiptatímunum, deilur kirkju og leikmanna, langvinnar erjur út af jarðeignum, og svo hin miklu átök er hinn nýi siður ruddi sér til rúms. Lýkur frásögnum þessa bindis þegar mótspyrna lands- manna gegn lútherskunni og kon- ungsvaldinu sem við hana studdist er endanlega brotin á bak aftur með aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans, 7. nóvember 1550. Öldin sextánda er líkt og önnur bindi þessa bókaflokks prýdd myndum af ýmsu tagi, eftir því sem föng voru til og getur hér að líta margar myndir úr gömlum ritum sem fáséð eru. Bókin er 184 blaðsíður að stærð. Oddi prentaði. 300 DRYKKIR Kokkleilar. langir drykkir, toddý.bollur óáfengir... Fjöldi íslenskra verðlaunadrykkja „300 drykkir“ Setberg hefur sent frá sér hand- bókina 300 drykkir. „Þar er að finna kokteila, langa drykki, toddý, bollur og óáfenga drykki ásamt fjölda ís- lenskra verðlaunadrykkja. Sem sagt drykkir við öll tækifæri," segir í tilkynningu frá útgefanda. „Þessi bók er tilvalin hjálparhella fyrir heima- barþjóninn. Állar tegundir drykkja er hægt að laga með lítilli fyrirhöfn: stutta oe langa, sterka og óáfenga, kalda og heita, sigilda og draumóra- fulla.“ Auk uppskriftanna 300 eru í bók- inni litmyndir og teikningar. Símon Sigurjónsson barþjónn í Nausti ann- aðist útgáfu bókarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.