Morgunblaðið - 09.12.1980, Page 18

Morgunblaðið - 09.12.1980, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 Nýliðarnir Friða Gylfadóttir, scm leikur Steinu, og Jóhann Tómasson, sem leikur Jóa. Þau voru að sjálfsogðu á frumsýningunni. Hér eru þau með Jóni Þórarinssyni, sem samdi tónlistina. Austur Skaftafellssýslan skartar í kvikmyndinni. Bœrinn Hiiðar undir Steinahlið- um var reistur næstum i túnfætinum i Hvalnesi. Þaðan voru komin til frumsýningar Valgerður húsfreyja Sigurðardóttir og Benedikt bóndi Stefánsson, sem hlóð túngarðinn fræga. Hér eru þau og með þeim Arnhildur Jónsdóttir, sem leikur húsfreyju i Hliðum. íslendingum, sem eiga eftir að sjá myndina og vonandi njóta. Hann er sjálfur sögumaður í þýzkri útgáfu kvikmyndarinnar og samdi handritið. Um kvikmyndina sagði Hall- dór Laxness að sýningu aflok- inni: — Ég á erfitt með að hugsa mér að sagan komi betur fram í kvikmynd en þetta. Og er undr- andi yfir því hvað myndin er gerð af mikilli smekkvísi, skiln- ingi og þrautseigju. Ekki á allt það, sem búið er til í skáldsögu, að vísu jafn vel við í kvikmynda- formi, og þarf stundum að skrölta yfir kafla og kafla, en mér var unun að horfa á sum atriði myndarinnar. Hann lofaði leikarana, sagði að það skipti máli fyrir „identitet" verksins að leikstjóri hefði valið íslenzkt fólk í hlutverkin. En gat þess jafnframt að það hefði verið góð hugmynd hjá Hádrich að hafa þýzkan leikara sem danskan kóng. Til skýringar skaut Rolf Hád- rich því inn í, að leikarinn þýzki Dietmar Schönherr væri kvænt- ur dönsku leikkonunni Vivi Bach og því gæti hann talað nokkra dönsku. Hádrich sagði að 24% sjón- varpsáhorfenda hefðu kosið að horfa á kvikmyndina í Þýska- landi, sem þætti mjög gott. Og henni verið mjög vel tekið. Og hefur borist fjöldi blaðaum- sagna. Paradísarheimt hefði nú náð til um 6 milljóna sjónvarps- áhorfenda í Þýzkalandi og Sviss. Og áhugi væri á að selja hana til Ameríku. Um kostnað sagði hann að hann hefði ekki verið upp gerður, en 2‘/é millj. þýzkra marka eða um 750 milljón ísl. króna væru komnar í hana og þá ótalin vinna hjá þýzka sjónvarp- inu við klippingu o.fi. En þetta teldist ekki dýrt fyrirtæki á mælikvarða Þjóðverja. Og Hin- rik Bjarnason bætti við, að íslenzki kostnaðurinn væri um 35 milljónir króna, sem vafa- laust væru bestu kaup, sem íslenzka sjónvarpið hefði gert. Báðir sögðu þeir að áhugi væri á að kvikmynda enn eina af skáldsögum Laxness, en vildu ekki segja neitt meira um það að svo stöddu. Sagði Hádrich að fyrir þýzka áhorfendur væri ákaflega áhugavert þetta sérkennilega landslag. Öll heimsbyggðin væri að leita eftir hinni hreinu nátt- úru og óbrotnu fólki — fólki einföldu í sniðum, svo sem Stein- ar bóndi, sem gæti hugsað og það svo stórbrotið. Verk Hall- dórs og kvikmyndun hér væri því stórkostleg fyrir þýzka áhorf- endur. Hann gat þess að Björn Björnsson leikmyndasmiður, sem væri kunnugur öllum að- stæðum, hefði verið ómetanlegur til að ná hinum rétta blæ á verkið. Þannig hefur Rolf Hád- rich skynjað hinn íslenska veru- leika og myndin hefur hægan episkan og íslenzkan sögustíl — E.Pá ir hefur aldrei leikið fyrr. Hún er í Kvennaskólanum og var 14 ára er hún var valin úr hópi umsækjenda. Hún segir að þetta hafi verið erfitt, en skemmtileg- asta erfiði sem hún geti ímyndað sér. Henni fannst dálítið furðu- legt að sjá sig svona á kvikmynd og spurningunni um það hvort þetta hefði kveikt svo í henni að hún hyggðist gerast leikari, svaraði hún: Hver veit! En ég lýk alla vegana stúdentsprófi fyrst. Piltinn Jóa eða Jóhann Gylfason fundu kvikmyndamenn á Kefla- víkurflugvelli, eftir mikla leit að slíkum strák. Hann hefur heldur aldrei borið við að leika, en er aftur á móti mikið á hestum. Við hittum hann í hléi ásamt konu sinni Helgu Möller, söngkonu. Kvaðst hann hafa haft ákaflega gaman af þessu æfintýri. Þarna mátti í hópi þeirra, sem komu við sögu kvikmyndunar sjá fólk langt að komið, m.a. sýslu- mann Austur-Skaftfellinga, Friðjón Guðvarðarson, sem sagði: — Best leikur Skafta- fellssýslan sitt hlutverk, og má það til sanns vegar færa, svo fagurt sem landslag er í mynd- inni. Og hann bætti við að ekki væri hann eins ánægður með Hornafjarðarmánann. Og þarna var kominn Benedikt bóndi Stef- ánsson í Hvalnesi og Valgerður Sigurðardóttir kona hans, en Hlíðarbærinn var gerður rétt í túnfætinum hjá þeim og Bene- dikt hlóð túnvegginn, sem skipt- ir svo miklu í sögunni. Um jólin fá íslendingar að sjá i þremur köflum sjón- varpskvikmyndina Paradísar- heimt. Kvikmyndaða sögu Hail- dórs Laxness af Steinari í Hlíð- um undir Steinahlíðum, sem uppi var á dögum Kristjáns Vilhjálmssonar, bóndanum sem hélt út í heim, lenti hjá morm- ónum i Saltsjólandi, en er i sögulok aftur kominn heim að ieggja stein við stein f hina fornu veggi i Hliðum undir Steinahliðum. Þessi kvikmynd, sem hinn þýzki leikstjóri Rolf Hádrich gerði í fyrra var nú frumsýnd hér á laugardag. eftir að hafa komið fyrir augu 6 milljóna sjónvarpsáhorfenda í Þýzkalandi og Sviss og er á leið á skjáinn á Norðurlöndum. Myndin hefst með frásögn sögumanns, Halldórs Laxness sjálfs, um tilurð hests lofts og lagar, Krapa í Hlíðum, og lýkur 330 mínútum síðar er Steinar tekur til við vegghleðsluna aftur. Hefur sögusviðið og kvikmynda- lið þá borist vítt um lönd, til Norður-Þýzkalands, vestur til Utah í Bandaríkjunum og um sunnanvert ísland, allt austur í Austur-Skaftafellssýslu og mik- ið lið leikara og tæknimanna komið við sögu. Þar í flokki okkar traustustu leikarar, sem Islendingar þekkja af sviði, en sjá nú á kvikmyndatjaldinu í litum, svo sem Róbert Arnfinns- son í hlutverki mormónabiskups, Nokkrir leikarar í hléi. Margrét Ólafsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Róbert Arnfinnson, sem öll leika i kvikmyndinni eru hér ásamt Stellu konu Róberts. Gunnar Eyjólfsson sem skáld- sýslumaðurinn, Helgi Skúlason presturinn, Valur Gíslason bóndinn, allir óborganlegir í sínum alíslenzku gervum, Helga Bachman og Árósa sem Borgý og María og Rúrik sem Runólfur vestur -í Mormónabyggð og margir fleiri. Leikarar og tækni- fólk var viðstatt frumsýninguna, enda ótrúlega margir sem leggja hönd að svo stóru verki. Jón Laxdal, sem leikur höfuðpaur- inn, Steinar bónda, var þó ekki staddur hér á landi. En í kvikmyndinni fáum við líka að sjá ný andlit. Þórður Sigurðsson sem Björn á Leirum hefur að vísu sést fyrr á tjaldi. En Fríða Gylfadóttir, sem leikur Steinu í Hlíðum, Arnhildur Jónsdóttir sem leikur húsfreyju og Jóhann Tómasson sem leikur Jóa, biðil Steinu, koma í fyrsta sinn þar áhorfendum. Arnhildur hefur áður leikið á sviði eftir að hún lauk leiklistarnámi, bæði í Kópavogi og hjá Leikfélagi Reykjavíkur, auk þess sem hún hefur sett upp úti á landi og haldið leiklistarnámskeið þar. Hún er hestakona og sést ríða í söðli. En hestar sjást eðlilega margir á skjánum og má glögg- lega greina hvar snillingar fara, sem kunna að halda hestum til, svo sem Gunnar Eyjólfsson. Unga stúlkan Fríða Gylfadótt- Jón Þórarinsson tónskáld á þar sinn hlut, samdi tónlistina, sem svo vel fer við ríðandi fólk og landslag. Hann kvaðst hafa fengið að sjá myndina gróf- klippta. Fór til Þýzkalands til þess í vor og fékk þá tímasetn- ingu á hvern lið, samdi tónlist- ina svo frá apríl til júní, og fór út aftur, þegar hún var flutt af hljómsveit Norðurþýzka sjón- varpsins. — Þetta var eftir skeiðklukku og allt önnur vinnu- brögð en maður á að venjast, sagði hann. I lok sýningarinnar þakkaði kvikmyndastjórinn þýzki Rolf Hádrich öllum sem að þessu mikla verki stóðu og öllum Allir leita að hreinni náttúru og óbrotnu fólki, sem getur hugsað stórt, sagði leikstjórinn Rolf Hádrich á blaðamannafundinum með honum og Halldóri Laxness að aflokinni sýningu. Hinrik Bjarnason, fulltrúi Sjónvarps lengst til hægri. Ljósm. ól.K. Mag. Gerð af smekk- _ vísi og' skilningi - segir Halldór Laxness um Paradísarheimt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.